Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JULl 1985 33 Gluggi á drauminn — eftirSiglaug Brgnleifsson Þorsteinn frá Hamri: Ný Ijóð. Reykjavfk. Iðunn 1985. „Skáldskapurinn var mér lausn frá veraldarvafstri heimsins, vafstri sem fyllir hugann án þess að því fylgi nokkur gildi og sem dregur athyglina frá verðmætum að þeim efnum, sem lítils eru verð ... Því er það meira en lofsvert þegar menn hafa þann sálarstyrk til að bera, að þýðingarmeira sé að „fara varlega með orð“, ákveða rétta setningu greinarmerkja, en að beina athygli að hryllings- fregnum eða bjarga eigin lífi ... Allir menn hrifast við vissar að- stæður, hrifning skálda virðist dýpri og tilfinning þeirra magn- aðri, eins og kemur fram í verkum þeirra. En skáld hrífast einnig af því, sem aðrir sjá ekki og það virð- ist ekki þurfa neitt til þess að vekja með þeim tilfinningastorma, viss huglæg viðbrögð og sérstæða skynjun, sem öðrum virðist fram- andieg. Með þeim býr tilfinninga- leg ofgnótt, djúp og auðug skynj- un, sem getur logað upp við minnstu ástæöu, að því er öðrum finnst og skapað dýrmæti, og jafn- vel undraheima." (Valéry.) Gerð ljóða krefst einbeitingar athyglinnar, ögunar og jafnvægis inntaks og hrynjandi. Þar eru eng- in óþarfa orð og fullkomin aðlögun að tilfinningalegri uppsprettu og tjáning hennar í hljómi sem falla að orðum. Ljóð Þorsteins frá Hamri ein- kennast af þessari nauðsyn. Ferðahugur: — „út úr eigin mynd og sögu — með sterkri angan þíð- vinda, moldar og þara ... — inn rakleitt í annað hús, aðra sjálfs- mynd og sögu — staðnæmist aldr- ei ..." Hann kemur aftur og aft- ur að uppsprettunum. Kvæði hans líkjast „iðju sem er annað en hagsmíð bragar/ en eitthvað skyld — og mér að fornu kunn. Minn huga ber að brúarsmíð við gilið: faðir minn sveittur leggur stein við stein. Strábrýr veikar eru ljóð mín og dagar.“ Þessi samlíking stenst í sjálfu sér. Það er einmitt einkenni þessara ljóða, þau eru. Mynd hestsins „Klárinn minn/ er kominn til ára sinna/og hefur sérstakt hæli utan túna/ í sólar- hitum: sinugróið barð/ þar sem hann liggur langar stundir einn/ - og er þó fremur hlýtt til annarra hrossa." Þorsteinn frá Hamri Engin óþarfa orð, myndin hag- lega gjörð, ekkert of eða van. Þetta eru einkenni ljóða Þor- steins. Steinn: „svo oft hef ég séð hug þinn til mín/ speglast í fölum frosthimni/ glataðra morgna — ... gamli steinn/grár kaldur og rór ... / “ H i n upprunalega kennd fyrir náttúrunni og orðinu koma þarna fram. Minnir á sög- una um Amphion, stofnanda Þebu í Helias, sem hreyfði steinana með „sætleika lýrunnar". í þeim ljóðum Þorsteins þar sem hann tengist þjóðsögunni og náttúrunni má marka hinn upp- haflega tón, þau minna á kenning- ar Hedeggers um skáldskap Höld- erlins og gríska ljóðlist, þar sem orðið býr yfir og er hin fyrsta sköpun, hreint og tært og lifir eig- in lífi. Draumar: „Draumar/sem engin leið er að losna við: svipir/ í sinugróinni rúst — og sjálfur þú: rústin/.“ Leitin að vorinu eilífa: „hús ... líkami minn. En sálin/ er skuggaburkni hjá lind sem liðast í fjarska/." Undrunin ríkir í þessum ljóðum, samkennd hans og náttúrunnar sem lifir áfram í „strábrúm veik- um“ sem eru öllum brúm sterkari. Andstæðurnar sem Þorsteinn leitast við að skyggna eru aldar- svipurinn og heimar uppsprett- anna „að skyggna eitthvað af aldarsvipnum sem mótar/ ásjónur gestanna meðan þeir snæða dægr- in/ og skola þeim niður með stríð- söli drukknu af stút/ Þú stendur við dyrnar þegar þeir ryðjast út/.“ Þorsteinn skyggnir öldina í Morg- un: „Vistleg er borgin; vélmenni hafa sópað leifum fólksins/ í lukt- ar þrær/.“ Guð er ekki glaður, hann óskar að geta sagt „Enn er hjarta hér og slær.“ Skriðu-Fúsi: Afbrot Skriðu- Fúsa var þess eðlis, að hann var dæmdur úr mannlegu samfélagi með því að skylda hann til þess að skríða á fjórum fótum í viðurvist manna. Skriðu-Fúsi var „óþokka- menni en ekki flón“ eins og segir í kjörseðilsvísu líklega eftir Jakob Thorarensen, sem ort er um fram- bjóðanda nokkurn á 20. öld. Hann var af sömu tegund og t.d. Sveinn Skotti, sonur Axlar-Bjarnar. í þessu kvæði Þorsteins er svo kom- ið, að þeim kumpánum sem stund- uðu vafasama iðju fyrrum gefst nú tækifæri til þess að skella sér suður: „Ég flyt af Kerlingar- skarði/ í borgarhallir./ Mér fer að skiljast/ hve gott er að ganga á fjórum./ Það gera nú allir./“ Þar gefst honum tækifæri til þess að iðka þær greinar, sem