Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAJDUD, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLl 1985, íslendingar eru mjög einlægir — Gunnlaugur Guðmundsson ræðir við Michael Harding breskan stjörnuspeking Fyrir nokkru var staddur hér á landi breski stjörnuspekingurinn Michael Harding. Hann hélt hér tvö helgarnámskeið, hið fyrra um úrlestur stjörnukorta og hið síð- ara um nýjar rannsóknir í stjörnuspeki. Michael Harding er varafor- maður breska stjörnuspekisam- bandsins og ritstjóri tímarits þess, Transit. Gunnlaugur Guð- mundsson, forstöðumaður Stjörnuspekimiðstöðvarinnar, tók við hann viðtal það sem hér fer á eftir: Nú hefur þú dvalið á íslandi í rúma viku, hvernig líkar þér landið? Ég kann mjög vel við ísland. Þetta er land sem mig hefur alltaf langað að heimsækja. Ég hef hrif- ist af kvikmyndum og ljósmynd- um sem ég hef séð af náttúru landsins og mér hefur virst mjög spennandi og svo hefur reynst við nánari kynni. Hefurðu getað ferðast eitthvað? Já, lítillega, en ekki eins mikið og ég hefði viljað. Svo þú gætir hugsað þér að koma aftur? Ó já, alveg örugglega og fara þá út í óbyggðir. Hvað finnst þér um fólkið sem þú hefur hitt? Ég hef hrifist af einlægni ís- lendinga, þeir eru reiðubúnir að tala um drauma, tilfinningar og andlega reynslu sína. Slíkt gerist ekki í Englandi, fólk þar myndi aldrei tala um þær hliðar lífs síns. Það er oft sagt að fslendingar séu lokaðir, það er ekki þín reynsla? Nei, nei. Getur þú sagt mér hvað þér finnst helst ólíkt með íslendingum og Englendingum? Englendingar eru hlédrægari, mun hljóðlátari og þeir ... Það er einnig mjög sterk stéttaskipting í Englandi sem þú verður áþreifan- lega var við. Augljóslega er erfitt fyrir mig að vita hvort eitthvað slíkt sé hér á íslandi. Maður þyrfti að búa í landinu í nokkurn tíma en ég hef það á tilfinningunni að svo sé ekki. Fólk hér er mjög afslapp- að og óformlegt gagnvart hvort öðru. Þeim sem gegna mikilvæg- um og eftirsóttum störfum er ekki gert mikið hærra undir höfði en öðrum. Framkoma gagnvart þeim er ólík því sem tíðkast í Englandi. Þeim er tekið sem venjulegu fólki og að mínu viti er það mjög heil- brigð og jákvæð afstaða. Hjálpar fólki að upp- götva nýjar hliðar í fari sínu Þú ert stjörnuspekingur. Getur þú sagt mér í fáum orðum hvað stjörnu- speki er? Ja, stjörnuspeki er bæði vísindi og list. Eins og stendur frekar list en verður vona ég meira að þeim vísindum sem fást við að tengja göngu plánetanna eða öllu ná- kvæmar, hringrásir plánetanna og tunglsins við málefni jarðarinnar og skapgerðaeinkenni einstakl- inga. Hvað getur stjörnuspeki gefið fólki? Ég held að eitt helsta notagildi hennar sé að hjálpa fólki að upp- götva mismunandi hliðar í fari sínu, þætti sem það oft er ekki meðvitað um eða hefur í uppeldi verið hvatt til að horfa framhjá. Með því að uppgötva þessar hliðar held ég að fólk geti náð að lifa fyllra og hamingjuríkara lífi. Ég held að fólk geti einnig orðið með- vitaðra um það að vandamál sem það hefur yfirfært á aðra og hald- ið aðra eiga, eða skrifað á reikning kringumstæðna, tilviljunar eða örlaga sé í raun vandamál sem býr innra með þeim sjálfum. Það get- ur síðan vonandi