Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 47
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 47 kona hans var komin í sjúkrahús og vitað að hún mundi ekki geta snúið heim aftur og að hann gat ekki verið einn vegna veikinda sinna. Böðvar var félagi í Málfundafé- laginu Magna í Hafnarfirði og tók virkan þátt í störfum þess. Böðvar var meðal þeirra, sem ég kynntist fyrstu vikurnar eftir að ég kom til Hafnarfjarðar. Þá vann hann hjá Skipasmíðastöð Hafnar- fjarðar. Hann var einn okkar 12 og yngstur að árum, sem stofnuð- um Skipasmíðastöðina Dröfn hf. 1941. Þegar Dröfn hóf starfsemi sína árið eftir byrjaði hann strax að vinna hjá fyrirtækinu og gerði alla tíð síðan á meðan heilsa ent- ist. Hann vann lengst af á tré- smíðaverkstæðinu og var þar verkstjóri um 6 ára skeið. Böðvar var kosinn endurskoð- andi Drafnar 1%2 og var það til 1971 er hann var kosinn stjórnar- formaður og var það til 1984 að hann óskaði eftir að láta af for- mennsku en var áfram kjörinn í stjórn félagsins. Með Böðvari er góður drengur genginn. Hann var einn þeirra manna sem var gott að vera með. Vini átti hann marga og trausta. Honum þótti vænt um fjölskyldu sína, hlúði að henni og var umhyggjusamur heimilisfaðir. Þess naut hann líka þegar hann sjálfur þurfti á að halda. Við kveðjum góðan dreng, þökk- um samfylgdina og flytjum fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hins látna heiðursmanns. Páll V. Daníelsson Böðvar Sigurðsson móðurbróðir minn er látinn, 69 ára að aldri. Þó aldursmunur hafi verið mikill milli okkar, þá vorum við Böðvar vinir frá því ég man eftir mér. Mig undrar það ekki í dag, að ég skyldi dragast strax sem barn að honum, því hann hafði í lifandi lífi til að bera þá mannkosti, sem saklaust barn strax merkir. Hann var hæglátur, glaðvær, ljúfur í lund, og mátti ekki vamm sitt vita. Hjálpfús var hann með eindæmum og ráðagóður. Böðvar frændi hafði ekki einungis mannkosti sem höfðuðu til mín sem barns, heldur engu minna þegar ég þroskaðist. Hann var ágætlega lesinn, dverghagur, söngmaður góður og mannblend- inn. Hann hafði góða frásagnar- gáfu og húmor og ég naut þess oft að hlýða á sögur hans. Fyrsta árið sem ég stundaði framhaldsnám í Reykjavík dvaldi ég hjá Þorvaldi (nú látinn, bróðir Böðvars) á Hamarsbraut 6, Hafn- arfirði, og var kostgangari hjá Böðvari og Mörtu á Hringbraut- inni. Hjá þeim sæmdarhjónum var ég vel alinn andlega sem lík- amlega. Þá voru góðir dagar á Hringbrautinni, Skúli sonur þeirra nýkominn heim frá námi ásamt konu sinni, Laufevju, og ungbarni, Mörtu Maríu. Ég trúi því að þá hafi sporin verið létt heim og heiman niður í Dröfn, en þar starfaði Böðvar sem húsa- smíðameistari frá því að ég man eftir mér fram á sfðustu ár, eða þar til hann hóf að kenna þess sjúkdóms, sem leiddi hann til dauða nú þann 1. júlí. Böðvar var afburðasmiður. Hann hafði unun af því að leita fullkomnunar í vinnu sinni. Vand- virkni, þolinmæði og þrautseigja voru hans aðalsmerki. Ég fékk það margoft reynt, þegar hann smíð- aði hvern hlutinn af öðrum í stól- inn minn „Sóley" þegar hann var í mótun. Milli fjölskyldu minnar og Böðvars voru sterk vináttubönd og því gagnkvæmar heimsóknir tíðar á liðnum árum. Hann og faðir minn brölluðu margt um dagana og var þá oft glatt á hjalla. Þessir dagar og margir aðrir koma fram í hugann þegar ég með söknuði kveð góðan vin og veit að það skarð sem hann skilur eftir verður ekki fyllt að nýju. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar votta ég Mörtu, eftirlif- andi konu hans, Skúla, Laufeyju og börnum þeirra samúð mína. Valdimar Harðarson f dag er kvaddur hinstu kveðju mágur minn, Böðvar Sigurðsson, og langar mig til að minnast hans með nokkrum orðum. Við slík tímamót streyma minningarnar fram í hugann og þeim fylgja birta og ylur. Böðvar var mikið ljúfmenni, sem ekkert aumt mátti sjá, og frá honum streymdi mikil hlýja og góðvild. Böðvar fæddist 1. ágúst 1916, sonur hjónanna Sigurðar Valdi- marssonar trésmíðameistara og Sigríðar Böðvarsdóttur. Sigríður var ein af Böðvarssystkinunum, sem þekkt voru fyrir atorku og dugnað á sínum tíma. Tveggja ára gamall fluttist Böðvar með for- eldrum sínum til Hafnarfjarðar og bjó þar alla sína ævi. Böðvar var elstur af níu systkinum og er hann fimmti þeirra sem fer. Var alla tíð mjög kært með Böðvari og systkinum hans. Böðvar lærði trésmíðar og varð síðar einn af stofnendum Skipa- smíðastöðvarinnar Drafnar hér í Hafnarfirði og vann hann þar all- an sinn starfsdag og segja má, að Dröfn hafi verið hans annað heim- ili. Böðvar gekk að eiga Mörtu Jónsdóttur frá Patreksfirði. Eign- uðust þau einn son, Skúla Gunnar, kerfisfræðing, er hann giftur Laufey Jóhannsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þau búa í Garðabæ. Böðvar byggði sér hús á Hringbraut 56 í Hafnarfirði og bjó þar lengst af. Fyrir um hálfu ári seldi hann húsið og fluttist til Skúla sonar síns. Böðvar átti við vanheilsu að stríða seinni árin og þurfti nokkuð oft að leggjast inn í sjúkrahús. Andaðist hann í Landspítalanum mánudaginn 1. júlí. Á kveðjustund viljum við hjónin 'þakka Böðvari samfylgdina og samverustundirnar, sem nú verma þegar leiðir skilur. Einnig sendum við hjónin Skúla og fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Böðvars Sig- urðssonar. Þóra Magnúsdóttir MiTSUBiSHi GALANT framhjóladrifinn kjörgrípur Örfáir bflar óseldir af árgerð 1985. Verö frá kr. 527.100.- SHVERSIHN MEH ELONUS- Ot COROOIÍNAO POTTAR - RYÐFRÍTT STÁL - HÚÐAÐIR - POTTUR - KOPAR - HRAÐSUÐU NÝBÝLAVEBI 24 KBPAVBEI-S41IES Stórkostleg sumarútsala á barnafatnaði afsláttur I Ármúla 1 A. S. 91-686113. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.