Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 Sigrún Magnúsdóttir stendur hér framan við vinnustaðinn af mjög góðu fólki í þessum störf- um, lipru og hjálplegu, hjá öllum ferðaskrifstofunum." — Ber svona hótel sig? „Já, sumarhótel gera það oftast. Það má segja að þeir sem reka þau fleyti rjómann ofan af. Hótelin eru aðeins starfrækt þegar eftir- spurnin er mest; um háferða- mannatímann. Við þurfum aldrei að kljást við vandamálin sem því fylgja að vera með fleiri tugi her- bergja auð.“ — Nú ferð þú út til Bandaríkj- anna fyrir tveimur árum, í nám í hótelstjórn. Var þetta svona spennandi starf? „Já, mér fannst þetta mjög skemmtilegt starf og spennandi. Ég fékk Fulbright-styrk. 1 því felst m.a. að Fulbright-stofnunin borgar far fram og til baka einu sinni á námstímabilinu. Þeir veita einnig ýmsa fyrirgreiðslu og því fylgir líka sérstök virðing að vera Fulbright í Bandaríkjunum. Ég fæ t.d. niðurfelld skólagjöld í háskól- anum og það munar um það. ur sem koma með erlenda gesti til íslands. Stundum er talað um menntunarskort og að fólk sé ekki starfi sínu vaxið í þessari ferða- mannaþjónustu. En það er mikið lloiH liiarðiir kun ii Minutters Spadseriur fra Skibsbroen men alligeuel merl fri landlig Udsigt o'uer grönne Enye til de de blau Bjierge Propre Fsrelser — I. Kl. Restaorant. Intel Hotel tilbyder dem saa mange Fordele for Pengene, som llolrl (n'arðnr Indrhaner JÓNAS LÁRUSSON Reykjauiks eneste Sommerturisthotel Aabenl I. Juni — 15 Sepl Sigrún Magnúsdóttir er ung kona í ábyrgðarstöðu. Hún starfar á sumrin sem hótelstjóri á Hótel Garði í Reykjavík. Sumarstörf hennar hafa reyndar alltaf verið bundin við háskólasvæðið en varð- andi námið hefur hún hins vegar gert heldur víðreistara. Hún er uppalin í Kópavoginum og var í fyrsta árganginum sem útskrifað- ist frá Menntaskólanum í Kópa- vogi 1976. Hún hefur verið í söngnámi í Vín, við nám í tónlist- arfræðum við háskólann í Osló, í norsku við Háskóla íslands og nú er hún við nám í hótel- og veit- ingarekstri og ferðamannaþjón- ustu (hotel restaurant and travel administration) í Bandaríkjunum, við University of Massachusetts, Amherst. Ég náði tali af Sigrúnu á skrifstofu hennar á Hótel Garði og ræddi við hana um starf henn- ar, nám og fleira sem á daga henn- ar hefur drifið. — Sigrún, hvað ertu búin að vera lengi í þessu starfi? „Þetta er fimmta árið mitt sem hótelstjóri en ég vann áður í gestamóttökunni, þetta er 12. árið mitt í starfi við hótelið. Annars er ég hálfpartinn uppalin hér á svæð- inu. Vann hér á háskólalóðinni frá því að ég var 12 ára og þar til ég færði mig hingað inn á hótelið. Ég vann líka einn vetur með námi hjá Félagsstofnun stúdenta. Starfs- vettvangurinn hefur því alltaf verið á háskólasvæðinu og mér hefur stundum verið strítt á því að ég komist aldrei af lóðinni. Ég var einmitt að hugsa um það um daginn hvað ég væri samgróin þessu svæði þegar ég gekk um lóð- ina og horfði á gróðurinn. Ég man t.d. þegar ég var að planta trjá- hríslum í kringum Árnagarð. Nú eru þetta orðin há tré.“ Stúdentar með hótel- rekstur frá 1962 — Hvað er hótelið stórt og hversu margir starfa við það? „Hér áður var Nýi-Garður notaður einnig undir hótelrekstur- inn, eða tvær hæðir þar, og þá voru hér 90 herbergi. En á síðustu árum hafa staðið yfir viðgerðir á Nýja-Garði og einnig eru fleiri stúdentar sem dveljast þar yfir sumartímann. Hótelreksturinn hefur því eingöngu verið hér á Gamla-Garði um nokkurra ára skeið. Hér höfum við 44 herbergi og 90 rúm. Níu manns starfa hér á hótelinu, við gestamóttöku og við þrif á herbergjum en við erum fimmtán með starfsfólki í eldhúsi. En matstofan í húsi Félagsstofn- unar stúdenta er opin allt sumarið fyrir hótelgesti og aðra sem leið eiga um.