hjálpað þeim að takast á við þessi mál og öðlast aukið frelsi. Getur stjörnuspeki hjálpað fólki í mannlegum samskiptum? í ríkum mæli. Það er oft mjög erfitt fyrir einstaklinginn að gera sér grein fyrir því nema hann hafi lagt stund á fög eins og sálfræði og stjörnuspeki á hversu ólíkan hátt annað fólk getur séð sömu hlutina. Stjörnuspekin getur mjög auðveldlega sýnt fram á að fólk hefur mjög ólík skapgerðarein- kenni, að það upplifir hvert annað á mjög ólíkan hátt og að það sér sama hlutinn eða atburðinn ólík- um augum. Það er auðséð að ef við hefðum ekki þann skilning sem stjörnuspeki eða sálfræði gefur okkur væri mun meiri misskiln- ingur manna á meðal. Ég held að stjörnuspeki geti hjálpað fólki að skilja hvort annað og að skilja sjálft sig, og uppgötva aö það er sérstaklega næmt fyrir ákveðnum hlutum og sérstaklega ómeðvitað um aðra hluti. Hvað um þig, hvers eðlis er starf þitt í Englandi? Ég vinn í fullu starfi sem stjörnuspekingur sem þýðir í raun að ég hitti ákveðinn fjölda fólks í hverri viku. Ég vinn einnig tölu- vert með stjörnuspeki í viðskipta- lífinu og ég ritstýri stjörnuspeki- tímariti fyrir stjörnuspekisam- band Bretlands sem augljóslega þýðir að ég skrifa töluvert. I>ú hittir fólk, þýðir það að þú vinnur við ráðgjöf? Já, það geri ég, já. Getur þú sagt mér af hverju fólk kemur til þín? Ég held að margt fólk líti á það að fara til stjörnuspekings sem nokkurs konar neyðarrúrræði. Aðrir hlutir hafa kannski ekki dugað eða það er I þannig stöðu í lífinu að því finnst breytingar nauðsynlegar. Því finnst sem það verði að gera eitthvað, en veit ekki hvað það ætti að vera og er þvi reiðubúið að prófa eitthvað sem er öðruvísi. Áður hefur það kannski talað við lækninn sinn, hitt prest, rætt málin við vini sína en nú vill það gera eitthvað nýtt. Fólk kem- ur oft til stjörnuspekings þegar það er á tímamótum, ekki endilega á erfiðleikatímum, heldur þegar það finnur til þarfar að gera eitthvað nýtt og finna eitthvað sem er að brjótast innra með og horfast í augu við hluti sem ekki hefur verið horft á áður. Ástæðan fyrir komu fólks til stjörnuspekings á því ekki alltaf ræt- ur að rekja til einhverra vandamála? Nei, alls ekki. Ástæðan er oft á tiðum engin sérstök. Fólk kemur t.d. ekki nærri því alltaf vegna þess að því semur ekki í hjóna- bandi eða það hefur misst vinn- una. Það er ekki mín reynsla. Stundum kemur fólk eða segist koma vegna slíkra mála en oftast kemur það fljótt í ljós að áhuginn er mikilvægari og ristir dýpra en málið sem fyrst er sett á oddinn. I»ú heldur að fólk leiti til stjörnu- speki til að öðlast dýpri merkingu í lífsitt? Já, ég held að svo fari að lokum. Þó menn geri sér kannski ekki grein fyrir því í fyrstu að svo sé. Menn finna kannski þörf fyrir breytingu. Stjörnuspeki hins veg- ar fæst við grunnþætti lífsins og grunnorku okkar. Hún leiðir því óhjákvæmilega til þess að menn sjá að þeir nota ekki þá orku sem þeir hafa eins vel og þeir gætu og kannski ekki alltaf á besta mögu- lega mátann. Fæðingarstundin hefur áhrif á starfsvalið Er eitthvað að marka stjörnu- speki, er hægt að sanna hana á ein- hvern hátt? Michael Harding stjörnuspekingur Ég held að ekki sé hægt að