Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1985 Halldór Tryggvason verkstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks um aflahrotuna: „Betra að koma með minna af fiski en betri fisk“ — Fiskur nú unninn í 20—30 % ódýrari pakkningar „ÞAÐ er miklu betra fyrir alla aðila að togararnir komi með minna af fiski og betri heldur en þennan mikla afla sem þeir hafa verið að landa að undanfornu," sagði Halldór Tryggvason verkstjóri hjá Fiskiðju Sauðárkróks í gær. í síðustu viku lönduðu togarar Skagflrðinga 500 tonnum, sem skiptist á þrjú frystihús við Skagafjörð, og á sunnudagskvöld kom einn þeirra, Hegranes, með 180 tonn til viðbótar. Sagði Halldór að unnið hefði verið í frystihúsinu frá 6—17 auk laugardagsins og hefði rétt marist að vinna aflann með því móti. Hann sagði að við þetta bættust vandræði vegna sumarleyfa starfsfólks. Sagði hann að þegar svona mikill afli bærist á land væri erfitt að vinna fiskinn í dýr- ari pakkningarnar, vinna yrði hann í þær sem fljótlegastar væru og þar með ódýrari, til að koma aflanum í gegn. Sagði hann að munað gæti 20—30% eða jafnvel meira af útflutningsverðmæti, því í stað pakkninga sem seldar væru Tíu þúsund kassar af gaffalbitum seldir Viðbótarsamningur um sölu á 10 þúsund kössum af gaffalbitum til Sovétríkjanna var gerður ný- lega. Verðmæti samningsins er á bilinu 460—470 þúsund dollarar. Samtals hafa þá á þessu ári verið seldir til Sovétríkjanna 43 þúsund kassar af gaffalbitum og 10 þús- und kassar af þorskalifur, sam- tals að verðmæti 2,6—2,7 milljón- ir dollara. Gert er ráð fyrír annar viðbótarsamningur verði gerður í haust. „Verðið er viðunandi. Ég held að það sé óhætt að segja að þessi viðskipti séu til hagsbóta fyrir báða aðila,“ sagði Theódór S. Halldórsson, framkvæmda- stjóri Sölustofnunar lagmetis í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að það væri ekki hægt að fullyrða um það að svo komnu, hvernig þetta ár kæmi út í heildina, það kæmi ekki í Ijós fyrr en eftir samningagerð- ina í haust. Síðasta ár hefði ver- ið betra en tvö árin á undan, en 1984 hefðu verið seldir 68 þús- und kassar af gaffalbitum og 9 þúsund kassar af þorskalifur til Sovétríkjanna. Gaffalbitarnir eru lagðir niður hjá K. Jónssyni á Akur- eyri og hjá Sigló hf. á Siglufirði, en lifrin er lögð niður hjá Lifr- arsamlagi Vestmanneyinga í Vestmannaeyjum. á 90—100 kr. pundið væri verið að vinna í pakkningar að útflutnings- verðmæti allt niður f 70 krónur og jafnvel lægra. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag fékk Hegra- nesið mikinn afla á stuttum tíma á Vestfjarðamiðum, allt að 40 tonn I hali í flottroll. Bjóst Hall- dór við að eitthvað af þeim þorski sem fengist í slíkri veiðferð væri lélegur, sagði að það væri oft raunin. Sagði hann að fiskurinn á botni trollsins kremdist og blóð- sprengdist, blóð leitaði inn í vöðv- ann. Þá þyrfti fiskurinn að bíða slægingar og væri í einu orði sagt leiðinda vara. Ágúst Einarsson hjá Landsam- bandi íslenskra útvegsmanna, sagði að þessi umræða kæmi oft upp á þessum tíma. Hann sagði það hagkvæmast fyrir útgerðar- menn og sjómenn að ná sem mest- um afla á sem skemmstum tíma og ekki við að þá að sakast. Það væri fiskvinnslunnar að hafa stjórn á lönduninni. Hann sagði þessi kvörtunartónn sumra fisk- verkenda væri svolftið hlálegur, sérstaklega þeirra sem væru undir