Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR12. JÚLÍ 1985 21 Sprengingin, sem eyðiiagði Rainbow Warrior: „Um skemmd- arverk að ræða" — segir lögreglan í Auckland Aacklaad, Nyja Sjaiandi, 11. júli. AP. LÖGREGLAN í Auckland á Nýja Sjálandi segir, að sprengja hafi valdio því að Rainbow W arrior, skip Grænfriðunga, sprakk i loft upp í hófninni þar í gær. „Hér er um skemmdarverk að ræoa," sagði talsmaður lögregl- unnar. Lögreglan hefur ekkert látið uppskátt um það hver kunni að hafa komið sprengjunni fyrir og enginn aðili hefur lýst ábyrgð verknaðarins á hendur sér. David Lange, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag, að landið væri sýnilega ekki lengur óhult fyrir hermdarverkastarfsemi. Grænfriðungar eru ein kunn- ustu umhverfisverndarsamtök í GENGl GJALDMIÐLA Dollar styrkist Ijjmlunum. II. júlí. AP. DOLLARINN styrktist dálítið í dag á gjaldeyrismörkuðum, en síðustu fjóra daga hafði hann lækkað verulega gagnvart evr- ópskum gjaldmiðlum. Gull lækk- aði í verði. í Lundúnum fengust 1,3755 pund fyrir dollar í dag. Er það hækkun dollarans frá því í gær, en þá kostaði hann 1,3842 pund. Gengi dollars gagnvart helstu gjaldmiðlum var sem hér segir: 2,9410 vestur-þýsk mörk (2,9395), 2,4582 svissneskir frankar (2,4435), 3,9450 franskir frankar (9,150), 3,9450 hollensk gyllini (3,3065), 1.894,00 ítalskar lírur (1.983,00) og 1,3540 kanadiskir dollarar (1,3520). Gullúnsan lækkaði í dag frá þvi í gær i Lundúnum, úr 315,25 doll- urum i 314,40 dollara. Veður víða um heim 16 20 Usyst Akursyri Arntterdam Aþena Barciona Berlín 12 BrU.ael 14 CMcago 1« Dublm 10 Feneyjar Frankturt 13 Qwil 17 Heiunki 13 HongKong 27 Janiaatom 16 Johannaaarborg 7 Kaupmannah. 14 1» Pilmai Llassbon 17 London 15 Loa Angstes 22 Luxamborg MaHorca Mi.mi Ný)ftDelhl MewYork 0»k> Psking 25 13 21 23 13 13 20 12 ReykfaWk Rio da Janairo 15 Rómaborg 9an Franciaco Stokkhosmur Sydney Tokýo Toronlo Vancouver V.r.fé Vmarborg Þorahom 17qr 10 súkt 22 heioekirl 34 hoioakírt vanlar 22 .kýjeo 26 heio.kirt 27 heiOakírt 16 h.ift.kirt 25 létt.kýj»o 20 »kýjeö 23 heioskíil 21 akýjaö 31 heio.kirt 26 hei*»kír1 20 heio»kirt 21 haioafcirt vantar nsioskirt »ky).ö hsioskirt trsntar 26 rykmi.tur i*tt»kri»ð skyisð 23 sfcýjao 31 h.iö.kirt 31 hoioskirt 21 sfcýlao 21skýiso 30 skýiað 19 rigning 11 «ký(«o 28 «kyjeo ri.io.kirt hsiðskirt hsioskirt skylaö 30 »kyi»ö 24 heið.kirt 23 heioskirt 22 sfcýiao 20 skýjso 10 súld 26 23 34 26 31 33 21 heimi og var fyrirhugað að Rain- bow Warrior, sem er eitt af sex skipum þeirra, tæki þátt í fjög- urra mánaða mótmælasiglingu umhverfis Mururoa-eyjar í Kyrra- hafi, þar sem Frakkar hafa verið að gera tilraunir með kjarnorku- sprengingar neðanjarðar. Þykir einsýnt að ekkert verði af mót- mælunum vegna atviksins. Hins vegar er orðrómur á kreiki um það á Nýja Sjálandi, að David Lange, forsætisráðherra, hafi