Morgunblaðið - 14.07.1985, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLl 1985
33
Átta tannlæknar
útskrifast frá HÍ
í VOR útskrifuðust 8 nýir tannlækn-
ar frá Tannlæknadeild Háskóla ís-
lands og er þetta fjölmennasti hóp-
Fjórða frétta-
bréf Almanna-
varna komið út
FYRIR skömmu kom út fjóróa
frétta- og kynningarbréf Almanna-
varna ríkisins. Þar er rakið það
helsta sem gerst hefur á sviði al-
mannavarna frá því að síðasta
fréttabréf kom út, í júní í fyrra.
urinn sem útskrifast hefur frá
Tannlæknadeild HÍ.
Sex nýju tannlæknanna fara til
starfa á landsbyggðinni, tveir
munu starfa í Reykjavík.
Þann 8. júní gengu þessir nýju
tannlæknar í Tannlæknafélag Is-
lands og undirrituðu við það tæki-
færi siðareglur tannlækna.
Fremri röð frá vinstri: Sigur-
gísli Ingimarsson, Droplaug
Sveinbjörnsdóttir og Einar Krist-
leifsson. Aftari röð frá vinstri:
Grétar Björn Sigurðsson, Eiríkur
Björnsson, Hafliði Elíasson, Bessi
Skírnisson og Gunnar Pétur Pét-
ursson.
Fram kemur að þó svo lokið sé
gerð neyðaráætlana fyrir allar
byggðir landsins er áfram unnið
að endurskoðun, samræmingu og
einföldun einstakra áætlana og
liggur nú m.a. fyrir tiilaga að
nýrri neyðaráætlun Ólafsvíkur.
Þar er leitast við að draga úr
áhrifum breytilegra upplýsinga á
áætlunina og er það von manna að
þannig verði auðveldara að fylgja
henni ef til þess kemur.
Unnið er að endurskoðun hóp-
slysaáætlunar fyrir Keflavíkur-
flugvöll. Hér er um að ræða gagn-
gera breytingu sem m.a. miðar að
því að auka hlutdeild íslenskra að-
ila að þeim verkefnum sem sinna
þarf í kjölfar flugslysa.
í bréfi Almannavarna kemur
einnig fram að áfram er unnið að
uppbyggingu fjarskiptakerfis Al-
mannavarna og eru nú virkar 112
talstöðvar og 6 endurvarpsstöðv-
ar. Til stendur að tveimur endur-
varpsstöðvum verði komið upp til
viðbótar nú í sumar og munu þær
tryggja samband við norðanverða
Vestfirði.
íbúasamtök Þingholt-
anna óánægð:
Ólokið við leik- og
útivistarsvæði
á Þórsgötunni
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi áskorun frá íbúasam-
tökum Þingholtanna.
íbúasamtök Þingholtanna koma
hér með á framfæri, ósk og beiöni
íbúa Þórsgötu og annarra í hverf-
inu, um að gengið verði endanlega
frá framkvæmdum við Þórsgötuna
sérstaklega leik- og útivistarsvæði
því, sem búið er að teikna, skipu-
íeggja og samþykkja. Teikning af
frágangi götunnar er fyrir hendi
hjá Borgarskipulagi.
Okkur þykir heldur ómyndar-
legt, að þessu skuli ekki vera lokið,
þar sem óverulegur kostnaður
virðist liggja í lokaáfanganum.
Nú er komið fram á mitt sumar
og engar framkvæmdir þarna sjá-
anlegar enn.
Við skorum á borgaryfirvöld að
ljúka framkvæmdum við Þórsgötu
þegar í stað.
(Úr (rétutilkynniiipi)
V^terkurog
k-J hagkvæmur
auglýsingamiðill!
Gefum lífinu lit
Viö eigum ekki endilega við aö
þú eigir aö mála bæinn rauðan,
en bendum þér á aö þú getur
gjörbreytt umhverfi þínu meö
smávegis málningu. Þú málar
auövitaö meö Hörpusilki.
Meö Hörpusilki má mála bæöi
úti og inni.
I Hörpusilki fara saman kostir
sem birtast í frábæru slit- og
veörunarþoli.
Hörpusilki er viðurkennd af-
burða málning.
Hörpusilki er ódýr miðaö viö
gæöi.
Hörpusilki er fáanlegt í 28 staö-
allitum, þar meö töldum öllum
tískulitunum, síöan er hægt aö fá
blandaða liti aö vild.
Meö því aö bæta Hörpusilki
heröi út í málninguna má auka
gljástig hennar úr 3% í 10% og
þá jafnframt auka slitþol hennar
til muna.
Nú ... Hægt er aö fá nánari
upplýsingar um Hörpusilki í
málningarvöruverslunum, hjá
málarameisturum, Bygginga-
þjónustunni, sölumönnum okkar
eöa á rannsóknarstofu, í Hörpu-
handbókinni eöa hjá öllum þeim
fjölda ánægöra viöskiptavina
sem fyrir eru — vonandi verður
þú einn þeirra.
Skúlagötu 42, 125 Reykjavík,
pósthólf 5056, sími 91-11547