Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 21

Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 21 um. Og litlu neðar magnast niður- inn og endurkastast í bergmáli frá þessum hrikalegu bergþiljum Hljóðaklettanna. En fuglar af ýmsum tegundum blanda sér gjarnan í með einni og einni aríu. Hver með sínum tóni, lóa, þúfu- tittlingur, skógarþröstur, rjúpa, hrossagaukur, stelkur eða óðins- hani, gæsir, kríur og mávar eða smyrill og hrafn, svo eitthvað sé nefnt úr hinu fjölbreytta fuglalifi í þjóðgarðinum, þar sem skógar og kjarrlendi setja svip á gljúfra- svæðið. í Forvöðum og Hólmatungum 1 upphafi voru uppi hugmyndin aö þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum Undu menn sér vel þarna í falleg- um birkiskóginum og hinum sér- kennilegu klettum við ána. Og jafnvel í hrikalegum árfarvegin- um þar sem fossaði fyrrum Víga- bergsfoss, áður en Jökulsá lagði leið sína alfarið um annan farveg fyrir 45 árum. Nú er þessi mikli foss ekki lengur til nema á mál- verki á stafni á bæjarhúsum á Hafursstöðum,- þar sem Helgi málaði hann eftir mynd frá 1906 og eins og hann mundi hann sjálf- ur. En þess sjást merki að þaðan muni hann líka þurrkast út meö timanum. Daginn eftir voru menn komnir handan Jökulsár i Hólmatungur, Hljóðakletta, Svínadal og Vestur- dal, þar sem er bækistöð land- Undir klettavegg f Forvöðum: Björk Gunnarsdóttir, starfsstúlka náttúru- verndarráðs, Gnðmundnr Jónsson bóndi á Ærlæk, Eyþór Einarsson formað- ur náttúruverndarráðs, Þorfinnur Jónsson á Ingveldarstöðum, Gunnlaugur Theodórsson bóndi á Austara-Landi og Þórunn Hafstein í menntamálaráðu- neytinu. ■ > - Við Dettifo8s að austanverðu. „Hver feilmaöfl um auðnarlöndin stór/ sem öllum drekkir hafsins dauði sjór“, sagði Einar Benediktsson um hann. ViCABKIWSFOSS Vígabergsfoss í Jökulsá á Fjöllum er horflnn fyrir mörgum áratugum, en Helgi á Hafursstöðum málaði hann til minja á bæinn sinn. „Gegnum gljúfurheiðar/ geisar Jökulsá/ hækka brekkur breiðar/ brekkar ferleg gjá.“ ægifagur eða eins og Einar Bene- diktsson sagði eftir að hafa komið að Dettifossi áöur en hann fór til New York til að kaupa vatnsrétt- indin til að virkja Dettifoss af Oddi V. Sigurðssyni vélsmið og stofna Gigant-félagið til að virkja fossana í Jökulsá á fjöllum: Heill, vaUMÍnjt jötnnn, frjáls med breidan barm Þér bindur íminH bel ei fót né arm. I*ín rödd er sótt í afgrunn iöurótninn, en uppheimN loginn brennur þér um hvarm. I»ú getir unnió daudans böli bót, stráó blómaskrauti yfir rústir grjótaina, steypt mynd þeiw aftur upp í lífsins mót meó aflí því, frá landsins hjartarót, sem kviknett er í klettalegstaó fljótains. En Einar hafði þá eignast báðar jarðirnar Ás og Byrgi og seldi Gigant vatnsréttindi í landi þeirra og var 300 metra breið ræma af landi meðfram ánni með í kaupun- um. Sem betur fer varð ekki komið beisli á fossana í Jökulsá þá né síðar og eru þessar jarðir og foss- arnir upp að Dettifossi innan þjóðgarðsins og syngja ferðafólki sitt lag: Syng, OettifoBS. Sjng hátt mót himins sóL Skín hititfn IjÓKS, á skuggann veldbwlól. í Jökulsárgljúfrum syngja þeir hver með sínum rómi þar sem þeir steypast hver á sinn hátt fram af stöllum sínum með hrikalegar klettamyndanir um kring. Hinn hái Hafragilsfoss, breiði Selfoss og Réttarfoss taka við af dimmum dyni Dettifoss og inn í sinfóníuna koma léttir tónar frá fossandi lækjum sem koma skoppandi nið- ur skógi vaxna gljúfurbarma beggja vegna frá úr Hólmatung- um og handan árinnar úr Forvöð- í Ásbyrgi er hægt sð fá leyfi til að tjalda á gamla íþróttavellinum. Þá eru til taks hjólbörur til að flytja farangurinn frá bflnum á tjaldstað. varða og skoðuðu hvernig gróðri vegnar í þjóðgarðinum. En þar er mikill uppblástur, sem verjast þarf með einhverju móti, og sem blasir við þegar