Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 20
 20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JULl1985 Indland: Union Carbide lokar verksmiðju , Indlmndi, ll.júní. Al'. TALSMAÐUR bandaríska stórfyr- irtækisins Union Carbide skýrði frí því í dag að ikveðið heföi verið að ha-tta rekstri gasverksmiðju fyrir- tækisins í Bhopal á Indlandi. I»ar fórust um 2 þúsund manns í des- ember í fyrra af völdum eiturgass, sem lak frá verksmiojunni. Ákveðið var að loka verksmiðj- unni eftir að stjórnvöld í Bhopal Reagan í skoðun Wufaiagton, ll.jóli. AP. TILKYNNT var í dag að Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna faeri í reglulega læknisskoðun á morgun, föstudag, á sjúkrahúsi flotans í Washington. Sagt var að fjarlægt yrði æxli, sem myndast hefði í ristli, en það væri ekki illkynja. Læknar sögðu að ekkert væri að óttast um heilsu forsetans, en hann mundi þó gangast undir nákvæma læknisskoðun. Reagan verður einn dag í sjúkrahúsinu. neituðu að framlengja fram- leiðsluleyfi hennar. Um 600 manns munu missa atvinnuna vegna lok- unar verksmiðjunnar. Hafa starfsmennirnir krafist þess að verksmiðjan verði starf- ræk ífram. Stóðu þeir fyrir mót- mælaaðgerðum fyrir framan verk- smiðjuna í dag til að vekja athygli á kröfum sínum, en þeir hafa einnig heimtað launabætur vegna lokunarinnar. Að sögn formanns starfsmannafélags gasverksmiðj- unnar hafa forsvarsmenn Union Carbide í Bhopal hafnað þessari kröfu starfsmannanna. AP/Slmamynd Sovésk orrustupota af gerðútni SU 15 hrapaði f Eystrasalt á sunnudag. Myndin sýnir vél af sömu gerð á flugi. Sovésk orrustuþota hrapaði í Eystrasalt Flaug á eftir sænskri könnunarflugvél Réttarhöldin yfír tilræðismönnum páfa: Búlgarinn kveðst saklaus af ákæru Rómaborg, ll.jéH. AP. BÚLGARINN, Sergei Anatov, sem ikærður hefur verið fyrir aftild að bana- tilræðinu við Jóhannes Pil páfa II, sagði fyrir rétti f dag að hann hefði aldrei hitt tilræðismanninn, Ali Acea. Kom þetta fram þegar Anatov og Acca voru samprófaðir við rétt- arhöldin. Bætti Búlgarinn því við að hann vissi ekkert um undirbún- ing tilræðisins við páfa: „Ég hef hvorki séð né hitt þennan mann [Acca]." Þegar Acca var beðinn um að láta í ljósi álit sitt á ummælum Anatovs sagði hann: „Ég hef ekk- ert á móti Anatov eða búlgörsku þjóðinni, en hann er sekur." Anatov er sakaður um að hafa ekið Acca á Péturstorgið, þar sem páfa var sýnt banatilræðið 13. maí 1981. Apar og mýs í geimflug Mobívu, II júlí. Al'. TVEIR apakettir, nokkrar hvítar mýs og salamöndrur eru um borð í Cosmos 1667 geimfari, líður vel og una sér ágætlega í geimnum, að því er sagði í útvarpsfréttum fri Moskvu í dag. Tilgangurinn er að kanna áhrif geimveru á dýrin. Geimfarinu var skotið á loft á miðvikudag og verð- ur það viku úti í geimnum. Sov- étmenn sendu síðast dýr út í geim- inn fyrir tveimur árum, og var það þá í samvinnu við franska og bandaríska geimvísindamenn. Stokkbólmi, ll.jálí. AP. TALIÐ er að sovéskur flugmaður hafi látið lífið er orrustuþota af gerðinni SU-15 hrapaði í Eystrasalt i sunnudag. Sovéska þotan var að fljúga á eftir sænskri orrustuþotu af Viggen-gerð, sem var að fylgjast með æfingum herskipa frá ríkj- um Varsjárbandalagsins fyrir sunnan Gotland. Það var Jan Tuninger, blaðafulltrúi