Morgunblaðið - 14.07.1985, Side 26

Morgunblaðið - 14.07.1985, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985 Lygon Arms-hótelið í Bro&dway er í Cotswolds-hæðum og skammt frá Stratford, fsðingarstað Shakespeares. Morgunstofa Syeitahótelin bjóða uppá kyrrð og ró og frábera þjónustu. og orðin leið á ys og þys stóru hótelanna 1‘renn settleg hjón sátu og gæddu sér á framúrskarandi mat í litlum borðsal á gömium herragarði í Bretlandi. Þau töl- uðu saman í hálfum hljóðum, þjónarnir læddust um með bakkana og rétt hálffylltu rauð- vínsglösin af og til. Þetta var á afskaplega fínu hóteli skammt frá Bath nokkrum vikum fyrir innreið bandarísku sumargest- anna. Hjónin voru komin til að hvfla sig í kyrrðinni og láta stjana dálitið við sig. En allt í einu var friðurinn úti. Lítill, feit- ur karl gekk í salinn með þessa líka konu uppá arminn. Þau töl- uðu fullum rómi, hlógu jafnvel og gerðu að gamni sínu við þjón- inn. Hinir gestirnir þóttust auð- vitað ekki taka eftir neinu, þetta var „dannað“ fólk, en konurnar, sem höfðu klætt sig upp í pen og snyrtileg föt, voru búnar að missa athygli fylginauta sinna. Ljóskan var svo dæmalaust eft- irtektarverð á hælaháum banda- skónum og mittismjóum og snarfíeygnum sparikjólnum. Það leið ekki á löngu þangað til skötuhjúin höfðu borðsalinn al- veg út af fyrir sig og hjónin hurfu hver í sín herbergi. Fín sveitahótel í Bretlandi eru afar vinsæl yfir sumarmánuðina, þá getur oft verið erfitt að fá inni, en frá október fram í apríl ríkir kyrrð og ró og það getur verið sniðugt að slappa af á þeim fyrir þá sem eiga peninga og eru orðnir þreyttir á ys og þys stóru hótel- anna í stórborgunum. Sautján bresk fyrsta flokks hótel eru aðil- ar að frðnsku hótelkeðjunni Relais og Chateaux og leggja sig fram um að bjóða uppá fínan og góm- sætan mat, þægindi og góða þjón- ustu. Mér gafst kostur á að dvelja á fjórum slíkum hótelum i ná- grenni London í vor og myndi fara aftur ef uppá það yrði boðið. En þó getur endalaus lúxus orðið þreyt- andi til lengdar eins og allt annað. Allan Holland, eigandi Mallory Court, sem er 15 herbergja hótel úti á víðavangi skammt frá Warwich-kastala, sagði að gestir kvörtuðu stundum undan kyrrð- inni í borðsalnum, hún þætti jafn- vel þrúgandi. „En þannig viljum við hafa það,“ sagði hann. „Þetta er þannig hótel.“ Hann rak herra- fatabúð áður en hann keypti Mall- ory Court ásamt vini sínum, breytti húsinu í hótel og helgaði sig matargerðarlist. Það var fyrir 10 árum. Hann hefur þegar hlotið eina Michelin-stjörnu og hótelið var eitt hið hlýlegasta af Relais & Chateaux-hótelunum fjórum. Herbergin hafa hvert sitt nafn og sinn stíl. Mikið er lagt í bað- herbergin; stór og þykk, upphituð handklæði; margar gerðir af bað- söltum, sápum og sjampóum; hár- þurrkur; og þvottaefni fyrir lang- ferðamenn. Tvö baðker eru í bað- herbergi eins herbergisins og ann- að hefur sturtu með tveimur krön- um svo að enginn þurfi að bíða eftir að þvo af sér ferðarykið. Teppin í herbergjunum eru þykk og mjúk, rúmin breið og þægileg og hægt að fá kaffi eða te i bítið á morgnana uppá herbergin, en morgunverðurinn er framreiddur í borðsalnum eða morgunherberg- inu. Það er enginn þar en drykkir eru bornir fram í bókaherberginu, þar sem hægt er að láta fara vel um sig í djúpum og þægilegum, svörtum leðursófum, eða við arin- eldinn í forsalnum. Hundar og börn eru óvelkomnir gestir. En rólynt og háttprútt fólk fær mjög góðar móttökur og þarf að borga 90 til 100 pund (um 5.400 ísl. kr.) fyrir næturgistingu með morgun- verði. Lygon Arms er stærsta hótelið i hótelkeðjunni. Hluti þess er í 450 ára gamalli byggingu í hjarta