Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985 Z» Nicaragua: U tanrí k isráöher rann í mótmælasvelti Managua, 8. júlí. AP. MIGUEL D’Escoto, utanríkisráð- herra Nicaragua, sem er vígöur prestur, tilkynnti á sunnudag, aö hann væri byrjaöur í hungurverkfalli og ætlaði aö svelta um óákveðinn tíma „í þágu friðar .. og kristilegrar fordæmingar á hryðjuverkastefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Nicar- agua,“ eins og hann orðaöi það. D’Escoto kvaðst taka sér leyfi Leitað upplýsinga um Tyrkja sem teng- ist tilræðinu við páfa Róm, 7. júli. AP. SAKSÓKNARINN í réttarhöldunum yfir tilræðismönnum Jóhannesar Páls páfa, kom aftur til Rómar í dag eftir ferð til Hollands, þar sem hann leitaði upplýsinga um Tyrkja sem var handtekinn á meðan á heimsókn páfa stóð í Hollandi og talinn er vera viðriðinn tilræðið við páfa 1981. Tyrkinn var handtekinn 14. maí sl. og var þetta önnur ferð Antonios Marini, saksóknara, til Hollands til að leita upplýsinga um manninn. Tyrkinn var vopn- aður skambyssu þegar hann var handtekinn nokkrum kílómetrum frá bæ sem páfinn heimsótti er hann var á ferð um Holland. Byssan er af sömu gerð og rúmlega 20 byssur sem austur- rískur maður keypti en hann Noregun Sprenging í verksmiðju Osló, 7. júlí. AP. EINN tæknifræðingur lét lífið og tveir verkamenn fengu mikil bruna- sár á laugardag þegar sprenging varð í verksmiðju, sem framleiðir köfnunarefni á vegum norska fyrir- tækisins Norsk Hydro. Sprengingin varð í bænum Porsgrunn. 16 manns voru við vinnu þegar sprengingin átti sér stað, en hinir 13 urðu ekki fyrir meiðslum. Há- vaðinn af sprengingunni var mjög mikill, og heyrðist hann um allan bæinn. Ibúarnir, sem eru um 33 þúsund, héldu þó ró sinni og engan þeirra sakaði, en nokkurt tjón varð á verksmiðjunni. Talsmaður Norsk Hydro sagði í dag að ekki væri enn fullljóst hvað sprengingunni olli, en grunur léki á að gallaður dælubúnaður hefði orsakað hana. seldi siðan Mehmet Ali Agca fjórar þeirra. Agca notaði eina af byssunum til að skjóta á páfa 13. maí 1981. Fréttir herma að Marini sé nú á leið til Istanbul í Tyrklandi til að vera viðstaddur réttarhöld yf- ir Bekir Celenk, einum Tyrkjanna sem ákærðir hafa verið fyrir til- ræðið við páfa, en Celenk var í haldi i Búlgaríu i tvö og hálft ár, en var leystur úr haldi þar á laugardag. Hann var svo hand- tekinn við komuna til Istanbul á sunnudag og bíður þess að vera dreginn fyrir rétt fyrir vopna- smygl og eiturlyfjasölu. ítölsk yf- irvöld hafa farið fram á að Cel- enk verði framseldur til þeirra svo hægt sé að yfirheyra hann varðandi tilræðið við páfa, en tyrknesk yfirvöld hafa neitað því hingað til. Yfirvöld í Tyrklandi sögðust vera undrandi á því að Celenk væri kominn þangað aftur og sögðust ekki hafa vitað um heim- komu hans fyrr en fréttir um það birtust í blöðunum á sunnudag. Búlgörsk yfirvöld höfðu til þessa neitað að framselja Celenk til Tyrklands, en yfirvöld þvertaka fyrir að um einhvert samkomulag um fangaskipti hafi verið að ræða. Agca hefur sagt við yfirheyrsl- ur að Celenk hafi verið milligöngumaður fyrir Búlgara sem hafi boðið honum þrjár milljónir þýskra marka fyrir að myrða páfa. Celenk hefur neitað að vera nokkuð viðriðinn