Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLf 1986 25 Kaupmannahöfn: 200 manns drukku þjóð hátíðarkaffi í Jónshúsi mr. sátej* Aukin mannþekking og umburðarlyndi Þú sagöist starfa viö viðskipta- stjörnuspeki. Hvers konar viðskipta- stjörnuspeki? Sleppum þeirri spurningu, ég get ekki talað um það. Við getum ekki rstt það mál? Nei, þá þyrfti ég að tala um ein- staka viðskiptavini og það er úti- lokað. Hafa stjörnuspekingar einhvers konar þagnareið? Alveg örugglega, já. Það er ekki siður að tala um einstaka skjól- stæðinga. Þar sem þú ert stjörnuspekingur ert þú að sjálfsögðu jákvæður í garð stjörnuspeki. Hins vegar eru margir á móti stjörnuspeki. Hvað um þá og hvers vegna heldur þú að þeir séu á móti stjörnuspeki? Ja, það fer eftir því hver ástaeð- an er fyrir því að þeim er illa við stjörnuspeki. Ein getur verið vegna trúarskoðana og það er í raun ekki margt sem ég get sagt um það nema benda á að kristna kirkjan er nátengd stjörnuspeki fram á sextándu öld. Mjög margar kirkjur í Evrópu eru skreyttar stjörnuspekitáknum. Eitt glæsi- legasta dæmi um kirkjuarkitekt- úr, glugginn í Notre Dame-kirkj- unni í París, er hreinn og klár dýrahringur. Heilagur Thomas Aquinas skrifaði um stjörnuspeki og var augljóslega maður sem skildi stjörnuspeki og sá enga synd í notkun hennar. Stjörnu- speki hefur verið hluti af kristinni kirkju í mjög langan tíma svo það er í raun engin ástæða til að krist- ið fólk ætti að vera á móti iðkun hennar. Ef svo er get ég lítið um það sagt. Ég vil ekki hafa áhrif á trú fólks. Ef menn hins vegar vilja taka vísindalega afstöðu til mál- anna og eru á móti stjörnuspeki vegna þess að þeim finnst hún tengjast hjátrú vil ég bara hvetja þá til að taka vísindalega afstöðu og kynna sér stjörnuspeki og sjá þannig hvort hún virkar eða virk- ar ekki. En er ekki eitthvað að stjörnu- speki þó ekki nema vegna þess hversu margir eru á móti henni, ef allt er í lagi með stjörnuspeki hvers vegna þessi andstaða? Margir voru á móti kenningum Charles Darwin, margir voru and- vígir lífsverki Sigmund Freud og eru enn. Fólki er illa við allt sem ógnar trú þess. Ef lífstrú þeirra inniheldur ekki stjörnuspeki geta þeir upplifað hana sem ógnun. Trúðir þú á stjörnuspeki í byrjun? Nei. Af hverju byrjaðir þú í stjörnu- speki? Ég hef unnið töluvert innan sálfræði, aðallega við stjórnun á hópum, hef stýrt sálfræðilegri hópumræðu. Ég fór á fyrirlestur sem var um táknfræði stjörnu- spekinnar og sálfræði, þetta tvennt saman. Ég hafði töluverð- an áhuga á táknfræðinni sem stjörnuspekin fékkst við en hafði lítinn áhuga á stjörnuspeki sem slíkri. Uppfrá þessu byrjaði ég að kynna mér fagið, til að sjá hvað stjörnuspekingar væru að segja og ég heillaðist gjörsamlega og sá að stjörnuspeki hafði upp á mikið meira að bjóða en sálfræðin. í reynd má líklega segja að hægt sé að líta á hana sem mikilvægustu og raunverulegustu sálfræði sem finnst. Hún er örugglega sú elsta. Stjörnuspeki er gamla sálfræðin? Já, hún er það. Á stjörnuspeki einhverja framtíð fyrir sér? Ég held að stjörnuspeki verði einnig sálfræði framtíðarinnar, eða að hlutir sem koma frá stjörnuspeki verði notaðir í sál- fræði framtíðarinnar. Ég vona að ekkert verði nokkurn tímann fast og staðnað, ég held að það sé eðli mannsins og