Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 6
0 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUB 12. JULt 1985 3 konur Konur komu allmjog við sögu í nýgenginni miðvikudagsdag- skrá ríkisfjölmiðlanna og er það vel, því óðum afsannast nú hið fornkveðna ... konan er eyland ... nær væri að telja konuna meg- inlandið og okkur karlana eylönd og sker. Staðreyndin er nefnilega sú að konur ná mun betur saman en karlar, eins og sést best á því, að ungar konur fara gjarnan sam- an á klósett og það er áberandi hve konur eiga auðvelt með að tjá tilfinningar sínar, snerta hver aðra og rabba saman í síma og þá er ótalið hið óhugnanlega raunsæi kvenna. AUt ber þetta að sama brunni, konan er forystuafl fram- tíðarinnar. Ætli við karlarnir höfum raun- ar annað hlutverk í framtíðarrík- inu en mála varir og skrokk og hlaupa svo í bólið þegar gyðjunum þóknast að veifa litlafingri? Heimilisstorf og barnauppeldi verða að sjálfsogðu i höndum auð- sveipra vélþræla. Unnur Fyrsta konan er var leidd fram á sjónarsviðið í miðvikudagsdag- skránni var skáldkonan Unnur Ki- ríksdóttir. Þessi einstæða kona sem nú er því miður látin var ein 15 systra. Ég ræði ekki frekar kynni mín af þessari merku konu en þær RÚVAK-stöllur, Margrét Blöndal og Sigríður Pétursdóttir, röktu mjög lauslega æviferil hennar í þættinum íslenskar skáldkonur, sem var á dagskrá rásar 1 milli klukkan 10.45—11.15. Það er kannski ekki nema von að þær stöllur hafi haft úr litlu að moða, því upplýsingar um æviferil Unnar Eiríksdóttur skáldkonu liggja ekki á lausu. Ég fann til dæmis ekki staf um þessa ágætu konu í þeim bókmenntauppfletti- ritum íslenskum er ég kíkti í. Kom mér raunar mjög á óvart að í fjór- um slíkum ritum var ekki getið einnar einustu skáldkonu. Óþarfi er að taka fram að þessar fjórar bækur voru ritaðar af körlum. Ég vil svona undir lokin áður en ég skil alveg við Unni Eiriksdóttur birta smá glefsur úr ónefndum ritdómi um ónefnda bók er mér finnst lýsa dæmigerðu viðhorfi sumra karlkynsritdómara til skáldskaparverka konu: Höfundur hefir mikla unun af að lýsa lands- lagi og húsakynnum, heimilishátt- um og alls kyns dútli, og gerir það allvel, en kann sér ekki hóf. ... Líka kemur fram mikill áhugi fyrir hannyrðum og heimil- isiðnaði ýmis konar, enda verður bókin að teljast heimilisiðnaður fremur en skáldverk." Whisky-raddir Andrea Jónsdóttir hefir um all- langt skeið flutt á rás 2 fréttir af söng- og skáldskapariðkun kvenna í þætti er hún nefnir: Kvennabúrio. í miðvikudagsþættinum voru sér- staklega teknar á beinið konur er höfðu svokallaðar „whiskiy-radd- ir" en slíkar raddir hafa nú hingað til fremur verið taldar koma úr barka karlmanna. Andrea blessunin sannfærði mig hinsvegar um að kvenfrelsis- kórinn verður jafn hrjúfur og kór Utlendingahersveitarinnar. Og það verð ég að segja að ég vildi heldur mæta strákling úr þeirri sveit en Tinu Turner, Hallbjörgu Bjarnadóttur og Ninu Hagen á fullum dampi. Starrinn Skömmu eftir að kvennabúrið hafði lokað dyrum sínum á rás 2 hófst aftanstund barnanna i sjón- varpinu, þær mætti til leiks í söguhorni Iðunn Steinsdóttir rit- höfundur og sagði börnunum sög- ur af starra einum er hóf hreiður- gerð í ónefndu þakskeggi. Þrír litl- ir snáðar hlýddu opinmyntir á frásögn þessarar ljúfu konu, tja, þeir vita ekki hvað þeir eiga í vændum blessaðir! Ólafur M. Jóhannesson. UTVARP/SJONVARP Þrjár teikni- myndir í kvöld ^^¦B Að venju er 1 Q 25 barnaefni á •I. v ~— dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 19.25. Að þessu sinni verða sýndar þrjár teiknimynd- ir undir samheitinu „Dýrasogur". Tvær þeirra eru finnskar og heita þær „Refurinn og fiskimaður- inn" og „Björninn fer á fiskiveiðar". Hin þriðja er sovésk og nefnist hún „Bangsi og býflugnabúið". Coco Chanel Tískudrottningin Coco Chanel ¦H í kvöld klukkan «| 35 21.35 er á mt X ¦"¦¦ dagskrá sjón- varpsins heimildamynd um ævi og störf frönsku tískudrottningarinnar Coco Chanel, en hún var einn litríkasti og áhrifa- mesti tískuhönnuður þessarar aldar. Coco Chanel fæddist ár- ið 1883 og var af bænda- fólki komin. Móðir hennar dó þegar hún var í æsku og faðir hennar yfirgaf hana skömmu siðar og ólst hún upp á munaðar- leysingjahæli að því er talið er, en margt er á huldu um æskuár hennar. Hún var bæði fögur og framgjörn og tókst með aðstoð auðugra elskhuga að koma undir sig fótun- um í tískuheiminum skömmu fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinn- ar. Æ síðan hefur fyrir- tæki hennar verið meðal þeirra áhrifamestu í kvenfatatísku heimsins. Árið 1920 setti hún á markaðinn hið fræga ilmvatn Chanel nr. 5. Coco Chanel lést árið 1971. í myndinni er rakinn litríkur æviferill tísku- drottningarinnar í starfi og einkalífi og brugðið upp myndum af tískusýn- ingu í tískuhúsi hennar, þar sem hönnuðurinn Karl Lagerfel ræður nú rikjum. Þýðandi myndarinnar um Chanel er Kristrún Þórðardóttir. Við heimilisarininn — bresk bíómynd ¦^¦¦H Bíómynd sjón- OO 35 varpsins í kvöld £*£* ~~" er bresk frá ár- inu 1970 og nefnist „Við heimilisarininn" (Spring and Port Wine á frum- málinu). Leikstjóri er Pet- er Hammond, en með nokkur helstu hlutverk fara James Mason, Diana Coupland, Susan George og Rodney Bewes. Myndin fjallar um Rafe Cromton og fjölskyldu hans. Hann er verkstjóri í spunaverksmiðju. Þau hjónin eiga fjögur stálpuð born og komast vel af þott þau megi muna tímana tvenna. Rafe er góður heimilisfaðir en strangur og siðavandur. Af því myndast togstreita í fjöl- skyldunni þegar yngri dóttirin rís upp gegn vilja föður síns. Sýning myndarinnar hefst klukkan 22.35. Þýð- andi er Rannveig Tryggvadóttir. Morgunstund barnanna: „Ömmustelpa" — eftir Ármann Kr. Einarsson ¦¦¦¦ 1 dag kJukkan 9 05 9.05 les Ár- ~~" mann Kr. Ein- arsson rithöfundur annan lestur sögu sinnar „Ömmustelpa" í morg- unstund barnanna á rás 1. Sagan „Ömmustelpa" hlaut verðlaun Fræðslu- ráðs Reykjavíkur sem besta frumsamda barna- bókin árið 1977. Ármann sagði að aðalpersónur sögunnar væru dóttur- dóttir hans og frændi hennar. Hann sagðist hafa unnið söguna þannig að hann hefði fylgst náið með litlu stúlkunni, þegar hún var á aldrinum þriggja til fjogurra ára og punktað hjá sér ýmsar skondnar og hnyttnar at- hugasemdir hennar og til- svör, sem hann notaði síð- an í sogunni. „Enda eru born oft meiri skáld en fullorðna fólkið," sagði Ármann. Eins og áður sagði les Ármann annan lestur sog- unnar í dag, en þeir verða alls tólf. Sérstök athygli skal vakin á því að sú villa er í prentaðri dagskrá að þar segir að lesin verði sagan „Litli bróðir og Kalli á þakinu" eftir Astrid Lindgren, en lestri þeirrar sogu lauk sl. miðvikudag. UTVARP FOSTUDAGUR 12. júli 74» Veöurfregnir. Fréttlr. Bæn. Morgunútvarp. 7.20 Leikf- imi. Tilkynningar. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Jona Hrönn Bolladóttir, Laufási, talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: .Litli bróðir og Kalli á þak- inu" eftir Astrid Lindgren. Siguröur Benedikt Björnsson tes þýðingu Siguröar Gunn- arssonar (19). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veöur- fregnir. Forustugr. dagbl (útdr.). Tónleikar. 1045 .Mér eru fornu minnin kær". Einar Kristjansson frá Hermundarfelli sér um þátt- inn. RUVAK. 11.15 Morguntónleikar. Leikin verður tónlist eftir Kreisler, Mendetesohn, Brahms, Tsja- Ikovský °9 Rakhmaninoff. 114» Dagskrá. Tilkynningar. 1230 Fréttir.. 12.45 Veöur- (regnir. Tílkynningar. Tónl- eikar 144» .Úti I heimi", endurminn- inpar dr. Jóns Stefánssonar. Jón Þ. Þór les (7). 