Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
6
Bókin
blívur
Bókmenntum voru gerð ágæt
skil í dagskrá ríkisfjölmiðl-
anna nú um helgina. Má þar minna
á bókaspjall Áslaugar Ragnars er
var á dagskrá rásar 1 á sunnudag
kl. 18.00. Áslaug ræddi að þessu
sinni við Eddu Þórarinsdóttur
leikkonu um verk Einars Kárason-
ar rithöfundar. Hafi þær stöllur
bestu þakkir fyrir spjallið og má
vænta þess að slíkt bókaspjall veki
athygli á höfundum og einstökum
.bókmenntaverkum. Þá var á
dagskrá rásarinnar klukkan 13.30
síðari hluti dagskrár í samantekt
Árna Blandon leikara er nefndist
Hugmyndafræði Ibsens. Undirritað-
ur hafði sérlega gaman af þessari
dagskrá Árna. í fyrsta lagi vegna
framsetningar efnisins en Árni
Blandon valdi þá leið að hug-
myndaheimi þessa »isa leikbók-
menntanna, að greina skipulega
þau hugmyndalegu skeið er Ibsen
rataði í gegnum og endurspeglast
svo mjög í verkum hans. I annan
stað beitti Árni þeirri aðferð að
spila upptökur af leikritum Ibsens
er hafa verið færð á svið í útvarpi.
Dæmasafnið féll prýðilega að texta
Árna og veitti enn frekari innsýn
inn í hugmyndaheim Henriks Ib-
sen. Er ekki að efa að fyrrgreind
dagskrá Árna Blandon á erindi til
þeirra er starfa við bókmennta-
kennslu. Væri við hæfi að gefa
textann út á bók og dæmasafnið
gæti svo fylgt með á snældu.
Svava
En það var ekki einvörðungu á
rás eitt er bókmenntirnar skört-
uðu. í sjónvarpinu var á dagskrá
klukkan 20.55 á sunnudag fyrsti
þátturinn í þáttaröðinni Samtíma-
skáldkonur. Þáttaröð þessi er gerð
á vegum Norðurlandasjónvarps-
stöðvanna (Nordvision) og er ætlað
að koma fyrir sjónir norrænna
sjónvarpsglápara nú í sumar.
Verða tvær skáldkonur kynntar
fyrir tilstilli hverrar sjónvarps-
stöðvar og er sá undarlegi háttur
hafður á að ein kemur frá heima-
landinu, en hin verður valin úr
þeim aragrúa skáldkvenna er búa
utan Norðurlandanna. Hefði ekki
verið nær að velja tvær skáldkonur
frá heimaslóð í stað þess að leita
uppi einhverja frægðarkonu úti í
hinum stóra heimi? Þannig fjaliar
síðari þátturinn af hendi okkar ís-
lendinga um írsku skáldkonuna Ir-
is Murdoch. Sú ágæta skáldkona
hefir vafalaust verið filmuð í bak
og fyrir af sjónvarpsmönnum frá
BBC. Við íslendingar eigum hins
vegar fjölmarga ágæta kvenrithöf-
unda sem gjarnan mætti kynna
fyrir umheiminum, höfunda á borð
við Jakobínu Sigurðardóttur, Nínu
Björk Árnadóttur og Auði Haralds.
Hér eru nefnd nöfn er koma fyrst
upp í hugann og vafalaust þykir
síðastnefnda skáldkonan ekki nógu
fín fyrir samnorræna skáldkvenna-
kynningu. Annars tókst ágætlega
til með valið á fyrstu skáldkonunni
því vissulega er Svava Jakobsdóttir
merkur rithöfundur, þótt sumum
þyki hún nokkuð stirð aflestrar og
kemur þar til hin mikla notkun
hlutgerfðra líkinga en Svava beitir
mjög þeirri aðferð að gera óhlut-
lægt efni hlutlægt. Ræddi hún
þetta atriði við umsjónarmann
þáttarins, Steinunni Sigurðardótt-
ur skáldkonu, og nefndi sem dæmi
að í stað þess að segja ónefnda
móður hafa fengið „börnin á heil-
ann“ þá léti hún börnin einfaldlega
skera heilann úr móður sinni. Má
ætla að þessi verkháttur Svövu
hafi haft umtalsverð áhrif á aðra
kvenrithöfunda, til dæmis sjálfa
Steinunni. Steinunn kom annars
vel fyrir í þessu spjalli eins og
hennar er von og vísa, en varast
ber að hafa ætíð sama fólkið í slík-
um þáttum, sérstaklega hér í landi
kunningsskaparins.
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTYARP/SJÓNVARP
„Theresa“
— ný útvarpssaga
Á myndinni eru frá vinstri: umsjónarmaðurinn, Guðrún Jóndóttir, Ingi Ragnar Ingason, 14
ára, og Hildur Jónsdóttir, 14 ára.