veraldarinnar að þróast áfram. Um stjörnuspekina sjálfa. í aug- um margra hefur hún eitthvað með framtíðarspá að gera og margir halda að þeir geti farið til stjörnu- spekings og fengið framtíðina kort- lagða. Vinnur þú þannig? Nei alls ekki. Ég held að stjörnuspeki geti spáð fyrir um vissa hluti en sú hugmynd að stjörnuspekingurinn geti sagt nákvæmlega fyrir um hvað gerist næsta mánudag er fullkomin goð- sögn sem á sér enga stoð í raunveruleikanum og hefur ekkert með hina raunverulegu stjörnu- speki að gera. Stjörnuspeki getur hins vegar séð fyrir um hvenær fólk er líklegt til að ganga í gegn- um ákveðna reynslu. Hún getur einnig bent á það hvenær æskilegt er að framkvæma ákveðna hluti sem einstaklingurinn vill fram- kvæma. Nú hefur þú stundað stjörnuspeki í langan tíma og unnið sem stjörnu- spekingur. Hvað hefur þú hagnast á því og hvar liggur helsta hætta stjörnuspekinnar? Helsta hætta stjörnuspekinnar er einfaldlega sú að fólk þekkir hana ekki og trúir á stjörnuspána sem við sjáum í flestum dagblöð- um. Stjörnuspá dagblaðanna er bull sem hefur ekkert með raun- verulega stjörnuspeki að gera og viðheldur þeirri trú manna að stjörnuspeki sé einhvers konar einfeldnisleg spá eða kjánalegar fullyrðingar um stóran hóp manna. Stærsta hættan sem steðj- ar að stjömuspeki er því þekk- ingarleysið, fáfræði um raunveru- legt gildi hennar. Hvað varðar minn persónulega lærdóm af stjörnuspeki er hann sá sem ég nefndi hér að framan að stæði öll- um til boða: aukinn skilningur á því hver ég er, innra með mér, inn- an þjóðfélagsins og með öðru fólki. Ég held að ég hafi orðið mun um- burðarlyndari gagnvart skapgerð- areinkennum annars fólks. Þó að mér líki kannski ekki við eitthvað á ég auðveldar með að viðurkenna ólíkan persónuleika manna og skiljá margbreytileika mannlegr- ar reynslu. Ég held að ég hafi öð- last aukna yfirsýn yfir mannlífið og útfrá því hef ég mun meiri skilning á því sem er að gerast innra með mér og innra með þeim sem ég þekki heidur en ég hafði fyrir nokkrum árum. Að lokum? Það að koma hingað hefur verið mjög athyglisverð og gefandi reynsla. Ég vonast til að koma hingað aftur og ég kann vel við veðrið. Jónshúxi. Kaupmannahörn. HVÍTIR kollar stúdentshúfanna setja nú svip á borgarlífið hér og nota dönsku stúdentarnir húfur sín- ar miklu meira en vani er heima. Röndin neðan við hvíta kollinn er ýmist rauð eða blá, rauð hjá mennta- skólancmum og blá á húfum nem- enda fjölbrautar. Virðulegu íslenzku stúdentshúfurnar stúdentanna tveggja hér í húsi vekja athygli og eftirgrennslan á götum úti og hafa þegar leitt til nokkurrar landkynn- ingar. Á samkomu eldra fólksins á annan hvítasunnudag nutu gestir kaffiveitinga i boði Gísla Sigur- björnssonar forstjóra Grundar í Reykjavík. Sendi hann peninga- gjöf með kveðju frá vistmönnum á Grund til eldra fólksins íslenzka í Kaupmannahöfn og var gjöfin til minningar um Dr. Alfred Jörgen- sen, stofnanda einnar stærstu og merkustu líknarstofnunar Dana, De Samvirkende Menighedsplejer. En eins og áður hefur verið minnzt á í pislum þessum eru ís- lendingar á eftirlaunaaldri hér í Danmörku nær 200, einkum þó á svæði Stór-Kaupmannahafnar. Til skemmtunar þennan dag var upp- lestur Ingunnar Jensdóttur leik- konu úr frásögnum Gunnars Gunnarssonar af þeim