Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 9. JTJLÍ 1985 81 Útgefandi nÞlnfrifr hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Forðumst umferðarslysin Við fáum nær daglega frétt- ir í fjölmiðlum um stað- bundin stríð, sem víða geisa í veröldinni, og taka ómældan toll í mannslífum og limlesting- um. Við heyrum og sjáum frétt- ir af hungursvæðum í fjarlæg- um heimsálfum þar sem þurrk- ur, uppskerubrestur, sjúkdóm- ar og vanþekking leggja fjölda fólks að velli. Umferðin, svo nauðsynleg sem hún er í viðskiptum og samskiptum einstaklinga og þjóða, tekur þó e.t.v. stærri toll í meiðslum og mannslífum en nokkurt annað fyrirbæri í ver- öld samtímans. Á þeim vett- vangi stöndum við íslendingar í sömu hættusporum og flestar aðrar þjóðir. Alltof margir ís- lendingar hljóta ævilöng ör- kuml í umferðarslysum. Og alltof margir enda æví sína, jafnvel ungir að árum, af sömu sökum. Vegir gegna mikilvægu hlut- verki í þjóðlífinu. Þeir tengja saman landshluta og byggðir. Þeir eru farvegir hráefna til framleiðslustaða og fullunninn- ar vöru á markaði vítt um land- ið. Þeir auðvelda hverskonar mannleg samskipti fólks bæði innan sveitarfélaga og milli byggðarlaga. Og í þéttbýli nýtir þorri fólks vegina daglega, jafnvel oft á dag, á leið milli heimilis og vinnustaðar, heim- ilis og skóla, heimilis og tóm- stunda- eða skemmtistaða. Það er því mikilvægt að hver og einn virði reglur, sem settar eru til að fyrirbyggja slys, og tryggja sem áfallaminnsta um- ferð. Akstur á þjóðvegum getur verið til hvíldar, ánægju og af- þreyingar, ef ökumenn sýna að- gæzlu, gagnkvæma tilitssemi og virða umferðarreglur. Því miður skortir töluvert á að til- litssemi í umferð sé allsráð- andi, bæði hérlendis og erlend- is. Þess vegna eru umferðarslys jafn tíð og raun ber vitni. Þessvegna hljóta svo margir ör- kuml í umferð. Þess vegna tek- ur umferðin hærri toll í dauðs- föllum en jafnvel staðbundin stríð í veröldinni. Eignatjón, sem umferðarslys valda, er og gífurlegt. Slysa- varnafélag Islands vakti nýlega athygli á nokkrum slysagildr- um hér í blaðinu. Þar kemur m.a. fram: • Við framúrakstur geta minnstu mistök og rangt mat á aðstæðum haft hörmulegar af- leiðingar. • Steinkast frá hjólum bif- reiða veldur oft miklu tjóni, t.d. þegar hraði er aukinn við fram- úrakstur — eða þegar bifreiðir mætast á of miklum hraða. • Hættuvaldar eru m.a. ræsi, þröngar brýr, lausamöl, krapp- ar beygjur og blindhæðir. Góð- ur ökumaður miðar ávallt hraða við aðstæður. • í slæmu skyggni, regni og þoku á skilyrðislaust að nota ökuljós. • Notkun bílbelta er lögboðin. Meginmál er að við gerum okkur öll ljósa grein fyrir ábyrgð okkar í umferðinni. Það er brýnt að hafa þessa ábyrgð í huga, ekki sízt yfir hásumar- tímann þegar flestir leggja leið sína um þjóðvegakerfið. Aðgát og tillitssemi verða að ráða ferð. Það er of seint að iðrast eftir að slys hefur átt sér stað. Ef til vill er of hraður akstur, miðað við aðstæður, sá slysa- valdur, sem tíðast kemur við sögu. Við skulum því hafa í huga að engum liggur svo mikið á, að hann megi ekki vera að þvi að lifa. Öræfi — vötn Skjótt