sænska hersins, sem staðfesti þetta í dag, en í morgun voru óstaðfestar fréttir um atburðinn forsíðuefni allra sænsku dagblaðanna. í fyrirsogn Aftonbladet í dag sagði: „Sovéskur flugmaður eltir Viggen", en Tuninger sagði í við- tali við AP, að báðar herþoturnar hefðu fylgt venjulegum flugsögu- reglum. Jan Eliasson, talsmaður sænska utanríkisráðuneytisins, sagði, að ekki væri við því búist að atvik þetta hefði nein eftirmál í för með sér. „Þetta virðist hafa verið slys," sagði hann, „og ætti ekki að hafa nein áhrif á sam- band ríkjanna." Hann sagði, að stjórnvöld í Svíþjóð og Sovétríkj- unum hefðu ekkert fjallað um slysið sín á rnilli. Jan Tuninger sagði, að ekki væri vitað um orsök þess að sov- éska orrustuþotan hrapaði. Hún hefði flogið á eftir sænsku könn- unarvélinni og hrapað svo skyndilega, að flugmanninum hefði ekki gefist ráðrúm til að kasta sér út í fallhlif. Sovésk skip hefðu fljótlega komið á vettvang, en þau hefðu ekki farið fram á aðstoð Svía. Tuninger var spurður að því hvers vegna stjórnvöld í Svíþjóð hefðu ekki greint frá slysinu fyrr en eftir að hinar óstaðfestu fregnir sænsku blaðanna birtust í dag. Hann sagði, að það væri eng- in ástæða til þess að Svíar skýrðu frá annarra þjóða flugslysum. 1 ágúst í fyrra elti sovésk orrustuþota af gerðinni SU-15, sem tók þátt í heræfingum í Eystrasalti, sænska orrustuþotu, sem var í eftirlitsflugi yfir æf- ingasvæðinu fyrir sunnan Got- land. Sovéska þotan neyddi sænsku vélina til að fljúga inn fyrir sænska lofthelgi, og í fram- haldi af því sagði Anders Thun- borg, varnarmálaráðherra Sví- þjóðar, að um væri að ræða al- varlegasta lofthelgisbrot gagn- vart Svíum um árabil. Formleg mótmæli voru þá borin fram við stjórnvöld í Moskvu. ísrael: Shamir fer fram á náðun gyðinganna Jernsalera, II. júli. Al>. UTANRÍKISRÁÐHERRA ísraels, Yitzak Shamir sagðist í dag ætla að beita sér fyrir niðun 25 ísraela, sem fundnir hafa veríð sekir um hryðju- verk gegn Palestínumönnum i vesturbakka Jórdanar. Dómur yfir 15 ísraelanna, sem ísraelanna. heyra til hryojuverkasamtökum öfgafullra gyðinga, verður kveð- inn upp innan skamms, en hinir 10 höfðu áður verið dæmdir. Um- mæli Shamirs voru fyrstu við- brögð ráðherra í ríkisstjórn Shímons Peres við sakfellingu Þrír þeirra voru sakfelldir fyrir morð. ísraelsku hryðjuverka- mennirnir tóku þátt í skotárás á almenningsvagna við íslamska háskólann í Hebron 1983. Þrír palestínskir nimsmenn létu lifið í árásinni, og 33 særðust. Nýjar uppgötvanir varðandi ónæmistæringu: Veiran eyðileggur hæfi- leika hjálparfrumanna til að snúast gegn sýklum VEIRAN, sem veldur ónæmistæringu (AIDS), eyðileggur óæmiskerfi lík amans með því að gera óvirkar gæzlufrumur í blóðinu, svo að þær ni ekki að greina eggjahvítubyggingu, sem venjulega er merki um tilvist sýkla í blóoinu. