Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 1
64SIÐUR B
STOFNAÐ 1913
162. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
200 handteknir
í Suður-Afríku
ióhannesarborg, 22. júlí. AP.
LÖGREGLA handtók 200 menn í dag í framhaldi af setningu neyð-
ariaga um helgina, þar af 17 blökkumannaleiðtoga. Vestræn ríki
hafa gagnrýnt setningu neyðarlaganna og sagt þau afleiðingu af
aðskilnaðarstefnu stjórnar P.W. Botha. Leiðtogar þeldökkra íbúa
segja stjórnina hafa viðurkennt með setningu laganna að hún ráði
ekki við ástandið í landinu.
Á sunnudag voru 113 manns
handteknir í Suður-Afríku á fyrsta
degi neyðarlaga, hinna fyrstu í 25
ár. f hópi þeirra 17, sem handtekn-
ir voru í dag, eru fjórir prestar,
lögfræðingur og læknir. Óttast er
að handtaka leiðtoganna verði
frekar til að kynda undir óeirðum.
Desmond Tutu biskup bauðst til
að miðla málum milli blökku-
manna og stjórnar Botha. Hann
sagði óeirðir myndu halda áfram
og ofbeldi, sem bæði hvítir og
blakkir væru andvígir, þar til rík-
isstjórn hvítra léti af aðskilnað-
arstefnu sinni. Botha hefur vísað
á bug tilmælum stjórnarandstöð-
unnar um að þing landsins yrði
kallað saman til að fjalla um setn-
ingu neyðarlaganna.
Dómsmálaráðherra Suður-
Afríku tók í dag til greina mót-
mæli ritstjóra blaða og tímarita
heimafyrir og hætti við að fyrir-
skipa ritskoðun. Hvatti hann til
minni fréttaflutnings af óeirðum
og sagði blöð hafa aukið á spennu
með frásögnum sínum.
AP/Símamynd
Skrifstofur bandaríska flugfélagsins Nortwest Orient í Kaupmannahöfn eyðilögdust í sprengingu þar í borg í
gærmorgun. Sprengingin varð skammt frá skrifstofu Flugleiða í miðborg Kaupmannahafnar. Einnig sprakk sprengja
í bænahúsi gyðinga og varð tjón þar einnig mikið. Alls slösuðust 27 manns í sprengingunum.
Hryðjuverk færast
nær Norðurlöndum
Olíuráðherrar fjalla
um lækkun olfuverðs
Uenr, 22. jálí. AP.
OLÍURÁÐHERRAR OPEC-ríkjanna ákváðu á fundi sínum í dag að fresta
ákvörðunum um framleiðsluminnkun til haustsins og einbeita sér fremur að
tillögum Saudi-Araba um lækkun olíuverðs.
Saudi-Arabar krefjast einkum.
verðlækkunar á gæðaminni olíu,
sem seld er á 26,50 dollara tunnan.
Egyptar og Mexíkanar selja sam-
svarandi olíu á 23 dollara. Aukinn
þrýstingur hefur verið á OPEC-
ríkin um að lækka sitt verð eftir
að Egyptar og Mexikanar, sem
ekki eru í sölusamtökunum, lækk-
uðu sína olíu í byrjun mánaðarins.
Ágreiningur er um verðlækkun
innan OPEC. Líbýumenn, Alsírbú-
ar og íranir eru mjög á móti verð-
lækkun, vilja fremur framleiðslu-
samdrátt. Þorri ráðherranna telur
framleiðsluminnkun útilokaða,
ekki sé hægt að draga framleiðsl-
una frekar saman til að halda
verði háu.
Framleiðsla OPEC-ríkjanna
hefur ekki verið minni í 20 ár, eða
að meðaltali 14,7 milljónir tunna á
dag á öðrum ársfjórðungi. Mark-
aðshlutdeild OPEC-ríkjanna hef-
ur fallið úr 63,4% árið 1979 í
42,8% í fyrra, og í ár er hlutdeild-
in rétt rúmlega 30%. Hafa
OPEC-ríkin orðið undir í sam-
keppni vegna ódýrari olíu frá ríkj-
um utan samtakanna. Af þessum
sökum vilja Saudi-Arabar nú
lækka olíuverðið.
OPEC-ríkin eru talin standa
frammi fyrir erfiðum ákvörðun-
um, en forseti þeirra, Subroto,
olíuráðherra Indónesíu, sagði það
rangt að samtökin væru jafnvel að
leysast upp. Ákváðu ráðherrarnir
að fresta umræðum um fram-
leiðslustefnuna, sem er mikið
ágreiningsefni, þegar fjögur ríki,
írak, Ecuador, Gabon og Qatar,
kröfðust aukinnar framleiðslu-
hlutdeildar. Fyrir lágu tillögur ír-
ana, sem gengu í þveröfuga átt,
um 7% framleiðslusamdrátt hjá
hverju ríki fyrir sig.
Kaupmannahöfn, 22. júlí. AP.