skipast veður í lofti. Það ættu allir að hafa í huga sem leggja leið inn á ís- lenzk öræfi. ísland er ægifagurt en viðsjált yfirferðar þeim, sem ekki þekkja aðstæður og ekki kunna sig heiman að búa. Slysavarnafélag íslands hvetur þá, sem ferðast um há- lendið, til að gera nákvæma ferðaáætlun, láta aðstandendur vita um fyrirhugaða ferðaleið, fylgjast vel með veðurhorfum, klæöast vel og hafa góðan fóta- búnað, lesa sér vel til um land- svæði sem fara á um, sýna var- úð í meðferð elds og forðast spjöll á jarðargróðri. Slysavarnafélagið hvetur þá, sem fara um vatnaslóðir, til að leita upplýsinga um straum- vötn á ferðaleið. Leggið aldrei í straumvötn á aflvana bílum með illa varða vél. Verið í fylgd með öðrum, sem bíða átekta og geta hjálpað, ef þörf gerizt. Munið að straumvötn skipta oft um farveg og verða skaðræð- isfljót á skömmum tíma. Kann- ið vöð af fyrirhyggju og kynnið ykkur botninn. Bindið línu um þann sem kannar leiðina og lát- ið hann klæðast björgunarvesti. Þá er rík ástæða til að hvetja þá, sem vötn stunda á heiðum uppi, að gæta allrar varúðar. Sækið ekki á slík vötn nema á góðum bátum, vel útbúnum og verið sjálf í björgunarbeltum. Slys á íslenzkum vötnum og öræfum eru ófá hin síðari ár. Þess vegna er nauðsynlegt að undirstrika nauðsyn fyrir- hyggju þegar ferð er undirbúin og minna á margskonar búnað, sem nú er tiltækur og eykur á öryggi fólks. Hin nýja útfærsla á merki sveitarinnar en hún ber nafnið „Svörtu Riddararnir". Fyrir neðan merkið má sjá festingu fyrir eitt af Sparrow-flugskeytunum sem velin getur borið. Þessi festing er sérhönnuð fyrir stóra eldsneytisgeyminn sem hún er sjálf fest á. 1 Morgunblaðið/Baldur Sveinsson Eagle á Ke f lav íkur f lugvelli Fyrsta Eagle vélin til 57. flugsveitarinnar var F-15D tveggja sæta no. 80-057. Númerin þýða að hún hafi verið keypt fyrir fjárveitingu á fjárhags- árinu 1980 og sé 57. flugvélin (af öllum gerðum) sem keypt var það ár. Morgunblaðið/Baldur Sveinsson ásamt fleiru eiga einhvern þátt í því að 57. flugsveitin er nú meðal þeirra flugsveita sem lengstan eiga feril án þess að slys hafi hent í flugi þeirra. Nú hafa liðið 189 mánuðir frá því að sveitin missti flugvél, en þá var hún búin Con- vair F-102A Delta Dagger-þotum. Allan þann tíma sem F-4 Phantom-þoturnar hafa verið í notkun hafa einungis tvö óhöpp hent. Bæði höfðu í för með sér smávægilegar skemmdir á flug- vélum en ekki slys á mönnum (ár- ið 1975 lenti F-4C no. 475 á væng- tönkunum eftir að hjólin náðust ekki niður og 1978 fór F-4E no. 304 á loft með ólæsta vængenda þann- ig að þeir lyftust upp í flugtakinu. Flugmanninum tókst að lenda vél- inni óskemmdri). Ennfremur kviknaði í F-4E no. 323 í máln- ingarklefa flugsveitarinnar og varð hún fyrir nokkrum skemmd- um og var flutt til Bandaríkjanna með V-5A flutningaþotu. Aðrar voru í síðari heimsstyrjöldinni. Síðar var þessi sveit leyst af hólmi af 82. flugsveit bandaríska flug- hersins, sem búin var Lockheed F-94B Starfire-þotum. Þegar 57. sveitin kom til lands- ins 1954 átti að fara að endurnýja flugvélakost hennar. Hún notaðist þá við Northrop F-89C Scorpion- þotur sem voru að úreldast. F-89D gerðin sem átti að koma í staðinn var hinsvegar talin fullkomnari og var búin 104 eldflaugum sem ekki voru fjarstýrðar. Þessa tegund fékk flugsveitin síðan um ári eftir að hún kom til landsins og voru þetta þá með fullkomnustu orr- ustuþotum flughersins í u.