„Sviti og tár“
— unglingaþáttur
■■ Unglingaþátt-
00 urinn „Sviti og
tár“ er á
dagskrá rásar 1 í kvöld
klukkan 20.00. Umsjónar-
maður þáttarins er Guð-
rún Jónsdóttir. Henni til
aðstoðar eru tveir ungl-
ingar, Ingi Ragnar Inga-
son, 14 ára, og Hildur
Jónsdóttir, 14 ára.
Unglingaþáttur þessi er
þriðju hverja viku á sama
tíma. Efni hans er byggt
upp út frá ákveðnu þema
hverju sinni. Þátturinn í
kvöld er sá þriðji í röð-
inni.
Fyrsti þátturinn fjall-
aði um hugarfar unglinga,
hvort þeir væru yfirleitt
jákvæðir eða neikvæðir,
hvort auðvelt eða erfitt
væri að gleðja þá og þá
með hverju.
Annar þátturinn fjall-
aði um tísku unglinga,
fötin sem þeir ganga í,
hvað sé í tísku núna og
hvernig þeir cignist sín
föt. Kom fram í þeim
þætti að margur ungling-
urinn býr sín föt til sjálf-
ur.
Þriðji þátturinn, sem
verður í kvöld, fjallar um
líkamann. Velt verður
vöngum yfir hvort ungl-
ingar hugsi mikið um
heilsuna. Núna er mjög
mikill íþróttaáhugi ríkj-
andi meðal þeirra, en
jafnframt aldrei verið
eins mikið um notkun ým-
issa vímugjafa og einmitt
nú. Unglingarnir tjá sig
sjálfir um efnið hverju
sinni, en ekki er leitað til
sérfræðinga.
Ný útvarpssaga
heitir „Theresa" og er eft-
ir Francois Mauriac. Ann-
ar lestur sögunnar er í
kvöld klukkan 21.30.
Höfundur skáldsögunn-
ar er einn þekktasti og
mikilvirkasti höfundur
Frakka á þessari öld.
Hann fæddistí Bordeaux
11. október árið 1885 og á
því aldarafmæli nú í ár.
Hann missti föður sinn
ungur og hlaut strangt
trúarlegt uppeldi á heim-
ili sínu og í kaþólskum
skólum í Bordeaux. Hann
lauk háskólanámi í bók-
menntum, en fluttist síð-
an til Parísar þar sem
hann hóf margþætt rit-
störf og skrifaði jafn-
framt skáldsögur, ljóð,
leikrit, greinar og gagn-
rýni. Hann hlaut marg-
víslega viðurkenningu
fyrir ritstörf sín í lifanda
lífi, svo sem bók-
menntaverðlaun frönsku
akademíunnar 1925 og
Nóbelsverðlaun 1952 og
þegar hann lést árið 1970
höfðu verk hans verið
þýdd á mörg tungumál og
ein bók eftir hann á ís-
lensku, Skriftamál, sem
kom út hjá Menningar-
sjóði 1959 í þýðingu Rafns
Júlíussonar.
Það sem einkum setur
mark sitt á verk Mauriacs
eru þau kristnu lífsvið-
horf sem þar ríkja og
beina sjónum hans að sál-
arlífi persóna sinna og að
spurningum um ábyrgð
þeirra fyrir lífi sínu og
gerðum og vekja hugleið-
ingar um sekt og sakleysi.
Jafnframt því sem Mauri-
ac skyggnist óvægilega
bak við grímu skinhelgi
og hræsni hefur hann ein-
stakan hæfileika til að
seiða fram mynd um-
hverfis, oftast átthaga
hans sjálfs í Suðvestur-
Frakklandi, og lýsa áhrif-
um þess á mannfólkið.
Þessi einkenni koma vel
fram í „Theresu", sem er
ein þekktasta saga hans
og lýsir heimferð konu,
sem hefur verið stefnt
fyrir rétt, ákærð fyrir að
hafa reynt að ráða mann
sinn af dögum, hugleið-
ingum hennar og minn-
ingum á leiðinni, uppgjöri
hennar við mann sinn er
heim kemur og þeirri
refsingu er hún verður að
þola af honum.
Betty Arvaniti í hlutverki Anniku í „Hver greiðir ferjutoll-
inn?“
„Hver greiðir ferjutollinn?“
— fimmti þáttur
■■ fimmti þáttur
10 breska fram-
— haldsmynda-
flokksins „Hver greiðir
ferjutollinn?" er á
dagskrá sjónvarpsins í
kvöld klukkan 21.10. Alls
eru þættirnir átta.
í aðalhlutverkum eru
Jack Hedley, sem leikur
Alan Haldene, og Betty
Arvaniti í hlutverki Ann-
iku.
{ síðasta þætti urðu
miklar ættarerjur. Einn
af Viglis-ættinni kom með
lík afa síns og ætlaði að
grafa hann í þorpi þar
sem Matakis-ættin fór
með völd. Þorpsbúar tóku
heldur óblíðlega á móti
komumanni, en þátturinn
endaði á því að afinn fékk
hvílustað á þeim stað sem
hann hafði óskað sér og
var það Annika sem þar
reis upp á móti vilja móð-
ur sinnar, en sú gamla var
ekkert á því að leyfa
greftrunina.