sanna stjörnuspeki sem slíka frek- ar en hægt er að sanna fög eins og sálfræði eða heimspeki. Til þess eru viðfangsefnin innan þessara faga of mörg og óskilgreinanleg. En ég held hins vegar að vissa hluti innan sálfræði megi sanna og að vissa hluti innan stjörnu- speki megi einnig sanna. Það er öruggt að frönsku rannsóknar- mennirnir Francois og Michael Gauquelin hafa fært sönnur á að tengsl eru milli fæðingartíma manns og atvinnu hans og fæð- ingartíma og ákveðinna skapgerð- areinkenna, eins og það að vera alvörugefinn eða skapléttur, at- orkusamur eða viðkvæmur og næmur. Fólk sem hefur þessa þætti sterka í skapgerð sinni fæð- ist á vissum tímum sólarhrings- ins. Fram á það hefur verið sýnt margsinnis. Af þessu fólki sem þú nefnir og einnig öðrum vísindamönnum? Af þessum rannsakendum og öðrum sem hafa reynt að endur- taka rannsóknir þeirra og náð sama árangri, oft þegar viðkom- andi vonaðist til og reyndi að af- sanna kenningar þeirra. Þú heldur því sem sagt fram að hægt sé að sanna ákveðna þætti stjörnuspekinnar á vísindalegan hátt? Já, ég held að það sé hægt. Við verðum að hafa í huga að þetta er nýtt rannsóknarsvið og vegna þess að þetta svið er mjög fínt og vand- meðfarið líkt og sálfræðin er mjög erfitt að byggja upp nauðsynlegar tilraunir. Ég held að vísindamenn séu núna fyrst að læra hvernig á að framkvæma það verk. Þeir hafa átt í töluverðum vandræðum með venjulegar sálfræðitilraunir áður en margar þeirra hafa hlotið við- urkenningu og enn í dag eru uppi deilur um gildi mikið notaðra prófa. Þetta er því erfitt svið fyrir stjörnuspekinga og fyrir vísinda- menn sem vilja sannprófa stjörnuspeki. Er tilraun frönsku vísindamann- anna sú eina sem hefur sýnt eitt- hvaö? Nei, það hafa verið gerðar margar rannsóknir en engar sem eru jafn umfangsmiklar. Banda- rískur sálfræðingur, Vernon Clark, gerði rannsókn fyrir nokkr- um árum sem var þannig að hann lét stjörnuspekinga fá sjúkrasögur og fæðingarkort nokkurra sjúkl- inga sinna og áttu þeir að finna hver átti hvaða stjörnukort. Ár- angurinn varð mjög góður fyrir stjörnuspekingana, langt yfir það sem gat talist tilviljun. Tveir enskir stjörnuspekingar, Simon Best og Nick Kollerstrom, gerðu einnig frekar einfaldar efnafræð- itilraunir sem gengu út á það að láta vissa málma í efnablöndu mynda botnfall. I þessum tilraun- um var notað sama magn málma, sama hitastigi var haldið og þess að öllu leyti gætt að aðstæður væru þær sömu að öðru leyti en því að tilraunirnar voru fram- kvæmdar á mismunandi dögum. Augljóslega ættu niðurstöðurnar að vera þær sömu en það kom fljótt í ljós að svo var ekki. Ef tilraun með málm eins og blý, sem stjörnuspekingar segja tengdan Satúrnusi, var framkvæmd þegar Satúrnus var hæstur á lofti breyttist niðurstaðan. Á sama hátt breyttist niðurstaðan I til- raunum sem gerðar voru með járn ef Mars sem sagður er tengjast járni var í hágöngu á himni. Þess- ar tilraunir hafa margsinnis verið endurteknar. Af öórum stjörnuspekingum? í fyrstu uppgötvaði ítalskur vís- indamaður að nafni Piccardi þessa aðferð. Tilraunirnar hafa einnig verið festar á filmu af breska sjónvarpinu BBC. Svona tilraunir og rannsóknir almennt eru mjög tímafrekar