þ.b. 'k árs skeið. Árið 1956 voru Convair F-102A Delta Dagger-þotur teknar í notk- un í Bandaríkjunum og síðan fljótlega á meginlandi Evrópu. Þessar þotur voru hljóðfráar og búnar bæði fjarstýrðum og beint fljúgandi flugskeytum. Slíkar þot- — eftir Baldur Sveinsson Nú þegar fyrstu tvær af hinum áætlaða fjölda átján McDonnelI Douglas F-15C og D Eagle-þota varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli eru komnar til landsins er rétt að athuga ýmis atriði í því sambandi. Hér verður vikið að ýmsum almennum atriðum og lít- ið farið út í tæknilegar lýsingar. Hinsvegar mun tæknilega hlið málsins ásamt greinargóðri lýs- ingu á tæknibúnaði vélanna verða efni á aðra grein sem birtast mun eftir vikutíma. Þegar horft er á hinar nýju þot- ur kemur strax í ljós að 57. flug- sveitin, Svörtu Riddararnir, tekur nú upp sama hátt og nær allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins, en það er að merkja flugvélarnar með tveim einkenn- isstöfum á stélinu, sem venjulega tákna staðsetningu vélanna. Þannig stendur IS fyrir ísland, en hermt er að reynt hafi verið án árangurs að fá yfirstjórn flug- deildanna til að leyfa notkun kommu á I-ið. Einnig bera þoturn- ar nýja gerð Svarta Riddarans, sem er merki flugsveitarinnar, en merkið er nú riddari á hestbaki með lensu. Merki þetta er á vinstra skrokkgeymi þotanna en á hægra geymi er merki varnarliðs íslands (Iceland Defense Force). Einnig má geta þess að fyrsta þot- an sem lenti, ber einkennisnúmer- ið 80—057, og er nú sérstaklega valin með tilliti til númersins úr flugvélum 94. flugsveitar, 1. flug- deildar á Langley-flugvelli í Virg- iníu-ríki. Verður þetta flugvél flugsveitarforingjans. F-15C vélin 80-033 kom einnig frá sömu flug- sveit. Þetta er í fyrsta skipti sem þær flugvélar sem hingað koma til endurnýjunar flugstyrksins koma fullmálaðar með öllum merkjum. Reikna má með að allar F15 þot- urnar komi hingað fullmálaðar á sama hátt. Koma hinna fullkomnu orrustu- þota mun breyta ýmsu í daglegum önnum 57. flugsveitarinnar. Erfitt er að setja einhverja ákveðna röð á þá þætti sem breytast en í fyrsta lagi mætti nefna viðhald flugvél- anna. Það verður að miklum mun einfaldara og þægilegra og sam- kvæmt reynslu t.d. 32. flugsveitar- innar í Soesterberg í Hollandi, taka t.d. hreyfilskipti miklu skemmri tíma en áður. Annað viðhald verður einnig að sama skapi fljótlegra. Þetta er mikilvæg staðreynd, því ekki nægir að hafa 18 þotur, ef einungis hluti þeirra getur verið í' viðbragðshæfu ástandi á hverjum tíma. Ekki síður mikilvægt er að þot- urnar eru búnar mun fullkomnari- ratsjártækjum en eldri þotur eins og t.d. F-4E Phantom-þoturnar sem verða nú leystar af hólmi. Ýmislegt annað mætti nefna í sambandi við tæknibúnaðinn en það bíður næstu greinar. Flugdrægi Enn eitt mikilvægt atriði sem vill þó gleymast er