NORÐURLÖND hafa verið tiltölu-
lega laus við aðgerðir hryðjuverka-
manna þar til í dag, að hermdar-
verkamenn sprengdu tvær sprengjur
í miðborg Kaupmannahafnar. Sér-
fróðir menn telja að hermdar-
verkamenn hafi átt athvarf á Norð-
urlöndum milli þess sem þeir hafa
látið til skarar skríða í Vestur-
Evrópu. Hafi þeir hingað til ekki vilj-
að hætta afdrepi sínu, en með at-
burðunum í morgun virðast alþjóða-
hryðjuverk færast nær Norðurlönd-
um.
AP/Slmamynd
Yamani, olíuráðberra Saudi-Arabíu, á fundi með blaðamönnum í upphafí
fundar olíuráðherra OPEC-ríkjanna í Genf í gær.
Kaupmannahafnarlögreglan
kvaðst í kvöld litla vitneskju hafa
um sprengjutilræðin í skrifstofu
bandaríska flugfélagsins North-
west Orient og bænahúsi gyðinga.
Sex menn voru handteknir er þeir
hugðust fara með flugbátnum til
Svíþjóðar. Voru þeir enn í yfir-
heyrslu í kvöld, en engin ákæra
hafði verið gefin út. í sprenging-
unum slösuðust 27 menn, þar af
liggur Alsírbúi milli heims og
helju á sjúkrahúsi. I Beirút sögð-
ust hryðjuverkasamtökin Heilagt
stríð bera ábyrgð á verknaðinum
og sögðu tilræðin hefnd fyrir árás
ísraela á tvö þorp í Suður-Líbanon
í gær, sunnudag.
Hermt er að sexmenningarnir,
sem eru í haldi lögreglunnar, séu
frá Miðausturlöndum. Sprengja
fannst við brottfararstað flug-
bátsins í Nýhöfn. Var hún í tösku
merktri Northwest Orient og er
talið að hún hafi verið í fórum
þeirra er að tilræðunum stóðu.
f sprengingunni í bænahúsi gyð-
inga, sem stendur skammt frá sí-
vala turninum, varð einnig tjón á
elliheimili, sem stendur næst
bænahúsinu. Slösuðust sjö vist-
menn elliheimilisins. Hafði
sprengju verið komið fyrir innan
dyra i bænahúsinu. Sprakk hún
skömmu eftir bænastund, sem 20
manns voru viðstaddir. Hins vegar
sprakk sprengjan hjá Northwest
Orient á stéttinni fyrir utan
skrifstofuna. Á skrifstofunni voru
Forseti Kína
í Washington
Washington, 22. jálí. AP.
LI XIANNIAN, forseti Kína, kom í dag
í fjögurra daga heimsókn til Bandaríkj-
anna.
Li mun eiga viðræður við Reagan
á morgun, þriðjudag, og síðan sitja
veizlu Bandaríkjaforseta. Ákveðið
hefur verið að breyta út frá venju
þegar Reagan tekur á móti Li á lóð
Hvíta hússins þar sem Reagan hefur
ekki náð sér að fullu.
Búizt er við að Reagan og Li und-
irriti í Washington samkomulag um
samvinnu Bandaríkjamanna og
Kínverja á sviði kjarnorkuvísinda.
þrír menn og slösuðust þeir óveru-
lega. í hópi hinna slösuðu voru 10
Danir, þrír Bandaríkjamenn, tveir
Pólverjar, Brei, fjórir Alsírbúar,
Þjóðverji og Svíi.
Sjá „Bygging Flugleiða nötraði og
skalf“ á bls. 5
Ráðstefna
um framtíð
Evrópu-
bandalags
Brwwel, 22. jólí. AP.
ÁKVEÐIÐ rar í dag á fundi utan
ríkisráðherra Evrópubandalagsins
(EB) að efna til ráðstefnu um
framtíð bandalagsins í Lúxemborg
í september. Ráðstefnunni er ætl-
að að leggja tillögur að breytingu
á Rómarsáttmálanum fyrir leið-
togafund bandalagsins 3. desem-
ber.
Bretar, Grikkir og Danir lögð-
ust gegn ráðstefnu af þessu tagi,
er tillögur um hana komu fram
á leiðtogafundi EB í Mílanó í
vor, en hafa nú fallið frá and-
stöðu sinni. Töldu þeir hægt að
ganga lengra í átt til samein-
ingar ríkjanna án breytinga á
Rómarsáttmálanum.
Talið er að helzta vandamálið
á ráðstefnunni verði að ná ein-
ingu um breytingar á starfi
bandalagsins, en skilyrði er að
EB-ríkin öll samþykki niður-
stöðum ráðstefnunnar. Sir
Geoffrey Howe utanríkisráð-
herra Breta segir alla hlynnta
meiri sameiningu og aukinni
ákvarðanatöku í nafni banda-
lagsins á grundvelli meirihluta.
Hingað til hefur neitunarvald
hamlað ákvarðanatöku í ýmsum
málum.