sömu stjórn og útgerð, eins og raunin væri á með Sauðárkrók. Annarsstaðar þar sem hörð stjórn væri á þessum hlutum, eins og til dæmis á Akureyri, sagði Ágúst að ekki heyrðist kvartað. MorgunblaÖid/Fridþjófur. Við Reftjarnarbungu, þar sem Blanda verður stífluð, hefur verið sprengdur skurður og byrjað er á að steypa 90 metra langa botnris í hann. Framkvæmdum við Blöndu miðar allvel áfram FRAMKVÆMDUM við Blöndu virkjun miðað allvel áfram, að sögn Ólafs Jenssonar umsjónar- verkfræðings Blönduvirkjunar. í sumar er aðallega unnið að tveim- ur verkefnum: neðanjarðarmann- virkjcm og byrjunarframkvæmd- um við stíflu. Búið er að gera rúmlega 800 metra aðkomugöng og hluta hvelfingar fyrir stöðvarhúsið sem á að byggjast inn af þeim. Grafnar hafa verið tvær geilar beint upp af því sem stöðvarhús- ið á að vera, fyrir kapla og leiðsl- ur, og innar, þar sem vatnið á að fara niður í stöðvarhúsið. Verður byrjað á að grafa þessi lóðréttu göng á þessu ári. Fyrst verður borað niður í hvelfingarnar með venjulegum hætti, en síðan verð- ur notuð ný tækni hér á landi, bor sem dreginn er upp og víkk- ar göngin í rétta stærð. Verktaki við aðkomugöngin er Kraftverk. Við Reftjarnabungu er byrjað á stíflunni í Blöndu. Skurður hefur verið sprengdur í gegn um bergið og verður ánni veitt um hann þegar byrjað verður á stífl- unni sjálfri. I skurðinum er síð- an verið að steypa 90 metra botnrás með lokum beggja meg- in. Verktakar eru Arnardalur sf. og Óli Þór Óskarsson bygg- ingameistari. Laxinn tregur að ganga í hafbeitarstöðvarnar — Uggi við ugga fyrir utan MIKIÐ af laxi hefur að undanförnu gengið að hafbeitarstöðvunum suð- vestanlands, en ekki vill hann inn í þær. Aðeins einu lax hefur gengið í Kollafjarðarstöðina, enginn í Pólar- lax og enginn hefur farið alla leið inn í hafbeitarstöðina í Vogum, þó uggi sé við ugga fyrir utan stöðvarnar. Er þetta rakið til vatnsleysis og breyt- inga á leið laxanna inn i gildrurnar við stöðvarnar. Haft var samband við flestar hafbeitarstöðvarnar og spurst fyrir um heimtur það sem af er sumri. Árni Heigason fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun sagði að að- eins einn lax hefði komið f kistuna í Kollafirði, þrátt fyrir að Kolla- fjörðurinn væri nánast fullur af fiski. Rakti hann þetta til vatns- leysis ánna sem renna í gegn um stöðina, laxinum likaði ekki lyktin og stoppaði. Taldi hann að laxinn „Allir ætla að nota þurrkinn sem spáð er“ — segir Hjalti Gestsson ráðunautur á Suðurlandi irJÚ, þetta gengur vel í bili. Um helgina voru allir í heyi sem á annað borð voru farnir að slá. Það er mikið slegið núna og ætla áreiðanlega allir að nota þurrkinn sem spáð er í vikunni," sagði Hjalti Gestsson ráðunautur hjá Búnað- arsambandi Suðurlands í gær en góður þurrkur var á sunnan- og vestanveröu landinu um helgina. Hjalti sagði að margir væru komnir talsvert áleiðis með hey- skapinn en allmargir væru þó ekki enn byrjaðir. Hann sagði að túnin væru nokkuð snögg, og hey þvf ekki mikil að vöxtum, en áreiðanlega væri það gott fóður sem náðst hefði að hirða. Bjarni Arason ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar sagði að margir hefðu verið að slá og í heyi um helgina í Borgarfirði. Taldi hann að víðast væri komið sæmilegt gras og sums staðar gott, og horfði því vel með heyöflun. í gær var þurrkur fyrir norðan og menn komnir aftur af stað í heyskapnum eftir mikla rigningu sem gerði á föstudaginn. