Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ1985
LeikaðsUða barna er eitt þeirra verkefna sem félags-
menn hafa unnið ötullega við að koma í gott horf. Ekki
er að sjá annað en krakkarnir kunni það vel að meta.
Valur Óskarsson landvörður Lv. ásamt Gunnari Þor-
lákssyni formanni dagskrárnefndar. Að baki þeim sést
nýja félagsheimilið og pallur þar sem aðaldagskrá móts-
ins fer fram.
25. mót bindindismanna haldið
í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina:
Nýtt félagsheim-
ili tekið í notkun
BINDINDISMÓTIÐ í Galtalækjarskógi hefur hlotið fastan sess í hugum
margra sem einn af höfuðviðburðum verslunarmannahelgarinnar. Þetta árið
verður mótið haldið í 25. sinn dagana 2.—5. ágúst og vegna tímamótanna
verður dagskrá þess aukin frá fyrri árum.
Að sögn Gunnars Þorlákssonar formanns dagskrárnefndar hefst hátíðin
föstudagskvöldið 2. ágúst með dansleikjum á tveimur stöðum við undirleik
hljómsveitanna Nátthrafna og Special Treatment. Sjö dansleikir verða
haldnir mótsdagana og eru tveir þeirra sérstaklega ætlaðir börnum.
V
Elsta hús á svæði bindindismanna í Galtalækjarskógi hýsir mótsstjórn og aðra er hafa yfirumsjón með bindindis-
mótunum. Morgunblaðið/Július
„Viðburðir laugardags og
sunnudags miðast við alla fjöl-
skylduna. Haldin verður reið-
hjólakeppni og reynt á ökuleikni
bílstjóra í umsjá Bindindisfélags
ökumanna. Brúðubíllinn heldur
sýningu, Skólahljómsveit Árbæjar
og Breiðholts leikur og flutt verða
gamanvísur og gamanmál. Jass-
gaukar djassa og um kvöldið verð-
ur kveiíttur varðeldur og flugeld-
um skotið undir miðnættið. Auk
margra annarra atriða verður
rekið Tívolí alla mótsdagana og
leikaðstaða fyrir yngstu mótsgest-
ina verður enn bætt.
Gunnar sagði að fyrsta bindind-
ismótið hefði verið haldið árið
1960 í Húsafellsskógi en 1967
fluttist mótshaldið til Galtalækj-
ar. „Þar hefur mótið verið haldið
árlega síðan með einni undantekn-
ingu 1974 þegar hátíðahöldin féllu
niður vegna 1100 ára afmælis ís-
landsbyggðar."
„Sumarheimilistemplarar, sem
eru Ungtemplarar Suðurlands, og
Fjölskylduarfur
••• Ljómandi gjöf
Glæsileg Vesturþýsk stíl hnífapör
úr silfurhúðuðu gæðastáli
með harðgljáa og 18 karat gyllingu
er eign sem verður fjölskylduarfur
næstu kynslóða...
ELBA 74“ Gullfallegt mynstur, nýkomiö.
Verö aöeins kr. 2.780,-.
30 stk. í gjafakassa.
PERLA Verö kr. 3.318,-. 30 stk. í
gjafakassa. Einnig selt í
stykkjatali.
PARIS Verö kr. 5.230,-. 30 stk. í gjafakassa. Einnig selt í
stykkjatali.
FROSTI Verð kr. 4.315,-. 30 stk. í gjafakassa.
Einnig selt í stykkjatali.
Póstsendum RAMMAGERÐIN HAFNARSTRÆTI19
uma»tland. K RISTALL & POSTULÍN Sími 11081
umdæmisstúka góðtemplara á
Suðurlandi, leigja land Merkihvols
af Landhreppi til 50 ára en einnig
hafa hjónin á Galtalæk sýnt mót-
inu mikla vinsemd og leigt hreyf-
ingunni land undir tjaldstæði til
eins árs í senn.“
„f Galtalækjarskógi hefur verið
komið upp góðri aðstöðu fyrir
gesti. Síðastliðið sumar og reynd-
ar einnig nú dvelur landvörður í
Galtalækjarskógi þannig að svæð-
ið hefur verið opið þeim ferðalöng-
um sem vilja dvelja í fallegu
vímuefnalausu umhverfi.
Snyrtiaðstöðu og rennandi vatn
er að finna víða á svæðinu og ný-
lega reis þar 240 fermetra félags-
heimili. Þar er fullkomin eldunar-
aðstaða og þjónar húsið sem
greiðasala meðan á mótum stend-
ur. Annars er hægt að nýta það
sem veislusali eða til fundahalda.
1 framtíðinni er stefnan að byggja
litla svefnskála fyrir 6—8 manns
og yrði heimilið þá tilvalið fyrir
ráðstefnur og til lengri dvalar.
3—4000 gestir sækja mótið að
staðaldri en flestir voru í Galta-
læk árið 1975 eða um 8.000. Við
verðum lítið vör við þótt önnur
mót séu haldin hér í nágrenninu
og fjöldi gesta er svipaður milli
ára og viss kjarni sem vill eyða
helginni án áfengis kemur hingað
ár eftir ár.
Að sögn Gunnars er bætt að-
staða dvalargesta að þakka óeig-
ingjörnu sjálfboðastarfi templara.
„Hér hafa félagsmenn fundið
verkefni við sitt hæfi og unnið öt-
ullega að þeim málum. Einn hópur
hefur séð um vatnslagnir og upp-
byggingu snyrtingarinnar, aðrir
hafa sinnt leikaðstöðu barna sem
er orðin mjög góð og ekki er
ósennilegt að börnin hvetji for-
eldra sína til að koma hingað aft-
ur og aftur vegna hennar. Enn
aðrir hafa séð um raflagnir í nýja
húsið og þannig mætti lengi telja.
„Uppgræðsla Galtalækjarskóg-
ar og lands Merkihvols hefur einn-
ig átt hugi templara og síðast í vor
fór flugvél landgræðslunnar yfir
svæðið með nokkur tonn af áburði
og gróðursettar hafa verið hundr-
uð trjáplantna í gegnum árin.“
„Þótt nokkurn tíma hafi tekið
að koma aðstöðunni í það horf sem
nú er, aðallega vegna fjárskorts,
efast ég ekki um að það uppbygg-
ingarstarf hefur orðið til að
tengja félagsmenn sterkari bönd-
um við Templarahreyfinguna og
auka hróður hennar meðal al-
mennings. Með starfinu hér sann-
ast að templarar eru ekki líflausir
predikarar sem tönnlast sífellt á
drykkjubðlinu.
„Bindindismenn hafa valið sér
lífsstíl sem krefst þess ekki að
vímuefni séu fylginautur félags-
skapar eða skemmtunar. Ungt
fólk stundar í æ ríkari mæli heil-
brigt líferni og líkamsrækt hvers
konar og vímugjafar eiga illa við
slíkan hugsunarhátt. Ég hef því
enga trú á öðru en að starf templ-
aranna eigi bjarta framtíð fyrir
höndum og að bindindismót verði
haldin í Galtalækjarskógi um
ókomin ár.“
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!