Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 Lars Ulrik Mortensen semballeikarí og Toke Lund Christiansen flautuleikari. MorgunbiaðiA/DaviA Þorateinason Sumartónleikar í tíu ár Tónllst Jón Ásgeirsson FYRIR tíu árum tóku þær sig til stöllurnar Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir, og fóru að halda sumartónleika um helgar í Skálholtskirkju. Stóð þetta tón- leikahald yfir í um það bil mánuð. Ekki mun hafa verið mikill hávaði í kringum þetta tiltæki en smám saman tók almenningur eftir því, að þar gat bæði að heyra góða tón- list og vel leikna. Þegar slíkt spyrst út og einnig að þessu var, af þeirri þolinmæði er þrautir vinnur allar, haldið til streitu, tók fólk að venjast þeim fréttum, að Skál- holtstónleikarnir væri oft á tíðum tónlistarviðburðir og ávalt mjög góðir. Nú eru liðin tíu ár frá hljóð- látri byrjun og nú hefur tiltækið tekið á sig mynd smá tónlistarhá- tíðar, þar sem minnst er þriggja meistara, er hafa með tónverkum sínum náð þrjú hundruð ára aldri. Tónlistarhátíðin hófst með setningarathöfn, er hófst með því að Glúmur Gylfason lék Tokkötu í C-dúr, eftir meistara Johann Sebastian Bach. Glúmur er góður orgelleikari og lék margt fallega, þó nokkurs óstyrk gætti undir lokin. Glúmur er að nálgast það að vera konsertfær orgelleikari og með meiri þjálf- un gæti hann styrkt svo undir- stöðu tækni sinnar, að verða fullsterkur í átökum við meist- ara orgeltækninnar. Tónlistar- hátíðin var síðan sett af Svein- birni Finnssyni, staðarráðs- manni í Skálholti, er lýsti upp- hafi tónleikahalds, í Skálholts- sögu hinni síðari og bauð gesti velkomna. Næstur í ræðupúltinu var svo dr. Jakob Benediktsson er fræddi gesti nokkuð um það sem vitað er um tónlistaiðkun á íslandi á 17. og 18. öld. Þar eftir ávarpaði prestur staðarins, sr. Guðmundur óli Ólafsson, kirkjugesti en setningarhátíð- inni lauk með því að kór Menntaskólans við Hamrahlíð söng, undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, mótettuna Lofið drottinn, allar þjóðir, eftir Bach. Kórinn söng mótettuna mjög vel og hressilega, eins og vera ber þegar trúaðir syngja Drottni fögnuð sinn og óska mannkyninu hlutdeildar í fegurð og trúarein- lægni. Með þessum fallega söng var tíunda tónlistarhátíðin hafin í Skálholti. Dominico Scarlatti Fyrstu tónleikarnir á tónlist- arhátíðinni í Skálholti voru helgaðir Giuseppe Dominico Scarlatti. Ekki er vitað til þess að Dominico hafi numið tónlist hjá öðrum en föður sínum, Alessandro, enda mun faðirinn hafa alla tíð viljað ráða yfir syni sínum og beinlínis sent hann til Feneyja, svo sem sendibréf frá Alessandro til Ferdinands af Medici ber með sér. Dominico er þrjátíu og tveggja ára er hann fær það „bréfið" að faðir hans ráði ekki lengur yfir honum, þó vitað sé að „kallinn" hafi ekki hætt að argast í syni sínum fyrr en löngu seinna. Þar má liggja skýringin í því hversu vel það hefur hentað Dominico að setj- ast að í Portúgal og vera þar með laus við argaþvargið í föður sín- um. Svo sem Alesandro vissi, var Dominico ef til vill einn mesti hljómborðssnillingur síns tíma og auk þess ekki alls ónýtur til tónsmíða. Píanósónöturnar sem eru að tölu eitthvað á milli fimm eða sex hundruð, eru taldar merkustu tónsmíðar hans og hvað snertir stíl og tækni, standa þær nær í tíma en sam- bærileg tónlist barokk tímans. Lars Ulrik Mortensen lék