Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLf 1985
Rauði krossinn:
Margir vilja í
hjálparstörf
Verða fyrst að ljúka ströngu námskeiði
UNDANFARNA daga hafa margir
snúið sér til Rauða kross íslands
og spurst fyrir um möguleika á því
aö komast til starfa á vegum sam-
takanna í Afríku.
Jón Ásgeirsson framkvæmda-
stjóri Rauða kross Islands sagði
Rene Carillo frá Mexíkó. Hann er
starfsmaður Alþjóðasambands
Rauða krossins í Genf og hefur
komið tvívegis hingaö til lands og
kennt á námskeiðum Rauða kross-
ins.
að þessi áhugi væri vissulega
gleðilegur en hann vildi taka
það fram að enginn kæmist í
þessi störf nema að hafa áður
lokið sérstöku námskeiði sem
Rauði krossinn gengst fyrir.
Þessi námskeið eru að sögn Jóns
mjög ströng. Þau standa í sex
daga frá morgni til kvölds og
fara öll fram á ensku og kemur
námsefnið frá höfuðstöðvum Al-
þjóða Rauða krossins í Genf.
Síðast var slíkt námskeið
haldið í vor og komust þá færri
að en vildu, að sögn Jóns. Hann
sagði að yfirleitt væru teknir
u.þ.b. 20 þátttakendur á hvert
námskeið en umsækjendur hafa
verið um 50. Næsta námskeið
verður væntanlega haldið næsta
vor.
„Við höfum verið beðnir að
senda fólk til Eþíópíu og Súdans
og er það mál nú í athugun. Um
það bil fimmtán manns, sem
lokið hafa þessum námskeiðum,
eru nú reiðubúnir til þessara
starfa og auk þess á fjórða tug
manna sem áður hafa unnið við
hjálparstarf og eru reiðubúnir
að fara aftur. En allir þeir sem
hafa áhuga á þessum störfum
eru velkomnir á námskeið hjá
okkur því aldrei er of margt fólk
í þessum störfum," sagði Jón að
lokum.
Nýr salur í Veitingahöllinni
Nýr veizlusalur, sem tekur allt
upp í 50 manns, hefur verið tek-
inn í notkun í Veitingahöllinni í
Húsi verzlunarinnar. Er salur-
inn innaf setustofu og bar veit-
ingahússins og tengdur setu-
stofunni. Innréttingar eru hinar
sömu.
„Fólk getur tekið á leigu mat-
sal og setustofu fyrir hádegis- og
kvöldfundi og veizlur hvers kon-
ar,“ sagði Jóhannes Stefánsson,
framkvæmdastjóri Veitingahall-
arinnar í samtali við Morgun-
blaðið.
„Við tókum hinn nýja sal í
notkun í tilefni tveggja ára af-
mælis Veitingahallarinnar. Sal-
urinn verður til útleigu fyrir
stóra og smáa hópa og leggjum
við áherslu á þægilegt umhverfi
og góða þjónustu," sagði Jóhann-
es. Yfirþjónn er Hörður Har-
aldsson.
MoiyunblsðiA/Július
Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Veitingahallarinnar, og Jón B. Sigurðsson, þjónn, í hinum nýja
veitingasal. Að baki er setustofan með bar.
Fréttapistill frá Winnipeg / Margrét Björgvinsdóttir
Vaxandi starfsemi nor-
ræna hússins í Winnipeg
Lee Brandson
Norræna húsið í Winnipeg
stendur við Erin-stræti og satt
best að segja stenst það að ytra
búnaði hvergi nærri samanburð
við Norræna húsið í Reykjavík.
Þetta er gamalt hús, blámálað. Þó
á þar sér stað harla merkileg
starfsemi.
Fram til ársins 1984 störfuðu
norrænu félögin hér hvert í sínu
horni og samvinna lítil sem engin
milli þeirra. Áttu raunar fátt
sameiginlegt annað en biankheitin
og aðstöðuleysi fyrir starfsemina.
Hér á árum áður átti Þjóðræknis-
félag Islendinga í Vesturheimi hús
það sem fyrrum hafði hýst Jóns
Bjarnasonar-skólann og hafði Is-
lendingafélagið Frón þar ailgóða
aðstöðu, en það var orðið iúið,
enda komið til ára sinna og þótti
ekki leggjandi út í kostnað við við-
gerðir og var húsið því selt. Eftir
það, og raunar áður, fóru flestar
skemmtanir og fundir íslendinga-
félagsins fram í fyrstu Lúthersku
kirkjunni í Winnipeg og var það
varla viðunandi aðstaöa. Magnús
Elíasson, borgarfulltrúi í Winni-
peg, var svo einn af hvatamönnum
þess að norrænu féíögrn samein-
uðust um kaupin á húsinu við Er-
in, og var það formlega tekið í
notkun í marsmánuði 1984.
