Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 57 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Þingkosningarnar verða yarla til að línur í stjórn- málunum skýrist að marki EKKI hefur Antonio Ramalho Eanes, forseti Portúgals, fyrr tilkynnt að hann muni rjúfa þing eftir fáeina daga og boða til kosninga, en menn fara að velta fyrir sér hvernig atkvæðin muni skila sér til (lokkanna í kosning- unum í haust. Raunar verða ekki aðeins þingkosningar í Portúgal, sveit- arstjórnarkosningar voru þegar ákveðnar og eins og fram hefr komið eiga Portúgalir einnig að velja sér nýjan forseta. Hugsanlegt er að forseta- kosningarnar verði færðar fram yfir áramótin vegna breyttra stöðu. flokkurinn var stofnaður. Ymsir óttuðust að Lucas Pires, núver- andi formaður flokksins myndi ekki ná þeim tökum á flokknum sem Freitos do Amaral hafði, enda tapaði CDS í fyrstu kosn- ingunum eftir að do Amaral sagði af sér. Nú virðist blása byrlega á ný. Og það er stórmikill vafi á þvi hversu sólgnir Miðdemókratar væru í að fara í samstarf með PSD, sem mörgum þykir orðið heldur blendinn flokkur og ekki útreiknanlegur. Svo er auðvitað spurningin um hvað Eanistaflokkurinn muni fá mikið fylgi. Hann hefur nú loks verið stofnaður eftir harðar og langar fæðingarhríðir. Það verð- ur honum sjálfsagt fjötur um fót að Eanes getur auðvitað ekki stýrt kosningabaráttunni og reynt að nota sinar eigin vinsæld- ir — þótt nokkuð séu þær dvín- andi — flokknum til framdráttar. Eanes hefur væntanlega treyst á það fram á síðustu stundu, að hann myndi vera kominn úr for- setasætinu þegar þingkosningar- undirbúningur hæfist og gæti því beitt sér af krafti. Menn telja ekki að Eanistaflokkurinn muni breyta miklu til né frá og í fyrstu lotu muni honum varla takast það sem Eanes stefnir að með þessari flokksstofnun, að ná und- irtökunum f portúgölskum stjórnmálum. Svo er allt er þetta fjarska óljóst og sennilega vilja færri kosningar en ekki. Mario Soares forsætisráðherra getur varla ver- ið mjög sáttur við að þurfa nán- ast samtímis að heyja kosninga- baráttu til þings — og verja óvin- sælar gerðir ríkisstjónrarinnar — samtímis því sem hann leitar eftir stuðningi þjóðarinnar sem forsetaframbjóðandi fáeinum vikum eftir kosningarnar. Þótt Soares sé klókur og hafi sýnt að hann er útsjónarsamur í meira lagi, gæti svo tvöfalt hlutverk varla orðið honum auðvelt. Og meðan Soares þarf enn að vafstra í stjórnmálum í stað þess að snúa sér að undirbúningi forsetakosn- inganna, eru tveir helztu keppi- nautar hans Maria Lourdes de Pintassilgo, fyrrverandi forsæt- isráðherra og Freitos do Amaral, sem raunar er spáð sigri í for- setakosningunum, bæði komin á fleygiferð í atkvæðasmöluninni. Höfuadur er blaðamaður f erl. fréttadeild Morguablaðsins. Það hefur komið rækilega fram að fæstum þykir heppi- legt að efna til þingkosninga í Portúgal nú, nær tveimur árum áður en kjörtimabilinu lýkur. Þegar stjórn Mario Soares tók við fyrir röskum tveimur árum, ólu menn með sér þær vonir, að henni tækist að sitja út kjörtimabilið. Stjórnina studdu tveir stærstu flokkar landsins, Sósialistaflokk- urinn, PS og Sósialdemókrata- flokkurinn PSD. Svo mikinn meirihluta hafði stjórnin þvi á þinginu, að menn treystu því að henni tækist