og krefjast mikils í uppsetningu. Énginn stór aðili sér um að fjármagna þær, hvorki rík- isstjórnir eða háskóladeildir. Allt slíkt starf verður að fara fram á einkavegum, einstaklingar gefa tíma sinn, vinnu og tækjaaðstöðu og þar fram eftir götunum. Hingað til hefur ekki nægjanlega mikið verið gert þó við getum ver- ið mjög bjartsýnir vegna þess sem þegar hefur áunnist. Ég er ekki í minnsta vafa um að þegar meiri vinna verður lögð í þessar rann- sóknir og fleiri próf verða hönnuð komi í ljós að mjög mörg skap- gerðareinkenni tengjast fæð- ingardeginum og önnur fæðingar- tímanum. Ég hef lesið að 186 bandarískir vísindamenn hafi skrifað undir yfir- lýsingu gegn stjörnuspeki, sem segir að stjörnuspeki eigi við engin rök að styðjast og beinlínis vari fólk við stjörnuspeki? Já, í þessari yfirlýsingu segir einnig að ekki sé hægt að útskýra stjörnuspeki, ég held að enginn þeirra hafi svo mikið sem opnað kennslubók í stjörnuspeki. Stjörnuspekisamband Ameríku og Bretlands fengu 187 vísindamenn til að skrifa undir yfirlýsingu sem segir að stjörnuspeki sé að minnsta kosti verð rannsóknar og að vísindamenn ættu ekki að senda frá sér yfirlýsingar um stjörnuspeki fyrr en þeir hafi kynnt sér hana. Ég held að það sé það mikilvæga í þessu máli. Vís- indi eiga að vera leit að sannleika og vísindamenn ættu aldrei að fella dóm um nokkurn skapaðan hlut fyrr en þeir hafa rannsakað þann hlut gaumgæfilega. NASA, geimferdastofn- un Bandaríkjanna notar stjörnuspeki Þú sagðir mér að þú hafir starfað í Bandaríkjunum. Þú ert einnig rit- stjóri tímarits sem meðal annars flytur fréttir af því sem er að gerast í heimi stjörnuspekinnar. Hvað getur þú sagt mér af stjörnuspeki almennt, hver er staða stjörnuspeki í heimin- um í dag? Eins og stendur eru málin frek- ar róleg. Á sjötta og sjöunda ára- tugnum jókst áhuginn gífurlega. Þeir sem einungis byrjuðu vegna forvitni hafa misst áhugann, þannig að áhuginn í dag er frekar jafn. I Englandi er enginn fyrir stjörnuspeki en svo mun verða bráðlega. Við höfum nú safnað nægilegu fé til að kaupa höfuð- stöðvar og að mínu viti kemur það til með að efla vinnu í stjörnu- speki mjög mikið og auka alla að- stöðu til rannsókna. Annars held ég að stjörnuspekingar í dag sæk- ist ekki eftir sviðsljósinu. Þeir sem hafa áhuga á rannsóknum vilja halda þeim áfram og þeir sem hafa áhuga á að hitta fólk hitta fólk. Hversu margir stjörnuspekingar eru í Englandi? Atvinnustjörnuspekingar eru um það bil 40—50, en mörg þús- und manns fást við stjörnuspeki á einn eða annan hátt, meira eða minna. Og í Bandaríkjunum? Ég held að samband banda- rískra stjörnuspekinga telji um fjögur þúsund meðlimi. Það er a.m.k. vega öruggt að nokkur þús- und manns mæta á ráðstefnur þeirra. Stjörnuspeki er almennt mun viðurkenndari í Bandaríkjun- um. Mjög margir í viðskiptalífinu nota stjörnuspeki reglulega til að velja rétta tímann til fram- kvæmda, til fjárfestinga og til að velja sér starfsfólk. Nokkrir stjörnuspekingar, fjórir að ég held, gefa út fréttablöð sem sér- hæfa sig í upplýsingum fyrir þá sem nota stjörnuspeki á fjárfest- ingamarkaðinum. Hvað um ríkisstjórnir? Sterkar vísbendingar hafa kom- ið fram í þá átt