Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ1985 21 að láta búa til snjó í brekkurnar í nágrenninu eða láta flytja hótel- gesti daglega í aðalskíðalöndin. Þá þurfti ég að leita mér allra upplýs- inga um það hvernig hagkvæmast væri að búa til snjó! Mikið aðhald er í náminu þó það sé að mörgu leyti sjálfstætt. Mikið af verkefnum eins og ég nefndi áð- an. Ólíkt því sem gerðist í Osló t.d. og í sumum fögum hér heima, þar sem lesið er í heilt ár og síðan farið í próf. í þessum skóla er önn- in 14 vikur og 4 kúrsar á önn. Verkefnin eru 14 til 16, stór og smá, og prófin eru 12. I lokin er svo próf sem spannar allt saman. Kennsla er ýmist í fyrirlestra- formi eða unnið er að verkefnum í litlum hópum. Fyrirlestrar í grunngreinum geta verið fyrir allt að 400 manns í einu og svo getur maður fengið nánast einkakennslu í öðrum greinum. Mikið er af útlendingum í deild- inni, alls staðar að, frá Thailandi, Taiwan, Noregi, Kóreu og fleiri löndum." — Þú minnist þarna á við- skiptafræði, ég ætlaði einmitt að spyrja þig að því hvort námið væri ekki frekar bindandi, t.d. miðað við viðskiptafræði? Er um önnur störf að ræða en hótelstörf? „Námið eftir BA-próf byggir meira á því að maður fari út í ráðgjöf, kennslu, rannsóknir og skipulagningu en bein hótelstörf. Námið er 36 einingar til MS og þar af eru ekki nema 18 einingar sem krafist er að maður taki í hóteld- eildinni. Með er hægt að taka hvað sem er. Ég hef valið þær einingar innan viðskiptadeildarinnar en hún er mjög viðurkennd við þenn- an háskóla. Með þeim bestu í Bandaríkjunum." — Þannig að þú gætir tekið að þér annars konar viðskiptastörf eða stjórnunarstörf? „Já, flest viðskiptafræðistörf sem lúta að þjónustu og þjónustu- störfin í þjóðfélaginu eru orðin svo mörg. Það er merkilegt með þjónustuna, hún er oðruvísi en önnur viðskipti að því leyti að ef ég sel ekki herbergi í nótt eða matinn í dag, þá get ég ekki geymt það til haustsins og selt á útsölu. Það er líka erfiðara fyrir við- skiptavininn að dæma þjónustu heldur en vöru eða hlut sem hann hefur í höndunum og breytist ekki frá degi til dags. Þjónusta getur verið breytileg eftir andrúmslofti. Það getur t.d. verið önnur þjón- usta á mánudagskvöldi á veit- ingastað en á föstudagskvöldi. Margir þættir sem spila þar inn í.“ Hótelstjórinn með konsert á miðvikudagskvöldum — Þú minntist áðan á nám í Noregi og í Háskóla íslands. Það minnir á að þú hefur lagt ýmislegt annað fyrir þig. Þú varst t.d. í söngnámi í Vín? „Eg fór til Vínar eftir stúd- entspróf 1976 og hugðist leggja fyrir mig einsöng. En ég sá fljót- lega að það átti ekki alls kostar við mig. Ég hafði ekki þá löngun sem til þarf að helga mig algjör- lega einhverju einu eins og söngn- um. En ég var þarna í eitt ár og lærði ýmislegt, ítölsku, þýsku, tónfræði og tónmennt, sviðs- framkomu o.fl. Tónmenntun kom mér svo til góða í Noregi. Ég vildi notfæra mér hana og fór í tónlistarfræði við háskólann í Osló, tók þar inn- tökupróf. Þar voru menn að velta fyrir sér tónlistinni sem slíkri, fræðilega, ekki að nota hana til að verða listamenn, til að verða fræg- ir. Þar lauk ég svo prófi í tónlist- arfræði. Þegar heim var komið fór ég svo í norsku í HÍ og lauk þar BA-prófi í norsku og tónlistarfræði. Og svo venti ég mínu kvæði í kross. Þeir spurðu mig líka hjá Fulbright- stofnuninni hvernig ég ætlaði að nýta mér fyrri menntun mína. Ég sagði: „Ætli hótelstjórinn auglýsi ekki bara konsert á miðviku- dagskvöldum." — Hvernig líkar þér í Banda- ríkjunum? „Mér líkar að mörgu leyti mjög vel að dvelja þar um tíma en myndi ekki vilja setjast þar að. Ég valdi að fara til Massachusetts vegna þess að þar er vetur, snjór og kalt. Veturinn er að vísu rniklu styttri en hér, það vorar fyrr og haustið er sérstaklega