Morgunblaðið - 14.07.1985, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1985
37
GausUtoppen (Þelamörk, 1.883 m hár.
áttu hann, fengu samtals 1100
krónur (norskar) í greiðslu, sem
var þó nokkuð þá!
íslendingar ættaðir
af Þelamörk
Af Sturlubók má sjá að tveir
bræður, Björnólfr og Róaldr, flúðu
frá Þelamörk af manndráps "ök-
um. Þeir fóru að Fjölum (nefnifall:
Fjalar) í Sunnfjord. Björnólfr var
faðir Arnar, sem var faðir Ingólfs,
fyrsta landnámsmannsins á ís-
landi, 874. Róaldr var faðir
Hróðmars, föður Hjörleifs, sem
var kvæntur Helgu, systur Ingólfs.
Hjörleifr fór til íslands sama ár
og mágur hans, en hann var drep-
inn af þrælum sínum.
Þriðji landnámsmaðurinn frá
Þelamörk, Þorsteinn Ásgrímsson,
hefur fengið ítarlegt umtal, bæði í
Sturlubók og Hauksbók. Það er
sagt að Úlfur gildi, hersir á Þela-
mörk (en Hauksbók bætir við: „í
Tinnsdal"), ætti soninn Ásgrím,
föður Þorsteins. Hann hefndi
drápsins á föður sínum og fór til
tslands. Hann hafði i fylgd með
sér bróður sinn, Þorgeir, sem var
aðeins 10 ára. Þorgeir keypti
seinna stórbýlið Odda á Suður-
landi. Hauksbók segir að Þorgeir
sé ættfaðir Oddaverja, og þar með
prestsins og lærdómsmannsins
Sæmundar fróða.
Það er skemmtilegt fyrir
Tinnbúa (Tinndæli), sem ætla sér
til fslands í sumar, að fá vitneskju
um að ef til vill einn forfeðra
þeirra væri í ætt Sæmundur fróða,
sem er talinn „lærðastur allra
manna“. (Á hinn bóginn er talið
vafasamt að ættartalan frá Þor-
geiri til Sæmundar sé rétt.)
Ef til vill hefur líka Ingólfr ver-
ið ættaður úr Tinn. t Vestfjord-
dalnum er bær sem heitir Ingolvs-
land. Að sögn Tinndælasögu er
hann ævaforn.
Ætli hann sem fyrst ræktaði
þessa jörð, hafi verið einn þeirra
ættfeðra Ingólfs, sem varð
„frægstr allra landnámsmanna"?
Austbygde og Atrá songkor hef-
ur verið lengi að undirbúa ferðina
til fslands. Sunnudaginn 24. mars
var ég beðinn að koma til Tinn og
flytja erindi um ísland og sýna
Iitskyggnur. Þótti mér boðið til-
valið, en í Austbygde, þar sem er-
indið var flutt og myndirnar sýnd-
ar, var áhuginn mikill og ekki að-
eins meðlimir kórsins viðstaddir.
Af fjárhagslegum og öðrum
ástæðum getur því miður ekki all-
ur kórinn farið til fslands, aðeins
hluti af honum. Það mun þess
vegna vera augljóst að kórinn geti
engan veginn notið sin til fulls. En
hjartahlýja söngmanna í garð fs-
lendinga virðist að mínum dómi
vera það mikil, að það muni gefa
fyrirheit um einhvern góðan
árangur! Söngvararnir munu líka
kynnast fslendingum, heimsækja
landshluta, söfn og fræga staði,
ennfremur skoða listsýningar og
fleira. Kórinn kemur til Reykja-
víkur fimmtudaginn 1. ágúst, en
heldur aftur heim til Noregs
föstudaginn 9. sama mánaðar.
Ég óska kórnum velfarnaðar og
farsællar dvalar meðal góðra
frænda og vina.
Reykjavík í maí 1985,
Ivar Orgland
íf
1f
-O------*-----O-----
Vegna flutninga
afsláttur
á innréttingum og flísum til 28. júlí í Ármúla
Opnum 29. júlí í Skútuvogi 4, flísaverslun í glæsilegu hús-
næði meö rúmgóöum bílastæöum.
Nýborg:#
Ármúla 23, sími 686755.
-----*--------C*------4*-------<3--------*------
fKwgmiMafrito
Gódan daginn!
LO«*‘ur ....
Galant ••....
l_anc®r
^unoo-'84
SSi"-'-
sn»ur*,url:...-
Gal*nt " ....
L»r>cer
Co»
0°" ..po-’*4
Jatt*11WÍ
GO« ....
je«a
pasae* ••
Colt
uancef •" ....
Gaia0* "
pa(er0 noVer «•
iÖ&-
Gol,11^o0'77-’82
SS
Mloi ""
Ber-e'^Ío
UindBover
.....1.250
"" 1.250
" " 2.69°
••;;. 380
Verð *<r"
750
•"" 750
..... 890
O o« ’
Je«a •
pa**e*
Colt •
L*ncef
Ge1*0*
44 Kr-
44-
44-
44-
44-
44-
T' 15°'
2: iso'
15°-
15°'
80" -50"
80- 15U
SAMA VERÐ UM LAND ALLT!
""sar^
WJ
HEKLAHF
Laugavegi 170-172 Sími 21240