“ — Hver rekur hótelið? Er þetta Eddu-hótel? „Já, ég er komin með nýja yfir- menn núna í sumar. Áður ráku stúdentar hótelið sjálfir, eða Fé- lagsstofnun stúdenta, en nú er Ferðaskrifstofa ríkisins með hót- elið og matsöluna á leigu í eitt ár, frá 1. september 1984 til 1. sept- ember í ár. Þetta hótel er því Eddu-hótel, það eina í Reykjavík. Það er þó kallað Hótel Garður. Stúdentar ráku hótelið frá 1962 en hótelrekstur hefur verið hér fyrir þann tíma. Gamli-Garður var leigður út og notaður sem n.k. útibú frá Hótel Borg og Hótel Skjaldbreið. En hótelrekstur nær enn lengra aftur. Ég fann um dag- inn auglýsingu í gömlum Fálka frá 1938, sem gefinn var út í tilefni af 20 ára afmæli sjálfstæðis ís- lands. Þar er Hótel Garður aug- lýstur á dönsku sem eina sumar- hótelið í Reykjavik. Húsið var tek- ið til notkunar fyrir stúdenta 1934, hótelreksturinn hefur því byrjað mjög fljótlega eftir það.“ — Hvernig gengur reksturinn fyrir sig? „Það er dálítið sérstakt verkefni að reka sumarhótel. Við tökum við af stúdentunum, þurfum að koma þeim síðustu út. Undirbúa þarf reksturinn á allan hátt, þrífa, ná í sængurnar úr geymslu og viðra o.s.frv. Hótelið er í raun og veru í geymslu mestan part ársins. Hót- elið var opnað núna 8. júní og verður opið til 1. september. Venjulegast er opnað svona um miðjan júní. Það eru 12 tíma vaktir í gesta- móttökunni og morgun- og kvöld- vaktir á herbergjunum. Þetta er ekki lúxushótel en við reynum að gera gestunum til geðs og vera hjálpleg á allan hátt.“ Samvinna starfsfólksins — Hvernig tilfinning er það að vera stjórnandi? Segja öðrum fyrir verkum, þurfa að skipuleggja og bera ábyrgð? „Ég var spurð að þessu með ábyrgðina þegar ég tók við hótel- stjórninni fyrsta sumarið og ég svaraði því til að ég reyndi fyrst og fremst að leiða hópinn. Lít frekar á þetta sem samvinnu starfsfólksins þar sem allir eru að stefna að sama marki, í þessu til- felli að þjóna gestunum sem best. Ég fer alveg eins á herbergin eða í þvottahúsið ef á þarf að halda. Dett ekki af neinum stalli við það. Ég hef gaman af því að umgang- ast fólk, vinna með fólki og gera eitthvað fyrir fólk. Við vinnum einnig í náinni sam- vinnu við ferðaskrifstofurnar í Reykjavík, þ.e. þær ferðaskrifstof- Að búa til snjó — Hvernig er náminu háttað? „Ég er búin að vera í tvo vetur og lýk MS-gráðu í hótel- og veit- ingarekstri og ferðamannaþjón- ustu í janúar, febrúar á næsta ári. Námið byrjaði á almennri við- skiptafræði, bókfærslu, tölvun, starfsmannahaldi og markaðs- setningu. Háskólanám almennt er byggt upp svipað og við háskólann hér. Þriggja eininga námskeið sem standa í eina önn. Ekki er krafist að þú takir neitt verklegt en hins vegar er mikið af ritgerðum og verkefnum. Við fáum verkefni þar sem við eigum að leysa vandamál sem upp hafa komið í raunveru- legum fyrirtækjum en þegar verk- efnin eru lögð fyrir okkur þá eru fyrirtækin undir dulnefni. Þetta eru alls konar vandamál á öllum sviðum. f bókhaldi, framkvæmd- astjórn, hótelrekstri, markaðss- etningu o.fl. Eitt verkefnið var t.d. að markaðssetja súpur fyrir Knorr fyrirtækið, en bandaríska húsmóðirin notar alltaf dósasúp- ur, Campbells. Annað verkefni var varðandi hótel sem átti í erfiðleikum vegna snjóleysis í kringum vetrarol- ympíuleikana. Spurningin var hvort það borgaði sig fyrir hótelið Auglýsing frá Hótel Garði í vikublaðinu Fálkanum árið 1938 lnlrrlnr /ra rl (irrtrwrWir. InlrrUir fra Si>iir.uHrn Fékk það verkefni að búa til snjó — Sigríður Stefánsdóttir ræðir við Sigrúnu Magnúsdóttur hótelstjóra á Hótel Garði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.