að sitja. Portúgalar vonuðu þó alveg sérstaklega, að henni tækist að ráðast af einurð gegn gríðarlegum efnahagsvanda landsins og koma ástandinu í ögn betra horf. En þrátt fyrir mikinn þingmeirihluta komu fljótlega í ljós ýmsir brestir í stjórnar- samstarfinu. Eftir ýmsu að dæma virðast Mario Soares og flokksmenn hans i stjórninni hafa viljað fara hraðar en sam- starfsflokkur PSD þegar ákveða þurfti efnahagsaðgerðir, sem komu óneitanlega mjög harka- lega við hinn almenna borgara. Persónulegur metingur og rfgur innan stjórnarinnar hefur einnig gert henni örðugra fyrir. Eftir að Anibal Cavaco Silva tók við aðstoðarforsætisráðherra embætti að Mota Pinto látnum var svo ekki langt að bíða að til tíðinda dragi. Cavaco Silva hafði ekki farið í launkofa með þá skoð- un sína, að stjórnarsamstarf við PS væri vondur kostur og að hann teldi, að endurvekja ætti samstarfið við Miðdemókrata- flokkinn CDS. Þessir flokkar mynduðu kosningabandalagið Al- ianca Democratia þegar Frans- isco Sa Carneiro var forystumað- ur PSD. AD vann sigur í kosning- um tvívegis og samstarf flokk- anna var áfallalitið unz Sa Carn- eiro féll frá í desember 1980. Stjórnmálaskýrendur eru ekki trúaðir á að samvinna þessara flokka nú myndi lánast, forsend- ur allar hafi breytzt síðustu fimm árin og PSD hafi færzt lengra til vinstri en svo að Miðdemókratar geti fellt sig við að starfa með honum. Það fer þó ekki milli mála að fái Cavaco Silva einhverju um ráðið mun hann reyna að þoka flokknum í hægriáttina. Það er ekki þar með sagt að stefnubreyt- ing í áttina yrði PSD til fram- dráttar, öllu heldur gætu komið upp raddir um hringlandagang PSD frá fyrstu tíð og raunar hafa þær raddir þegar látið í sér heyra. Af hálfu Miðdemókrata liggur að svo stöddu ekki fyrir, hversu hlynntir þeir væru auknu sam- starfi við Sósialdemókrata. Mið- demókratar hafa verið í óða önn að treysta fylgi aitt, aðallega hafa þeir reynt að ná til ungra kjós- enda þennan tíma sem núverandi ríkisstjórn hefur setið að völdum og Miðdemókratar verið í stjórn- Anibal Cavaco Silva Antonio Ramalho Eanes María Pintassilgo arandstöðu. Það blandast varla nokkrum hugur um að þar hafi þeir sennilega náð nokkrum árangri og þeir hafa einnig þótt standa sig bærilega i stjórnar- andstöðu. Málflutningur þeirra hefur þótt rökfastur og hnit- miðaður. Miðdemókratar hafa einnig þann plús umfram hina stjórnarflokkana, að enginn hef- ur þurft að velkjast í vafa um stefnu hans, sem hefur verið mik- ið til sjálfri sér samkvæm frá því HALLDÓRSSON ÁTT ÞÚ VIN SEM Myndlistamaður ^ VILT GLEÐJA? FÆST í BLÓMA — GJAFA — PLAKATA- OG BÓKAVERSLUNUM UM LAND ALLT. Eða í póstkröfu, hringið í síma 14728og sjálfvirkur símsvari tekur við pöntunum allan sólarhringinn. ...eða sendið útfyllta ÚRKLIPPUNA hér að neðan og myndin verður send um hæl: Sendið mér gegn póstkröfu plakatið „ÁST“ með ljóði úr SPÁMANNINUM eftir KHALIL GIBRAN: □____ _ stk. óinnrömmuð @ kr.: 495.-/stk. ZI____ stk. innrömmuð @ kr.: 741.-/stk. (smellurammi með gleri) NAFN____________________________ HEIMILI_________________________ PÓSTFANG: PÓSTNR:___STAÐUR______ SENDIST TIL: SPÁMANNSÚTGÁFAN PÓSTHÓLF: 631, 121 — RVÍK Má setja ófrímerkt í póst. df
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.