Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. JÚLl 1985 TIL ÍSLANDS AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 15. júlí City of Perth 23. júlí Bakkafoss 5. ágúst Laxfoss 7. ágúst City of Perth 20. ágúst NEWYORK Bakkafoss 16. julí City of Perth 22. Júli Laxfoss 5. ágúst Bakkafoss 7. ágúst City of Perth 10. júlí HALIFAX Bakkafoss 19. júlí Bakkafoss 9. águst BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Alafoss 14. juh Eyrarfoss 21. Júlí Alafoss 28. júli Eyrarfoss 4. ágúst FEUXSTOWE Álafoss 15. júlí Eyrarfoss 22. júlí Álafoss 29. júlí Eyrarfoss 5. águst ANTWERPEN Álafoss 16. júlí Eyrarfoss 23. julí Alafoss 30. júli Eyrarfoss 6. ágúst ROTTERDAM Alafoss 17. juli Eyrarfoss 24. Júll Alafoss 31. juli Eyrarfoss 7. ágúst HAMBORG Alafoss 18. júli Eyrarfoss 25. júlf Alafoss 1. ágúst Eyrarfoss 8. ágúst GARSTON Fjallfoss 15. júli Fjallfoss 29. júli NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 13. júlí Reykjafoss 19. júlí Skógafoss 28. juli Reykjafoss 4. ágúst KRISTIANSAND Skógafoss 15. juli Reykjafoss 22. júli Skógafoss 29. júlí Reykjafoss 5. ágúst MOSS Skógafoss 16. júlí Skógafoss 30. júlí HORSENS Reykjafoss 25. Júfi Reykjatoss 9. ágúst GAUTABORG Skógafoss 17. juli Reykjafoss 24. júlí Skógafoss 31. julí Reykjafoss 7. ágúst KAUPMANNAHOFN Skógafoss 18. júfí Reykjafoss 26. júli Skógafoss 1. ágúst Reykjafoss 8. ágúst HELSINGBORG Skógafoss 19. Júli Reykjafoss 26. júli Skógafoss 2. ágúst Reykjafoss 8. ágúst HELSINKI Lagarfoss 25. fúfi' GOYNIA Lagarfoss 31. júli UMEA Lagarfoss 23. Júlí RK5A Lagartoss 30. júlí SKOGN Lagarfoss 5. agúst EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sfmi: 27100 Um „raunsæi" Birgis ísleifs — eftir Hjörleif Guttormsson Morgunblaðið birti 30. júní sl. tveggja síðna viðtal við Birgi ísleif Gunnarsson alþingismann, for- mann Stóriðjunefndar ríkisstjórn- arinnar og stjórnarmann í Lands- virkjun. Þessi grein liggur nú á borðum forstjóra þeirra fjölmörgu erlendu stórfyrirtækja, sem Birgir ísleifur og aðrir sendimenn iðnað- arráðherra hafa heimsótt eða boð- ið hingað til lands undanfarin tvö ár og í augum þeirra er efni henn- ar áreiðanlega gulls ígildi. Pyrir- sögnin ein, sem ritstjórar Morg- unblaðsins leggja í munn Birgis og slógu upp á útsíðu: „Útilokað að fá 18 mills fyrir kílówattstundina. Telur 14 mills nær lagi, þegar reynt er að selja raforkuna til er- lendra stóriðjufyrirtækja" er milljóna virði fyrir hvern þann sem hugsar til viðskipta íslend- inga á þessu sviði. Það er nokkur sérkennileg aðstaða, sem þessi að- altrúnaðarmaður iðnaðarráöherra og ríkisstjórnarinnar setur sig í með þeim yfirlýsingum sem hann gefur í viðtalinu og ekki ónýtt fyrir erlenda viðmælendur hans að hafa Ijósrit af þeim töskum sín- um. „í hæsta lagi 14 mills" Birgir ísleifur talar ekki nein- um tæpitungum í þessu viðtali þegar hann segir t.d.: „Ég er alveg sannfærður um að það verð sem við höfum verið að tala um og velta fyrir okkur allar götur frá árinu 1983, 18 mills, er alltof hátt í dag, og við munum ekki geta selt eina einustu kílówattstund á því verði, þó að við tækjum bara doll- arann