málið. frá ráðherrastörfum á meðan hann væri i mótmælasveltinu. Hann greindi ekki frá því hvaða skilyrði þyrfti að uppfylla til þess að hann tæki upp daglega hætti á ný. Utanríkisráðherrann er 56 ára að aldri og tilheyrir svonefndu Maríuhæðar-félagi, sem er trú- boðsfélag rómversk kaþólskra manna í Ameríku, stofnað 1911. Hann kvaðst hafa tekið ákvörðun um að hefja mótmælasvelti eftir að hafa ráðfært sig við biskup sinn herra Ruben Lopez Ardon, og félaga í Maríuhæð. D’Escoto er einn fjögurra rómversk-kaþólskra presta, sem sæti eiga í hinni róttæku vinstri stjórn Nicaragua. Fyrir þremur árum neituðu þeir að virða ósk Jó- hannesar Páls páfa og láta af störfum í ríkisstjórninni. Robert Mugabe sést hér í blaðamannafundi sem hann hélt stuttu eftir að Ijóst var að fiokkur hans hefði hlotið yfirburðasigur í kosningunum á laug- ardag. Kosningar í Zimbabwe: Mugabe heitir að koma á eins flokks kerfi Harare, Zimbabwe, 8. júlí. AP. FLOKKUR Roberts Mugabe, forsætisráðherra, vann yfirburðasigur í kosingunum í Zimbabwe á laugardag og sama dag hét forsætisráðherr- ann því að mynda eins flokks ríki og útrýma allri stjórnarandstöðu í landinu. Stjórnarandstaðan hlaut 16 þingsæti í kosningunum. í þessum fyrstu og janfvel einu hans yrði ekki bundin af stjórn- almennu kosningunum i landinu, vann flokkur Mugabes 63 af 79 þingsætunum sem kosið var um, og var það helst að þakka gífurleg- um stuðningi frá Shona ætt- flokknum sem Mugabe tilheyrir. Stjórnmálaflokkur helsta keppi- nauts Mugabes, Joshua Nkomo, vann 15 þingsæti í Matabelandi og þykir nú ljóst að landið skiptist i tvo hluta eftir ættflokkum. Mugabe hafði spáð því að flokk- ur hans myndi vinna á milli 65 og 70 þingsæti, en sagði lýsti því samt sem áður yfir á blaðamanna- fundi að sigur hans gæfi honum leyfi til að mynda eins flokks ríki á þeim fimm árum sem stjórn hans situr. Abel Muzorewa, fyrrum forsæt- isráðherra, tapaði sínu þingsæti í kosingunum. Mugabe sagði einnig að stjórn arskrá sem Bretar stóðu fyrir að samþykkt væri til að binda endi á ófriðinnn í landinu árið 1979, þeg- ar óeirðir urðu hvað skæðastar í baráttu blökkumanna fyrir völd- um í nýlendunni fyrrverandi. Það yrði þá i fyrsta skipti sem vikið er frá stjórnarskránni sem bannar að einn flokkur sé við völd i landinu og verndar minnihlut- ann í landinu þar til 1990. Helstu mótstöðumenn eins flokks ríkisins er hvíti minnihlutinn með fyrrver- andi forsætisráðherra, Ian Smith, í fararbroddi, en minnihlutinn heldur 20 af 100 þingsætunum þar til 1987. Um þrjár milljónir manna greiddu atkvæði i kosningunum Sprenging í sím- stöð í Lúxemborg Lúxeraborg, 6. júlí. AP. öFLUG sprengja sprakk í símstöðv- arbyggingu í Lúxemborg á laugar- dag og olli hún miklum skemmd- um á byggingunni en engin slys urðu á mönnum. Bólivía: Fyrrum einræðisherra spáð sigri í forsetakosningum La Paz, Bólivíu, 7. júlí. AP. MJÖG róstusamt hefur verið í Bólivíu undanfarið, en forsetakosningar eiga að fara þar fram nk. sunnudag. Övíst er hvort kosningarnar verða á tilsettum tíma, þar sem verkalýðsfélög hafa lýst yfir því að þau muni reyna að koma í veg fyrir þær. Óttast margir að herinn ræni völdum í kjölfar kosninganna. Eftir skoðanakönnunum að dæma nýtur fyrrum hershöfð- ingi, Hugo Banzer Suarez, nú mests fylgis, en hann var í for- sæti einræðisstjórnar hersins í Bólivíu á tímabilinu 1971—1978. Hefur hann mætt mikilli and- stöðu verkalýðsfélaga og vinstri stjórn landsins. Helsti andstæðingur Suarezar á vinstri væng er hinn 77 ára gamli Victor Paz Estenssoro, fyrrverandi forseti landsins, en hann er einkum studdur af bændum. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur hann þó helm- ingi minna fylgi en Suarez. Kosningabaráttan virðist fara harðnandi með hverjum degi, og mikið hefur borið á pólitískum áróðri í útvarpi og sjónvarpi. Samkvæmt hinu óháða dag- blaði Presencia snýst málið ekki eingöngu um hvort kosningarnar fari fram næsta sunnudag, held- ur einnig hvað taki við ef þeim verður aflýst. Ljóst er að núverandi forseti, Hernan Siles Zuazo, sem hlaut mikinn stuðning í forsetakosn- ingunum 1982 eftir 18 ára valda- tíð hersins, hefur átt undir högg að sækja ekki síst fyrir sakir tíð- ra verkfalla, óðaverðbólgu og spillingar. Eftir að verðbólga varð 2700% 1984 neyddi hægri meirihluti þjóðþingsins forsetann til að boða til nýrra kosninga einu ári áður en kjörtímabili hans lýkur formlega. Verkalýðsfélögin gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir kosningarnar. Samtök bænda hafa hótað því að loka þjóðvegum til að freista þess að hindra að atkvæðaseðlar berist á kjörstaði. Hafa þeir krafist þess að um að kosningun- um verði frestað um eitt ár, svo að fleiri bændur komist á kjör- skrá, en nú er helmingur þeirra sem búa i sveit án atkvæðisrétt- ar. Hins vegar eru um 85% þeirra sem búa í borgum á kjör- skrá. Verða landsmenn að láta skrá sig sérstaklega til að fá kosningarétt. Verkalýðsfélög námumanna, sem eru mjög áhrifamikil, hafa lýst yfir stuðningi við kröfur bænda, og innanríkisráðherra landsins, Gustavo Sanchez segist einnig vera þeim samþykkur. Hvorki Banzer né Paz er spáð hreinum meirihluta í kosningun- um. Verði raunin sú, þá mun þingið tilnefna næsta forseta landsins. Sprengjan sprakk um kl. 23:30 að staðartíma og eyðilögðust m.a. símalínur til útlanda og urðu mörg hverfi í Lúxemborg símasambandslaus í nokkrar klukkustundir vegna skemmda á símalinum. Fimm sprengjur hafa sprungið í Lúxemborg sl. tvo mánuði af völdum hryðjuverka, en enginn hefur lýst ábyrgð á þessari síð- ustu sprengingu á hendur sér, að sögn lögreglunnar. Sprengjutilræðismennirnir brutu sér leið í gegnum þykka öryggishurð inn í símstöðvar- bygginguna og komu sprengiefn- inu fyrir við aðalsímstöðina. Einni klukkustund áður en sprengjan sprakk í símstöðvar- byggingunni, aftengdi lögreglan aðra sprengju í Gninenwald- skóginum, fimm kílómetrum frá höfuðborginni. Sprengiþráðurinn var strengdur á milli trjáa, þannig að þeir sem hefðu óvart hnotið um þráðinn hefðu látið lífið samstundis. Ekki er heldur vitað hver kom þeirri sprengju fyrir. í maí sl. sprungu tvær sprengj- ur í háspennustöð nálægt Lúx- emborg og ollu þær miklum skemmdum og rafmagnsleysi í borginni í nokkrar klukkustund- ir. Eigandi stöðvarinnar fékk sent nafnlaust bréf þar sem farið var fram á háa fjárhæð ef koma ætti í veg fyrir fleiri sprengjur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.