fallegt og hlýtt. Þetta er menningarlegt ríki, hluti af Nýja-Englandi. Skólinn er í 15 þúsund manna bæ 100 mílum vestur af Boston. Svo bætast við 25.000 þegar stúdentarnir koma á haustin. Við erum því úti í sveit en það er stutt að fara í stórborgina. Slíkt á ágætlega við mig. Amerík- anar eru miklu hreyfanlegri en ís- lendingar. Þeir eru tilbúnir að flytja sig langar vegalengdir ef þeim býðst t.d. betra starf eða betri laun. Þá fá þeir sérstök flutningafyrirtæki til að pakka og flytja alla búslóðina eða selja bara allt saman og kaupa nýtt á nýja staðnum." — En aftur að hótelrekstrinum. Eru engin vandamál sem koma upp eða svona óvæntir eða skemmtilegir atburðir? Eitthvað í líkingu við Hótel Tindastól? „Já, það er nú heilmargt sem kemur fyrir en ég veit nú ekki hversu mikið það á heima í dag- blöðum. Ég sendi t.d. allra fyríta gestinn sem ég tók á móti inn um glugga. Lykillinn sem gefinn var upp á herbergi hans passaði alls ekki og þá var ekkert höfuðlykla- kerfi eins og nú og hann gat á engan hátt komist inn á herbergið sitt nema að klifra upp stiga og inn um gluggann. Einu sinni komum við fólki í hjónaband. Það var stór hópur sem kom seint um kvöld og ein- hver misskilningur eða rangar upplýsingar frá fararstjóra þann- ig að einn karlmaður varð eftir þegar búið var að senda upp á öll herbergi. Við vorum eitthvað að vandræðast með hann, ég og far- arstjórinn, þegar vindur sér að okkur kona úr hópnum sem eitt- hvað hafði orðið vör við þetta og segir að hann geti bara sofið inni hjá henni. Hún fari bara fyrst og hann geti komið 20 mínútum síðar og lagt sig í hitt rúmið. Allir sætt- ust á þessi málalok enda klukkan margt og menn vildu komast í svefn. Daginn eftir losnaði her- bergi og við létum manninn vita en þá brá svo við að hann neitaði flutningi og eftir þetta sáum við þau leiðast upp stigana skötuhjú- in. Seinna sendu þau okkur kort og þökkuðu okkur fyrir." Ekki stórar hótel- keðjur á íslandi — Hvað vilt þú segja um ferða- mannaiðnaðinn í framtíðinni? „Ég sé ísland ekki fyrir mér sem stað yfirfullan af ferðamönnum, ekki með svona stórum hótelkeðj- um eins og Holiday Inn eða Hilt- on. Ferðamennirnir sem hér koma eru að leita að einhverju sérstöku. Flestir, hinn almenni Svíi t.d. eða Þjóðverji, vilja heldur fara til Costa del Sol. Fólk sem vill koma til íslands kemur vegna sérstöðu landsins hvað snertir náttúru, veðurfar og sögu. En ferðamönn- um á sjálfsagt eftir að fjölga. Annars eru þessi ferðalög tísku- fyrirbrigði eins og svo margt ann- að. Eitt árið vilja allir fara á þennan stað en hitt árið á hinn. ísland er t.d. mjög lítið á Amer- íkumarkaði sem er náttúrulega svo gríðarlega stór. Flugleiðir og ýmsar ferðaskrifstofur hafa þó gert mikið til að auglýsa og kynna landið þar. Við getum þó ekki ann- að svo mikið fleirum eins og er. Reykjavík er nærri fullbókuð í sumar þó er hótelherbergjum allt- Af að fjölga í borginni, ný hótel, verið er að byggja við hótel o.s.frv. Nú er einnig meira um ráðstefnur og ferðamönnum hefur fjölgað I kringum þær. Ég tel það mjög þýðingarmikinn þátt og beri að rækta. ísland sem ráðstefnuland. Menn taka þá oft fjölskylduna með og fara í frí í leiðinni. flRAI JÐfcKOKLJj^ VTÐ BJÓÐUM NÝJAN OG GÓMSÆTAN BAKSTUR í GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ f HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og freistandi úrvali af brauði og sætum kökum. Par má nefna Kleinur og Klasabrauð, Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska- stykki, Kaffibollur og Kósakkabrauð, Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu- brauð, er þá aðeins fátt eitt talið. Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup. HAGKAUP ÖSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.