og það hvernig hann hefur breyst, þá eru 18 mills fyrir þrem- ur árum í hæsta lagi um 14 mills í dag, og svo spila þarna inn í verð- breytingar af öðrum ástæðum í Evrópu, sem einnig hafa áhrif til lækkunar." Þau boð sem hér er verið að flytja eru auðskilin: Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur opinberlega lækkað gengi íslenzkrar vatnsorku um nær fjórðung eða úr 18 mills „í hæsta lagi 14 mills" og fært samn- ingsstöðu sendimanna sinna með Birgi Ísleif í fararbroddi til baka sem þessu nemur. Viðtakendur þessara skilaboða eru m.a. Alu- suisse, Elkem og Rio Tinto Zink, sem sitja með fulltrúa sína hinum megin við borðið á móti þeim Jó- hannesi Nordal, Birgi ísleifi og Guðmundi G. Þórarinssyni. „Raunsæi" er einkunnin sem ritstjóri Morgunblaðsins gefur þessari gengisfellingu vatnsork- unnar langt niður fyrir fram- leiðslukostnað í ritstjórnargrein 2. júlí. Þann sama dag átti sjónvarpið viðtal við Jóhannes Nordal stjórn- arformann Landsvirkjunar, sem staðfesti efnislega það sem Birgir ísleifur fékk að segja á prenti tveimur dögum fyrr: „Landsvirkj- un hefur aldrei gefið út 18 mills sem endilega þá einu réttu tölu ...," sagði stjórnarformað- urinn í upphafi viðtalsins. Þetta er vissulega rétt hjá Jó- hannesi Nordal, þær tölur sem Landsvirkjun lét frá sér fara fyrir fáum árum voru ekki nákvæmlega 18 mills, heldur lágu á bilinu 18—22 mill, sem líklegt verð fyrir orku frá nýjum virkjunum næsta áratug. Skýrsla um þetta var gefin út af Landsvirkjun í desember 1982 og miðuð við verðlag á því ári. Það er athyglisvert að Jó- hannes og Birgir ísleifur nefna nú ætíð lægri kantinn á þessu verð- bili og halda mjðg á lofti hversu dollarinn hafi styrkst gagnvart flestum Evrópumyntum. Á móti vegur hins vegar hin alþjóðlega verðbólga, sem hækkað hefur allt verðlag til muna frá árinu 1982. Ekki eru heldur allir jafn vissir um hversu lengi dollarinn muni halda stöðu sinni á hinum alþjóð- lega peningamarkaði, þannig að betra er að hafa þar vaðið fyrir neðan sig. Hver á að borga mismuninn? Spurningin stendur nú sem fyrr um það, hvort menn ætla að fal- bjóða orku frá íslenskum fallvötn- um langt undir framleiðslukostn- aðarverði, eða hvort lágmarkið sé að kaupendur greiði það verð sem talið er að þurfi til að framleiða nýja orku (endurnýjunarverð). Þetta er um leið spurningin um það hvort aðrir, almenningur og atvinnurekstur í landinu, eigi að borga hallann af viðskiptunum við stóriðjufyrirtækin. Á undanförnum árum hefur meðalframleiðslukostnaðarverð seldrar orku hjá Landsvirkjun numið um 20 mills og raunar nokkru hærri tölu miðað við 6% raunávöxtun og vexti af eigin fé. Þeir sem vilja ná framleiðslu- kostnaði út úr viðskiptum við stórnotendur og reikna með ein- hverri óvissu varðandi tilkostnað við nýjar virkjanir geta ekki boðið lægra verð fyrir forgangsorku en nálægt 20 mills. Þegar stjórnarmaður í Lands- virkjun eins og Birgir ísleifur set- ur fram tilboð um 14 mills „í hæsta lagi" fyrir erlenda stóriðju er hann um leið að segja almenn- ingi í landinu og innlendum iðnaði að þessir aðilar verði að jafna metin, axla byrgðarnar