Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.07.1985, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. JtJLÍ 1985 Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps: Hefur höfðað mál til ógild- ingar á ítölum — stefnir Landgræöslunni, sýslumanni, fimm hreppum og eigendum átta jarða HREPPSNEFND Sreinastaðahrepps í Auatur-Húnavatiiasýslu hefur höfðað mál i hendur Landgræðalu ríkiaina, aýslumanni Húnvetninga, 5 hreppum og eigendum nokkurra jarða í aýahinni, til ógildingar i ítölugerðum fyrir Grímstungu- og Haukagilsheiðar, og aðra afrétti i fjallskilasvaeði Upprekstr- arfélags As- og Sveinsstaðahrepps. Eins og fram befur komið óskaði Land- græðslan ítölu fyrir afréttina í fyrra vegna ofbeitar og gróðureyðingar, og var ítalan birt (aprfl. Sveinsstaðahreppur hefur alla tlð verið á móti þessari ítölu og algerlega neitað að virða hana. Oddviti Sveinsstaðahrepps hef- ur stefnt eftirfarandi aðilum: Landgrseðslu ríkisins, sýslumanni Húnavatnssýslu, hreppsnefndum Ás-, Blönduós-, Svínavatns-, Torfalækjar- og Þverárhrepps og eigendum jarðanna: Stóru-Giljár, Þingeyra, Hnausa I og II, Axlar I og II, Undirfells og Nautabús. Sýslumanni er stefnt fyrir af- skipti hans af málinu og þess kraf- ist að hann viki úr dómarasæti en hreppsnefndunum og eigendum jarðanna er stefnt vegna þess að þeir eru eignaðaraðilar á móti Sveinstæðingum á ýmsum hlutum afréttanna. Sveinsstaðahreppur krefst þess að ítölugerðirnar, sem eru þrjár talsins, verði dæmdar ógildar og hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps dæmt óskylt að framfylgja ítöl- unni og annast eftirlit með að henni sé fylgt. Málsástæður og lagarök stefnanda eru þau að ekki hafi legið fyrir samþykki bænda- fundar, sýslunefnd hafi ekki stað- ið að ítölunni, hlutleysis hafi ekki verið gætt við skipan ítölunefnd- arinnar, hreppsnefndinni hafi ekki verið kynnt þau gögn sem ítalan byggðist á, aður en hún var birt, og að hreppsnefndinni sé óskylt að hlíta ítölunni. Þrjátíu þúsund hafa skrifað undir Friðar- ávarp íslenskra kvenna Tala kvenna sem ritað höföu nöfn sín undir Friðarivarp íslenskra kvenna var í gærkvöldi um 30.000, að því er Gerður Steinþórsdóttir, ein forsvarskvenna undirskriftasöfnun- arinnar, tjiði blaðamanni Morgun- blaðsins. Undirskriftasöfnunin hófst 5. júní sl. Henni lauk formlega 30. júní, en Gerður sagði að listar væru enn að berast frá ýmsum stöðum á landinu og kvaðst vonast til að þeir þeir siðustu yrðu komn- ir fyrir nk. miðvikudag. Fulltrúar íslensku sendinefnd- arinnar á alþjóðlegu kvennaráð- stefnunni í Nairobi, sem fara utan þ. 15. júní, munu afhenda ávarpið þar og einnig verður ríkisstjórn fslands væntanlega afhent afrit af því. Gestir i Ísafjarðarhitíð nutu veðurblíðunnar um helgina. IsafjarðarhátíÓ um helgina: Um 2000 manns saman komnir