Morgunblaðið - 14.07.1985, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚLf 1985
UNGLINGAKNATTSPYRNA
Viö lentum illa
í dómaranum
Hefðum getaö
unniö stærra
Saltotsi, 9. júlf.
„ÞETTA var svona sæmilegur
leikur hjá okkur,“ sagöi Halldór
Róbertsson fyrirliði Selfossliðs-
ins eftir leikinn við Víking Ólafs-
vík. „Við heföum sjálfsagt getaö
leikið betur og unniö þetta stærra
því liðið hefur náð vel saman í
leikjum okkar undanfaríö.
Þaö var of mikil harka í leiknum
og dómarinn heföi átt aö hafa
meira vald á leiknum, þá leyfa
menn sér ekki Ijót brot. Þetta lið
hjá okkur er nokkuö áhugasamt en
menn mættu æfa betur,“ sagöi
Halldór Róbertsson, sem er upp-
rennandi leikmaöur á Selfossi.
Sig.Jóns.
• Kristján Sævarsson, fyrirliöi, Víkings Ól. (t.v.), Steinar
Adoifsson landsliösmaður (t.h.) og að neðan er Gústaf
Bjarnason sem skoraði tvö mðrk í leiknum og er marka-
hæstur í Selfossliðinu með 9 mörk.
• Ellert Tómasson, Selfyssingur. Hann
skoraði eitt mark gegn Víkíngum og hef-
ur gert 8 mörk í leikjum liðs síns í 3. flokki
í sumar.
Rauða spjaldið tvisvar á lofti í
leik Selfoss og Víkings Ólafsvík
9—í. 9. iúlí.
Selfossi, 9. júlí.
SELFOSS og Víkingur Ólafsvík
leiddu saman hesta sína á Sel-
fossvelli í 3. flokki sunnudaginn 7.
júlí. Leikur þessi var frekar
óskemmtilegur á aö horfa fyrir
þær sakir að leikmenn sýndu full
mikla hörku og hugsuðu oft á tíö-
um meira um að brjóta á and-
stæðingnum en að spila góðan
bolta, enda fór svo að einum úr
hvoru liöi var vísaö útaf og gula
spjaldið var á lofti.
Leiknum lyktaöi meö sigri Sel-
foss sem geröi þrjú mörk gegn
engu. Þaö var Ellert Tómasson
sem geröi fyrsta mark Selfoss
snemma í fyrri hálfleik. Gústaf
Bjarnason bætti stööuna fyrir Sel-
foss eftir góöa sendingu frá Ómari
Valdimarssyni. í hálfleik var staöan
2— 0 fyrir Selfoss. í síöari hálfleik
geröi Gústaf síöan þriöja mark
Selfoss og lauk leiknum þannig
3— 0 fyrir Selfoss.
í hita leiksins misstu leikmenn
stjórn á skapi sínu og létu þaö
stundum hlaupa meö sig í gönur
9 Halldór Róbertsson, fyrirliði 3.
flokks Selfoss.
viö aö brjóta á andstæöingnum aö
þarflausu. Tveir leikmenn fengu
rauða spjaldiö í leiknum, Steinar
Adolfsson úr Víkingi Ól. og Jón
Ragnar Ólafsson Selfossi. Þrátt
fyrir hörkuna sýndu leikmenn mjög
góöar rispur í leiknum enda mátti
búast viö því þar sem í þessum leik
voru þrír leikmenn sem valdir hafa
verið til æfinga meö landsliöi
drengja, Steinar Adolfsson úr Vík-
ingi, Gísli Björnsson Selfossi og
Orri j. Smárason markvöröur Sel-
fossi. Auk þess var fyrirliöi Selfossi
Halldór Róbertsson valinn til þess
sama í fyrra.
Framlína Selfossliösins er sór-
lega beitt og vantaði bara herslu-
munin aö sigurinn yröi mun stærri.
Ólafsvíkingar áttu í erfiöleikum
meö aö komast í gegnum vörn
Selfoss þar sem fyrir var Gísli
Björnsson sem ásamt öörum varn-
armönnum var eins og klettur í
vörninni. Þó komu fyrir hættuleg
augnablik viö Selfossmarkiö og
átti landsliðsmaðurinn Steinar
Adolfsson mikinn þátt í aö byggja
upp slíkar sóknir.
Eftir þennan leik er óhætt aö
beina því til dómara í yngri flokk-
um aö nauösynlegt sé aö dóm-
gæslan sé örugg og ákveöin og
ekki minna í hana lagt en þegar um
er aö ræöa meistaraflokk karla.
Þaö kann ekki góöri lukku aö stýra
ef yngri leikmenn komast upp meö
skammarstrik og Ijót brot. Þaö er
hætt viö aö slíkt fylgi þeim áfram.
Sig. Jóns.
StHoni, 9. júlí.
„ÞETTA er annar leikurinn ( röð
sem við lendum ílla í dómaran-
um,“ sagði Kristján Sævarsson
fyrirliði Víkings Ólafsvík í 3. flokki
eftir leikinn við Selfoss. „En þeir
voru betri aðilinn í leiknum og
sigur þeirra réttlátur. Við erum
með mjög áhugasamt lið í Ólafs-
vík og það eru margir sem æfa og
þá er þetta gaman.“
Kristján sagði dómgæsluna í
leik þeirra á Isafirði fyrir nokkru
síðan hafa verið slæma og á Suð-
urnesjunum væri sérlega slæmt
að spila vegna dómaranna.
Sig. Jóns.
• Þaö var hart barist í leik Selfoss og Víkings á dögunum í 3. flokki. Hér geysist einn Ólafsvíkingurinn upp kantinn Selfyssingur til varnar.
íslandsmót 3. flokks í knattspyrnu
Hef mjög gaman
af fótboltanum
Súloui. 9. júH.
STEINAR ADOLFSSON leikmaöur númer 4 var alveg réttlátt aö reka mig útaf fyrir aö
í liöi Víkings Ólafsvík er mikill afreksmaður brjóta á Gísla Björnssyni."
í boitaíþróttum. Hann spilar með 3. flokki Steinar sagöist æfa á hverjum degi og
og öllum flokkum upp í meistaraflokk karla fara á landsliösæfingar um helgar. „Þaö er
í Olafsvík. Þá er hann í drengjalandsliöinu erfitt aö sækja landsliösæfingar frá Ótafsvík
í knattspyrnu og líka í landsliöinu í körfu- en maöur sér ekki eftir þeim tíma sem fer i
bolta. þetta, ætli þaö sé ekki vegna þess aö ég hef
„Þessi leikur okkar var ágætur en ég er mjög gaman af fótboltanum,“ sagöi Steinar.
óánægöur meö dómgæsluna," sagöi Steinar Sig. Jóns.
eftir leik Selfoss og Víkings Ólafsvík. „Þaö