til að end- ar nái saman hjá Landsvirkjun. Birgir ísleifur fer raunar ekkert dult með þá skoðun sína að orku- sala á undirverði til stóriðju sé réttlætanleg. Þetta þarf ekki að koma á óvart, ef litið er til um- ræðna á liðnum árum varðandi raforkusöluna til álversins í Straumsvík. Þar hefur Birgir ís- leifur verið í hópi hörðustu for- svarsmanna gömlu álsamning- anna, og á árunum 1980—1982 tók hann aldrei undir þá kröfu á Al- þingi að hækka þyrfti raforkuverð til álversins. Sem kunnugt er hefur stækkun álversins um 100% í tveimur áföngum verið á óskalista ríkis- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar frá upphafi. Birgir ísleifur greinir frá því í viðtalinu 30. júní, að hann eigi „fastlega von á því að ákvörðun um stækkunina og sam- starfsaðilann verði tekin á þessu ári". Álverið greiðir nú 12,5 mills fyrir hverja kílówattstund eða að- eins um 60% af meðalframleiðslu- kostnaði hjá Landsvirkjun. For- Hjörleifur Guttormsson „Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur opinberlega lækkað gengi íslenskrar vatns- orku um nær fjórðung eða úr 18 mills í „í hæsta lagi 14 mills" og fært samningsstöðu sendimanna sinna með Birgi ísleif í fararbroddi til baka sem þessu nem- ur." maður Stóriðjunefndar og erind- reki Sverris Hermannssonar í orkusölu út um allan heim hefur nú bætt um betur og sagt Alu- suisse og þeim aðilum sem Alu- suisse er að leitast við að fá í lið með sér í Straumsvík að fyrir 600 gígawattstundir í viðbót þurfi í hæsta lagi að borga 14 mills fyrir hverja kílówattstund. Þetta er „raunsæið" sem þeir ástunda, sem telja sig kjörna full- trúa fyrir einkaframtakið á ís- landi og eðliiega viðskiptahætti. Á sama tíma borga iðnfyrirtæki í landinu um 125 mills á kílówatt- stund og almenningur þaðan af hærra. Vont er þeirra ranglæti, verra þeirra réttlæti, gæti átt hér við engu síður en á dögum Jóns Hreggviðssonar á Rein. Reykjavík, 8. júlí 1985. Höfundur er alþingismaður .¦!/- þýðubandalagsins fyrir Austfjarða- kjördæmi. Tjarnarskóli eftir Jón A. Gissurarson Einkaskólar eiga sér langa hefð á íslandi. Kostnaður var borinn uppi af sjóðum, velunnurum og foreldrum nemenda. Þegar skóla- skylda hófst og ókeypis vist í framhaldsskólum stóð öllum til boða tóku ríki og bær að styðja þá með fjármunum, enda léttu þeir af þeim kvöð, sem þau ella hefðu orð- ið að standa straum af. í Reykja- vík eru tveir einkaskólar á skyldu- námsstigi: Skóli tsaks Jónssonar og Landakotsskóli. Þeir eiga báðir sín hús, njóta fyrirgreiðslu frá ríki og borg og innheimta skóla- gjöld. Slík gjöld eru því engin nýj- ung. Tjarnarskóli er í burðarlið. Hann skal gerast fyrirmynd ann- arra og hafa úrvals kennaraliði á að skipa, enda það yfirborgað. Hann hyggst brydda upp á ýmsum nýjungum, sem sagt sýna í verki hvað gera má í skólum. Hann ætl- ar að innheimta skólagjöld. Hann Aætlunarferðir á Snæfellsnes Stykkwhólmi. 