að þoturnar hafa geysilegt flugdrægi. Má t.d. sjá þetta af því að báðar fyrstu þoturnar flugu í einum áfanga frá Langley-flugvelli í Virginiu-ríki, og tóku ekki eldsneyti í lofti með- an á ferðinni stóð. Þetta mikla flugdrægi er einn af hönnunar- þáttum vélanna, en það er þó auk- ið allverulega með C- og D-gerð- unum með því að setja utan á skrokk vélanna straumlínulagaða tanka sem hvor um sig taka 2,5 tonn af eldsneyti og falla alveg að skrokknum, en innra getur vélin borið rúm 6 tonn af eldsneyti. Til viðbótar þessum 11 tonnum báru vélarnar þrjá 2270 lítra aukatanka undir skrokk og vængjum. Þegar Phantom-þotur hafa ver- ið ferjaðar til og frá fslandi hafa þær tekið eldsneyti eftir u.þ.b. hálftíma flug og síðan aftur þegar nálgast land. Ef fyrri áfyllingin hefur mistekist af einhverjum or- sökum hefur ævinlega verið snúið til baka. Þetta hefur þó verið sjaldgæft. Hinsvegar veldur slíkt ferjuflug verulegum aukakostnaði við að senda upp a.m.k. tvær elds- neytisvélar til viðbótar þeim flugvélum sem verið er að ferja landa milli. Við komu þessara langfleygu flugvéla verður allt ör- yggi flugmanna mun meira en áð- ur var og þeir þurfa ekki að hafa sömu áhyggjur af því hvort elds- neytisvél komi eða ekki. Nánar verður einnig vikið að þessu atriði síðar en þó má nefna hér að öll aðstaða til eldsneytistöku í lofti gerbreyttist þegar upp var tekið það fyrirkomulag að staðsetja eina Boeing KC-135 Stratotank- er-eldsneytisvél á Keflavíkur- flugvelli. Slík vél er send hingað frá Fairford-flugvelli í Englandi sem er aðalbækistöð slíkra véla þar. Hver vél dvelur nokkurn tíma hér og fer síðan til síns heima og önnur kemur í staðinn. Þegar ákveðið var að hafa þennan hátt á var fyrst og fremst um að ræða að auka möguleika varnarliðsins til að fylgjast með ferðum þeirra flugvéla sem ekki tilkynna komu sína á íslenska varnarsvæðið og auka öryggi flugvéla og áhafna varnarliðsins. Morjfunblaðið/Baldur Sveinsson Fram að þeim tíma stóð varn- arliðinu á Keflavíkurflugvelli að vísu til boða að fá eldsneytisvél frá Fairford eða Mildenhall í Englandi til móts við orrustuþotur 57. flugsveitarinnar og veita þeim aðstoð teldist þess þörf. Sú aðstoð var hinsvegar háð ákvörðunum aðila sem staðsettir voru I Eng- landi og gátu því ekki fylgst eins náið með þróun mála í hvert sinn og stjórnendur hér á staðnum. Skemmst er að segja að ákvörðun- in-um staðsetningu eldsneytisvél- ar hér hefur sannað ágæti sitt og gert 57. flugsveitinni mun auð- veldara að rækja hlutverk sitt. Öryggi Ákvörðunin um staðsetningu KC-135 vélar hér mun eflaust F-15C eins sætis Eagle. Þessi vél er merkt yfirmanni flughersins á ís- landi, Col. Robert Jenkins. Takið eftir eldsneytistönkunum. Einnig má sjá viðbótargeymana utan á skrokknum. Vélarnar eru dulmálað- ar í tveimur gráum litum. Boeing KC 135 Stratotanker gefur Phantom- þotu 57. flugsveitarinnar eldsneyti í lofti, skammt undan fslandi. skemmdir hafa ekki orðið á þotum sveitarinnar. Að vísu ber að geta þess að hlut- verk flugsveitarinnar hefur í för með sér mikið af háflugi, sem er ekki eins hættulegt og lágflug það sem flestar aðrar