Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 46
- 46 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 12. JULÍ 1985 • Jóhann Ingi Gunnarsson Jóhann kenndi í Danmörku JÓHANN Ingi Gunnarsson, hand- knattleiksþjálfarinn kunni, kenndi um síðustu hekji við danska handboltaskólann sem danska sambandið gengst fyrir. Jóhann kenndi á föstudag og laugardag og sioan é sunnudag og mánudag tók danski lands- liösþjalfarinn Leif Mikkelsen vío og kenndi. Á skólanum voru allir bestu þjálfarar Dana, Norömanna og Svía. Þetta er í annað skiptiö sem Johanni Inga hefur verið boðíð að kenna á skólanum. Atli til Uerdingen — gengur til liðs við Lárus Guömundsson og felaga. Skrifaði undir tveggja ára samning ATLI Eðvaldsson, landsliðs- maourinn kunni ( knattspyrnu, hefur skipt um félag í Vestur- Þýskalandi, þar sem hann leikur sem atvinnumaður. Atli skrifaði í fyrradag undir tveggja ára samning við bikarmeistara Bay- er Uerdingen — en Lárus Guð- mundsson leikur einmitt með því liði. Atli hefur undanfarin ár leikið með Fortuna Dusseldorf. Honum gekk mjög vel til aö byrja meö en í vetur var hann óanægður. Liðið hefur átt í fjárhagsvandræðum og stjórn þess ekki verið sem skildi. Þess má geta að einn besti leikmaöur Oússeldorf undanfarin ár, landsliðsmaðurinn Rudi Bommer, var fyrir stuttu seldur til Uerdingen þannig aö Atli verður í góðum félagsskap. Bommer er mjög snjall leikmaöur sem lék með Dússeldorf í mörg ár. Atli átti aö mæta á sína fyrstu æfingu hjá sínu nýja liði í gær. Uerdingen er mjög sterkt fjár- hagslega — en stuöningsaðili liðsins er hiö risastóra lyfjafyrir- tæki Bayer sem meðal annars stendur á bak viö Bayer Lever- kusen, sem einnig leikur i 1. deildinni í Vestur-Þýskalandi. Uerdingen er þriðja liöið sem Atli leikur meö í Vestur-Þýska- landi. hann var fyrst hjá Borussia Dortmund og síðan Fortuna Dusseldorf. • Víkingurinn í fullum skrúða. Nú leikur Atli viö hlið Larusar hjé Uerdingen. MorgunblaökVFrlöþjórur • Sveinbjörn Hákonaraon skorar hér með lúmsku langskoti af vítateigslínu (landsleiknum við Færeyinga á fimmtudaginn. Þetta var fyrsta landsliosmark Sveinbjarnar. Fyrsti lands- leikurinn á Akranesi — ísland mætir Færeyjum kl. 18.30 ÍSLENDINGAR og Fnreyingar mætast tvívegis á knattspyrnu- vellinum í dag, A-liðið og drengjalandsliðið. A-liöið leikur á Akranesi og hefst sú viðureign kl. 18. Drengirnir leika hinsvegar á ^¦w 111 íriTTrn u imirv^s^s^s^s^s^s^s^s^s^s^s^M íDróttir Þórsarar hafa notað fæsta, Víkingar flesta NÚ þegar íslandsmót 1. deildar er hálfnað er ekki úr vegi að skoða nokkrar tðlulegar stað- reyndir um þau lið sem leika í 1. deild. Byrjum á leikmannaf jölda liöanna. Það er Akureyrarliöiö Þór sem hefur notað fæsta leikmenn til þessa, aöeins hafa 13 leikmenn leikið fyrir félagið í 1. deild á þessu keppnistímabili og það verður að segjast eins og er aö það er mjög góö nýting, ef hægt er aö nota það orö í þessu tilviki. Skagamenn og Framarar hafa notað 15 leikmenn hvorir í sumar og hjá báöum liðum eru níu leikmenn sem leikið hafa alla leiki félaga sinna í deildinni. Þetta er sama og hjá Þór, þar hafa einnig