9. jálí. ÁÆTLUNARBÍLAR Helga Péturs- sonar halda eins og kunnugt er uppi mikilli þjónustu við okkur Snæfell- inga. Eftir því sem vegir batna verða bilarnir fljótari í ferðum. Það er ekki langt síðan þeir höfðu dvöl á leiðinni á 4 stöðum, en þeim hefir fækkað eins og áður segir með betri vegum. Stoppað er í Borgarnesi og á Vegamótum. Á Vegamótum er skipt leiðum þannig að einn bill fer til Grundarfjarðar með við- komu í Stykkishólmi, en hinn fer til ólafsvíkur og Hellissands um Staöarsveit. Ég átti um daginn tal við bræðurna sem reka fyrirtækið Hópferðir Helga Péturssonaf og bar þeim saman um að áætlunar- bílareksturinn hefði gengið vel á þessu ári og um aukningu væri að ræða og eftir því sem bensínið hækkar er það mikill sparnaður einkabifreiðaeigenda að nota rút- una. Hún er nú 4 tíma milli Reykjavíkur og Stykkishólms. Einhvern tímann hefði maður ekki búist við slíku, í það minnsta svo fljótt. Nú í vor, þegar bensinstöðin í Stykkishólmi var opnuð, fluttist pakkageymsla úr pósthúsinu þangað. Með þessu geta farþegar til Grundarfjarðar verið þar á meðan farið er með póstinn á áfangastað og fengið sér hressingu. Er þetta mikil bót. — Árni mun njóta fyrirgreiðslu úr ríkis- sjóði, þótt engin heimild sé til þess á fjárlögum svo sem fjármála- ráðherra hefur tjáð. Reykjavíkur- borg leggur fram húsnæði, en ósamið mun um kjör. Fráleitt nægja skólagjöld til þess að greiða einnig húsaleigu, ljós og hita. Lik- legt má því telja að þessir kostn- aðarliðir verði greiddir úr borg- arsjóði. Borgarstjóri virðist og telja Tjarnarskóla meðal skóla Reykjavíkur með því að synja utansveitarmönnum að sækja hann. Tjarnarskóli verður ekki hverfisskóli, heldur skulu nem- endur koma úr hinum dreifðu hverfum borgarinnar. Þessi skóli sparar því Reykjavík ekki hætis hót í skólakostnaði, en á þeim for- sendum var Kvennaskólanum í Reykjavík synjað um fjárframlag úr borgarsjóði. Öll opinber fyrir- greiðsla verður því aukin skatt- byrði á allan landslýð, einkum Reykvíkinga. Ymsar spurningar vakna. Skal hér vikið að tveimur. 1. Ef aðsókn að Tjarnarskóla reynist meiri en húsrúm leyfir, hvaða reglur verða látnar gilda um skólavist? Verða einkunnir látnar ráða þannig að þeir með hæstu einkunnir fái forgang eða þeir með lægstu einkunnir, en þeir þarfnast mestrar og • bestrar kennslu? 2. Munu yfirborganir kennara ekki valda kurr í liði annarra skóla í Reykjavík? Áfram munu leynast dugandi kennarar við skóla Reykjavíkur, verðir hærri launa, þótt Tjarnarskóli veiði þá bestu. Eg dáist að eldmóði ykkar ungu konur sem standið í þessu skóla- þjarki. Eigi er við ykkur að sakast þótt skriffinnum ýmsum finnist Jón Á. Gissurarson „Þið hefðuð átt að fara að dæmi ísaks Jónsson- ar. Hann safnaði kring- um sig hirð þvert í gegn- um litróf íslenskra stjórnmála." vaidamenn fara heldur frjálslega með opinbert fé í samskiptum við ykkur. Þið hefðuð átt að fara að dæmi ísaks Jónssonar. Hann safn- aði kringum sig hirð þvert í gegn- um litróf íslenskra stjórnmála. í skólanefnd sátu hlið við hlið Einar Olgeirsson og Sveinn Benedikts- son. Fjáðir menn reistu honum skólahús og studdu hann með ráð- um og dáð. Um skóla ísaks Jóns- sonar ríkti ætíð ró og friður sem er hverjum skóla brýn nauðsyn. Höfuadur er fymerandi skóla- stjóri Gagnfræðaskóla Austurbæj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.