ekinn er Brúna- vegur í suður frá þjóðveginum við Ásbyrgi, þar sem fyrst er skógi vaxið eins og í byrginu, en þegar sunnar kemur taka við lyngmóar og lengra suður blásnir melar og sandlendi. Verður moldrok þar víst æði dökkt þegar hreyfir vind enda merkin skýr. Leynir sér ekki hvernig jarðvegurinn lætur undan þegar skógarhríslurnar eru farn- ar, en endurnýjun er sýnilega víða lítil í skógarkjarrinu, nýir sprotar sjást vart í lundum og lauf ekki upp eftir trjánum. Hafa verið uppi hugmyndir um girðingu í þjóð- garðinum i samvinnu við land- græðsluna til að útiloka beit á ákveðnu svæði til að hlífa landi. Og efndi Náttúruverndarráð til sveitafundar í Skúlagarði síödegis á sunnudegi til að kynna þar og ræða girðingarhugmyndir, auk kynningar á starfsemi Náttúru- verndarráðs í þjóðgarðinum og skipulagi á nýjum tjaldstæðum. Og var landgræðslustjóri mættur á fundinum. þjóAgarðinum í Jökulsárgljúfrum er jörðin Ás. Ábúandinn Ingvi Axelsson ræðir við náttúruverndarráðsmenn sem sækja hann heim: Einar E. Sæmundsen, Þórodd Þóroddson og Eyþór Einarsson. yrði beggja vegna Jökulsár en ekki aðeins að vestan og voru þreif- ingar um það við bændur á bæjum austan fljótsins fyrir um 15 árum. Var einn af eigendum, Theodór Gunnlaugsson á Hafursstöðum, sem skrifaði bókina um Jökuls- árgljúfur, áhugasamur um það. Systkinin á Hafursstöðum eru nú öll látin og ekki búið þar lengur þótt húsum sé við haldið. En í því landi eru einmitt Forvöðin, beint á móti Hólmatungum, og ekki síður yndisleg að dvelja í. Þetta eru gróðurrík svæði með ótal lækjum og ám, sem spretta af lindum. Þar liggur slóð af þjóðveginum og framhjá Hafursstöðum niður í Forvöðin, en er illfær eða ófær í bleytu og rútur komast engan veg- inn um djúpa troðningana. Marga fýstir samt að sækja þennan ynd- islega stað heim og festa farar- tæki sín eða fara gangandi. Afkomendur systknanna á Haf- ursstöðum, Guðmundur Jónsson á Ærlæk, Gunnlaugur Theodórsson á Austara-landi og Sigfríður Helgadóttir frá Hafursstöðum komu til móts við náttúruvernd- arráðsmenn og fóru með þeim nið- ur í Forvöðin til að viðra hugsan- lega samvinnu um eftirlit, vega- gerð og verndun þessa fallega lands við ána. Einhvern tíma hafði verið talað um göngubrú yfir gljúfrin þar sem Jökulsá rennur í streng milli hárra kletta, og þarna datt mönnum í hug að setja mætti kláf, sem bæði auðveldaði fólki að komast á staðinn og ekki síður að þá gætu landverðir handan ár litið líka eftir hinum viðkvæma stað Forvöðum um leið og þeir fara um Hólmatungurnar. Og einnig talað um vegarbætur á gömlu slóðinni eða lagningu annarrar og styttri. Giröing til landverndar Þar gerði Þóroddur Þóroddson, jarðfræðingur grein fyrir girð- ingarmálinu fyrir hönd Náttúru- verndarráðs. Sagði að fljótlega eftir stofnun þjóðgarðsins hefði verið farið að huga að gróðri og fljótlega hefðu komið í Ijós þessi uppblásturssvæði. Sýndi hann með glærumyndum mestu upp- blásturssvæðin og önnur svæði þar sem hætta er á uppblæstri og hann raunar hafinn. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um girðingu á undaförnum árum, m.a, að girða bara af Vesturdal, en fall- ið frá því vegna hættu á auknu beitarálagi á Hólmatungurnar sem ekki þyldu það. Tók Þóroddur fram að aldrei hefði staðið til að girða alla leið niður í Ásbyrgi. En nú væru menn á því að girða stærra svæði, frá Rauðhólum og suöur eftir þjóðgarðsmörkum, alls 34ra km girðingu. Landgræðslan kæmi þá með sitt land inn í girð- inguna, enda mikill uppblástur á þessu svæði ef bornar eru saman loftmyndir með 20 ára millibili. Gróðurþekjan væri að minnka. Ekki er áformað að girða á þessu ári, enda málið hvorki tilbúið né að Náttúruverndarráð hafi fé til þess. Fundurinn var allfjölmennur og tóku margir heimamanna til máls, lýstu skoðun sinni