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá heilbrigðismilastofnun Kandaríkjanna. Veiran sem veldur ónæmis- tæringu, ræðst á og eyðileggur að Iokum hvít blóðkorn sem venjulega ganga undir nafninu T-hjálparfrumur. Þessar frumur stjórna ónæmiskerfinu og eitt mikilvægasta hlutverk þeirra er að uppgötva óboðna fjandsam- lega gesti og gefa þá hættu- merki. í skýrslunni segir að þessar frumur séu hættar að starfa, löngu áður en þær hafa eyðst. Á einhvern hátt eyðileggur veiran hæfileika hjálparfrumanna til að greina og snúast gegn mót- efnisvaka. Mótefnisvakar eru það sem sýklar þekkjast á, það er efni sem kunngera, að einhver sýkill er framandi. Fyrsta skrefið til að setja ónæmiskerfi líkamans af stað, er að greina þessa mót- efnisvaka. Án þessarar inn- byggðu ratsjár, getur ónæmis- kerfið ekki greint sýkla og því ekki eytt þeim. Þegar ónæmis- tæringu ber að, geta fórnar- lömbin ekki komizt hjá sýkingu og lúta þá í lægra haldi fyrir sjúkdómum er sýklar valda sem nær aldrei angra heilbrigt fólk. „Ég tel," að þetta skýri, hvers vegna allt ónæmiskerfið hryn- ur," sagði dr. H. Clifford Lane, sem stjórnaði rannsókn banda- rísku heilbrigðismálastofnunar- innar. Rannsókn hans var byggð á blóðsýnum, sem tekin voru úr 12 mönnum, er sýkzt höfðu af ónæmistæringu. Skýrði lækna- ritið New England Journal of Medicine frá þessari rannsókn í dag. Til þessa hafa sumir sérfræð- ingar haldið þeirri kenningu fram að hjálparfrumurnar væru óvirkar, sökum þess að fjöldi þeirra hefði minnkað af völdum veirunnar. Þessi nýja rannsókn leiðir í ljós að hinar sýktu frum- ur geta eftir sem áður fram- kvæmt sum af verkefnum sínum. Þær eru aðeins ófærar um að gegna því mikilvæga hlutverki að greina sýkla. „Það er svipað því og að hafa hjarta, sem ekki getur slegið," var haft eftir Lane. „Vefirnir í hjartanu geta verið lifandi, en ef það slær ekki, þá er það gagns- laust. ónæmiskerfi, sem ekki getur greint framandi eggja- hvítuefni, er gagnslaust ónæm- iskerfi." Lane sagði, að þessi nýja upp- götvun myndi ekki vekja nýjar vonir um hvernig koma mætti i veg fyrir ónæmistæringu, en gæti samt orðið til þess að opna Læknar að störfum gegn ónæmistæringu. Ein kenningin er sú að skordýr kunni að bera veiruna i milli manna. leiðir til að segja fyrir um, hvað sennilega ætti eftir að gerast hjá fólki, sem sýkzt hefði af ónæm- istæringarsýklinum. Margir af þeim mönnum, sem sýkzt hefðu, væru enn við góða heilsu. Sumir þeirra hefðu hjálp- arfrumur, sem brygðust rétti- lega við mótefnisvökum, en aðrir hefðu þær ekki. Með frekari rannsóknum mætti kanna hvort þeir sem hefðu óvirkar hjálpar- frumur, væru líklegri til þess að fá ónæmistæringu en aðrir. Fylgzt yrði einnig með þessari starfsemi hjálparfrumanna í sjuklingum með ónæmistæringu. Takmarkið væri að sjá, hvort unnt væri með tilraunameðferð að- endurvekja viðbragðshæfni frumanna gagnvart sýklum. Eftir að hafa fundið sýkla með því að greina mótefnisvaka þeirra, framkvæma heilbrigðar hjálparfrumur margs konar önnur verkefni. Þær hvetja aðr- ar blóðfrumur til þess að fram- leiða mótefni, gera drápsfrumur virkar, búa til interferon og önn- ur efni, sem vinna gegn sýklum og segja oðrum frumum fyrir um, hvenær allri þessari starf- semi skuli hætt, eftir að hættan er gengin yfir. „Þetta kemur vel og heim saman við það, sem margir hafa séð hjá sjúklingum, sem eru bæði með forstigsein- kenni og sjálft lokastig þessa sjúkdóms," sagði dr. Haraldur Briem læknir, er Morgunblaðið bar þessa frétt undir hann. „Sjúklingarnir geta verið með eðlilegan fjðlda þessar fruma, enda þótt þær vinni greinilega ekki starf sitt eðlilega," sagði dr. Haraldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.