Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, 8UNNUDAGUR 14. JÚLl 1985 Aíslandi eru þrír þjóð- garðar, á Þingvöllum, í Skaftafelli og í Jökuls- árgljúfrum. Sérstök nefnd frá Alþingi hefur umsjón með Þingvöllum, en Náttúru- verndarráð rekur hina tvo sam- kvæmt náttúruverndarlögum, enda búa bæði þjóðgarðurinn í Skaftafelli og þjóðgarðurinn í Jök- ulsárgljúfrum yfir náttúrudjásn- um sem ákvörðun hefur verið tek- in um að ekki megi spilla og jafn- framt að þessir blettir skuli nýttir fólkinu sem í landinu býr til ynd- isauka — nú og í framtíðinni. í Skaftafelli þar sem lengra er kom- ið með að búa í haginn sýnir hin mikla aðsókn að þetta kunna landsmenn vel að meta. Einnig fer aðsókn vaxandi í Jökulsárgljúfur með ári hverju. Um Gljúfragarð hafa farið um 30 þúsund manns í fyrra. Voru skráðar tæpar 13 þús- und gistinætur, þar af 7.667 ( Vesturdal. Með fjölgun ferðafólks verður álagið að sjálfsögðu meira og umgengni vandmeðfarnari, en á báðum stöðum eru landverðir á Stórt tjaldsvæði og nýtt hreinlætishús í þjódgarðinum TEXTI OG MYNDIR; ELÍN PLMADÓTTIR sumrum til fræðslu, leiðbeininga og eftirlits. I Skaftafelli hefur um nokkurra ára skeið verið rekin þjónustumiðstöð og tjaldsvæði, sem fara stækkandi. Og nú í júní var.tekið í notkun vandað hrein- lætishús fyrir ferðafólk í Gljúfra- garði og tilbúið til notkunar vel út búið tjaldsvæði, sem kemur til með að verða ekki síðra en í Skaftafelli. Nátturuverndarráð og starfsfólk þess var á ferð við Jök- ulsárgljúfur og tók formlega við húsinu af verktaka. Hið nýja tjaldsvæði í Gljúfra- garði er 6 hektarar að stærð og því hefur verið fundinn staður utan við Ásbyrgi, skammt vestan við veginn þar inn og ekki fjarri Brúnavegi sem farinn er upp með Jökulsá að vestan og eftir þjóð- garðinum í Hljóðakletta, Vestur- dal, Hólmatungur og suður að Dettifossi. Enn er hægt að fá leyfi til að tjalda inni í Ásbyrgi á af- mörkuðum stað á gamla íþrótta- vellinum, en augljóst var að með aukinni aðsókn gæti byrgið ekki tekið við nema broti af þeim sem þjóðgarðinn sækja þar, enda engir stækkunarmöguleikar. Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt og stjórnarmaður í náttúruverndar- ráði hefur skipulagt nýja tjald- svæðið á mólendi, sem hefur verið sléttað i túnflöt og gróðursettar 8.000 plöntur, sem skipta því niður og munu í framtíðinni veita tjöld- unum hlýleg rjóður. Er þar rými fyrir tjöld allra þeirra sem í einkabilum koma og hægt að hafa bílinn við tjaldið. Rútubflum er ætlað rými austan til á svæðinu og eldhúsbilar fá þar stæði við þrær og geta þar losnað við vatnsúr- gang. En skammt er f verslun kaupfélagsins i Ásbyrgi þar sem hægt er að fá vistir og einnig ýms- ar veitingar, auk þess sem rekin er gisting í svefnpokaplássi og rúm- um í Skúlagarði ekki allfjarri. Var tjaldsvæðið tekið í notkun í sumar, en á að sjálfsögðu eftir að Hreinlætishúsið nýja í Gljúfragarði er vönduð bygging með aðstöðu til snyrtingar, þvotta og baða. Og í skjóli fyrir utan eru vaskar til að þvo upp. Þarna utan við Ásbyrgi hefur verið útbúið stórt tjaldsvæði. Tptt er Gli úfrum gróa betur og verða hlýlegra. Má minnast þess að hið vinsæla tjald- stæði í Skaftafelli varð ekki til fyrr en 1974. Hreinlætishúsið sem tekið hefur verið í notkun er hið vandaðasta. Skilaði Stefán smiður óskarsson á Reyn í Reykjahreppi af sér bygg- ingunni með því að afhenda for- manni Náttúruverndarráðs lykl- ana og hann aftur landvörðum, sem komnir eru á sinn stað til gæslu í sumar. Til endanna eru snyrtiherbergi fyrir konur og karla með salernisaðstöðu og vöskum til að þvo sér og snyrta, svo og sturtum. Er vatn hitað með rafmagni