níu leikmenn leikið alla leiki félagsins. FH, Víöir og KR hafa hvert um sig notaö 16 leikmenn í leikjum sumarsins. Hjá FH eru fimm leikmenn sem leikið hafa alla leiki félagsins auk þess sem Ingi Björn hefur leikiö alla leikina nema hvað hann varö að fara út- af vegna meiðsla snemma í sið- asta leik. Hjá Víði eru sjö leik- menn sem leikið hafa alla leiki auk Gisla Eyjólfssonar sem varö að yfirgefa leikvöllinn meiddur snemma í einum leiknum. Hjá KR-ingum eru sex leikmenn sem leikið hafa alla leikina auk þess sem Gunnar Gíslason hefur leikiö þá alla, kom inná sem varamaöur í fyrsta leik liðsins í sumar. Valsmenn hafa notaö 18 leik- menn til þessa og þar af eru fimm sem leikiö hafa alla leiki liðsins. Örn Guðmundsson hefur leikið átta leiki og komiö inná sem varamaður í einum leik. Keflvíkingar hafa notaö elnum leikmanni meira en Valur, eöa 19, og sex leikmenn hafa leikiö alla leikina auk pess sem Helgi Bentsson kom einu sinni inná sem varamaöur en hefur annars verið í byrjunarliðinu Þróttarar hafa notað næst flesta leikmenn í 1. deildinni, alls 20. Hjá Þrótti hafa aðeins fjórir leikmenn veríö alltaf i byrjunar- liöinu en tveir leikmenn aö auki hafa verið meö í öllum leikjum liðsins, komiö inná sem vara- menn. Víkingar hafa notaö flesta menn til þessa eins og algengt er meö liö sem á í ertiöleikum. Vík- ingar hafa notaö 21 leikrnann og aðeins tveir hafa alltaf verið í byrjunarliöinu, þeir Andri Marteinsson og Atli Einarsson. Af þessari upptalningu sést aö þaö eru alls 169 leikmenn sem komið hafa inn á leikvðllinn til aö leika fyrir liö sitt i þessu is- landsmóti þaö sem af er og þaö er ekki svo lítill fjöldi. KR-vellinum og byrjar leikur þeirra kl. 18. Leikurinn í kvöld verður fyrsti landsleikurinn sem frpm fer í þeim mikla knattspyrnubæ, Akranesi. Nokkrar breytingar hafa verið geröar á landsliöshópnum frá því í 9:0-sigrinum í fyrrakvöld. Inn í hóþinn í kvöld koma Bjarni Sveinþjörnsson og Halldór Ás- kelsson, báöir í Þór á Akureyri, Ársæll Kristjánsson, Þrótti, Pétur Pétursson og Skagamennirnir Guðjón Þóröarson og Höröur Jó- hannesson. Úr hópnum fara þeír Guömund- ur Torfason, Fram, Guömundur Þorbjörnsson, Val, Kristján Jóns- son, Þrótti, Pétur Arnþórsson, Þrótti, Sigurður Björgvinsson, IBK, og Þorgrímur Þráinsson, Val. Dómari leiksins veröur Óli Ólsen, línuveröir Þorvaröur Björnsson og Magnús Theódórs- son. A KR-vellinum leika eins og áö- ur sagði drengjalandsliðin. ís- lensku strákarnir léku mjög vel gegn Færeyingum í fyrri leiknum og unnu, 15:0, eins og áöur hefur komið fram. Það var ekki rótt sem kom fram i gær aö flestir færeysku strákarnir væru fæddir 1972. Aöeins tveir leikmanna liösins eru fæddir þaö ár, en þorri þeirra eru fæddir 1970 og 1971. íslensku strákarnir eru allir fæddir eftir 1. ágúst 1969 — sem sagt 1969 og 1970. í íslenska liöinu eru margir stór- skemmtilegir strákar og þaö er vel þess viröi aö fylgjast meö þeim í kvöld. Þetta eru leikmenn framtíö- arinnar og margir þeirra eiga ef- laust eftir aö klæðast landsliðs- búningnum mörgum sinnum t framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.