á Silfurtorgi — sjaldan eða aldrei slíkt fjölmenni þar fsíTirti, 8. júlf. Frí Frióu Proppé, blaóimuiii MorpmbUósiiw. ÍSAFJARÐARHÁTÍÐ var haldin hér um helgina að viðstöddu fjölmenni. fþróttir tengdar sjó, bitum og veiði bar hæst en auk þess var ýmislegt tfl skemmtunar í miðbæ ísafjarðar þar sem sett voru upp sölutjöld. Talið er að um 2000 manns hafi verið i Silfurtorgi í miðbæ ísafjarðar um miðjan dag i laugardag og höfðu menn i orði að sjaldan eða aldrei hefðu svo margir verið þar saman komnir. Dansað var öll kvöld um helgina i þremur stöðum. Um 20 bátar komu til hátíðar- innar frá höfuðborgarsvæðinu og var skemmtileg sjón að sjá þá sigla saman inn á Pollinn um há- degi á föstudag og fylgdu sæfara- bátar frá ísafirði f kjölfarið. Björgunarþyrla frá Varnarliðinu sýndi björgun úr sjó og hraðbátur dró fallhlífamenn yfir Pollinn. Þyrla Varnarliðsins lenti sfðan fyrir framan gömlu sjúkrahús- bygginguna þar sem hátiðagestum gafst kostur á að skoða hana. Af öðrum skemmtiatriðum á hátíð- inni má nefna að Bubbi Morthens söng og hljómsveitin Graffk lék á Silfurtorgi við góðar undirtektir. Ungt tónlistarfólk úr Tónlistar- skóla ísafjarðar spilaði á götum úti. Ennfremur sýndu ungar stúlkur jass og ungir piltar skrykkdans. Sjóstangaveiðimenn héldu upp frá Bolungarvík snemma á föstudag og voru að veiðum þann dag og laugardaginn. 53 sjóstangaveiðimenn mættu til leiks og veiddu á 9 bátum. Þetta var ennfremur lokakeppni ís- landsmeistaramóts eftir mót á Akureyri og í Vestmannaeyjum fyrr á árinu. íslandsmeistari varð Jóhann Kristinsson frá Akureyri, og vann sveit Jóhanns einnig sveitakeppni karla. í sveitakeppni kvenna sigraði sveit Jósefinu Gisladóttur frá ísafirði. Jóhann Kristinsson Akureyri varð einnig aflahæstur karla. Aflahæsta kon- an var Ásgerður Halldórsdóttir. í sigursveit Akureyringa voru auk Jóhanns Kristinn Jóhannsson, Helgi Sigfússon og Sævar Sæ- mundsson. í kvennasveit ísafjarð- ar voru auk Jósefínu Ásgerður Halldórsdóttir, Björg Thorlacius og Kolbrún Halldórsdóttir. Afla- hæsti báturinn var Húni frá ísa- firði, skipstjóri Hjörtur Bjarna- son. Djúprall báta fór fram á laug- ardag. Lagt var upp frá ísafirði, siglt inn Djúp, allt að Reykjanesi, síðan til Bolungarvíkur og komið í mark á Pollinum á ísafirði. Sam- tals tóku 9 bátar þátt f keppninni, 2 bátar með bensínvél og 6 bátar með dísilvél. Sigurvegari ( flokki báta með bénsinvél var Skutla undir stjórn Kristjáns Halldórs- sonar og ólafs ólafssonar. Örn sigraði í flokki báta með dísilvél undir stjórn Kára Jóns Halldórs- sonar og Valdimars Long. í bauju- ralli báta sem fram fór á Pollinum á sunnudag sigruðu Skutla og örn einnig i sínum flokkum. Seglbrettakeppni fór ennfremur fram á Pollinum á sunnudag. í úr- valsflokki sigraði Jóhann Ævars- son. Annar varð Guðmundur