boðist til þess að senda herskip á vettvang við Mururo-eyjar til að hafa for- ystu um mótmæli þar, en stjórn hans hefur margsinnis mótmælt kjarnorkutilraunum Frakka harð- lega. Grænfriðungar kannast ekki við slikt boð, en segjast mundu taka því fagnandi ef það bærist. Sendiráð Frakka í Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, hefur lýst harmi sínum vegna spreng- ingarinnar, sem eyðilagði Rain- bow Warrior, og tekið skýrt fram að Frakkar eigi þar engan hlut að máli. Formælendur Grænfriðunga sogðu í dag, að þeir hefðu ákveðið að safna 100 þúsund bandarikja- dollurum (jafnvirði rúmlega fjög- urra milljóna ísl. króna) til að kaupa nýtt skip í stað Rainbow Warrior og styrkja fjölskyldu Portúgalans, sem fórst í spreng- ingunni. Grænfriðungar hafa m.a. á stefnuskrá sinni, að varðveita stofna hvala, höfrunga, sela og kengúra. Jafnframt hafa þeir bar- ist gegn tilraunum með kjarn- orkuvopn og gegn þvi að kjarn- orkuúrgangur verði losaður á hafi úti. Þeir hafa mótmælt hvalveið- um íslendinga og sendu Rainbow Warrior m.a. hingað til Iands til að spilla fyrir veiðunum. Ferðamenn hafa tekið verðlækkuninni í fnhofninni á Kastrup vel. Frfliöfnin í Kastrup: Verðlækkun styrkir samkeppnisstöðuna Fjölgun fríhafnarverzlana FLUGHÓFNIN í Kastrup við Kaupmannahöfn hefur kunngjört umtalsverða verðlækkun á svokðlluðum frí- hafnarvörum, sem raunar kom til framkvæmda um sl. mánaoamot. Verðlækkun þessi nemur allt að 50%, Nýr rekstraraðili, sem SAS hefur 40% eignaraðild að, hefur framtíðarrekstur frfliafnarverzlana í Kastrup a hendi. Hann hyggst styrkja samkeppnisstöðuna, m.a. gagnvart Schiphol-nugstöðinni við Amsterdam, sem og að sækja aukinn hagnað um aukna sölu með verð- lækkun. Rekstraraðili frihafnarverzlana hefur skuld- bundið sig til að greiða flughöfninni tilteknar fjár- hæðir á ári, sem m.a. verða nýttar til að rýmka verzlunarsvæði flughafnarinnar, en þar er fyrir- hugað að koma fyrir 20 nýjum verzlunum næstu 18 mánuðina. Sem dæmi um verðlækkun frihafnarinnar í Kastrup, samkvæmt dönskum blaðafréttum, má nefna: • 1. Smirnoff vodki kostaði áður d.kr. 72.- (ísl. kr. 278.-) en nú d.kr. 45.- (ísl. kr. 174.-). Verð á þessari vöru i flughöfninni í Amsterdam er $3.65 (ísl. kr. 150.-). Samkvæmt verðskrá fríhafnarinnar í Kefla- vík er verðið $5.- (isl. kr. 205.-). • 2. Johnny Walker, red label, viski kostaði áður d.kr. 88.- (ísl. kr. 340.-) nú d.kr. 70.- (ísl. kr. 270.-). Verð í fríhöfninni í Amsterdam er isl. kr. 233.- og á Keflavikurflugvelli ísl. kr. 298.-. • 3. Remy Martin VSOP-koniak kostaði áður d.kr. 186.- (ísl. kr. 719.-) nú d.kr. 161.- (isl. kr. 623.-). Verð í fríhöfninni í Amsterdam er ísl. kr. 545.- og i Keflavík ísl. kr. 534.-. • 4. Sígarettur (Prince, 200 stk.) kostuðu áður d.kr. 105.- (ísl. kr. 406.-) nú d.kr. 76.- (ísl. kr. 294.-). Verð í Amsterdam kr. 250.- og í Keflavík kr. 216.