„Starfsemin hefur gengið vel
þetta fyrsta ár þó við eigum margt
ólært og ógert", segir Lee Brand-
son, þjóðlagasöngvari, leikari og
málvísindamaður, sem verið hefur
manna dugmestur við að veita
nýju lífi í félagsskap íslendinga
upp á síðkastið. „Húsnæðið gerir
kleift að stunda margskonar
starfsemi sem ekki var áður
möguleg. Á efri hæð hússins hefur
hvert land sitt sérstaka herbergi
til fundahalda og þar hefur farið
fram tungumálakennsla í vetur
sem er stór liður í starfsemi húss-
ins. íslendingafélagið Frón hefur
um það bil jafn marga félaga og
hin norrænu félögin samanlagt og
hafa þeir -því haft einna mest um-
svif. I vetur var íslenska kennd í
fjórum hópum, eftir því hve langt
fólk var komið á leið í náminu.
Var þar tekin upp sú nýbreytni að
kenna börnum og mæltist það
mjög vel fyrir. Um sjötíu manns
munu hafa sótt þessi íslensku-
námskeið á vegum félagins. Auk
þess er á efri hæð framreiddur
skandinavískur matur og aðstaða
er til að setjast niður, fá sér krús
af öli og spjalla við náungann. Á
neðri hæð er svo stór samkomu-
salur, þar sem haldin eru böll og
árshátíðir og þar æfir skandina-
víski kórinn einu sinni í viku.
Frón á allstórt íslenskt bóka-
safn sem komið hefur verið fyrir í
íslenska herberginu. Þvi miður
hefur safnið ekki nema örfá sýn-
ishorn af nýrri bókum. Á vegum
Fróns erum við að stofna bóka-
klúbb eða leshring og við stofnun
hans opnast möguleikar á styrkj-
um til kaupa á nýjum íslenskum
bókum. Nú er verið að ganga frá
fyrstu pöntun og eru það aðallega
nýútkomnar íslenskar skáldsögur,
leikrit og barnabækur.
Einnig væri möguleiki á að
koma á laggirnar norrænni bók-
sölu. Sé ég ekki betur en það sé
mikil þörf fyrir slíkt fyrirtæki hér
í Winnipeg.
Norrænt áhugamannaleikfélag
var stofnað sl. haust á vegum
hússins. Þar hafa íslendingar ver-
ið í meirihluta og raunar gengið
heldur illa að fá aðra skandinava
til leiks. Aðalverkefni félagsins í
vetur var að vinna efni upp úr ís-
lenskum þjóðsögum en nú er verið
að æfa Jóðlíf eftir Odd Björnsson
og verður fyrsta sýning á því
væntanlega á íslendingadeginum
á Gimli í byrjun ágúst. írar, sem
hafa sitt félagsheimili og leikhús í
næsta nágrenni, hafa sýnt okkar
leikfélagi mikinn áhuga og boðið
upp á margskonar aðstoð og
stuðning.
Næsta vetur er í bígerð að halda
þjóðlagakvöld, a.m.k. einu sinni í
mánuði. Þá vonumst við til að fá í
heimsókn þjóðlagasöngvarann
Richard White frá Edmonton.
Hann gaf nýverið út plötu þar sem
hann syngur ljóð Stephans G.
Stephanssonar í enskum þýðing-
um. Lögin hefur hann sjálfur sam-
ið og hefur platan fengið mjög
góðar viðtökur hvarvetna hér í
Kanada, og hann raunar notið
margvíslegrar aðstoðar Vestur-
Islendinga við gerð hennar. f því
sambandi vil ég benda á að Rich-
ard White sameinar bæði íslenska
og kanadíska menningararfleifð
og hana viljum við styðja. Við sem
störfum fyrir Frón gerum okkur
grein fyrir því að til Kanada
fluttu íslendingar fyrst fyrir
rúmri öld og ungt fólk f dag lítur
fyrst og fremst á sig sem Kanada-
menn, en íslenski arfurinn er
ofarlega í því. Takist okkur að
tengja þessa tvo þætti eru meiri
möguleikar á að fá ungt fólk til
þess að taka þátt í starfi norræna
hússins hér í Winnipeg.
—mb
CH PIONEER
....06 BÍLLINN MEREXJR EINS OG HUÓ41UIMHÖLL Á HJÓUJM