Björgvinsson. í fyrsta flokki sigr- aði Guðmundur Harðarson og i öðru sæti hafnaði óli V. Antons- son. Margeir hélt jöfnu við Polu f maraþonskák Skák Bragi Kristjánsson Frá Braga KrwtiánasTiii, frétUriUra MorpinbUAsiiw í Kiel. TVÆR umferðir voru tefldar á milli- svæðamótinu um helgina og gerði Margeir Pétursson jafntefli í báðum skákum sínum. í flmmtu umferð tefldi hann við alþjóðlega meistar- ann Partos frá Sviss og lauk þeirri viðureign með jafntefli. í sjöttu um- ferð mætti Margeir svo Polugaj- evsky frá Sovétríkjunum og varð jafntefli eftir mikla baráttu. 5. umferð Margeir hafði svart gegn Part- os og tefldi Svisslendingurinn af miklu öryggi framan af. Margeir reyndi að skapa sér sóknarfæri og er Partos hirti peð gat hann fórn- að skiptamun og fengið sterka sókn. Margeir valdi hins vegar annað framhald er leiddi til held- ur lakari stöðu. Partos hélt peðinu en lék ónákvæmt í síðustu leikjum fyrir bið. Margeir fékk gagnfæri og hélt jöfnu í biðskákinni, þrátt fyrir að vera tveim peðum undir. önnur Úrslit Solokov — Li 1:0, Van der Wiel — Martin 1:0, Jansa — Sax 1:0, Torre — Polugajevsky Anderson — Ljubojevic tk:'k, Gutman — Short Vr.'k, Vaganjan — Quinteros 1:0, Rod- rigues — Serawan biðskák. 6. umferð Margeir tefldi uppáhaldsbyrjun sína, Tarrasch-vörn, gegn Polug- ajevsky og kom ekki að tómum kofanum hjá honum. Margeir ákvað að fórna peði fyrir mótspil og í framhaldinu fórnaði hann skiptamun. Polugajevsky varð mjög taugaóstyrkur en tókst að komast út í drottningarendatafl með peði meira. Þegar skákin fór í bið var ljóst, að Margeir átti jafntefli með nákvæmustu vörn, en það var ekki auðveit. Skákin var tefld áfram á sunnudagskvöld og er hún fór aftur í bið hafði hagur Margeirs batnað nokkuð. Biðskákin var tefld áfram í gær og tókst Polugajevsky ekki að vinna, enda vörn Margeirs ná- kvæm. Þessi úrslit vöktu mikla athygli hér, sakir þess að Polugaj- evsky er mjög frægur fyrir hörku sína með hvítu mönnunum og að Margeir lenti í erfiðri stöðu i byrjun. Hvítfc Polugajevsky Svart: Margeir Pétursson Tarrasch-vörn 1. d4 — d5, 2. c4 — e6, 3. Rf3 — c5, 4. cxd5 — exd6, 5. g3 — Rf6, 6. Bg2 - Be7, 7. 0-0 — 0-0, 8. Rc3 - Rcfi, 9. Bg5 — cxd4, 10. Rxd4 — He8, 11. Hcl — h6, 12. Bf4 12. — Bg4, 13. h3 — Be6, 14. Rcb5 — Rh5. Vafasamur leikur, nauðsynlegt var 14. — Hc8. 15. Be3 — Dd7, 16. Rxe6 Eftir 16. g4 — Rf6, 17. f4 hefur Polugajevsky e.t.v. óttast fórn á g4, en ekki er aö sjá að hún stand- ist. 16. — fxe6, 17. g4 — Rf6, 18. f4 — Hac8,19. Rxa7 — Rxa7, 20. Bxa7 — Db5. Hvitur hefur mjög góð tök á stöðunni eftir 20. — Ha8, 21. Dd4 — b5, 22. Bc5 o.s.frv. Margeir reynir því ekki að ná peðinu til baka heldur fer í gagnsókn. 