og báru fram fyrirspurnir. Höfðu heimamenn ýmislegt við þessa girðingu að at- huga. Ekki endilega af þvi að þeir óttuðust beitarleysi fyrir fé sitt á afréttinum. Þeir þyrftu ekki endi- lega á þessu landi að halda enda hefur fé þar fækkað um þriðjung á fáum árum. En þau rök sem helst komu fram hjá ræðumönnum voru að erfiðara yrði fyrir fé að komast í vatn þar sem það er vant því, að mörg ár mundi taka að venja það á að fara nýja leið fram á afrétt- inn, að það mundi safnast ofan við girðinguna og land láta þar á sjá og að tiltölulega stutt væri frá girðingunni austur í hraun i Gjástykki (og landsigs og sprungna vegna Kröflugossins 1974—75 ) svo fé gæti verið hætt sem vant væri að renna fram með Jökulsá. Bent var á að fleira færi illa með skóg en sauðkindin, vetr- arbeit væri hætt og skógar færu illa af snjóalögum þegar fennti í brekkurnar. En tekið var fram að mönnum væri ljóst að Náttúru- verndarráð gæti girt án samráðs við heimamenn, þar sem landið væri í eigu ríkisins og í umsjá Nátturuverndarráðs. Það virtist mest röskun á hög- um fjárins sem menn óttuðust og að langan tíma tæki að venja það á nýjar leiðir. Á móti var bent á að ef til vill væri einmitt auðveldara nú en í annan tima að eiga við vanafestu sauðkindarinnar, þar sem riðuveikin herjaði og væri verið að ræða um niðurskurð á svæðinu, sem mundi veita tveggja ára hlé og síðan nýtt fé, sem ekki hefði vanist á leiðina meðfram Jökulsá á leið í sumarhaga. Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri kvaðst sammála Náttúru- verndrráði um að vernda beri svæðið gegn uppblæstri og að girðingar sé þörf í því sambandi. Mundi landgræðslan gera kröfur til þess að svæðið yrði girt ef það kæmi til samstarfs um upp- græðslu. Sagði hann reynslu land- græðslunnar misjafna af því hve stíft fé sæki á sín fyrri svæði. Hefði komið fyrir að það tæki 1—3 ára að venja það á nýja siði, en það væri þó sjaldgæft. Benti hann á að þarna væri ekki um stórt svæði að ræða og það væri ekki gott beitiland. Eyþór Einarsson, formaður náttúruverndarráðs, benti á að því fylgdi viss fórn að búa á merku svæði á landsmæli- kvarða, en hér væri verið að tala um land sem allir landsmenn teldu sig eigan nokkurn hlut í. Því fylgdi ábyrgð að eiga gersemar eins og Dettifoss og fleira sem þarna væri. Gestir höfðu búið í Skúlalundi meðan dvalið var í Kelduhverfi. Og höfðu strax fyrsta daginn fengið að skoða fiskeldisstöðina Árlax, sem þar er í næsta ná- grenni, en þar er verið að ala upp 500 þúsund laxaseiði sem selja á tveggja ára til Noregs. Jafnframt laxræktarstöðina ísno, sem er í Lóninu. En þar er verið að ala upp lax í stórum stíl í kerjum úti í sjónum. Kom fram í máli ræðu- manns í sambandi við fækkun á fé að undanförnu að því kynni að fækka meira með breyttum bú- skaparháttum, þar sem fiskirækt- in væri komin tilsem ný búgrein En þótt ekki væri það beint á dagskrá benti Eyþór Einarsson, formaður Náttúruverndarráðs, á það í ávarpi sinu í upphafi fundar að lífrænn áburður frá slíkum eld- isstöðvum væri á við nokkur hundruð manna byggð og tók sem dæmi að úrgangur frá eldisstöð á Reykjanesi þegar hún er fullbyggð gæti orðið á við 100 þúsund manna byggð. Því þyrfti að vita hvert úr- gangurinn fer og tryggja að sjór eða ár geti losað sig við hann. Nátturuverndarmenn áttu þó ekki önnur erindi við eldisstöðvar í þessari ferð en að borða þaðan glænýjan lax. Að Keldhverfingar gera sér grein fyrir þeim gersemum sem þeir eiga og hafa til varðveislu má kannski best sjá af áletruninni sem undirrituð var að lesa undir umræðum á veglegum útskornum ræðustóli með mynd af Dettifossi í Skúlalundi: h'ur Ijódu lindir senda IjóAa þrollinn okkar nil. hiair fodsar fjrst oss keandu Feóra vorra eofuet mál.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.