Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 Conte, forseti Guinea: Forsprakki valda- ránstilraunar dæmdur til dauða ('onakry, 8. júlí. AP. LANSANA Conte, forseti Afríkurík- isins Guinea, sagði á sunnudag, að Diara Traore ofursti og mennta- málaráðherra, sem á föstudag reyndi að hrifsa til sín völd í land- inu, hefði verið handtekinn. Forset- inn sagði, að þess v*ri skammt að bíða að Traore yrði dsmdur fyrir drottinssvik og tekinn af lífi. Traore og átján nánustu sam- starfsmenn hans fóru huldu höfði eftir að hermenn hliðhollir forset- anum brutu valdaránið á bak aft- ur. Fólk, sem skaut yfir þá skjólshúsi, ljóstraði upp um felu- staðinn eftir að víðtæk leit að samsærismönnunum hófst síðdeg- is á föstudag. Conte sagði í gær, að 18 manns, þar af tvær konur, hefðu fallið og 229 særst í skotbardaga við út- varpshúsið í Conakry, höfuðborg landsins, árla á föstudag. Valda- ránsmenn höfðu náð útvarpsstöð- inni á sitt vald og sent út fréttir um að þeir hefðu tekið öll völd f sínar hendur. Stjórnarhersveitir stormuðu þá að húsinu og réðu niðurlögum valdaræningjanna. Páfi minnist tveggja dýrlinga Vatíkaninu, 8. júlí. AP. JÓHANNES Páll páfí annar minntist þess í messu á Péturs- torgi á sunnudag, að 1.100 ár eru liðin frá dauða dýrlinganna heil- ags Kýrils og heilags Methodíus- ar, og sagðist óska þess að geta verið staddur í Tékkóslóvakíu þegar dýrlinganna tveggja var minnst. Heilagur Kýrill og heilag- ur Methodíus voru á meðal vernd- ardýrlinga Austur-Evrópu á mið- öldum. Viðstaddir athöfnina á Pét- urstorgi voru 29 prestar, þrír biskupar og kardínállinn Jozef Tomko frá Tékkóslóvakiu og sagði páfi að honum sárnaði að eiga þess ekki kost að vera viðstaddur hátíðahöldin í Tékkóslóvakíu sama dag. Full- trúi páfa við athöfnina þar var Agostino Kasaroli, kardínáll. Þúsundir rómversk-kaþólskra tóku þátt í hátíðahöldunum í Velehrad í Tékkóslóvakíu og hlýddu þeir á skilaboð Kasaroli frá páfanum. Alls voru saman komnir a.m.k. 150.000 manns alls staðar að af landinu og hrópaði fjöldinn ákaft: „Við vilj- um páfann". Hátíðahöldin á sunnudag var mesti trúarviðburður í Tékkó- slóvakíu síðan kommúnistar tóku völdin þar árið 1948. í ávarpi sínu á Péturstorgi bað páfi fyrir „friði og skilningi" í Líbanon. Hann sagðist hafa sent sérstakan fulltrúa sinn til Líbanons til að segja þeim þús- undum kristinna manna sem þar búa, að páfinn og kaþólska kirkjan þjáðust með þeim í anda. Fulltrúi hans, Roger Etch- egaray, kardínáll, kom til Líb- anons á sunnudag og mun dvelja þar í fjóra daga. Páfinn sagði að það væri vilji guðs að Líbanir næðu samkomulagi í deilum sín- um svo fólk gæti búið þar við frelsi og virðugleika. Dagur nautanna AP/Símamynd Tveir menn reyna að verja sig fyrir hjörð af nautum sem rekin var um aðalgötur Pamplona á Spáni í tilefni af opnunardegi nautaats þar í borg. Tveir menn hlutu alvarleg sár er nautin ráku horn sín í Isri þeirra, og fleiri menn hlutu minniháttar meiðsl er þeir félhi til jarðar á flótta undan nautahjörðinni. Nautin voru rekin til leikvangsins þar sem nautaatið fer fram. Hátíð þessi er árlegur viðburður í Pamplona og tekur fjöldi nautabana þátt í henni. Síðan hátíðin var fyrst haldin árið 1591 hafa 52 nautabanar látið lífið í viðureigninni við nautin. Hátíðin stendur fram til 14. júlí nk. Ráðstefna um geimvarnir í Stokkhólmi: Sovétmenn neita ekki að þeir stundi geimvarnarannsóknir Stokkhólmi, 8. júll. AP. FULLTRÚAR Sovétríkjanna voru í varnarstöðu á ráðstefnu um geim- varnir, sem haldin var í Stokkhólmi um síðustu helgi, að því er vestrsnir fulltrúar þar segja. „Sovétmennirnir áttu i erfið- leikum með að útskýra nákvæm- lega hvað þeir væru sjálfir að gera á þessu sviði,“ var haft eftir Arne Treholt fær tvo nýja verjendur Áfrýjunarskjalið 27 blaðsíður á lengd Oaiú, 8. júlf. Fr* fréturitora Moripinblaúrias, J. E. Laure. TREHOLTS-MÁLINU er engan veginn lokið í Noregi. Nú fyrir heigina sendi hann hsstarétti áfrýjunina. Þá kom það einnig fram, að Treholt fsr tvo nýja verjendur til þess að flytja máls sitt fyrir hsstarétti. Með þessu hefur Treholt anir sínar og hagnýtir sér oft „sparkað" fyrri verjendum