Jóhanni Sigurjónssyni, einsöngur Magnús- ar Jónssonar við undirleik Maríu Ágústsdóttur og íslandskvikmynd, sem Arfeq Johansen gestgjafi sýndi. — Nokkru síðar áttu ís- lenzkar konur hér í borg notalega kvöldstund með Auði Laxness, þar sem hún las upp úr bók sinni og ræddi við þær. 17. júní hátíðahöld Islendinga- félagsins í Kaupmannahöfn fóru fram með hefðbundnum hætti í Austurgarði sl. sunnudag. Hófst athöfnin með helgistund sendi- Borgarfirði hefur verið opnað eitt ar- ið enn. Eru um 60 herbergi til gist- ingar og Reykholt því með þeim stærri af Edduhótelunum hvað gisti- rými varðar. Vinna um 10—12 manns við hótelið, flestir heima- menn úr Reykholtsdalnum. Hótel- stjóri er Margrét Isleifsdóttir, sem hefur verið síðustu 11 árin hótelstóri á Edduhótelinu á Kirkjubæjar- Vlaustri. Mikið er um bókanir á erlendum hópum, sem koma á vegum Ferða- skrifstofu ríkisins. Sagði Margrét, að hún vildi gjarnan sjá fleiri Is- lendinga. Það væri eins og þeir hefðu ekki uppgötvað Reykholts- stað en. Reykholt væri rólegur Frá hátíðahöldum f Austurgarði 17. júní. ráðsprestsins og söng kirkjukórs íslenzka safnaðarins. Þá hélt for- maður íslendingafélagsins, Berg- þóra S. Kristjánsdóttir, hátíða- ræðu; María Ágústsdóttir flutti ávarp fjallkonunnar frá 1954 eftir Davíð Stefánsson og sungin voru íslenzk ættjarðarlög. Samkom- unni stjórnaði Kristín Oddsdóttir Bonde og var þetta hátíðleg stund þrátt fyrir fremur svalt en þurrt veður. Um 200 manns drukku þjóðhá- tíðarkaffið í félagsheimilinu og skoðuðu margir þeirra safn Jóns Sigurðssonar og margir komu einnig í safnið hinn rétta þjóðhá- tíðardag á 174 ára afmæli hans. Var mjög til prýði í húsakynnum félagsheimilisins sýning Einars Sigurjónssonar frá Vopnafirði á fjölmörgum útsaumuðum mynd- um og skipaði stórt verk af ís- staður. nÉg undrast, hversu rólegt er hérna og kem sjálf úr dreifbýli samt sem áður. Hér er miklu ró- legra og meira næði.“ í Reykholti er sundlaug og al- vöru gufubað eins og heimamenn kalla það að sögn Margrétar, gam- alt að vísu, en stendur fyrir sínu. Þótt verið sé með einn til tvo hópa frá Ferðaskrifstofuni þá gætu Islendingar verið óhræddir við að koma. Oftast væri smuga á gistingu. Edduhótelið í Reykholti gengur inn í „Vildarkjör á Vesturlandi" sem ferðamálasamtök á Vestur- landi standa að. Jafnframt er gef- inn 20% afsláttur á gistingu, ef gist er í 3 nætur eða lengur. —pþ lenzka skjaldarmerkinu þar heið- urssess. Næsta sýning hér í Jónshúsi verður opnuð um næstu helgi. Er það myndlistarsýning Bryndísar Kondrup, sem átt hefur heima í Danmörku sl. 6 ár, en nam áður við Myndlistar- og handíðaskól- ann í Reykjavík. Mun sýning hennar standa fram í júlí. 2 íslenzkir kórar munu syngja hér í borg á næstunni. Nk. sunnu- dag er það Dómkórinn í Reykjavík eins og áður hefur verið sagt frá. En 10. júlí mun Árnesingakórinn í Reykjavík syngja í Jónshúsi kl. 20.00 og mun hann syngja við ís- lenzka fermingarguðsþjónustu í norsku sjómannakirkjunni i Gautaborg, sunnudaginn 7. júlí kl. 14 og einnig halda tóleika þar í borg. G.LAsr. Margrét ísleifsdóttir hótelstjóri í Reykholti Margrét ísleifsdóttir hótelstjóri: Vildi gjarnan sjá fleiri íslendinga BorRarnrói, I. júlí. EDDUHÓTELIÐ í Reykholtsskóla í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.