Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 1985 SVIPMYND Á SUNNUDEGI/Tage Erlander Svíar kveðja födur vel ferðarríkísíns Olof Palme ásamt Isrimeistara sínum. komu til óformlegra viðræðna fulltrúar hinna ýmsu hagsmuna- og félagasamtaka, fulltrúar laun- þega og atvinnurekenda. Þangað komu einnig fulltrúar erlendra ríkja. Myndir af róðrarferðum Erlanders með erlendum þjóð- höfðingjum í Harpsund urðu heimsfrægar. Þannig þróaðist sænski sósíal- isminn á tíma Erlanders — lausn- irnar tóku mið af aðstæðum hverju sinni, en voru samt hug- myndafræðilega ígrundaðar og réttlættar með tilvitnun í stefnu flokksins. Hið opinbera lagði und- ir sig æ fleiri svið og hlutur þess í þjóðarframleiðslunni óx stöðugt, en róttækustu þjóðnýtingaráform- in á atvinnusviðinu voru lögð á hilluna. Stjórnin lét sér annt um framleiðni og hagræðingu í at- vinnulífinu, sem voru forsenda aukinnar samneyslu og félagslegr- ar þjónustu. Atvinnutækin í land- inu höfðu sloppið ósködduð við hildarleik seinni heimsstyrjaldar- innar og unnt reyndist að taka til óspilltra málanna við að mala gull í undirstöður velferðarríkisins. Sósíaldemókratar og auðvaldið höfðu myndað með sér „varnar- bandalag". Það gaf góða raun á stríðsárunum og varð langlíft undir stjórn Erlanders. Annað einkenni stjórnlistar Erlanders var sá háttur hans að bíða átekta; að draga í lengstu lög að taka erfiðar ákvarðanir þegar um flókin mál var að ræða og óvist var um stuðning. Það ráðrúm, sem gafst, notaði hann til að ræða mál- in og reka áróður. Þegar rétti tím- inn var kominn og tækifæri gafst fylgdi hann stefnu sinni og flokks- ins fast eftir. Afstaðan til kjarnorkuvopna er eitt dæmið um þessa baráttuað- Erlander í Harpsund ásamt Hubert Humphrey (lengst til vinstri) og Willy Brandt (annar frá vinstri). Tage Erlander, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, lést þann 21. júní sl. 84 ára að aldri. Það kom mörgum á óvart þegar hann var valinn formaður flokks sósíaldemó- krata árið 1946, er hinn þekkti leiðtogi þeirra Per Albin Hans- son lést sviplega. Um leið varð Erlander forsætisráö- herra í stjórn sósíaldemókrata, sen áður hafði hann verið kirkju- og menntamálaráð- herra. Hann gegndi embætti forsætisráðherra samfleytt í 23 ár, eða lengur en nokkur ann- ar flokksforingi í vestrænu lýðræðisríki. Arið 1969 lét hann af embætti að eigin ósk, einu ári eftir að hafa leitt flokkinn til einhvers mesta kosningasigurs síns. Syrgja landsföður Af viðbrögðum manna hér í Sví- þjóð er ljóst að verið er að kveðja óvenju farsælan stjórnmálaleið- toga. Jafnvel gamlir andstæðingar spara ekki hólið um persónu hans og hæfileika á stjórnmálasviðinu. Það er að vísu ekki óalgengt að gamlir og gegnir menn fái góð eft- irmæli, en hér býr annað og meira aö baki. Lífsferill Erlanders er samofinn heilu tímabili í sænskri sögu. Gíf- urleg atvinnuuppbygging og efna- hagsleg velmegun skipaði Svíþjóð í röð auðugustu þjóða heims. Vel- ferðarríki var sett á laggirnar og stóð vörð um afkomu almennings og félagslegt réttlæti. Úr ýmsum áttum var litið til Svíþjóðar sem fyrirmyndarþjóðfélags. Þegar Tage Erlander lét af völd- um var hann orðinn landsfaðir. Hann hélt áfram að fylgjast með þjóðmálum og sat á þingi til 1973. Eftir það hóf hann að skrifa endurminningar sínar — fimm þykk bindi, full af fróðleik fyrir yngri kynslóðir, um stjórnmál- asögu næstu fjögurra áratuga á undan. Þessar bækur bera ein- kenni höfundarins: þær eru málefnalegar, persóna hans sjálfs verður aldrei aðalatriðið og karla- grobb fyrirfinnst ekki. Þessi ævi- saga fjallar um það hvernig Sví- þjóð sem við þekkjum í dag, varð til. eftir PÉTUR PÉTURSSON lag. Stig