ÚTVARP
ÞRIÐJUDAGUR
23. júlí
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Morgunútvarp. 7.20 Leik-
fimi. Tilkynningar.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Valdimars Gunnars-
sonar frá kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð — Jónas Þóris-
son, Hveragerði, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Ömmustelpa" eftir Armann
Kr. Einarsson. Höfundur les
(9).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 „Man ég það sem löngu
leið"
Ragnheiður Viggósdóttir sér
um þáttinn.
11.15 í fórum minum. Umsjón:
Inga Eydal. RÚVAK.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
13.30 Inn og út um gluggann.
Umsjón: Emil Gunnar Guð-
mundsson.
13.40 Tónleikar.
14.00 .Úti i heimi“, endurminn-
ingar dr. Jóns Stefánssonar.
Jón Þ. Þór les (14).
14.30 Miðdegistónleikar.
Hljómsveit Þjóðlistasafnsins I
Ottawa leikur. Stjórnendur:
Claudio Scimone og Murray
Perahia.
a. Sinfónla nr. 1 eftir Muzio
Clementi.
b. Sinfónla nr. 29 I A-dúr K.
201 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart. (Hljóðritun frá
kanadiska útvarpinu).
15.15 Út og suður. Endurtekinn
þáttur Friðriks Páls Jónsson-
ar frá sunnudegi.
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Frettir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Upptaktur
— Guðmundur Benedikts-
son.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 „Sumar á Flambards-
setri" eftir K.M. Peyton. Silja
19.25 Sól og strðnd. 1. þáttur
og teiknimyndin um Millu Marlu.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið).
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdótt-
ir.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.40 Nýjasta tækni og vlsindi.
Aðalsteinsdóttir lýkur lestri
þýðingar sinnar (15).
17A0 Slðdegisútvarp.
— Sverrir Gauti Diego.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. 19.45 Til-
kynningar.
Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Sviti og tár.
Guörún Jónsdóttir stjórnar
þætti fyrir unglinga.
20.40 Útgáfa Nýja testamentis-
ins á islensku árið 1807.
Felix Ölafsson flytur erindi.
21.05 „Túskildings-ómar“ eftir
Kurt Weill. Sinfónlettu-
hljómsveit Lundúna leikur;
Riccardo Chailly stjórnar.
(Hljóðritun frá breska útvarp-
inu).
Umsjónarmaður Sigurður H.
Richter.
21.10 Hver greiðir ferjutollinn?
Fimmti þáttur.
Breskur framhaldsmyndaflokk-
ur í átta þáttum.
Aöalhlutverk: Jack Hedley og
Betty Arvaniti.
Þýðandi Jón O. Edwald.
22.00 Dularfullur sjúkdómur.
21.30 Útvarpssagan: „Ther-
esa“ eftir Francois Mauriac.
Kristján Arnason þýddi.
Kristln Anna Þórarinsdóttir
les (2).
22.00 Tónleikar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orð kvöldsins.
22.35 Leikrit: „Boðið upp á
rnorð" eftir John Dickson
Carr. Annar þáttur endurtek-
inn: Flug 505 til London.
Þýðing, leikgerð og leik-
stjórn: Karl Agúst Úlfsson.
Leikendur: Hjalti Rögn-
valdsson, Lilja Guðrún Þor-
valdsdóttir, Júlfus Hjörleifs-
son, Jóhann Sigurðarson,
Ingibjörg Björnsdóttir, Marla
Sigurðardóttir, Jón Sigur-
björnsson, Erlingur Glslason,
(The Patients Are Changing
Colours)
Bresk heimildamynd um sér-
kennilegan sjúkdóm sem lýsir
sér meðal annars þannig aö
sjúklingar skipta um hörundslit,
hver svo sem hann var upp-
runalega.
Þýöandi og þulur: Jón O.
Edwald.
22.50 Fréttir I dagskrárlok.
Guðmundur Olafsson og
Arnar Jónsson.
23.25 Kvöldtónleikar
a. Barbara Hendricks syngur
arlur úr frönskum óperum
með Fllharmonlusveitinni I
Monte Carlo; Jeffreu Tate
stjórnar.
b. Jose Carreras syngur arl-
ur úr Itölskum óperum með
Sinfóniuhljómsveit Lundúna;
Jesús López Cobos stjórnar.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Páll Þorsteins-
son.
14.00—15.00 Vagg og velta
Stjórnandi: Gísli Sveinn
Loftsson.
15.00—16.00 Meö slnu lagi
Lög leikin af islenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóölagaþáttur
Stjórnandi: Jón ólafsson.
17.00—18.00 Frlstund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfs-
son.
Þriggja minútna fréttir sagð-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.
SJÓNVARP
ÞRIÐJUDAGUR
23. júll