14.30 Miödegistónleikar. a. Pl- anokonsert l D-dúr eftir Maurice Ravel. Alicia de Larrocha og Fllharmónlusv- eit Lundúna leika; Lawrence Foster stj. b. Fiðlukonsert nr. 1 eftir Bohuslav Martinu. Josef Suk og tékkneska fllh- armönlusveitin leika; Vaclav Neumann stj. 15.15 Létt Iðg. 1540 Tilkynningar. TOnleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 1630 A sautjándu stundu. Um- sjón: Sigrlður Ó. Haraldsd- óttir og Þorsteinn J. Vilhj- álmsson. 174» Fréttir á ensku. 174» Barnaútvarpiö. Stjórn- andi: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 17.35 7Frá A til B. Létt spjall um umferöarmál. Umsjón: Björn M. Björgvinsson og Tryggvi Jakobsson. Tilkynn- ingar. 1845 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 194» Kvðldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Daglegt mál. Valdimar Gunnarsson flytur þáttinn. 1935 Lðg unga fólksins. Þöra Björg Thoroddsen kynnir. 2035 Kvoldvaka. a. Minningar frá Möðruvðllum. Sigrföur Schiðth heldur áfram lestrl slnum á frásðgn Kristjáns H. Benjamlnssonar (2). b. Ha- fið, bláa hafið ... Þorsteinn Matthlasson flytur frumsam- inn frásöguþatt. Umsjón: Helga Agústsdóttir. 21.25 Frá tOnskáldum. Atli Heimir Sveinsson kynnir .Tuttugu og eina m'úslkmln- útu" slna. 22.00 Hestar. Þáttur um hest- amennsku ( umsjá Ernu Arn- ardOttur. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvðkteins. 2235 Úr blöndukútnum — Sverrir Páll Erlendsson. RÚ- VAK. 23.15 Ungir norrænir tðnlist- armenn leika á tðnleikum I Berwald-tónlistarhöllinni I Stokkhólmi 25. aprfl sl. Sl- SJÓNVARP 1935 Dýrasogur 1. Refurinn og fiskimaðurlnn. 2. Bjðrninn fer á fiskiveiöar. Finnskar teiknimyndir gerðar ettir Þjóðsögum. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). 3. Bangsi og býflugnabúið. Sovésk teiknimynd. 1930 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veöur 2030 Augfýsingar og dagskra 2040 Japanskt tónaflóö Bresk heimildamynd um dægurtOnlist I Japan sem er snar þáttur I llfi ungu kyn- sloöarinnar Þá er fjallað um forna tónlistarhefö Japana sem hefur farið halloka I FOSTUOAGUR 12. júll samkeppninni við vestræn dægurlög llkt og þjóöarrétt- urinn súkiakl hefur þokað fyrir frönskum kartöflum. Þýðandi Bogi Arnar Finn- bogason. 2135 Tfskudrottningin Coco Chanel Bresk heimildamynd um franska tiskuhönnuöinn Coco Chanel. Rakinn er lit- rlkur æviferill tfskudrottn- ingarinnar og brugðiö er upp myndum af fatasýningum I Chanel-tlskuhúsinu þar sem Karl Lagerfeld mótar nú stefnuna. Þýðandi Kristrún Þorðar- dóttir. 2235 Við heimilisarininn (Spring and Port Wine) Bresk blómynd frá 1970. Leikstjóri Peter Hammond. Aöalhlutverk: James Mason, Diana Coupland, Susan George og Rodney Bewes. Rafe Crompton er verkstjóri I spunaverksmiöju. Þau hjónin eiga (jögur stálpuö börn og komast vel af þott þau megi muna tlmana tvenna. Ra(e er góöur heimilisfaöir en strangur og siöavandur. Af þv( myndast togstrerta I fjðl- skyldunni, þegar yngri dóttir- in rls gegn vilja fðöur sfns. Þýðandi Rannveig Tryggva- dóttir. 00.15 Fréttir I dagskrárlok. nfónluhljómsveit sænska út- varpsins leikur. Stjórnandi: Harry Damgaard. Einleikari: Pyry Mikkola. Einsöngvari: Tina Kiberg. 0030 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá Rás 2 tíl kl. 03.00. FÖSTUDAGUR 12. júll 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnendur: Asgeir Tómas- son og Páll Þorsteinsson. 14.00—16.00 Posthótfið Stjórnandi: Valdls Gunnars- dóttir. 16.00—18.00 Léttir sprettir Stjórnandi: Jón Olafsson. Þriggja mlnútna fréttir sagð- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. Hlé 2fWX>—21:00 Lög og lausnir Spurningaþattur um tónlist. Stjórnandi: Adolf H. Emils- son. 21:00—22:00 Bergmál Stjórnandi: Siguröur Grön- dal. 22:00—23:00 A svörtu nótun- um Stjórnandi: Pétur Steinn Guðmundsson. 23.00—03.00 Næturvakt Stjórnendur: Vignir Sveins- son og Þorgeir Astvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.