Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ1985
5
Bygging Fhigleiða
nötraði og skalf
— sagði Davíð Guðmundsson forstöðumaður Fhig-
leiða um sprengingamar í Kaupmannahöfn
yÞETTA var hryllileg sjón. Það hlýtur að vera gott að vera á
Islandi þegar heimurinn er orðinn svona slæmur,“ sagði
Davíð Guðmundsson, forstöðumaður Flugleiða í Kaupmanna-
höfn, í samtali við Morgunblaðið um hermdarverkið, sem
framið var í miöborg Kaupmannahafnar í gærmorgun.
AP/Simamynd
Hér sést hvemig umhorfs var fvrir utan bænahús Gyðinga eftir sprengingamar í
Er talið að þrjár sprengjur hafi
sprungið skammt frá skrifstofum
Flugleiða. Ein sprengja sprakk í
anddyri Imperial-hótelsins við
umboðsskrifstofu bandaríska
flugfélagsins Northwest Orient í
Vester Farimagsgade, en hinar
tvær við bænahús gyðinga þar
Ardfe Þórðar-
dóttír skipuð-
formaður LÍN
Menntamálaráðherra hefur skip-
að Árdísi Þórðardóttur rekstrar-
hagfræðing formann stjórnar Lána-
sjóðs íslenzkra námsmanna.
Árdís tekur við formennsku af
Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni en
hann baðst lausnar frá stöðunni
þar sem hann er á förum til út-
landa.
skammt frá, eða í Krystelgade. 27
manns slösuðust í sprengingun-
um,
Einar Ágústsson sendiherra ís-
lands í Danmörku sagði að eng-
inn tslendingur hefði verið meðal
hinna slösuðu. Bætti hann því við
að starfsfólk íslenska sendiráðs-
Árdís Þórðardóttir, rekstrarhag-
fræðingur. Ljósm. Mbl./KÖE.
ins hefði heyrt sprengjugnýinn,
sem hefði verið geysilega mikill.
Að sögn Davíðs Guðmundsson-
ar voru sprengingarnar svo öflug-
ar að bygging sú, sem Flugleiðir
hafa aðsetur í nötraði og skalf, en
skrifstofa félagsins er aðeins um
hundrað metra frá Imperial-
hótelinu.
Hann sagði að erfitt hefði verið
að átta sig á hvað hefði gerst í
upphafi, þar sem mikill reykj-
armökkur hefði myndast við
sprengingarnar. Þó kvaðst hann
hafa séð mann, sem lá í götunni,
með mikil brunasár og höfðu föt-
in tæst af honum. Þá hefðu rúður
brotnað og miklar skemmdir orð-
ið á húsnæði nokkurra ferða-
skrifstofa í götunni.
Sprengingarnar urðu um kl.
8.30 að íslenskum tíma, og lá at-
vinnustarfsemi að mestu niðri í
Vester Farimagsgade og nær-
liggjandi götum állan gærdag.
Davíð sagði að eftir spreng-
ingarnar hefði starfsfólki Flug-
leiða verið gert að yfirgefa
skrifstofu félagsins í þrjá tíma.
Stuttu síðar hefði starfsfólkið
aftur verið látið hverfa frá einn
tíma vegna sprengjuhótunar, sem
reyndist vera gabb.
Þá hringdi maður, sem ekki lét
nafn síns getið, í lögregluna og
sagði að sprengja væri á skrif-
stofu brasilíska flugfélagsins
Varig, en það hefur aðsetur and-
spænis skrifstofu Flugleiða.
Elsa Níelsdóttir ritari á
skrifstofu Flugleiða í
Kaupmannahöfn sagði þegar
blaðamaður ræddi við hana seint
Kaupmannahöfn í gær.
í gær, að reynt hefði verið að
halda starfsemi félagsins gang-
andi í dag, enda þótt vinna hefði
að mestu leyti legið niðri annars
staðar í götunni.
Nú væri verið að hreinsa til
eftir sprengingarnar, en mikill
viðbúnaður væri í miðborg Kaup-
mannahafnar.
Loks má geta þess að forstöð-
umaður Northwest Orient, Har-
ald Rytz, sem er mikili íslands-
vinur, vann sem sölustjóri 13 ár á
skrifstofu Flugleiða þar. Sjálfur
var Rytz ekki á skrifstofu flugfé-
lagsins þegar sprengingin varð.
+1
’-fr Vr ERTU AÐ FARA í FRÍ?
Sláðu til og fáðu þér
★
stjömukort!
Persónukort
Hugsaðu stöðu þína í ró og næði!
Við bjóðum þér tvær tegundir af stjörnukortum.
Með báðum fylgir skriflegur texti:
Lýsir persónuleika þínum, m.a.:
grunntóni, tilfinningum, hugsun, ást og vin-
áttu, starfsorku og framkomu. Bendir á hæfi-
leika þína, ónýtta möguleika og varasama
þætti.
1
FramtíÓarkort
*
t
Hvað gerist næstu tólf mánuði?
Framtíöarkortiö segir frá hverjum mánuöi,
bendir á jákvæöa möguleika og varasama
þætti. Hjálþar þér aö vinna meö líf þitt á
uppbyggilegan hátt og finna rétta tímann til
athafna.
Viö segjum aö stjörnuspeki sé stórkostleg og
eitt þaö gagnlegasta tæki sem manninum
stendur til boöa, leiöi til sjálfsþekkingar, mann-
þekkingar og almennt til aukins skilnings
manna á meðal. Stjörnuspeki er góö fyrir ein-
staklinga og t.d. hjón, foreldra og fyrir þá sem
standa á tímamótum o.s.frv.
Athugaðu máliö og dæmdu fyrir sjálfan þig!
LÍTTU VIÐ Á LAUGAVEGI 66, EÐA HRINGDU
í SÍMA 10377
OG PANTAÐU KORT!
„Er nokkuö aö marka þetta?“ segja margir. Þeir
sem hafa fengiö kort segja: „Þaö er hreint
furöulegt hvaö stjörnukortiö lýsir mér!“ „Er
stjörnuspeki ekki bara tóm vitleysa og plat?“
segja sumir. Einn sagöi: „Þegar ég skoöa
stjörnukort þeirra sem mér er illa viö, skil ég þá
og andúöin hverfur!“
Bjóöum einnig
sérstakan
einkatíma,
þar sem kort þitt
er túlkaö af
Gunnlaugi Guö-
mundssyni
stjörnusþekingi.
Ef bæði kortin eru gerð samtímis er
20%
★ *
afsláttur. Einnig 20% fjölskylduafsláttur.
Laugavegi 66,
•ími 10377.