tólf sónötur eftir snillinginn en gerði það í nærri óslitinni röð, sem ekki er smekklegt né nærgætið við hlustendur. Lars Ulrik Mortensen er frábær sembal- leikari, nokkuð hvass í takti en ávallt lifandi. Síðasta verkið, fúga í d-moll, var frábærlega vel leikin. Kvikur og fjörugur leikur Mortensens á mjög vel við í eldskörpum tónsmíðum Scarlatti en eins og fyrr sagði, hefði mátt hafa örlitlar „kunstpásur" á milli verkanna og jafnvel fækka þeim, því það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin og svona samankeyrð dagskrá, tiltölulegra stuttra tónverka, gefur hlustandanum engin grið, jafnvel þó um jafn góðan tónlist- armenn sé að ræða og Lars Ulrik Mortensen. Georg Friedrich Hándel Bæði setningin og sembaltón- leikarnir voru teknir upp af sjónvarpinu en ekki seinni tón- leikarnir, sem voru þó enn betri en þeir fyrri. Þar lék Toke Lund Christiansen á barokkflautu með samleik Lars Ulrik Morten- sen, semballeikara, tvær sónötur eftir Hándel. Fyrst þá fimmtu en þar eftir þá níundu. Það var í þeirri níundu sem Toke Lund Christiansen fór á kostum. Und- irritaður hefur ekki oft hrifist eins af flautuleik. Sérstaklega ber að tiltaka Vivace þáttinn sem var leikandi í hryn, enda samleikur félaganna einstakur. Á eftir þessum vivace þætti kom svo prestó þáttur, em var í einu orði sagt glæsilegur. Endapunkt- urinn á þessari leiksnilld var hægur þáttur, Adagio, er var svo ísmeygilega og innilega leikinn, að hreint ótrúlegt var á að hlýða. Samspil barokkflautu og semb- als á mun betur við en ef leikið er á nútímaflautu. Barokkflaut- an býr yfir meiri mýkt og því verður samspilið samvirkara, sérstaklega þegar um svo góða tónlistamenn er að ræða, sem Toke Lund Christiansen og Lars Ulrik Mortensen. Johann Sebastian Bach Meistari Bach átti síðasta orð- ið og það var h-moll sónatan, eitt af fallegustu flautuverkum barokk tónmenntanna. Léttleik- inn, sem einkennt hafði seinni sónötu Hándels, var nú lagður til hliðar og var nú gætilega farið af stað, enda er vefnaðurinn í þessu verki ekki neitt smásmíði. Flóknar tónmyndirnar í fyrsta þættinum voru afar skýrlega mótaðar og hraði þátturinn var glæsilega leikinn. Toke Lund Christiansen er frábær á barokkflautu sína og átti góðan samspilara í Lars Ulrik Mortensen og var á stund- um auðheyrt, hversu þeir léku hver til annars, rétt eins og þeir væru að tala saman. Þessi glettni var ávallt bundin tón- vefnum, er naut sín vel í afburða skýrum leik þeirra. Innræting Erlendar bækur Siglaugur Brynteifsson Vladimir Volkoff: THE SET-UP A Novel of Espionage. Translated from the French by Alan Sheridan. The Bodley Head 1984. Sagan gerist í París og í næsta umhverfi. Alexander Psar fæddist í París, foreldrar hans voru hvít- rússar, þá dreymdi um að komast aftur heim, hrinda valdaræningj- unum úr sessi. Psar stundar skóla- nám í Frakklandi og nær slíkum árangri að höfuðsmaður KGB á Vesturlöndum ræður hann til starfa, gegn því að heita honum því að hann geti snúið heim, eftir fullkomnað verk. Verkið var að móta vestrænar skoðanir hliðholl- ar Sovétríkjunum. Psar er gerður að útgefanda í París, fyrirtæki hans blómstrar, hann notar bæði hægri og vinstri rithöfunda og einnig landflótta rússneska höf- unda, stefnu sovéts til framdrátt- ar. Útgáfufyrirtækið blómstrar og höfuðsmaðurinn, Abdrulrakhm- anov, mótar línuna. Fyrsta boðorðið