Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 17 Hver er vilji for- eldra? — eftir Guðrúnu H. Sederholm Hamarinn í Hafnarfirði — eftir Einar I. Halldórsson Svo sem kunnugt er samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar á há- tíðarfundi í tilefni 75 ára kaup- staðarafmælis að friðlýsa Hamar- inn í Hafnarfirði sem náttúru- vætti. Jafnhliða var samþykkt skipulag svæðisins í næsta ná- grenni hans. Skipulag þetta miðar að því að fegra umhverfi þessarar höfuðprýði bæjarins og gera svæð- ið aðgengilegra fyrir almenning til útivistar og skoðunar. Síðan hefur allmikið verið unnið að framkvæmdum á svæðinu í samræmi við samþykkt skipulag. í síðasta mánuði var hafist handa við að slétta út kargaþýfi í hvammi sunnan við Hamarinn sjálfan. Skipulagið gerir ráð fyrir að hvammurinn verði gerður að- laðandi til útivistar og að þarna í skjólinu frá hamrinum verði m.a. komið fyrir bekkjum og nokkrum tjágróðri. „Það er von bæjaryfir- valda, að þegar áætluð- um framkvæmdum á svæðinu á nágrenni Hamarsins verði lokið, fái bæjarbúar jafnt sem gestkomendur, enn bet- ur notið þessa sérstæða útivistarsvæðis í hjarta bæjarins.“ Framkvæmdir þessar hafa orðið Kristjáni B. Olafssyni tilefni blaðaskrifa, en grein eftir hann birtist í Morgunblaðinu 2. þ.m. Af lestri greinarinnar mætti ætla að þarna sé verið að vinna hin mestu náttúruspjöll, sem brjóti í bága við friðlýsingu Hamarsins sem náttúruvætti. Augljóst er, að greinarhöfundur hefur ekki haft fyrir því að kynna sér málavöxtu. Nær hefði verið fyrir fræðimanninn að spyrjast fyrir hjá bæjaryfirvöldum um framkvæmdirnar, það hefði getað sparað honum ritsmíðina. Rétt er að vekja athygli á því að það er einungis Hamarinn sjálfur sem er friðlýstur. í friðlýsingar- samþykkt bæjarstjórnar er gerður sá fyrirvari að næsta nágrenni Hamarsins verði fegrað og gert að útivistarsvæði fyrir bæjarbúa og að Hamarinn sjálfur verði gerður aðgengilegri fyrir alla, jafnt börn sem gamalmenni. Fyrirhugaðar framkvæmdir koma fram á skipu- lagi svæðisins alls, sem eins og að framan sagði var samþykkt um leið og friðlýsingin. Það skipulag hefur verið nánar útfært og fram- kvæmdir þær sem gerðar hafa verið eru unnar eftir því og sam- kvæmt ákvörðun bæjarstjórnar og bæjarráðs. Það eru óþarfa áhyggjur hjá greinarhöfundi að framkvæmd þessi sé ætluð til að hafa af henni grasnytjar eða að hlaupið verði frá henni á byrjunarstigi. Það er von bæjaryfirvalda, að þegar áætluðum framkvæmdum á svæð- inu í nágrenni Hamarsins verði lokið, fái bæjarbúar jafnt sem gestkomendur, enn betur notið þessa sérstæða útivistarsvæðis í hjarta bæjarins. Höíundur er bæjarstjóri i Hafnaríirði. Ýmislegt hafast þeir að hjá ríki og borg sem mér mislíkar, en aldr- ei hefur mér verið misboðið sem nú. Þeir taka sig til og styrkja rekstur einkaskóla, á grunnskóla- stigi í Reykjavík, meðan ekki er staðið við skuldbindingar ríkis og borgar gagnvart nemendum og foreldrum í öðrum grunnskólum landsins. Þetta skilst ekki öðruvísi en svo, að opinberlega mismunar ríki og borg börnunum í þessu landi, hvað varðar jafnan rétt og jafna aðstöðu til náms á grunn- skólastigi. Finnst foreldrum, kennurum og öðrum ekki ástæða til að mót- mæla? Eru foreldrar reiðubúnir að borga með einkaskóla í Reykja- vík þó að þeir hafi ekki efni á aö láta börnin sín í slíkan skóla? Væri ekki nær að leysa þau verkefni af hendi sem fyrir liggja við aðra grunnskóla, svo sem að koma á einsetningu, samfelldum skóladegi, byggja íþróttahús, sundlaugar, setja upp leiktæki á skólavelli o.fl. o.fl. Þetta eru verk- efnin sem þeir voru kosnir til að leysa, en ekki að styrkja Pétur og Pál við rekstur einkaskóla, þar sem þeim hugnast að setja niður slíka skóla fyrir 100 nemendur, og reka að eigin geðþótta. Foreldrum ber skylda til gagnvart börnum sínum að íhuga þessa þróun gaumgæfilega og taka afstöðu i málinu. Við eigum góða skóia í þessu landi, þó menn deili stundum um hin faglegu markmið og leiðir til menntunar. Við eigum góða og hæfa kennara sem vinna verk sín vel, þó oft séu aðstæður slæmar og lítils skilnings að mæta hjá ráða- mönnum. Foreldrum ber að standa vörð um skólana og sjá til þess að öll börn, heilbrigð sem fötluð, njóti sömu aðhlynningar í uppvextinum. Höfundur er fyrrv. yfirkennari og núverandi form. SAUM (Samtök áhugafólks um uppeldis- og menntamál). V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.