Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 56
KEiLUSALllRINN
OPINN 9.00-00.30
EUnOCARO
V— J
"TTTNORT AU5 SHfiAR
SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Fólskuleg
árás á fuU-
orðinn mann
RÚMLEGA sjötugur maöur varð fyrir fólskulegri árás á heimili sínu
við Suðurlandsbraut í Reykjavík í fyrrinótt. Liggur hann nú í sjúkra-
húsi mikið slasaður. Árásarmaðurinn, sem er um sextugt, var í haldi
lögreglunnar í gær.
Það var snemma í gærmorgun
sem komið var að gamla mannin-
um liggjandi í stiga í húsinu, sem
hann býr í, en þar eru nokkur
herbergi leigð út á annarri hæð í
verslunarhúsi. Virðist sem ráðist
hafi verið inn í herbergi hans,
hurðinni sparkað upp og hann
laminn hvað eftir annað í andlitið.
Maðurinn var með meðvitund þeg-
ar hann fannst og gat sagt til
árásarmannsins, sem reyndist
vera leigjandi í næsta herbergi. Sá
var dauðadrukkinn og var hann
settur í fangageymslu þar til af
honum rynni. Arásin virðist hafa
verið algjörlega tilefnislaus, því sá
sem fyrir henni varð er mesti
hæglætismaður.
Undir hádegi á laugardag var
ekki búið að kanna meiðsli gamia
mannsins til hlítar en þó var ljóst
að hann var brotinn í andliti auk
þess að vera mikið bólginn, mar-
inn og skrámaður.
Kjarnfóðursjóður:
Tvær milljónir
til reiðhallar
Framleiðsiuráð landbúnaðarins
saroþvkktí á fundi sínum fyrir
skömmu að veita Reiðhöllinni hf.
treggja milljóna kr. styrk til bygg-
ingar reiðhailar í Víðidal í Reykja-
94 hvalir
komnir
á land
Hvalbátarnir hafa veitt 94
hvali sem af er hvalvertíð, allt
langreyðar, af 161 sem leyft er
að veiða í sumar.
Magnús D. Ólafsson verk-
stjóri hjá Hval hf. í Hvalfirði
sagði í gærmorgun að engin
kraftveiði hefði verið að und-
anförnu. Lengst hefði í hval-
inn og hann væri orðinn
eitthvað dreifðari en var.
Veiðar og vinnsla hefðu þó
gengið vel það sem af væri
vertíð.
vík. Landbúnaðarráðherra þarf að
staðfesta þessa samþykkt.
Stjórn Reiðhallarinnar hf.
sótti um 4 milljónir á þeim for-
sendum að hestamenn og hrossa-
bændur hefðu greitt verulegar
upphæðir í kjarnfóðursjóð á und-
anförnum árum við kjarnfóður-
kaup. Framleiðsluráð frestaði af-
greiðslu e rindisins þegar það
kom fram og óskaði eftir rekstr-
aráætlun reiðhallarinnar. Áætl-
unin var lögð fram á fundinum
nú og samþykkt að veita tveggja
milljóna kr. styrk. Samkvæmt
rekstraráætluninni mun rekstur
hallarinnar standa í jámum
fyrstu þrjú árin, en eftir það á
hann að fara að skila hagnaði.
Komið til mín
MorRunhlaðiö/Emilia
ÞAU eru mörg verkin, sem vinna þarf til að halda
borginni hreinni og snyrtilegri. Þessi mynd var tekin
í Fossvogskirkjugarði þar sem verið var að hreinsa
styttu af Frelsaranum.
Góð þorskveiði fyrir Norðurlandi:
Stúlka
kærði
nauðgun
STÍILKA innan við tvítngt kærði í
gærmorgun ungan mann fyrir
nauðgun. Hann var handtekinn
skömmu síðar og færður í fanga-
geymslu. Oljóst er um tildrög máls-
ins en stúlkan og pilturinn munu
hafa komið saman af dansleik í
fyrrjadtl og verið gestkomandi í
búsi í miðborg Reykjavíkur.
Rannsókn málsins var að byrja
undir hádegið í gær og átti að
yfirheyra hinn grunaða síðdegis.
Hegranesið fékk tvö 40
tonna höl á sólarhring
MJÖG góður þorskafli hefur fengist fyrir Noröurlandi og út af
Horni undanfarna daga, einkum á Strandagrunni og í Reykjafjarð-
arál. Skuttogarinn Hegranes SK 2 frá Sauðárkróki var í gærmorgun
á landleið með 180 tonn eftir 5 daga og fengu þeir tvö 40 tonna höl
í fyrradag. Mörg skip voru á svipuöum slóðum og fengu mörg hver
góðan afla.
„Jú, það er óhætt að segja það,
þetta hefur verið jafnt og gott síð-
ustu daga. Það koma svona neistar
inn á milli eins og gengur og ger-
ist,“ sagði Júiíus Skúlason skip-
stjóri á Hegranesinu í talstöðvar-
samtali við Morgunblaðið í gær-
morgun. Hann sagði að þeir hefðu
verið út af Strandagrunni og
Reykjafjarðarál og fiskurinn væri
óvanalega góður miðað við það
sem gerðist almennt á þessu
svæði.
— Við fréttum að þið hefðuð
fengið stór höl, er það ekki rétt?
„Ja, fljótt flýgur fiskisagan. Ég
veit það ekki nákvæmlega, við
mældum þau ekki en ég giska á að
þau stærstu hafi verið um 40 tonn.
Við fengum tvö slík í flottrollið í
gær og dag. En það var ágætt í
botntrollið líka, við fengum upp í
20—30 tonn í það í fyrradag,"
sagði Júlíus Skúlason.
Benjamín Antonsson skipstjóri
á skuttogaranum Kolbeinsey ÞH
10 frá Húsavík sagði í gærmorgun
að þeir væru nýkomnir út og lítið
farnir að fá ennþá en þeir voru
utan við „reglugerðarhólfið" í
Reykjafjarðarál. Hann sagði að
15—20 skip væru þarna, hvað-
anæva af landinu. Þeir hefðu feng-
ið mest í flottrollið en líka kropp í
botntrollið. Nokkuð skip hefðu
verið að fá 5—20 tonn í hali, og
sum farið upp í 40 tonn (Hegra-
nesið og Sólbergið), en 3—4 tímar
færu í þetta. Hann sagði að fiskur-
inn væri góður, kannski ekki sá
stærsti, en jafn og góður.
Sigfús A. Schopka fiskifræðing-
ur hjá Hafrannsóknastofnun
hafði ekki heyrt um þennan mikla
afla fyrir norðan. Sagði hann að
þetta væri þó örugglega ekki fisk-
ur sem gengið hefði frá Græn-
landi. Það væri oft góð veiði á
þessum árstíma á þessum slóðum.
Fiskurinn þéttist í æti og gæfi sig
til.
Mikið var að gera í fiski fyrir
norðan í gærmorgun. 1 fiskiðju-
veri Þormóðs ramma á Siglufirði
byrjaði vinna klukkan 4 um nótt-
ina og allir sem vettlingi gátu
valdið voru í vinnu. Skjöldur kom
inn með 60 tonn eftir 4 daga, en
fær ekki landað á Siglufirði fyrr
en á þriðjudag og Súlan var að
taka ís og var með 90 tonn eftir 5
daga.