Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 20
20
MOBGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
Brids-
blaðið
ÞESSA dagana er verið að dreifa
nýju bridsblaði. Það er blaðamaöur-
inn og bridsstórmeistarinn Guð-
mundur Páll Arnarson sem skrifar
blaðið og hefir allan veg og vanda af
útgáfunni.
Af efni blaðsins má nefna m.a.:
„Því gleymi ég aldrei" — Rætt við
Jóhann Jónsson Siglfirðing.
Sagnspekiþrautir, svör spek-
inganna og ískaldur raunveruleik-
inn. Andvökuþrautir. Stórmótið
1985. Bridskennsla, fyrsta kennslu-
stund. Samskiptareglur varnarinn-
ar o.fl.
Fyrsta tilraun til að gefa út
bridsblað var gerð 1950 og stóð
'Eggert Benónýsson að henni. Síðan
hafa verið gerðar nokkrar tilraunir
til að halda úti blaði. Um þessa til-
raun segir ritstjórinn m.a. í for-
mála:
„Vonandi dagar þetta blað ekki
uppi eins og þau fyrri — a.m.k.
ekki allt of snemma — því við
þurfum á blaði að halda. Ég
mun gera mitt besta til að gera
blaðið eins fjölbreytt, skemmti-
legt og fræðandi og mér er unnt
Bridsbloðið
og vonast til að sem flestir hafi
áhuga á að skrifa í það í fram-
tíðinni. Þetta verður galopið
blað og breytilegt, og því er ætl-
að að ná til allra bridsáhuga-
manna, hvar á braut sem þeir
standa, og það jafnvel þótt þeir
hafi ekki enn stigið fyrstu spor-
in í brids (sbr. kennsluþáttinn).
Það er stefnt á fjögur tölublöð á
ári í þessu broti, það næsta
kemur út í nóvember, síðan
koma tvö eftir áramót."
Bridsblaðið kemur út 4 sinnum á
ári, og er þetta blað 64 síður. Um-
sjón auglýsinga er í höndum Eddu
Axelsdóttur en dreifingu annast
Trausti Hermannsson.
^--------
Eru
þeir að
fá 'ann
-?
m
1--------
Álftá: Treg veiði
og lítið vatn
Ein af metám síðustu ára, Álftá
á Mýrum, hefur ekki verið gjöful
sem skyldi það sem af er þessu
sumri og kenna menn um vatns-
leysi, en Álftá er að eðlisfari
vatnslítil og þegar lítið er um snjó
eftir veturinn og úrkoma að
sumarlagi er af skornum skammti
eins og verið hefur, verður áin af-
ar vatnslítil og sá lax sem kann að
vera genginn í ána tekur illa eða
ekki ótilneyddur.
„Það hefur ekki gengið nógu
vel, vatnið er í lágmarki og laxinn
tekur ekki. Það er þó svolítið af
fiski gengið í ána og hann er
dreifður. Það hafa þó veiðst
eitthvað um 60 laxar það sem af
er,“ sagði Páll Þorsteinsson bóndi
í Álftártungu í samtali við Morg-
unblaðið í gærdag. Páll sagði lax-
inn f smærra lagi það sem af er,
yfirleitt 5—7 punda, en stærsti
laxinn til þessa vóg 16 pund og svo
hafa nokkrir 12—14 punda fiskar
verið dregnir á þurrt. Loks gat
Páll þess að veiðimenn við ána
væru að spá betri tíð þegar líður á
sumarið, þ.e.a.s. ef einhverrar úr-
komu megi vænta. „Það koma
laxatorfur upp í ósinn á hverju
flóði, laxinn er að bíða eftir skil-
yrðum til að ganga. Ef það rignir
duglega gæti komið mikil afla-
hrota,“ sagði Páli.
Selá góð
miðað við...
Það voru 85 laxar komnir á land
úr Selá í Vopnafirði á hádegi í
gær, eftir því sem Vífill Oddsson,
verkfræðingur og Selárvinur
sagði í samtali við Morgunblaðið.
Sagði hann það þrisvar sinnum
meiri veiði en á sama tíma í fyrra
og sæju veiðimenn bara töluvert
af fiski í ánni. „Það hefur verið
veitt á fjórar stengur til þessa, en
nú fjölgar þeim í sex. Síðasta holl
fór heim með 35 laxa og eitthvað
af því veiddist fram í dal, fyrir
ofan fossinn,“ sagði Vífill.
Laxinn sem veiðst hefur í Selá
er yfirleitt frekar smár, 5—6
punda, en einn og einn 12—13
punda fiskur slæðist upp í bland.