F-4 Phantom- flugsveitirnar þurfa að stunda. Flugvélakostur Þegar F-15 Eagle-vélar koma nú til fslands til fastrar dvalar er rétt að kanna hvernig flugvéla- kosti 57. flugsveitarinnar hefur verið háttað til þessa. Á undan 57. flugsveitinni voru tvær sveitir staðsettar á íslandi til varnar eftir að Bandaríkja- menn komu til Keflavíkur aftur 1951. f upphafi var send hingað sveit úr þjóðvarðliðinu sem búin var North American P-51D Mus- tang-flugvélum, sem framleiddar MorgunblaðiÖ/Major Douglas Jenkins ur komu til fslands 1962 en um það leyti var vel komið á veg að taka í notkun McDonnell F-101B Voodoo og Convair F-106A Delta Dart-þotur í stað þeirra í Banda- ríkjunum (fyrstu F-106A þoturnar voru teknar í notkun árið 1959 og sex slíkar frá 87. flugsveit voru á Keflavíkurflugvelli í nokkrar vik- ur vorið 1978, um það leyti sem F-4E þoturnar voru að taka við af F-4C). Þær F-102A þotur sem losnuðu á þennan hátt fóru flestar beint til þjóðvarðliðs Bandaríkja- flughers (Air National Guard). Þrátt fyrir þetta má telja þær fullboðlegar í upphafi þótt ekki hafi þær talist fullkomnustu orr- ustuþotur sem þá var völ á. Árið 1970 var byrjað að draga F-102A vélarnar út úr þjóðvarðliðinu, og lauk því vorið 1976 er 199. flug- sveitin á Hawai tók F-4C þotur í notkun í stað F-102A. Þegar skipt var um þotur hér aftur 1973 og McDonnell Douglas F-4C Phantom-þoturnar komu hingað var að vissu leyti um brautryðjandastarf að ræða hjá 57. flugsveitinni, því að F-4C Phantom-þotur höfðu aldrei áður verið notaðar til hreinna loftvarn- arstarfa eins og þær voru hér. Þær voru að vísu allar um 10 ára gaml- ar þegar þær komu. Þær voru úr fyrstu pöntun flughersins á F-4C vélum frá árinu 1963 og höfðu flestar ef ekki allar verið notaðar í Víetnam-stríðinu. Þær voru þó að miklu leyti endurbyggðar áður en þær komu hingað þannig að ef til vill er óréttlátt að tala um tíu ára aldurinn í niðrandi tón. Eftir að F-4C þoturnar höfðu verið notaðar hér með góðum árangri var sú ákvörðun tekin hjá yfirstjórn bandaríska flughersins að vel megi nota þessa þotutegund til slíkra starfa og margar flugsveitir þjóðvarðliðsins hafa nú verið bún- ar þessari gerð. Síðan voru teknar í notkun hér F-4E þotur vorið 1978, en í des- ember það ár skilaði 32. flugsveit- in í HoIIandi (sem gegnir þar svip- uðu hlutverki og 57. flugsveitin hér), F-4E vélum sínum og tók í notkun F-15 vélar í staðinn, en F-4E þoturnar höfðu þá verið í notkun frá því að sveitin sú lagði F-102A þotum sínum árið 1969. Það sem ég er að leggja hér áherslu á er að 57. flugsveitin hef- ur ekki síðan árið 1955 verið búin þotum sem telja má fullkomlega samkeppnisfærar við það besta í öðrum flugsveitum bandaríska flughersins, heldur verður búin tegundum samsvarandi því sem er í flugsveitum þjóðvarðliðsins. Sú staðreynd að hér eru nú komnar þotur af fullkomnustu og nýjustu gerð er eitt af því sem bendir til að mikilvægi tslands sem hlekks í varnarkeðju NATO hafi ekki verið meira í háa herrans tíð. Að vísu hafa nokkrar flugsveitir þjóðvarð- liðsins þegar tekið í notkun F-15A þotur t.d. 48. flugsveitin á Langley flugstöðinni í