af stigi þróaðist stjórn- málaáhugi Erlanders frá málgleði í góðra vina hópi í það að verða alvara lífsins. Gáskafullur leikaraskapur var þó einkenni frá Lundarárunum er alltaf kom upp á yfirborðið síðar á ævinni og átti ekki lítinn þátt i vinsældum hans. En það sem virðist hafa haft mest áhrif á stjórnmálahugsun hans voru kjör landbúnaðar- verkamanna á Skáni. Þar birtist honum böl stéttamismunar í átak- anlegri mynd. Verkamennirnir mynduðu samtök til að bæta kjör sín, en landeigendur sögðu þeim upp vinnu og það þýddi að heilar fjölskyldur í nágrenni Lundar voru settar á guð og gaddinn. Hann setti sig inn í aðstöðu þessa fólks og skrifaði um það ritgerð. Um þetta mál og önnur þjóðmál var mikið rætt í róttæku málfund- afélagi, sem Erlander tók virkan þátt i. Brátt komust forráðamenn jafnaðarmanna í Lundi ekki hjá því að taka eftir mælsku þessa há- vaxna og renglulega háskólastúd- ents. Hann gekk í sósíal- demókrataflokkinn og árið 1930 var hann i framboði fyrir flokkinn í bæjarstjórnarkosningum og átti sæti í bæjarstjórn í nokkur ár. Flokksfélagar hans fundu brátt að þrátt fyrir skólabókarlærdóm og stúdentalif var hér á ferð maður, sem var i tengslum við raunveru- leikann og ekki hafinn yfir hagnýt sjónarmið. Velferðarríkið, sænska gerðin Lykillinn að löngum ferli og velgengni Erlanders í embætti forsætisráðherra var sennilega sá hæfileiki hans að samræma fræði- legan þankagang og hagnýt sjón- armið. Frá háskólaárum sinum hafði hann hæfnina til að kanna málin frá ýmsum hliðum, ræða hugsanlega valkosti, bera saman sina reynslu og annarra — og velja síðan þá leið sem vænlegust var. Hann hafði ^ tilhneigingu til að gera u ríksstjórnarfundina að ff „rannsóknaræfingu" og í f þeim tilgangi að lífga upp á samkomuna réð hann til sin gáfnaljós frá háskólunum sem aðstoðarráðherra og ritara. í þeim hópi voru menn eins og Dag Hammarskjöld og Olof Palme. Óformlegir viðræðufundir urðu eins konar aðal stjórnlistar Er- landers. Forsætisráðherrann hafði til umráða sérstakan bú- garð, Harpsundssetrið, til þess að taka á móti gestum og sér til Jivíldar og hressingar. Þangað Úr heimahúsum Tage Erlander fæddist árið 1901 í smáþorpi í Vermlandi í Mið- Svíþjóð. Forfeður hans voru verkamenn og bændur, en faðirinn hafði komist áfram í mannfélag- inu eins og það var skilgreint á þeim tímum — hann var barna- skólakennari og organisti við sóknarkirkjuna. Faðirinn tók virkan þátt í félagslífi staðarins, var formaður í bindindisfélagi og virkur í trúboðsfélagi. Ekki hafði Erlander sósíalismann úr heima- húsum — faðirinn var snortinn af frjálshyggjunni en taldi sósíal- ismann óvin samfélagsins og hættulegan andlegri velferð ein- staklingsins. Lundarárin Menntun var í hávegum höfð á heimili Erlander-hjónanna og sonurinn var settur til mennta, þótt ekki væru efnin mikil. Að loknu stúdentsprófi lá leiðin til Lundar. Fyrst las hann stærð- fræði og raunvísindi, en hann hneigðist brátt að hagfræði og stjórnvisindum, sem tóku hug hans allan. Námið sóttist seint. Háskóla- prófi lauk hann ekki fyrr en eftir átta ár í Lundi. Ekki var þó leti eða ómennsku um að kenna. Á þessum árum mótuðust viðhorf hans og þar tók hann sín fyrstu skref sem stjórnmálamaður. Stúdentalifið mótaði hinn hlé- dræga og leitandi námsmann frá Vermlandi. Borgaraleg frjáls- hyggja mótuð af kristnum lífskoð- unum úr heimahúsum þokaði fyrir visindahyggju og efnishyggju, sem veittu vonir um framfarir og betra líf og það sem var mikilvægast af öllu — réttlátara og betra þjóðfé- Tage Erlander 13 ira og húsið þar sem hann fædd- ist á Vermalandi. Tage Erlander ' ■- -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.