Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1985 „ísland í deiglunni" á Kjarvalsstöðum: Kynningarátak á íslenskri nútímalist með al- þjóðamarkað fyrir augum Alþjóðlegri kymiingu i gróandanum í núíímalislum íslendinga, sera atlunin er að fari víða um lönd, vcrour hleypt af stokkunnm með sýningu að Kjarvalsstöðum er hefst i morgun, laugardag. Sýningin ber heitiÖ Iceland Cruci- ble, eða ísland í deiglunni. Hún stendur til 28. júlí og verður opin frá kl. 14 til 22 daglega. Hér er um að ræða fjölþætt átak til alþjóðlegrar kynningar á islensku listalífi, sem fyrirtaekið Hilda hf. og Bókaútgáfan Vaka standa að i sam- einingu. Á Kjarvalsstoðum mun gefa að líta stærstu mannamyndasýningu sem efnt hefur verið til hérlendis, 330 ljósmyndir hins kunna ljós- myndara Vladimirs Sicov af um 170 islenskum listamönnum úr flestum greinum. Þá verður sýnd a.m.k. tvisvar daglega kvikmyndin Iceland Cruci- ble, sem gerð er af bandarísku kvikmyndagerðarmönnunum Hal Calblom og Phil Davies. En sá siðar- nefndi hefur átta sinnum verið sæmdur hinum eftirsóttu Emmy- verðlaunum fyrir sjónvarpsþætti sína. Myndin er um hálftfma lðng með ensku tali. 1 tengslum viö Ijósmynda- og kvikmyndasýninguna kemur síðan út á vegum Bókaútgáfunnar Vðku stór og vönduð bók á ensku með úr- vali af myndum Sicovs af um 170 islenskum listamðnnum. Bókin ber heitið Iceland Crucible, A Modern Artistic Renaissance og samdi Sig- urður A. Magnússon, rithöfundur, texta hennar. Þar rekur Sigurður þróun hverrar listgreinar á fslandi frá öndverðu fram á þennan dag. Á forsýningu, sem efnt var til fyrir fjölmiðla að Kjarvalsstöðum í gær, sogðu aðstandendur þessa framtaks að ráðgert væri að fara með ljósmyndasýninguna og kvik- myndina um ðll Bandaríkin og Kanada og koma bókinni á framfæri við lesendur sem víðast vestan hafs. Siðan væri ætlunin að snúa sér að öðrum lðndum og væru þessar sýn- ingar og útkoma bókarinnar þvi upp- haf mikils kynningarátaks á straumum, stefnum og fólki i fs- lenskri nútimalist. Morgunblaoið/ÓI.K.H. Þeir lögðu bónd á ploginn við kynningarnar, sem gefa mun að Ifta i Kjarvalsstöð- um i næstunni. Kyrir mjðju situr kvikmvndaframkirtandinn Hal Colblom. AArir eru f.v. Tómas llolton, forstjori Hildu hf., Torfi Ólafsson, skolastjori Myndlista- og handfðaskólans, ólafur Ragnarsson, forstjóri Bókaútgáfunnar Vöku, Valdimar Sicbov, Ijósmyndarí og Sigurður A. Mgnusson, rithöfundur. Innbrotið í lslenzku umboðssölunni: Peningaskápurinn og verðmætin í leitirnar LÖGREGLU hefur tekist ao hafa upp á peningaskápnum, sem stolið var fri ís- lensku umboðssölunni i fimmtudag í síðustu viku. Tekist hefur að hafa upp i öllum verðmætum sem f skápnum voru; ivísanaheftunum, sumum hverj- um með stimpli fyrirtækisins, og lið- lega 700 þúsund króna ivfsun, auk skjala sem í skápnum voru. Að kvðldi miðvikudagsins hand- tóku rannsóknarlögreglumenn fikni- efnalögreglunnar í Reykjavik tvo Norðlæg átt ríkjandi um helgina BÍl AST mi við þvi að í dag verði norð- austanitt i landinu og víða talsverður strekkingur fram eftir degi, samkvemt upplýsingum Veðurstofunnar. Um norðanvert landið verður 8 til 10 stiga hiti og vfða skúrir. Sunnan- lands verður hiti 10 til 14 stig og víðast léttskýjað. Gert er ráð fyrir að norðlæg átt verði rikjandi bæði laugardag og sunnudag og að fremur svalt verði í veðri, einkum Norðanlands. Norðantil á landinu verður skýjað og rigning öðru hverju um helgina en