-. Innflutningur Beneluxlanda 28. JÚNÍ síðastliðinn komu starfsmenn beilbrígðiseftirlita og buidbún- aðarráðuneyta Hollands, Belgíu og Lúxemborgar sér saman um regiu- gerð varðandi innfhitning á rækju til landanna. Eftir að þessi reglugerð hefur gengið í jjildi verður eingöngu leyfður innflutningur á rækju frá viðurkenndum fyrirtækjum. á rækju til háður leyfum Rækjunum verður að fylgja heilbrigðisvottorð þar sem greini- lega kemur fram að varan full- nægi þeim hreinlætiskröfum sem Alþjóða landbúnaðarstofnunin (FAO) og Alþjóða heilbrigðis- stofnunin (WHO) gera. Þau fyrir- tæki sem sjá um innflutninginn verða að vera viðurkennd af yfir- völdum Benelúxlandanna. Þau fyrirtæki sem koma til með að reyna að flytja inn rækju án til- skilinna leyfa eiga það á hættu að réttindi fyrirtækisins til þess að versla með þessa viðkvæmu mat- vælavöru verði afturkðlluð fyrir fullt og alit. Fyrir íslendinga kemur þessi reglugerð að öllum líkindum til með að opna að nýju möguleikann hér á markaðinum. Flest stærri rækjuinnflutningsfyrirtaeki hér svo sem Heyploeg, hafa flutt inn rækjuna frá Asiulöndum. Nokkur af þeim fyrirtækjum sem þeir hafa skipt við síðustu árin koma án efa til með að eiga erfitt með að fá viðurkenningu heilbrigðiseftir- lita Benelúxlandanna. Gert er ráð fyrir að reglugerðin gangi f gildi innan skamms. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings fordæmir fóstureyðingar í Kína Afskipti af innanríkismálum, segir Li Xiannaian forseti Waahia«10B,ll.jílíAP. FTJLLTRÚADEILD Bandaríkjaþings samþykkti í gær með 289 atkvæo- um gegn 130 ályktun um að fordæma þá stefnu Kína að knýja fram takmarkanir við fólksfjölgun með því að neyða fólk til fóstureyðinga og ófrjósemisaðgerða. Forseti Kína, Li Xiannian, sem er í þann veginn að leggja upp i ferðalag til Bandarikjanna, visaði í dag harðlega á bug þessari álykt- un fulltrúadeildarinnar. Sagði hann, að með þessu væri algerlega verið að rangtúlka það, sem verið væri að gera í Kína í þessu tilliti og hlyti ályktun fulltrúadeildar- innar að vekja almenna reiði á meðal kínversku þjóðarinnar. „Ég tel, að með þessu sé verið að skipta sér af innanlandsmálum Kína og slíkt getum við ekki þol- að," sagði Li Xiannian. Hann kvaðst þó ekki telja, að þetta ætti eftir að hafa áhrif á fyrirhugað ferðalag hans, sem er ætlað að efla skilning og vináttu milli Kína og Bandaríkjanna. I siðasta mánuði sökuðu Kin- verjar Bandaríkjamenn um „róg- burð" og „tilhæfulausar ásakanir", er dregið var úr framlögum Bandaríkjanna i fólksfjðldasjóð Sameinuðu þjóðanna vegna frétta um, að í Kína væri fólk neytt til fóstureyðinga til þess að koma i veg fyrir offjölgun. I ferðalagi sinu nú fer Li Xi- annian fyrst í opinbera heimsókn til Kanada en siðan til Bandaríkj- anna, þar sem hann dvelst i eina viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.