Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 6

Morgunblaðið - 09.07.1985, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1985 ■■ ----------- ------------- Skin og skúrir LISTADEILD sjónvarpsins vann það afrek síðastliðiö laugardags- kveld að sýna tvær leiðinlegustu myndir ársins, annars vegar eng- ilsaxneska söngvamynd er var spunnin utan um svo fáranlegan söguþráð, að seint gleymist, í kjöl- far þessarar endaleysu sigldi þýð- versk mynd er greindi frá ástar- bralli aðalsmanns nokkurs. Ég sofnaði út frá þeirri mynd enda virtust mér blessaðir leikararnir undir áhrifum róandi lyfja þá sjaldan að glytti í þá í dimmunni. Það er einkennilegt að á sama tíma og þeir hjá sjónvarpinu bjóða upp á slíkt góðgæti á laugardagskveldi, þá flenna myndbandadreifendur auglýsingar yfir síður stærstu dagblaðanna og bjóða fram splúnkunýja bandaríska fram- haldsþætti og „smáraðir" (mini series). Ég er ekkert frekar að óska eftir slíku efni, en tel samt að meiri fjármunum megi veita til kaupa á vönduðum myndum hjá sjónvarp- inu, og að þau innkaup mættu að ósekju vera á hendi fleiri aðila en nú er. En vonandi lagast þetta með nýjum sjónvarp8stöðvunum. 77/ þjónustu Ég kem til með að sakna sjón- varpsþátttarins: Til þjónustu reiðu- búinn en þessi myndaflokkur er kom frá BBC rann sitt skeið síð- astliöið sunnudagskveld. Ég man eftir að þegar fyrsti búturinn sá dagsins ljós þá sagði ég við konuna að þetta efni rýndi ég nú bara af skyldurækni. Þannig gerðist fátt markvert fyrst í stað í þeim heimi er hér var skapaður af leiklistar- deild BBC. Ungur maður var leidd- ur inn á sviðið beint úr fyrri heims- styrjöldinni. Hann hefir orðið fyrir sprengjulosti og er ráðlagt að dvelja fjarri stjórborgarysnum. Þar sem slátrun hins breska æsku- lýðs var í algleymingi reynist erfitt að fá unga kennara til starfa og því fær maöurinn auðveldlega stöðu á virðulegum einkaskóla. Framan af var ævi unga mannsins heldur brösótt og að mér fannst lítt áhugaverð, en smám saman gerast þau undur og stórmerki, að áhorf- andinn er orðinn þátttakandi í skólastarfinu og hámarki nær spennan þegar ungi maðurinn sæk- ir um skólastjórastööuna. Alltaf viðbúinn Vera má að sá mikli áhugi er ég fékk fyrir fyrrgreindum fram- haldsþætti, stafi í og með af því, að ég hef um árabil fengist við kennslu og kannast þannig við ým- iss vandamál er þarna bar á góma. Þess ber þó að geta að breska grunnskólakerfiö er mjög ólíkt því sem tíðkast hér og á hinum Norð- urlöndunum, enda samtvinnað hinu fastmótaða stéttakerfi Breta. Þó hafði ég haft nokkur kynni af hinum breska einkaskóla (public school) af viðræðum við þarlendan kunningja minn. Sá var reyndar fæddur inní verkamannastétt (working class) en hafði unnið til skóiastyrks er opnaði honum leið inní einkaskóla. Nú er maður þessi orðinn virðulegur málafærslumað- ur (barrister) og verður senn dóm- ari og sör. Ég spurði þennan virðu- lega málfærslumann eitt sinn að því hvort ekki hefði verið erfitt að sitja með hástéttabörnum í skóla. Skólabúningurinn bjargaði mér og svo saumaði mamma íþróttabún- inginn, þau hjálpuðust öll að, meira að segja bræður mínir hjálpuðu til! Já þannig eru góðar bíómyndir, þær vekja mann ætið til umhugsun- ar um stöðu manneskjunnar í hin- um ólíku samfélögum. Ruslið skilur hins vegar aðeins eftir geispa. Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP/SJÓNVARP Baldur Hrafnkell Jónsson (tv.) og Böðvar Guðmundsson unnu að gerð myndarinnar um alkalískemmdir sem sýnd verður í þættinum „Nýjasta tækni og vísindi" í sjónvarpinu í kvöld. Nýjasta tækni og vfcindi: Islensk mynd um alkalískemmdir ■■■■ Þátturinn Nýj- 9H 40 asta tækni og vísindi er á dagskrá sjónvarpsins í kvöld kl. 20:40. Að þessu sinni er aðeins ein mynd í þættinum og er hún íslensk og fjallar um alkalískemmdir. 