21. Hxc8 — Hxc8, 22. Bd4 — Bc5, 23. e3 — Re4, 24. Bxe4 — dxe4, 25. Dc2 — Dd3, 26. Hf2 X íe 1 A 1 A ÉL iia & A3f S & 26. - Bxd4l? Hraustlega leikiö, enda varð Polugajevsky mikið um. Hann Var kominn í tímahrak, reif af sér gleraugun og setti þau aftur á, horfði á klukkuna og borðið til skiptis og vissi greinilega ekki sitt rjúkandi ráð. 27. Dxc8+ - Kh7, 28. exd4 Eftir skákina taldi Polugaj- evsky þennan leik vera aðalástæð- una fyrir því að hann missti skák- ina niður í jafntefli. Betra hefði verið að leika 28. Dc2 — Dxe3, 29. Kg2 - Del, 30. Hfl - De3, en hann kvaðst hafa óttast hótanir svarts byggðar á h5, h4. 28. — e3, 29. Dc3 — exf2+, 30. Kxf2 — Dbl, 31. a4 — Dhl, 32. Dd3+ - Kb8, 33. f5 — Dh2+, 34. Kfl - exf5, 35. gxf5 - Dhl+, 36. Ke2 — Dg2+, 37. Kdl — Dxb2, 38. d5 — Dal+, 39. Ke2 — De5+, 40. Kf3 — Dd6. Svartur verður að stöðva frípeð hvíts á d-linunni. 41. De4 í þessari stöðu fór skákin í bið. Við rannsóknir virtist okkur jafn- tefli eiga að nást, en málið er síð- ur en svo einfalt. 41. — Dh2. Hvítur hótaði að vinna með 42. De8 — Kh7, 43. Dg6 o.s.frv. 42. De8+ - Kh7, 43. Dg6+ - Kh8, 44. d6 - Hdl+, 45. Ke3 - Del+, 46. Kd4 — Dd2+, 47. Ke5 — De2+, 48. Kd5 — I)a2+. Hvíti kóngurinn má ekki kom- ast á e6. 49. Kc5 - Df2+. Ekki má heldur hleypa honum á b6. 50. Kb5+ — Db2, 51. Kc4 Hvað gerist eftir 51. Ka5 má sjá í 59. leik. Polugajevsky teflir nú upp á að koma skákinni i bið i annað sinn til að geta rannsakað hana með aðstoðarmönnum sín- um. 51. — Dc2+, 52. Kd4 — Dd2+, 53. Ke4 — De2+, 54. Kf4 — Df2+, 55. Ke5 — De2+, 56. Kd5 — Da2+. 1 þessari stöðu fór skákin í bið að nýju. 57. Kc5 - Df2+, 58. Kb5 — Db2+, 59. Ka5 — Dd4I Á þessum sterka leik byggist vörn Margeirs, hann hótar máti á c5. 60. De8+ — Kh7, 61. Dg6+ — Kh8, 62. De8+ — Kh7, 63. f6 Á annan hátt getur hvítur ekki gert sér vonir um sigur. 63. — Dc5+, 64. Db5 — Dxd6, 65. Dbl+ - Kg8, 66. Db3+ - Kh7, 67. Dbl+ - Kg8, 68. Db3+ - KgS, 69. Dc2+ — g6, 70. Dc8 — Da6+, 71. Kb4 - Db6+, 72. Kc4 - Da6+, 73. Kb4 — Db6+, 74. Kc4 — Da6+, 75. Kd5 - Dd3+, 76. Ke5 — Dg3+, 77. Ke4 — Dg2+ og jafntefli var sam- ið. Þessi skák var mikill varnar- sigur fyrir Margeir og gefur hon- um vonandi byr undir báða vængi. Önnur úrslit: Seirawan — Gutman 1:0, Quinteros — Jansa 0:1, Martin — Anderson lk:\k, Ljubojevié — Vaganjan 'k'.'k, Li — Van der Wiel 'k\lk, Torre — Sokolov 'k:'k, Short — Partos 'k:'k, Sax — Rodrigues 'k:'k. Staðan eftir 6 umferðir er á þá leið að Sokolov er efstur með 5 vinninga, 2.-3. Vaganjan og Van der Wiel 4'k v., 4. Jansa 4 v., 5. Seirawan 3'k v. og biðskák, 6.-8. Ljubojevié, Polugajevsky og Torre 3‘k v., 9.—12. Margeir, Short, Gutman og Anderson 3 v., 13. Li 2‘k v., 14. Partos 2 v., 15. Rodrigu- es 1 'k v. og biðskák, 16. Sax 1 'k v., 17. Martin 1 v., 18. Quinteros 'k v. I dag er frídagur, en á morgun teflir Margeir við Short og hefur hvitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.