og selt eins og í sjálfsala með þar til gerðum peningum. Sérstakt salerni er fyrir fatlaða. En i almenningi eru vaskar til að vinda úr plöggum og þurrkskápar með blæstri sem má breiða f rakar flíkur, auk rekka til að leggja frá sér farangur. En í skjóli undir húsvegg eru útivaskar til að sækja í vatn og þvo matarílát. Er þar rúmgóð aðstaða, þótt að sjálf- sögðu komist ekki allir að í einu úr stórum rútubílum. Teikningar gerði Stefán örn Stefánsson. Að- staða hefur því gjörbreyst fyrir tjaldfólk á þessum stað. Þegar mestur stórhugur var í mönnum um hraða uppbyggingu á árunum 1978—79 voru uppi áform um að reisa um leið svokallaða gesta- stofu, eins og gjarnan finnast í þjóðgörðum erlendis, þar sem fræðsla er veitt um þjóðgarðinn og þau nátturufyrirbrigði sem þar er að finna, og stendur grunnur- inn einn skammt frá snyrtiher- berginu. Landverðir, sem í sumar eru Steinn Kárason og Kristin kona hans, hafa bækistöð i húsi skógræktarinnar þarna skammt frá, því hinu sama sem listmálar- arnir Sveinn og Agnete Þórarins- son byggðu sér við Ásbyrgi þegar þau settust að á íslandi. Og Sigur- borg Rögnvaldsdóttir er farand- landvörður í þjóðgarðinum. Gægst um gáttir ( helli í þjóðgmrðin- um. Litlu hnátunni er ekkert að van- búnaði að fara í ferðalög á bakinu á honum pabba sínum, Þóroddi Þór- oddssyni, jarðfræðingi. ingu eyðijarðarinnar Svínadals i Kelduhverfi, að viðbættri land- spildu í Ásheiði. Ári síðar var land jarðarinnar Áss keypt og samein- að þjóðgarðinum og 1978 megin- hluti Ásbyrgis, en jörðin Ásbyrgi „Hvað er hér að Kta?“ byrj- ar Einar Benediktsson ljóð sitt um Ásbyrgi. Og segir síðar. Mikill skemmti- skáli,/ skrautlegt er að sjá/ eins og steypt úr stáli/ standa björgin há./ Breiðir lystilundur/ limið móti sól; alskyns blómstra undur/ á hér friðarskjól. Nátturuverndarráð stefnir að því að breyta nokkuð hlutverki landvarða, sem oft hafa ekki kom- ist yfir meira en að þrífa og líta eftir, þannig að þeir veiti meiri skipulega fræðslu. Er byrjað á þvf i sumar í þjóðgarðinum i Jökuls- árgljúfrum með þvi að boðið er daglega upp á eina gönguferð und- ir leiðsögn landvarða. En á þvi var byrjað i Skaftafelli i fyrra. Eru farnar 2—4 tfma gönguferðir, sem auglýsing er um í kaupfélaginu svo og kvöldrölt, ferð án fyrir- heits, þar sem spjallað er um það sem fyrir augu ber og náttúrutúlk- un. Eða eins og Snorri Baldursson, sem ásamt konu sinni Guðrúnu Narfadóttur er landvörður í Vest- urdal, sagði: Svo margir borgarbú- ar sem hér koma fara um án þess að sjá, hlusta eða heyra , en með skilningi vex virðing fyrir náttúr- unni og umgengni við hana. Nýtt hreinlætishús og rúmgóð tjaldsvæði hafa verið tekin í notkun f þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum. Hér er húsið vígt og lyklarnir afhentir. Frá hægri: Eyþór Einarason formaður náttúruverndarráðs, Stefán Óskarason smiður, Gísli Gislason, framkvæmdastjóri ráðsins, sem réttir landvörðum lyklana, þeim Snorra Baldurasyni, Guðrúnu Narfadóttur og Sigurborgu Rögnvaldsdóttur. Hrikaleg gljúfur og fossaföll Þjóðgarðurinn f Jökulsárgljúfr- um nær með Jökulsá á Fjöllum að vestan frá Dettifossi niður á miðj- an Sand, sem er um 35 km vega- lengd og er hann að flatarmáli um 150 ferkm. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1973 með friðlýs- hefur lengi verið í eigu Skógrækt- ar ríkisins og er þar um að ræða samstarf Náttúruverndarráðs og skógræktar. Jökulsárgljúfur eru stærstu og hrikalegustu árgljúfur á íslandi og þar dunar Dettifoss, sem oft er talinn voldugasti foss í Evrópu, 45 m hár og 100 metra breiður. Og

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.