þorpsins Broadway, sem er skammt frá Stratford upon Avon og þekkt fyrir forngripaverslanir. Hótelið er fullt af fornmunum og ranghölum svo það getur verið erfitt að rata. Gólfin í gamla hlut- anum halla ískyggilega á sumum stöðum og veggirnir milli her- bergja eru í þynnra lagi, ég heyrði símann hringja í þremur her- bergjum klukkan hálfátta áður en stúlkan í móttökunni hringdi seinna til að vekja mig. Borðsalurinn er mjög stór með bogadregnu, rauðmáluðu lofti og skreyttur í veiðimannastíl. Matur- inn í hádeginu var ágætur: melóna fyllt með portvínsísfroðu og salat með froskalöppum og sítrónusósu. Það hefði mátt hreinsa salatið betur, en þurrt hvítvín með matn- um og sætara hvítvín með eftir- réttinum, heimatilbúnum sveskju og armagnac-rjómaís, lét mann gleyma því. Sherríglas bíður hvers gests við komuna á herbergin. Sið- að fólk drekkur nú til dags ekki annað en mjög þurrt sherrí, hvít- vín eða vín fyrir mat og auðvitað bauð hótelstjórinn uppá fínasta kampavin fyrir kvöldmatinn. Sveitahótelin bjóða öll uppá franska nýmatargerðarlist. Lit- Léttsoðnar perur með hindberjasósu eru jafngóðar og þær líta nt fyrir að vera. Bresku sveitabótelin leggja sig mjög fram í franskri nýmatargerðarlist. irnir eru fallegir, maturinn er léttur og yfirleitt góður og gaman að borða hann. Sérstaklega þó þegar þjónustan er svo góð að maður þarf ekki einu sinni að breiða servíettuna sjálfur í kjölt- una. Eigandi Priory-hótelsins í Bath kom á óvart með að panta Burgundy-rauðvín með villibráð- inni. Hann sagðist hafa alveg sér- staklega valin vin i kjallaranum hjá sér og Burgundy-vínið reynd- ist svo gott að mestu Bordeaux- snobbarar hefðu orðið hrifnir. Priory hefur þann kost að vera í göngufæri við miðbæ Bath, sem er einstaklega falleg borg. Það er f sama verðklassa og Mallory Court, en næturgisting í Bishopstrow House og Lygon Arms kostar 70 til 90 pund (í kringum 4.000 ísl. kr.). Bishopstrow House er i mjög fallegu umhverfi fyrir sunnan Bath. Þar er boðið uppá silungs- veiði, tennisvelli og sundlaug. Nudd- og hárgreiðslustofur eru í kjallaranum og meiningin er að koma upp „jacuzzi“ baðaðstöðu í hverju herbergi. Fínasta herberg- ið er egglaga og hjónarúmið líka. Kranarnir í baðherberginu eru stórir, gylltir, útskornir svanir og baðslopparnir eru í sömu „sjatter- ingu“ og sápurnar. Leigubílstjóri í Bath sagði að hann færi oft í dagsferðir með gesti á þessum hótelum. „Það eru mest Ameríkanar," sagði hann. „Ég keyri þá um og reyni að sýna þeim áhugaverðustu staðina. Þeir skoða þá yfirleitt bara út um bíl- gluggann og flest finnst þeim al- veg dásamlega „quaint" (gamal- dags og aðlaðandi). Þeim þykir krárnar og maturinn á þeim jafn- vel „quaint", ég held þeim þyki Bretland og Bretar yfirleitt „quaint“. En þeir láta yfirleitt mjög vel af þessum hótelum. Hvernig er eiginlega að gista á þeim? Eg bauð konunni minni út að borða i Bishopstrow House á brúðkaupsafmælinu okkar. Mat- urinn var góður en mér fannst andrúmsloftið heldur stíft. Okkur liður betur á kránni sem við förum alltaf á.“ Það er gaman að prófa þessi litlu hótel til tilbreytingar en and- rúmsloftið á stærri hótelum er af- slappaðra og reikningurinn yfir- leitt lægri. En þjónustan á þeim er heldur ekki eins góð og þægindin ekki eins mikil og á litlu hótelun- um. Það virðist vera hægt að treysta Relais & Chateaux-hótel- unum, listi yfir hótelin og frekari upplýsingar eru fáanlegar frá: Direction générale, Centre d’in- formation des Relais et Chateaux, Hotel de Crillon, 10 place de la Concorde, 75008 Paris, Frakk- landi. ab. Textl og myndir Anna Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.