sín- um, þeim Underland, Arntzen og Lyng. Þó að Treholt hafi fært þeim þakkir sínar og sagt, að þeir hefðu unnið ágætt starf, þá er það ljóst, að hann var ekki ánægður með þá. Lögmennirnir þrir hafa einnig viðurkennt að þeir hafi ekki verið nógu harðir í afstöðu sinni er málið var fyrir lögmannsréttinum og ekki mót- mælt nægilega þeirri meðferð, sem það fékk þar. Treholt hefur nú tekið það ráð að láta einn hæfasta og kunnasta verjanda Noregs, Alf Nordhus, verja mál sitt. Hefur sá síðast- nefndi þegar rætt við blöðin og tjáð þeim, að dómurinn yfir Tre- holt sé hneyksli. Nordhus er ekki fyrir það að fara í felur með skoð- blöðin til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Fyrri lögmenn Treholts voru aftur á móti fámál- ugir með tilliti til fjölmiðla. Hinn verjandi Treholts er ekki síður kunnur, en það er Arne Haugestad. Hann var í forystu hreyfingar þeirrar, sem barðist gegn aðild Noregs að Evrópu- bandalaginu. Síðan þá hefur hann verið dómari i Lillehammer, en hefur nú sagt þeirri stöðu lausri og hyggst helga máli Tre- holts alla starfskrafta sína líkt og Nordhus. Treholt hefur látið frá sér fara áfrýjun upp á 27 blaðsíður. Mik- inn hluta hennar hefur hann samið sjálfur. Þar er víða tekið sterkt til orða. Hann áfrýjar af öllum hugsanlegum ástæðum og eru lagatúlkunin, refsiramminn og málsmeðferðin tekin með þar. Svo langt er gengið í áfrýjuninni, að fyrrverandi verjendur hans, sem skrifað hafa hluta af áfrýj- uninni, hafa ekki fengizt til að undirrita hana. Treholt heldur því m. a. fram þar, að fyrri verjendur sinir hafi sætt miklu aðkasti, bæði innan réttar og utan. Svo harkalega hafi verið að þeim veitzt, að þeir hafí um skeið hugleitt það að segja af sér í mótmælaskyni. Treholt segist vera þeirrar skoðunar, að einn af dómurunum, Háakon Wiker, hafi verið van- hæfur sökum þess að hann starf- aði eitt sinn undir stjórn yfir- manns hersins. Treholt heldur því fram, að þetta geti hafa haft áhrif á Wiker, en hann var sá af dómurunum sem átti að hafa sýnt minnsta samúð í garð Tre- holts á meðan mál hans var fyrir lögmannsréttinum. Ekki er talið sennilegt að mál Treholts verði tekið fyrir í hæsta- Arne Treholt rétti fyrr en snemma næsta vet- ur. Verjendurnir — þeir Nordhus og Haugestad — vilja fá góðan tíma til að undirbúa sig. Á meðan mun Treholts-málið halda áfram að setja sinn svip á opinbera um- ræðu. Þegar er komin upp deila milli K&are Willoch forsætis- ráðherra og Gro Harlem Brundt- land um, hvort Treholt gæti orðið ráðherra í stjórn Verkamanna- flokksins í framtíðinni. Þá hafa margir frammámenn í Verka- mannaflokknum gagnrýnt harð- lega þá stjórn, sem leyfði Treholt að ganga í háskóla hersins, enda þótt sterkur grunur væri fyrir hendi um að hann væri njósnari. óháðum fréttaskýranda, sem fylgdist með ráðstefnunni. Dr. Lynn Hansen, varaformað- ur bandarísku sendinefndarinnar, sagði að sovésku fulltrúarnir hefðu ekki sett fram kröfu um bann við rannsóknum á geim- vörnum, s.s. hinni svonefndu „stjörnustríðsáætlun" Banda- ríkjastjórnar. Þeir hefðu heldur ekki neitaö að Sovétstjórnin stæði sjálf fyrir rannsóknum á varn- arkerfi í geimnum. Eugeniy Velikhov, varaforseti sovésku vísindaakademíunnar, sem var fulltrúi Sovétríkjanna á ráðstefnunhi, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna. „Við óttumst ekki rannsóknirnar, heldur upp- setningu varnarbúnaðarins og þær tilraunir sem Bandaríkja- menn eru þegar byrjaðir að gera. Sjálfir höfum við engar slíkar áætlanir í bígerð." Hlutverk ráðstefnunnar, sem Friðarrannsóknarstofnunin í Stokkhólmi (SIPRI) stóð fyrir, var að leiða í ljós hverjar yrðu afleiðingar þess ef varnarkerfi gegn kjarnorkueldflaugum yrði komið fyrir úti í geimnum. Mjög var deilt um það efni á ráðstefn- unni og voru andstæðingar geimvarna í meirihluta, þar sem margir stuðningsmenn hugmynda um geimvarnir þekktust ekki boð SIPRI. í hópi bandarísku fulltrúanna á ráðstefnunni voru þeir James Abrahamson, forstöðumaður geimvarnarannsókna Bandarikja- stjórnar, Richard Burt, aðstoð- arutanríkisráðherra, og Richard Perle, aðstoðarvarnarmálaráð- herra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.