1 inn- gangsorðum myndarinnar segir umsjónarmaðurinn Sigurður H. Richter með- al annars: „Eitt alvarleg- asta áfall sem íslenskur byggingariðnaður hefur orðið fyrir eru alkalí- skemmdir þær sem komið hafa fram í talsverðum hluta þeirra húsa, sem byggð voru á árunum 1958—1979. Fjölmargir fslendingar hafa fjárfest mestan hluta eigna sinna í steinsteypu og nú hefur komið í Ijós að þessi steinsteypa hefur oft á tíðum ekki verið nógu góð. Tjónið sem af þessu hefur hlotist er gífurlegt, og enn er ekki séð fyrir endann á því. Talað er um milljarða króna í þessu sambandi. Talsverðar rannsóknir hafa farið fram á alkalí- skemmdum hér á landi og útbreiðsla þeirra og tíðni hefur verið könnuð. Fundnar hafa verið leiðir til að fyrirbyggja þær í framtíðinni og athugað hvað er til ráða, eftir að alkalískemmdir hafa komið fram. í þessari mynd verður fjallað um alla þessa þætti.“ Myndvarp s/f fram- leiddi þáttinn fyrir sjón- varpið. Baldur Hrafnkell Jónsson annaðist kvik- myndatöku og stjórn. Böðvar Guðmundsson annaðist klippingu og hljóð. Hákon ólafsson forstjóri Rannsóknar- stofnunar byggingariðn- aðarins veitti sérfræði- lega ráðgjöf og umsjónar- maður er eins og áður sagði Sigurður H. Richter. í kvöld kl. 20:00 OA (K) er á dagskrá - ríkisútvarpsins, rásar 1, þáttur sem nefn- ist „Okkar á milli". Um- sjónarmaður er Sigrún Halldórsdóttir. Þetta er léttur rabbþáttur fyrir ungt fólk. Sigrún kvaðst eiga von á tveimur léttum og hressum ungum mönnum í heimsókn í þáttinn í kvöld. Þeir eru Kormákur Geirharðsson og Kristján Þórður Hrafnsson. Kormákur, sem jafnan er kallaður Kommi, er liðsmaður í hljómsveit- inni Oxsmá, sem nýlega hefur sent frá sér plötu. Mun hann í þættinum greina frá starfsemi hljómsveitarinnar og jafnframt greina frá fleiru sem á daga hans hefur drifið. Hinn gesturinn, Krist- ján Þórður Hrafnsson, vakti á dögunum athygli alþjóðar fyrir röggsama stjórn sína á umræðu- þætti ungs fólks í sjón- varpssal. Hann er nem- andi í Menntaskólanum í Reykjavík, áhugamaður um bókmenntir og fæst við yrkingar. Sagði Sigrún að hún mundi ræða við hann um þessi áhugamál hans og sjónvarpsþáttinn góða. Tónlistin í þættinum verður flutt af Oxsmá. Leysingjar á landnámsöld 20 kvöld kl. 20.40 er á dagskrá rásar 1 fyrra erindi dr. Jóns Hnefils Aðalsteinssonar um leys- ingja á landnámsöld. Í Landnámu er víða sagt frá því að norrænir menn höfðu með sér þræla hing- að til lands. í sumum frásögnum kemur fram að þrælum hafi verið gefið frelsi og nefndust þeir þá leysingjar. í erindi sfnu mun Jón fjalla um þessar frásagnir og leitast við að gera grein fyrir áreiðan- leika þeirra með saman- burði heimilda. Þá mun hann einnig fjalla um stöðu leysingjanna og kjör og þá möguleika sem þeir höfðu að bjarga sér sem frjálsir menn í ný- numdu landi. Að sögn dr. Jóns hefur þeta svið ekki ekki áður verið rannsakað hérlendis frá þessu sjónarhorni og mun hann koa fram með nokkrar nýjungar í þessu erindi. Jón Hnefill Aðalsteinsson „Okkar á milli“ Rabbþáttur fyrir ungt fólk ÚTVARP v ÞRIÐJUDAGUR 9. júll 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Oaglegt mél. Endurt. páttur Valdimars Gunnars- sonar frá kvöldinu áöur. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veöurfregnir. Morgunorð: — Jónas Þór- isson, Hveragerði, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Litli bróöir og Kalli á þak- inu" eftir Astrid Lindgren. Sigurður Benedikt Björnsson les þýðingu Sigurðar Gunn- arssonar (16). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 „Man ég það sem löngu leiö" Ragnheiöur Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 I fórum mlnum. Umsjón: Inga Eydal. RÚVAK. