Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 53

Morgunblaðið - 07.07.1985, Síða 53
53 MORGUNBLADIÐ, SUKNUDAGUR 7. JÚLl 1985 IÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON við stjórnarmyndanir og staðfest- ingu á lögum. Þetta hlutverk „væri að sjálfsögðu gjörsamlega óþarft eftir að kominn væri þjóð- kjörinn forsætisráðherra. í raun er þetta því tillaga um að leggja niður embætti forseta íslands i núverandi mynd. Það tel ég vera miður því að forsetaembættið er tákn sameiningar og samstööu þessarar þjóðar, og leitast hefur verið við að láta ekki pólitískan styrr standa um embættið." • 4) Það fyrirkomulag, sem hug- mynd þessi stendur til, „er raun- verulega ákall á hinn sterka mann í þjóðfélaginu". Það ákall segir oft til sín þegar upplausnarástand rikir. En slíkan hugsunarhátt ber að forðast þvi hann stefnir i átt til „andlýðræðislegra stjórnarhátta". • 5) Síðast en ekki sizt „óttast ég mest að þetta kerfi muni sundra þjóðinni ennþá meir en orðið er“. Úrbætur eftir öðrum leiðum Þeir, sem gagnrýna hugmynd- ina um þjóðkjörinn forsætisráð- herra, leggja engu að síður áherzlu á, að nauðsynlegt sé að þróa sitt hvað i núverandi stjórn- skipan okkar til betri vegar. Greina þurfi betur milli löggjaf- arvalds og framkvæmdavalds en nú er gert. Það eigi hins vegar að gera án þess að leggja niður þing- ræðið í landinu. Þeir vilja styrkja völd Alþingis á kostnað fram- kvæmdavaldsins, á kostnað valds ríkisstjórna á hverjum tima. Þeir, sem hugmyndina hyllast, vitna gjarnan til Bandaríkjanna og Frakklands. En þar er ólíku saman að jafna. Stjórnmálahefð er með allt öðrum hætti í Banda- ríkjunum en hér. Bandaríkin eru ríkjasamband, hvar hvert riki hef- ur víðtæk völd. Þetta fyrirkomu- lag nýtur sin og betur þar sem „tveggja flokka kerfi" ræður ferð. t fjórflokkakerfi, eins hér var lengst, að ekki sé talað um sex flokka kerfi, eins og nú ríkir, verð- ur annað upp á teningnum. í Frakklandi fer og kjör forseta saman við meginstrauma i stjórn- málum. Þar eru völd forseta mun meiri en hugsanlegt er að fallizt verði á hér á landi. Lokaorð i tilvitnaðri þingræðu Birgis ísleifs Gunnarssonar, þar sem hann gagnrýnir sitt hvað i ríkjandi kerfi, vóru þessi: „Ég nefni t.d. heimild ríkis- stjórna til bráðabirgðalaga, sem er stórlega misnotuð. Með þessari heimild er of mikill og mikilvægur hluti löggjafarvaldsins lagður i hendur framkvæmdavaldinu. Þessa heimild ber að takmarka mjög, ef ekki að afnema hana með öllu... Ég bendi á annað atriði. Þar er Alþingi sjálfu auðvitað um að kenna. Lög frá Alþingi veita fram- kvæmdavaldinu allt of mikið svigrúm til þess að taka ákvarðan- ir um atriöi sem i eðli sínu eru löggjafaratriði en Alþingi felur rikisstjórnum að afgreiða með reglugerðum... Eg hefi lika haldið þvi fram sem minni skoðun að ráðherrar eigi ekki að gegna þingmennsku á meðan þeir sitja i ráðherrastóli. Ég hef líka nefnt það að afnema eigi þingrofsréttinn i sinni núver- andi mynd, þ.e. þingrofsréttinn eigi að flytja til Alþingis ef hann á að vera til á annað borð. Ég hefi minnst á starfstima Al- þingis, sem á að lengja, og ég hef ennfremur minnst á að staða og embættiskjör forseta þingsins, þessarar æðstu stofnunar Iöggjaf- arvaldsins, ættu að vera svipuð og staða ráðherra. Þetta eru nokkur atriði sem ég vil nefna til endurbóta á þingræð- isreglunni, sem ég vil halda í.“ Þessi 45 fm bústaður er til sölu Hann er um 50 km frá Reykjavík, í honum er rennandi vatn, w.c., arinn, ísskápur, ofn o.fl. Bátaskýli, bátur og mótor. Uppl. í síma 40081 og 75135. Lítið í gluggana um helgina Barokksófasett + 2 aukastólar + sófaborö. Verö aöeins kr. 55.800. Já allt þetta á kr. 53.000 staögreitt. Einnig mikiö úrval af leöursófasettum. VALHÚSGÓGN S: 82275 og 685375.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.