Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 27
HÍORGUNBLAÐIÐ. MUÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 27 Pravda, málgagn Soyétstjómarinnar: Mildari tónn í garð Banda- ríkiastjórnar Thailand: Shultz hitti leiðtoga kambódískra skæruliða Moakvu, 8. júlí AP. DAGBLAÐIÐ Pravda í Moskvu, scm er málgagn Sovétstjórnarinnar, birti á sunnudag og mánudag grein- ar þar sem farið er óvenju mildum orðum um Bandaríkjastjórn og jafn- framt hvatt til þess að hin svonefnda slökunarstefna (detente) verði hafin til vegs á ný. í greininni, sem birtist í dag, fjallar Lev Tolkhunov, forseti ann- arrar deildar sovéska þingsins, um samskipti austurs og vesturs á þeim áratug sem liðinn er frá því Helsinki-sáttmálinn var undirrit- aður. Hann segir, að ekki hafi tek- ist að ná þeim árangri á sviði her- mála, sem stefnt var að, og kennir um afstöðu aðildarþjóða Atlants- hafsbandalagsins, einkum Banda- ríkjamanna og Vestur-Þjóðverja. „Þrátt fyrir þetta,“ skrifar Tolk- unov, „eru Sovétmenn eindregið hlynntir því að slökunarstefnunni verði hrint í framkvæmd." Á sunnudaginn birti Pravda Veður víöa um heim L»fl*t Hast Akur.yri 17 Mttskýjað Amttwdnn 14 21 akýjað Apmta 18 31 skýjað Bwcöoni 28 léttskýjað Btfkn 10 25 rigning BrOum 8 24 twiðskfrt Chicago 15 31 hatðakirt Dublin 12 18 akýjað hmylw 25 þokumóóa Frankfurt 8 22 skýjað Gml 13 25 skýjað HM.inki 12 22 akýfað Hong Kong 24 31 akýjað JwúMkm 18 27 akýjað Kaupnwnnah. 12 19 akýjað Lm Patmmm 25 Mttakýjað Li.ubon 20 31 h.iöskírt London 15 23 Iwiöakirt Lot Angdn 20 31 h.iö*kirt Luimnborg 19 •kýjaö MbIbqb 28 léttakýjað Mallorc. 32 akýjað Miami 27 31 akýjað MontrMl 15 26 hmöakirt Moskva 14 17 akýjaö N.W York 22 29 akýjað Oaló 13 21 akýjað Paria 22 akýjað P.king 21 30 •kýjað R.yk|avik 12 akýjað Rió d. Jamiro 14 29 akýjað Rómaborg 17 34 hmðskirt Stokkhólmur 14 25 akýjað Sydiwy 9 16 rigning Tókýó 23 28 •kýjað Vinarborg 15 23 hMÓakirt Þórthðln 9 akýjað Varar við sýrlenzka hernum Tel Aviv, 8. júlí AP. YITZHAK Rabin, varnarmála- ráðherra Israels, sagði í gær, að hann hefði tekið á sig mikla ábyrgð með því að samþykkja að dregið yrði verulega úr framlögum til varnarmála í landinu. Jafnframt varaði hann við því að frekari niðurskurður á þessu sviði yrði til þess að draga mjög úr hernaðar- mætti Israela. Rabin varaði enn- fremur við því, að sýrlenzki herinn hefði eflzt mjög á undanförnum þremur árum og sagði, að hann væri nú „bein ógnun" við ísrael. grein þar sem sagði, að fyrirhug- aður fundur Mikhails S. Gorbach- ev, leiðtoga Sovétríkjanna.og Ron- alds Reagan, forseta Bandaríkj- anna, í Genf í nóvember, vekti von- ir um það um allan heim að sam- búð stórveldanna mundi batna og spenna á alþjóðavettvangi minnk- aði. Höfundur hennar er Boris Orekhov, kunnur sovéskur frétta- skýrandi. „Við mannkyninu blasa tveir kostir," sagði í greininni. „Annar er sá að halda vígbúnaðarkapp- hlaupinu áfram og auka striðs- hættuna. Hinn er sá, að efla öryggi manna um allan heim og koma á friði öllum til handa.