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12J0 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar 13.30 Inn og úf um gluggann Umsjón: Emil Gunnar Guð- mundsson. 13.40 Tónleikar 14.00 „Uti I heimi", endurminn- ingar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór les (4). 14.30 Miödegistónleikar a. „Sinfónletta" eftir Leos Janacek. Fllharmónlusveitin I Vlnarborg leikur; Charles McKerras stj. b. „Dansar frá Galanta" eftir Zoltan Kodály. Fllharmónlu- sveitin Hungarica leikur; Antal Dorati stj. 15.15 Ut og suður Endurtekinn þáttur Friðriks Páls Jónssonar frá sunnu- degi. 15J0 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Upptaktur — Guðmundur Benedikts- son. 19.2S Guðir og hetjur I fornum sögnum. Sjötti þáttur. Astralsk-svissneskur mynda- flokkur I sex þáttum um grlskar og rómverskar goð- sagnir. Þýöandi og þulur Baldur Hólmgeirsson. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Nýjasta tækni og vlsindi Alkallskemmdir I þættinum er fjallað um rannsóknir, sem fram hafa farið á alkallskemmdum á steinhúsum hér á landi, út- 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 „Sumar á Flambards- setri" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir les þýðingu slna (11). 17.40 Slödegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. Tónleikar. Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsíns. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson flytur þáttinn. 20.00 Okkar á milli Sigrún Halldórsdóttir rabbar við ungt fólk. 20.40 Leysingjar á landnáms- öld Jón Hnefill Aöalsteinsson ÞRIÐJUDAGUR 9. júlf breiöslu þeirra og tlðni. Þá eru kynntar leiðir til að fyrir- byggja alkallskemmdir I framtiðinni og sýnt hvað er til ráða eftir aö þær hafa komiö fram. Sérfræöileg ráðgjöf: Hákon Ölafsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins. Klipping og hljóð: Böðvar Guðmundsson. Umsjónar- maöur Siguröur H. Richter. Kvikmyndataka og stjórn: Baldur Hrafnkell Jónsson. flytur fyrra erindi sitt. 21.05 Organleikur I Kristskirkju 21.30 Utvarpssagan: „Leigj- andinn" eftir Svövu Jakobs- dóttur. Höfundur les (4). 22.00 Tónleikar 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Leikrit: „Raddir sem drepa" eftir Poul Henrik Trampe Sjötti og slðasti þáttur endurtekinn. Þýðandi: Heim- ir Pálsson. Leikstjóri: Haukur J. Gunnarsson. Hljóðlist: Lárus H. Grfmsson. Leikend- ur: Jóhann Sigurösson, Þóra Friðriksdóttir, Anna Kristln 21.15 Hver greiðir ferjutollinn? Þriðji þáttur Breskur framhaldsmynda- flokkur I átta þáttum. Aöalhlutverk: Jack Hedley og Betty Arvaniti. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.05 Heilsugæsla ungbarna (The Purple Line) Bresk heimildamynd. Einkum er I myndinni fjallað um svonefndan vöggu- dauöa, reynt aö varpa Ijósi á orsakir hans og lýst viðleitni heilbrigöisþjónustunnar til að koma I veg fyrir ungbarna- dauða. Þýöandi Jón O. Edwald. 22.55 Fréttir I dagskrárlok. Arngrlmsdóttir, Arnór Ben- ónýsson, Pétur Einarsson, Erlingur Glslason og Borgar Garöarsson. 23.15 Operutónlist 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 9. júlí 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandi: Páll Þorsteins- son. 14.00—15.00 Vagg og velta Stjórnandi: Glsli Sveinn Loftsson. 15.00—16.00 Með slnu lagi Lög leikin af islenskum hljómplötum. Stjórnandi: Svavar Gests. 16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórnandi: Kristján Sigur- jónsson. 17.00—18.00 Frfstund Unglingaþáttur. Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs- son. Þriggja minútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00. 1500 16:00 og 17:00. SJÓNVARP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.