sunnantil léttskýjað að mestu. Á sunnudag má búast við að norðan- áttin gangi niður suðvestanlands og þykkni heldur f lofti syðst á landinu. menn vegna gruns um fikniefnamis- ferli. Þeir fundu skjöl úr skápnum og gerðu Rannsóknarlögreglu ríkisins viðvart. Annar mannanna var við- riðinn þjófnaðinn á skápnum og í gær voru tveir menn handteknir vegna gruns um aðild að málinu. Vinsældalisti rásar 2 VinsæMalisti rásar 2 þessa vik- una befur ekki tekið stórvægi- legum breytingum, nema hvað iag Sister Sledge, Frankie, hefur fikrað sig upp eftir honum um fimm saeti og trónir nú efst Aðeins eitt nýtt lag er að finna á listanum, There must be an angel með hljómsveitinni Eur- ythmics, sem komið er f sjöunda sæti. En svona lítur listinn yfir tíu vinsælustu login út i heild: 1. (6) Frankie - Sister Sledge. 1. (2) Icing on the Cake - Stephen „Tin Tin" Duffy. 3. (2) A wiew to a kill - Duran Durarn. 4. (4) Celebrate youth - Rick Springfield. 5. (5) Raspberry beret - Prince. 6. (3) Get it on - Power Station. 7.(-) There must be an angel - Eurythmics. 8. (9) Kittý - Oxsmá. 9. (7) Axel F. - Harold Fal- termeyer. 10. (8) Left Right - Drýsill. Morgunblaðið/Arni Sæberg Að loknum tónleikum í Markúsarkirkjunni í Feneyjum. Pólýfónkórinn, kammersveitin og stjórnandinn, Ingólf- ur Guðbrandsson, vora hyllt með langvarandi lófataki áheyrenda. Pólýfónkórinn í Markús- arkirkjunni í Feneyjum Söngferðalagi kórsins ásamt 35 manna kammersveií um ítalíu lokið SÖNGFERÐALAGI Pólffónkórsins ásamt 35 manna kammersveit um Italíu undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar er lokið og hlutu listamennirnir hvarvetna mjög góðar viðtökur og lofsamlega dóma. Pólýfónkórinn og kammersveitin fluttu H-moll- messu Johanns Sebastian Bach í tiiefni 300 ára afmælis tónskáldsins. Einsöngvarar vora Jacqueline Fugelle, Hilke Helling, Peter-Christoph Runge og Jón Þorsteinsson. Flutningur ll-mollmes.su Bach var framlag íslands til árs tónlistarinnar í Evrópu. Á minudag var verkið flutt í San Croce-kirkjunni í Flórens að viðstöddum um eitt þúsund iheyrendum og í Markúsarkirkjunni í Feneyjum i þriðjudag að viðstöddum i annað þúsund iheyrendum. Listamennirnir opnuðu alþjóðlegu tónlistar- hátíöina í kirkju heilags Franz f Assissi um helg- ina og hlutu lofsamlega dóma. „Opnun hátíðar- innar var ákaflega tilkomumikill tónlistarvið- burður í hæsta gæðaflokki. Sérstaka athygli vek- ur, að flytjendur skuli svo langt að komnir — alla leið frá Islandi — og ber vott um háþróað tónlist- arlíf þar i landi," skrifaði ftalska blaðið Corriere della Umbria meðal annars um tónleikana. Fyrstu tónleikar listamannanna voru á föstu- dagskvöldið í San Ignaziusar-kirkjunni i Róma- borg. Fyrr um daginn veitti Jóhannes Páll II páfi þeim áheyrn í Vatikaninu og blessaði eftir að hafa hlýtt á Pólyfónkórinn flytja íslenzka þjóð- sönginn. ISUZU TROOPER 1986 á alvöru bílasýningu að Höfðabakka 9, föstudag og laugardag Isuzu Trooper sómir sér alls staðar vel. Hvort sem þú átt leið um þjóðvegi, fjallvegi eða öræfaslóðir, þá er hann sniðinn fyrir þínar þarfir. Pú kynnist Isuzu Trooper á glæsilegri þílasýningu að Höfðabakka 9 föstudag og laugardag, skoðar, reynsluekur og færð svör við öllum þínum spurningum. Pú ættir að nota tækifærið og kynna þér þennan magnaða bil - hann bregst þér ekki. 5 1 I I I < Sjáumst á alvöru bílasýningu BíLVANGURsf HÖFDABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.