“ Það vekur einkum athygli, að þrátt fyrir að Bandaríkjamenn séu gagnrýndir í báðum greinunum er tónninn í þeirra garð mildari en hann hefur verið um skeið, jafn- framt því sem aukin áhersla er lögð á möguleika þess að bæta sambúð stórveldanna. GENGI GJALDMIÐLA Pundið hækkar London, 8. júlí. AP. DOLLARINN lækkaði lítillega í verði á gjaldeyrismörkuðum í dag, en breska sterlingspundið hækkaði hins vegar meir en það hefur gert í rúmt ár. Gull lækkaði í verði í ZUr- ich, en hækkaði aftur á móti í Lond- on. „Einhver gaf um það fyrirmæli, að kaupa mikið af sterlingspund- um og draga að sama skapi úr kaupum á dollar," var haft eftir starfsmanni á gjaldeyrismarkaði i Frankfurt í dag. „Þetta hefur leitt til þess að menn hafa komist i uppnám, og skapað þrýsting á dpllarann niður á við,“ bætti hann við. Ekki er vitað hvers vegna doll- arinn féll í verði, en athygli hefur verið vakin á því að á fundi olíu- málaráðherra OPEC-ríkjanna í Vin á sunnudag var hvatt til þess að aðildarríkin virtu reglur um olíuverð. Hins vegar náðu þeir ekki samkomulagi um leiðir til að stöðva verðlækkun á olíu á heims- markaði. Bretland er fimmti stærsti oliuframleiðandi heims og lágt olíuverð hefur yfirleitt leitt til lækkunar sterlingspundsins. Fyrir hvert pund fékkst í dag 1,3393 dollarar, en í gær fékkst 1,3275 dollarar fyrir pundið. Hefur gengi pundsins ekki verið hærra síðan 2. júlí í fyrra, en þá fékkst fyrir það 1,3515 dollarar. Þegar gjaldeyrismarkaðir lok- uðu í Tókýó í dag fengust 246,50 yen fyrir dollar, en í gær var upp- hæðin 247,86 yen. Við lok við- skipta í London fengust 246,75 yen fyrir dollar. Gengi dollars gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var sem hér segir: 2,9860 vestur-þýsk mörk (I gær 3,0100); 2,5232 svissneskir frankar (2,5255); 9,1650 franskir frankar (9,1775); 3,3945 hollenskar gyllinur (3,4000); 1.921,00 ítalskar lírur (1.925,00) og 1,3587 kanada- dollarar (1,3570). Við lok viðskipta í Zúrich feng- ust 309,50 dollarar fyrir únsu af gulli, en í gær fengust fyrir hana þar 312,00 dollarar. Við lok við- skipta í London fékkst hins vegar hærra verð eftir að fregnir bárust um fall dollarans. Bugkok, ThaiUndi, 8. júlí. AP. GEORGE Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, átti í dag viöræður við þrjá leiðtoga skæruliðasamtaka, sem berjast gegn hernámsliði Víet- nama í Kambódíu. Að fundinum loknum áréttaði hann fordæmingu Bandaríkjastjórnar á hernaði Víet- nama í landinu. Viðræður Shultz og skæruliða- foringjanna fóru fram í Bangkok í Thailandi, sem er fyrsti viðkomu- staður utanríkisráðherrans á viku- ferð um Suðaustur-Asíu. Tveir mannanna, Sak Sutsakhan herfor- ingi og dr. Abdul Gaffar, eru úr röðum Þjóðfrelsisfylkingar Khmera, sem er andkommúnísk. Sá þriðji, Norodom Ranariddh, er sonur Norodom Sihanouk fursta, fyrrum þjóðhöfðingja Kambódíu, sem stjórnar annarri skæruliða- hreyfingu andkommúnista. Á morgun, þriðjudag, er fyrir- hugað að Shultz fljúgi að landa- mærum Thailands og Kambódíu og hitti þar einhverja ú: hópi þeirra 230 þúsund flóttamanna frá Kamb- ódíu, sem flúið hafa yfir landa- mærin vegna hernaðarátaka milli skæruliða og Víetnama. I dag átti Shultz einnig fund með Prem Tinsulanonda, forsætisráð- herra Thailands, og ítrekaði þar stuðning Bandaríkjamanna við Thailendinga og aðrar þjóðar, sem aðild eiga að Suðaustur-Ásíu- bandalaginu. ALIT TIL PIPULAGNA B.B. BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SÍMI 33331.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.