Virginíu-ríki. Frá þeirri flugstöð koma einmitt eins og fyrr var sagt fyrstu tvær F-15 vélar 57. flugsveitarinnar. Fleira bendir til þess aukna mikilvægis, t.d. enduruppbygging ratsjárstöðvanna á Langanesi og Vestfjörðum og endurnýjun tækja í þeim sem enn eru í notkun, en um það verður einnig fjallað nán- ar síðar. Benda má þeim, sem vilja kynna sér nánar í hverju þetta aukna mikilvægi getur legið á að kynna sér ritgerð öryggismála- nefndar nr. 3, „Keflavíkurstöðin: Áætlanir og Framkvæmdir" eftir Gunnar Gunnarsson. Skýli Til verndar F-15 vélunum hafa nú verið byggð níu sprengjuheld flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Skýli þessi eiga að standast allar árásir með venjulegum vopnum. Þau eru lengra frá öllum almenn- um umgangi en núverandi aðal- stöðvar 57. flugsveitarinnar. Hurðir þeirra opnast inn, leggj- ast ofan í sérstakar gryfjur og síð- an aka þoturnar út yfir dyrnar. Þetta er gert t.d. til að hægt sé að opna þær þó drasl hlaðist að þeim að utan. Ekki er ekið í gegn um þau eins og flest stærri skýli og t.d. viðbragðsskýli þau sem nú eru í notkun, og verið hafa síðan á fyrstu dögum varnarliðsins. Alþjóðleg ráðstefna um brjóstakrabbamein LAUGARDAGINN 1. júní var haldin, í húsi Krabbameinsfélagsins, alþjóðleg ráðstefna um gildi skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini með röntgen- myndatöku. Einnig var rætt um það á hvern hátt þær meinsemdir sem flnnast, skuli teknar til meðferðar. Davíð Á. Gunnarsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra, setti ráðstefnuna, en fulltrúi Alþjóða heilbrigðismálstofnunarinnar, Dr. Döbrössy, flutti ávarp og kveðju frá stofnuninni. Hrafn Tulinius yfirlæknir Krabbameinsskrárinnar hélt er- indi um faraldsfræði brjósta- krabbameina á íslandi og gerði að umræðuefni áhættuþætti sem taldir eru tengjast þessum sjúk- dómi. Forsvarsmen sænskra rann- sókna um árangur skipulegrar leitar með brjóstaröntgenmyndun, læknarnir Lasló Tabár, Lars Holmberg og Sten Graffman héldu erindi um reynsluna þar í landi. Grein eftir þá, sem birtist í breska læknablaðinu „The Lancet" í aprílmánuði hefur vakið mikla athygli víða um heim. Það kom jafnframt fram í máli þeirra að við skipulega leit greinast svo smá krabbamein að þau finnast ekki við þreifingu. í sumum tilvikum takmarkast skurðaðgerðin við að fjarlægja aðeins sjálft æxlið, brjóstið er ekki tekið allt. Dr. Ian Fentiman, breskur skurðlæknir við Guy’s sjúkrahúsið í London, gerði ráðstefnugestum grein fyrir skipulagninu skurð- lækninga vegna smárra brjósta- krabbameina þar, en á þessu sjúk- rahúsi hefur verið leitast við að takmarka umfang skurðaðgerðar- innar. Rúmlega sextíu manns tóku þátt í ráðstefnunni, en að henni stóðu heilbrigðisráðuneytið, Læknafélag íslands og Landlækn- isembættið, auk Krabbameinsfé- lagsins. Fundarstjóri var Sigurður Björnsson, læknir. Hans Petersen hf., Pharmaco hf. og Flugleiðir hf. styrktu ráðstefnuna. Hluti þátttakenda á alþjóðlegu ráðstefnunni um brjóstakrabba- mein. Myndin er tekin fyrir utan hús Krabbameinsfélagsins að Skógar- hlíð 8.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.