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar ráðu- nautar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar eru menn þar búnir að hirða mikið hey, þó misjafnt sé á milli manna. Á Austurlandi eru bændur almennt byrjaðir í hey- skapnum og verður heyskapur kominn í fullan gang hjá flestum i þessari viku að sögn Páls Sig- björnssonar ráðunautar hjá Bún- aðarsambandi Austurlands. Hann sagði að einhverjir hefðu náð að hirða hey f síðustu viku og væri allt að fara í gang að nýju eftir skúri um helgina. færi inn f stöðina um leið og byrj- aði að rigna. Ekki hefur fengist einn einasti lax enn sem komið er hjá Pólarlaxi í Straumsvík, þrátt fyrir mikið af laxi allt i kringum stöðina, að sögn Hannesar Helgasonar stöðvar- stjóra. Hannes taldi ástæðuna vera breytingar sem gerðar hefðu verið á stöðinni. Steypt hefðu verið göng inn í gildru í stöðinni en eitthvað væri að sem laxinum ekki líkaði. Þeir kæmu að í stórum torfum en sneru við. 2—300 laxar voru komn- ir í Pólarlaxstöðina á sama tíma í fyrra. I fyrra var þar sleppt rúm- lega 100 þúsund seiðum í hafbeit. Rétt um 200 laxar hafa náðst í gildru í hafbeitarstöð Fjárfest- ingarfélags Islands í Vogum og mikið af fiski er fyrir utan stöðina, að sögn Gunnars Helga Hálfdán- arsonar framkvæmdastjóra Fjár- festingarfélagsins. Laxinn hefur ekki viljað ganga inn í stöðina um laxastiga, en verið tekinn f gildru utan við stigann. Sagði Gunnar að það væri eitthvað við stigann sem færi í taugarnar á laxinum og væri verið að reyna að laga það. Sagði hann að laxinn væri nú um hálfum mánuði fyrr á ferðinni en i fyrra, en þá hefðu fyrstu laxarnir verið að skila sér um þetta leyti. í fyrra voru heimtur í Vogunum um 5,5% af sleppingu og vonaðist Gunnar til að heimtur yrðu enn betri í ár. Jón Kr. Sveinsson sagði að ná- lægt 200 laxar væru komnir f Lár- ósstöðina á Snæfellsnesi auk þess sem mikið af laxi væri fyrir utan stöðina. Hann sagði að þetta væri mjög svipað og í meðalári og útlitið gott. Mikill hluti væri 2ja ára lax og eldri, á bilinu 10 og allt upp f 20 pund, en eins árs laxinn væri líka farinn að koma. Jón sagði að mikið af laxi væri fyrir utan, það er f álnum og ytra lóninu, og væri það eins og grautarpottur á að líta. f gærmorgun hefði til dæmis komið ganga með um 100 smálöxum. Lax- inn þyrfti nokkra daga til að vatna sig, þ.e. að Iosna við saltið úr blóð- inu. Hjá ÍSNÓ f Lónum í Kelduhverfi voru í gær komnir 69 laxar á land, sem er nokkru minna en á sama tíma í fyrra. Ólafur Jónsson starfs- maður í stöðinni sagði að hann væri í seinna lagi í ár, en að jafnaði stærri en í fyrra, eða 6—21 punda, og nær allt 2ja ára hrygnur. Hjá Fljótum hf. í Haganesvík höfðu að- eins 4 laxar skilað sér f stöð félags- ins í Sandósi, að sögn Teits Arn- laugssonar framkvæmdastjóra. Sagði Teitur ekkert hægt að dæma um árangur ennþá. 19 laxar höfðu gengið í stöðina hjá Dalalaxi i Saurbæ í Dalasýslu, allt 2ja ára og eldri fiskur, og er það svipað og á sama tíma í fyrra að sögn Harðar Guðmundssonar bónda á Kvern- grjóti. Sagði Hörður að f fyrra hefði í fyrsta skipti verið sleppt laxi sem ættaður væri úr stöðinni auk þess sem gerðar hefðu verið endurbætur í stöðinni, og vonaðist hann til að góðar heimtur yrðu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.