er að sljóvga málkenndina og merkingu hugtak- anna, þar með sljóvgast rökræn hugsun. „Með því að móta mál- tískuna og hugmyndir rithöfunda og skálda og einkum með innræt- ingu í skólakerfinu um algjöra frjálshyggju í málnotkun og skrif- um, þá glatast smátt og smátt kenndin fyrir merkingu orðanna, skýrleikinn slævist og þegar svo er komið, að fjandmenn okkar kunna ekki lengur að stafsetja, þá er sig- urinn unninn." Útlistanir höfuðs- mannsins minna á varnaðarorð Stephans G. Stephanssonar um „hið greiðasta skeið til að skríl- menna þjóð, er skemmdir á tung- unni að vinna". Abdrulrakhmanov lét lið sitt starfa samkvæmt 13 boðorðum. Meðal þeirra voru eftirtalin: 1. Gerið allar siðferðiskröfur tortryggilegar. 2. Gerið pólitíkusana og sem flesta áhrifamenn samseka. 3. Slævið trú þeirra og gerið þá fyrirlitlega. 4. Notið mútuþæga framagosa. 7. Aukið sem mest kynslóðabilið og magnið hatur þeirra ungu á þeim eldri og gagnkvæmt. 8. Hæðist að öllum erfðavenjum og arfhelgi. 10. Stuðlið að auknu klámi í hljómlist, myndlist og bók- menntum. 12. Mútið. „Með þessum boðorðum er hægt að sigrast á öllum ríkjum heims, án þess að úthella einum blóð- dropa." Höfuðsmaðurinn, sem er skemmtilegasta persóna sögunn- ar, útlistar öðru hverju kenningar sínar fyrir Psar og frönskum menntamönnum og útgefendum og nær þeim jafnframt á sitt vald með beinum og óbeinum mútum eða efnahagslegum þvingunum, ef þeir neita mútunum. Útgáfa Psars gengur mjög vel, meðal rita sem gefin eru út er „Hvít bók um ríkisskólana í Frakklandi", en sú bók átti sinn þátt í uppreisninni ’68. Þessi rit- röð „hvítra bóka“ var talin til þess betra sem gefið var út í Frakk- landi og höfundarnir metnir sam- kvæmt því. Andspyrnuhreyfing rússneskra höfunda kom oft óþægilega við valdamenn Sovétríkjanna, því var það að höfuðsmaðurinn setti á svið flótta eins frægasta and- spyrnuhöfundar Ráðstjórnarríkj- anna, höfundar sem var vandlega gætt á geðveikrahæli og sem rit- höfundar og listamenn hins vest- ræna heims höfðu lengi heimtað að yrði látinn laus. Sviðsetning höfuðsmannsins var snilldarleg, og tilgangur hans með þessu var að slá niður í eitt skipti fyrir öll alla samúð með andspyrnuhreyf- ingum innan Sovétríkjanna. Þessi höfundur kom síðan fram á blaða- mannafundum í París og talaði talsvert ólíkt því sem menn væntu. Fleiri slíkir höfundar eru látnir koma fram og Psar verður nauðugur viljugur að taka þátt í leiknum og leika annað aðalhlut- verkið sem frjálslyndur mennta- maður. Að lokum verður honum nóg boðið, hann sér að hann hefur ver- ið notaður og launin láta standa á sér, hann leggur á flótta, hverfur um tíma, en njósnanet höfuðs- mannsins er svo þétt riðið, mútu- þegarnir svo margir að vinirnir ná honum og senda þrældópaðan til fyrirheitna landsins. Þetta er mjög skemmtilegur reyfari með ekki litlu ívafi þess ástands sem einkennir síðari hluta þessarar aldar. Höfundur- inn er af rússneskum ættum. Hann hefur skrifað nokkrar skáldsögur og er „The Turn Around" kunnust fyrir utan þessa sögu. Blaðburöarfólk óskast! Uthverfi: Rauöás og Laugarásvegur 38—77 Austurbær Háteigsvegur Snorrabraut Laugavegur 1—33 Lindargata 1—38 Skólavöröustígur Hverfisgata 4—62 Bjarnarstígur Miöbær II O/GORI @88 VIÐARVÖRN GORI 88, er þekjandi fúavörn sem slettist hvorki né drýpur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.