Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 07.07.1985, Blaðsíða 53
53 MORGUNBLADIÐ, SUKNUDAGUR 7. JÚLl 1985 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON við stjórnarmyndanir og staðfest- ingu á lögum. Þetta hlutverk „væri að sjálfsögðu gjörsamlega óþarft eftir að kominn væri þjóð- kjörinn forsætisráðherra. í raun er þetta því tillaga um að leggja niður embætti forseta íslands i núverandi mynd. Það tel ég vera miður því að forsetaembættið er tákn sameiningar og samstööu þessarar þjóðar, og leitast hefur verið við að láta ekki pólitískan styrr standa um embættið." • 4) Það fyrirkomulag, sem hug- mynd þessi stendur til, „er raun- verulega ákall á hinn sterka mann í þjóðfélaginu". Það ákall segir oft til sín þegar upplausnarástand rikir. En slíkan hugsunarhátt ber að forðast þvi hann stefnir i átt til „andlýðræðislegra stjórnarhátta". • 5) Síðast en ekki sizt „óttast ég mest að þetta kerfi muni sundra þjóðinni ennþá meir en orðið er“. Úrbætur eftir öðrum leiðum Þeir, sem gagnrýna hugmynd- ina um þjóðkjörinn forsætisráð- herra, leggja engu að síður áherzlu á, að nauðsynlegt sé að þróa sitt hvað i núverandi stjórn- skipan okkar til betri vegar. Greina þurfi betur milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds en nú er gert. Það eigi hins vegar að gera án þess að leggja niður þing- ræðið í landinu. Þeir vilja styrkja völd Alþingis á kostnað fram- kvæmdavaldsins, á kostnað valds ríkisstjórna á hverjum tima. Þeir, sem hugmyndina hyllast, vitna gjarnan til Bandaríkjanna og Frakklands. En þar er ólíku saman að jafna. Stjórnmálahefð er með allt öðrum hætti í Banda- ríkjunum en hér. Bandaríkin eru ríkjasamband, hvar hvert riki hef- ur víðtæk völd. Þetta fyrirkomu- lag nýtur sin og betur þar sem „tveggja flokka kerfi" ræður ferð. t fjórflokkakerfi, eins hér var lengst, að ekki sé talað um sex flokka kerfi, eins og nú ríkir, verð- ur annað upp á teningnum. í Frakklandi fer og kjör forseta saman við meginstrauma i stjórn- málum. Þar eru völd forseta mun meiri en hugsanlegt er að fallizt verði á hér á landi. Lokaorð i tilvitnaðri þingræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar, þar sem hann gagnrýnir sitt hvað i ríkjandi kerfi, vóru þessi: „Ég nefni t.d. heimild ríkis- stjórna til bráðabirgðalaga, sem er stórlega misnotuð. Með þessari heimild er of mikill og mikilvægur hluti löggjafarvaldsins lagður i hendur framkvæmdavaldinu. Þessa heimild ber að takmarka mjög, ef ekki að afnema hana með öllu... Ég bendi á annað atriði. Þar er Alþingi sjálfu auðvitað um að kenna. Lög frá Alþingi veita fram- kvæmdavaldinu allt of mikið svigrúm til þess að taka ákvarðan- ir um atriöi sem i eðli sínu eru löggjafaratriði en Alþingi felur rikisstjórnum að afgreiða með reglugerðum... Eg hefi lika haldið þvi fram sem minni skoðun að ráðherrar eigi ekki að gegna þingmennsku á meðan þeir sitja i ráðherrastóli. Ég hef líka nefnt það að afnema eigi þingrofsréttinn i sinni núver- andi mynd, þ.e. þingrofsréttinn eigi að flytja til Alþingis ef hann á að vera til á annað borð. Ég hefi minnst á starfstima Al- þingis, sem á að lengja, og ég hef ennfremur minnst á að staða og embættiskjör forseta þingsins, þessarar æðstu stofnunar Iöggjaf- arvaldsins, ættu að vera svipuð og staða ráðherra. Þetta eru nokkur atriði sem ég vil nefna til endurbóta á þingræð- isreglunni, sem ég vil halda í.“ Þessi 45 fm bústaður er til sölu Hann er um 50 km frá Reykjavík, í honum er rennandi vatn, w.c., arinn, ísskápur, ofn o.fl. Bátaskýli, bátur og mótor. Uppl. í síma 40081 og 75135. Lítið í gluggana um helgina Barokksófasett + 2 aukastólar + sófaborö. Verö aöeins kr. 55.800. Já allt þetta á kr. 53.000 staögreitt. Einnig mikiö úrval af leöursófasettum. VALHÚSGÓGN S: 82275 og 685375.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.