Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 59 Árni Garðar Kristinsson rið eitt verka sinna. Morgunbiaftií/Bjami Hef haldið mig mest við sjóinn og sólskinið — segir Árni Garöar Kristinsson, sem sýnir verk sín í Listamannaskálanum í Eden um þessar mundir „Þetta eru eitthvað um fimmtíu til sextíu verk, landslag frá ýmsum stöðum á landinu, enda hef ég haldið mig mest við sjóinn og sólskinið í mínum myndum," sagði Árni Garðar Kristinsson er blaðamaður átti við hann stutt spjall í vikunni. I gær, mánudag, var opnuð sýn- ing á verkum Arna Garðars f Listamannaskála Eden í Hvera- gerði og stendur hún til 22. júlí nk. Árni Garðar hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum með Mynd- íistarklúbbi Seltjarnarness, m.a. í Herlev í Danmörku, en hann er einnig formaður klúbbsins. „Ég lærði fyrst að mála upp úr 1940 í Handíðaskólanum, sem Fé- lag íslenskra frfstundamálara kom á fót,“ sagði Árni Garðar. „Svo hætti ég í þrjátíu ár og byrj- aði ekki aftur fyrr en Myndlist- arklúbbur Seltjarnarness kom til sögunnar fyrir tólf árum. Þar hafa kennarar okkar m.a. verið Rudolf Weissauer, Jóhannes Geir, Hringur Jóhannesson og Einar Baldvinsson.“ Árni Garðar kvaðst vera nokk- uð afkastamikill við listsköpun- ina þó að hann hefði ekki tfma til að mála nema um helgar. „Svo ferðast ég um landið og geri skissur sem ég mála eftir þegar heim er komið,“ sagði hann. „Á þessari sýningu í Eden er mest um vatnslita- og pastelmyndir. Það er ekki pláss fyrir olíumál- verkin þarna svo ég verð bara með litlar myndir í þetta skipti, ætli megi ekki kalla sumar þeirra smámyndir.” Landslagsmyndir Árna Garð- ars eru m.a. úr Borgarfirðinum, frá Langanesi og Snæfellsnesi og sfðan eru að sjálfsögðu nokkrar frá Seltjarnarnesi, þar sem lista- maðurinn er búsettur. Blindrafélagshappdrættið: Grunur um 1,5 mill- jóna króna misferli Óskað eftir lögreglurannsókn STJÓRN Blindrafélags íslands hef- ur ákveðið að óska eftir lög- reglurannsókn á fjárreiðum happ- drættis félagsins, sem um langa hríð hefur verið ein helsta tekjulind Blindrafélagsins. Framkvæmda- stjóra félagsins hefur verið vikið frá störfum vegna þessa máls. Halldór Rafnar, formaður fé- lagsins, sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að stjórnin hefði ekki fengið fullnægjandi skýr- ingar á útgáfu sex ávísana, sem gefnar voru út til greiðslu happ- drættisvinninga á þriggja ára tímabili. „Þetta er samtals um hálf önnur milljón króna,“ sagði hann. „Ávísanirnar voru gefnar út á handhafa og framseldar af framkvæmdastjóranum. Við treystum okkur ekki til að leysa þetta mál sjálf og teljum nauð- synlegt, vegna okkar sjálfra, Ör- yrkjabandalagsins og annarra ör- yrkjafélaga, að láta fara fram ít- arlega rannsókn á málinu. En ég vil taka fram, að enginn hefur ver- ið kærður í þessu máli. Það er annarra að taka ákvörðun um slíkt.“ Tundurdufl á reki? TALIÐ er að tundurdufl sé á reki um 200 sjómflur suður af Vest- mannaeyjum. íslenskt skip taldi sig verða vart við duflið þar og varaði Landhelgisgæslan við því um helg- ina. „Það er ekki vitað með vissu hvað þarna var á ferðinni,” sagði Gunnar Ólafsson hjá Landhelgis- gæslunni, „en okkur þótti örugg- ara að láta vita af þessu. Alls kon- ar duflum hefur fjölgað mjög mik- ið, meðal annars stórum rekdufl- um, á síðustu árum og þvi gæti þetta verið hvað sem er.“ Brotlenti svif- dreka og rotaðist MAÐUR á svifdreka rotaðist og slasaðist lítillega sl. laugardags- kvöld þegar hann brotlenti i fjallinu Reykjaborg við Hafravatn skammt austan við Reykjavík. Hann var þar við æfingar á dreka sínum og náði ekki beygju með fjallinu með fyrr- greindum afleiðingum. Maður þessi, sem er hálffimm- • tugur, mun vera byrjandi í íþrótt- inni. Hann var í flugi með nokkr- um félögum sínum úr Svifdrekafé- lagi Reykjavíkur þegar óhappið varð. Maðurinn var meðvitundar- laus í um hálfa klukkustund og var fenginn læknir frá Reykja- lundi til að líta á hann. Reyndist hann rifbeinsbrotinn og dálítið marinn. Drekinn er hinsvegar meira skemmdur. Listamaöurinn Karl Lagcrfdd hefur í samvinnu við CHLOÉ-safnið i Paris hannað þessi gullfallegu matar- og kan'istell „Kalablómið' sem Hutschenreuther framleiðir úrpostulini af bestu gerð. ? SILFURBÚÐIN Laugavegi 55, Reykjavík Sími 11066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.