að ríkisstjórn ísraels noti stjörnuspeki. Frétta- maður frá London sem var að vinna að rannsókn á starfsháttum ísraelsku leyniþjónustunnar fyrir blaðið Sunday Times hélt því fram að Israelsmenn noti stjörnuspeki til að tímasetja hernaðaráætlanir og m.a. að frelsun gíslanna í Ug- anda hafi verið tímasett með stjörnuspeki. Þetta getur hljómað ótrúlega en það var blaðamaður en ekki stjörnuspekingur sem sagði þessa sögu. Það bendir því margt til að þeir taki mið af stjörnuspeki og noti hana sem eina af aðferðum sínum. Getur þú gefið mér einhverja áþreifanlega sönnun fyrir þessu, sagt mér hvernig blaðamaðurinn fékk þessar upplýsingar? Nei, ekki að öðru leyti en því að hann tók viðtöl við fjölda manna í sambandi við vinnubrögð leyni- þjónustunnar Mossad, og stjörnu- speki og notkun stjörnuspeki kom oft til umræðu. Annað atriði er athyglisvert í sambandi við ísraelsmenn, það er að mjög erfitt er að fá uppgefinn fæðingartíma ísraelskra stjórnmálamanna. Mér hefur aldrei tekist að fá uppgefinn fæðingartíma hjá stjórnmála- mönnum þeirra. Þú hefur reynt? ó já, ég hef reynt og ég þekki marga sem hafa áhuga á stjórn- málastjörnuspeki sem hafa reynt mjög mikið að verða sér úti um fæðingartíma þeirra með litlum árangri. Er ríkisstjórn fsraels eina ríkis- stjórnin sem hefur notað stjörnu- speki svo vitað sé? NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, notar niðurstöður rannsókna þýska stjörnuspekings- ins Theodors Landsheid í geim- ferðaáætiun sinni. Hann notar stjörnuspeki til að spá fyrir um daga sem líklegt er að um miklar útvarpstruflanir verði að ræða. Útfrá staðsetningu pláneta? Hann notar stöðu ytri plánet- anna og hefur sýnt fram á að ákveðin innbyrðis afstaða milli þeirra tengist sterkum truflunum á útvarpsbylgjum sem augljóslega hefur slæm áhrif á hvaða fjar- skiptakerfi sem er. Þú heldur því sem sagt fram að þegar NASA er að skipuleggja geimáætlanir sínar og ákveða tíma fyrir geimskot, noti þeir uppgötvanir úr stjörnuspeki? Já það gera þeir. Það getur verið að þeim sé illa við að viðurkenna það og að þeir vilji kalla þetta öðr- um nöfnum en uppgötvanirnar eru stjarnspekilegar, já. Það eru einn- ig til sterkar vísbendingar um að Ronald Reagan hafi hitt stjörnu- speking reglulega á fjórða og fimmta áratugnum og jafnvel fram að þeim tíma er hann varð ríkisstjóri í Californíu. Ég held að ekkert bendi til þess að hann hitti stjörnuspeking núna. Ég veit hins vegar að það er algjörlega ómögu- legt að fá afrit af fæðingarvott- orði hans. Hvað um önnur þjóðlönd? Á Indlandi nota stjórnvöld stjörnuspekinga mjög oft og reyndar reglulega. Frú Gandhi var opinberlega vöruð við því af stjörnuspekingum að lif hennar væri í hættu nokkrum mánuðum áður en féll hún fyrir hendi morð- ingja. Hvað um Arabaríkin? Yamani fursti, sem er æðsti maður OPEC, og einn mikilvæg- asti og áhrifamestur manna í OPEC-ríkjunum, er stjörnuspek- ingur. Það er vitað að hann hefur notað stjörnuspeki til að ákvarða tíma fyrir fundi OPEC-ríkjanna. Hins vegar er lítið vitað um það hvernig hann notar stjörnuspeki að öðru leyti og hvernig aðrir ara- baleiðtogar nota stjörnuspeki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.