hann var dæmdur fyrir og bagar hann ekki að skríða, þar iða allir á fjórum fótum. En þrátt fyrir dökkar svip- myndir úr samtíðinni þá ber að taka öllu með æðruleysi. Skegg- ræður: „Já það má nú segja/ að ekki kyrrist/ í aldar ranni./“ Óskin: „Þótt stjarna í miðri kröm- inni kunni að vera tál/ og blekking eins og fjöllin bláu/ sem virðast blá þó ein sé þar auðnin dauð og föl —/ við getum ekki sináð hana fremur en fjöllin;/ hún fyllir vígið hljóða í okkar sál./ Þar spinnur hún sem köngurvofa mjóan þráð úr þrá/ óravegu út og suður/ og framlengir í von okkar vonir þessa heims,/ líf þessa heims og útsýn mannsins augna/ til fjalla sem áfram líkt og áður sýnast blá/.“ Stjarnan „fyllir vígið hljóða" í miðri kröminni og spinnur „mjóan þráð úr þrá ... “ til þeirra holl- vætta sem Þorsteinn ávarpar í Óþoli: „Hollvættir,/ ljóstið mig sprotum yðar/ að ég megi afbera/ heimsmynd hamskipt- anna — una við andartaksins vængjaða fögnuð/, lifa.“ „Attanna hef ég misst, átta sem við mér brostu/ í björtum döl- um/ á vordögum gleðigjörn- um;/ nú gneista og hrökkva/ úr skafli hverjum skrípildi ... Hvar mun eldur/ á arni bjóða mér vist?“ Hann nær áttunum við þann „glugga/ sem guð á drauminn setti/ og gný þér ber að hlust- um/ frá ókunnugum sævi;/ þig fer að gruna vöku/ og vor og sólskins- bletti;/ þú vaknar kannski seinna/ og lifir brot úr ævi/.“ Lifir brot úr ævi, undrast, lifir andartaksins fögnuð. Eitt ein- kenni kvæða Þorsteins frá Hamri er hversu efnismikil þau eru í sínu knappa formi. Sum þessara kvæða segja langa sögu i fáeinum linum, þau vísa til þjóðsögunnar og alls þess sem býr á bak við hana og eru jafnframt algjör heild. f viðauka eru birtar haganlega gerðar þýðingar þ.á m. Hrafninn eftir Poe. Bókarkápa er gerð af Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, þar sem „loftið upp yfir Eiríks- jökli er orðið misturblátt". Höfundurinn er fræðimadur og hefur skrífað um erlendar bækur í Morgunblaðið. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Bresk en ótrú- lega „bandarísk“ Hljómplötur Siguröur Sverrisson Shy Shy RCA/Skífan Ég hélt mér ætluðu að detta allar dauðar lýs úr höfðu (þær voru reyndar fáar eftir) þegar ég áttaði mig á því að Shy er bresk sveit en ekki bandarísk eins og ég hafði alltaf talið. Undrunin stafaði fyrst og fremst af því að tónlist Shy sver sig svo rækilega í ætt við rokk „a la Styx“ að með ólíkindum má heita að slíkt skuli koma frá Bretaveldi! Shy er ein þeirra fjölmörgu sveita sem sprottið hafa upp úr iðnaðarborginni Birmingham á liðnum misserum. Hún er skipuð þeim Tony Mills/söngur, Pat McKenna/hljómborð, Steve Harris/gitar (hann á alnafna í Iron Maiden þessi), Alan Kelly/- trommur og Roy Stephen Davi- es/bassa. Það að hljómsveit á borð við Shy skuli bregða fyrir sig jafn bandarfsk-ættuðu rokki og raun ber vitni er kannski ekki að undra því með því er framavonin í Bandaríkjunum margfalt meiri. Rokk eins og það sem Shy leikur á miklu greiðari leið inn í FM-stöðvarnar vestanhafs en þyngra rokk og þessar stöðvar ráða því sem þær vilja ráða um vinsældir fjöldamargra tónlist- armanna. Hvað svo sem öllum þessum vangaveltum líður er Shy ekkert annað en „enn ein sveitin“ með iðnaðarrokk á stefnuskránni, hvorki betri né verri en aðrar sem berjast á sömu vígstöðvum. Margt er reyndar vel gert, sér í lagi söngur og allar raddanir, sem oft minna mjög á Styx sál- ugu, en lagasmíðarnar eru ekki nema í meðallagi. Fimm daga hálendisfero Brottför alla miðvikudaga í sumar frá og með 10. júlí 1. DAGUR: EkiðSprengisandog gist í Nýjadal. 2. DAGUR: Ekið áfram norður, Bárðardal, Goðafoss til Mývatns og gist þar. 3. DAGUR: Mývatns- og Kröflusvæði skoðuð, ekið síðdegistil Ak- ureyrar og gist þar. 4. DAGUR: Ekið til Hveravalla og gist þar. 5. DAGUR: Frá Hveravöllum til Kerlingarfjalla, Gullfoss, Geysis, Laugavatns, Þingvalla og til Reykjavíkur. INNIFALIÐ: Fullt fæði, leiðsögn og gisting í tjaldi. Einnig er hægt að gista í skálum og á hótelum. VERÐ AÐEINS 6.900.- Allar nánari upplýsingar f síma 687912 og hjá ferðaskrifstofu j BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, sími 22300. i *» Snæland Grímsson hf. Feröaskrifstofa. Sími 687912. Kvöld- og helgarsími: 75300 og 83351 TUDOR RAFGEYMAR ísetning innanhúss umboósmenn um land allt TUDOR umlxíóió Laugaveg 180 - sími 84160 .. Já —þessir meö 9 lif!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.