Vífill sagði menn ekki geta gert
sér grein fyrir því hversu mikið
væri gengið af Iaxi upp fyrir foss-
inn, „teljarinn er eitthvað lélegur
og menn hafa séð fleiri laxa fyrir
ofan en teljarinn hefur skráð,"
bætti Vífill við.
Mokstur í Asunum
Gífurleg veiði hefur verið í
Laxá í Ásum og fer dagveiðin nú
iðulega upp í 30—50 laxa á tvær
stangir, ganga í ánni er linnulaus,
áin er full af fiski frá neðsta stað
upp í þann efsta og eftir að
20-laxa kvótinn var afnuminn
hefur það gerst oftar en einu sinni
að menn hafa veitt meira en sem
nemur gamla kvótanum. Ekki eru
allir á eitt sáttir um ágæti þess að
afnema kvótann. Á föstudags-
kvöldið voru komnir 550 laxar á
land og ekkert lát hefur verið á
veiðiskap síðan. Allt síðasta
sumar veiddust 625 laxar sem
þótti slakt í Ásunum þótt engin
önnur á hafi verið nálægt þeim
gæðum. Laxinn er af öllum stærð-
um og gerðum og veiðast nú í
bland lúsugir laxar og aðrir sem
eru farnir að bregða silfurlitnum.
Veiðimaður lempir laxinn til sín. Ef myndin prentast vel má sjá að
laxinn er í þann veginn að spyrna sér út í dýpið rétt eina ferðina enn.
Selur nýja gerð af skulda-
bréfum fyrir Akva á Akureyri
KAUPÞING hf. hefur hafið sölu á skuldabréfum með sjálfskuldarábyrgð
Samvinnusjóðs íslands. Bréfin eru kölluð „kúlubréP*, þ.e. bréf með mismun-
andi binditíma og mismunandi vöxtum eftir binditíma. Raunverulegur skuld-
ari er Akva hf. á Akureyri, sem er drykkjarvörufyrirtæki í eigu fimm kaupfé-
laga á Norðurlandi.
Davíð Björnsson, deildarstjóri í
verðbréfadeild Kaupþings, sagði i
gær að heildarútboðið væri 6 millj-
ónir kr. Hann sagði að hvert bréf
væri að nafnverði 100 þúsund kr. og
söluverð hvers bréf á bilinu 71 til
96 þúsund eftir lengd. Binditími
væri 'Æ— 3 ár og hlypi á hálfu ári
þar á milli. Vextir umfram verð-
bólgu verða 8—12% en bréfin eru
að fullu verðtryggð. Sagði Davíð að
þessi tegund skuldabréfa væri nýj-
ung hér á landi, og hefðu þau verið
nefnd „kúlubréf". Kaupþing seldi
einnig skuldabréf Samvinnusjóðs-
ins í fyrstu útgáfu sjóðsins og seld-
ust öll bréfin upp á einum mánuði.
Sagði Davíð að þau hefðu lítið kom-
ið í endursölu, en selst um leið þeg-
ar það hefði borið við.
Þórarinn Sveinsson, mjólkur-
samlagsstjóri hjá Mjólkursamlagi
KEA á Akureyri, sagði að með út-
gáfu skuldabréfanna væri Akva að
afla peninga til að setja upp pökk-
unarvélar til framleiðslu á drykkj-
arvörum. Pökkunarstöðin verður í
mjólkusamlagi KEA á Akureyri en
fyrirtækið er í eigu fimm kaupfé-
laga á Norðurlandi. Sagði Þórarinn
að fyrirhugað væri að hefja fram-
leiðslu á safa en einnig yrði kannað
með útflutning á vatni.
Kaupþing hf.:
Sovéska seglskútan.
Morgunblaðið/Júlíu8
í kjölfar
skipalesta stríðsáranna
Sex Sovétmenn sigldu frá Arkengelsk til Reykjavíkur á seglskútu
NÚ ER stödd í Reykjavík sovésk seglskúta. Ber hún nafnið Soiovk og er
frá borginni Arkangelsk. Skútan er úr tré, 13,6 metrar á lengd og smíðuð
í Póllandi árið 1972.
Blaðamaður brá sér um borð i
gær og ræddi stuttlega við skip-
verja. Þeir kváðust vera félagar í
siglingaklúbbi i heimaborg sinni
og fara árlega í siglingar. Að
þessu sinni vilja þeir minnast
þess að 40 ár eru frá lokum síð-
ari heimsstyrjaldarinnar og
sigla af því tilefni sömu leið og
skipalestir sigldu til Sovétríkj-
anna á stríðsárunum. Þeir kváð-
ust hafa lagt af stað frá Ark-
angelsk fyrir rúmum mánuði og
siglt í einum áfanga norður fyrir
Kólaskaga og síðan meðfram
austur- og suðurströnd íslands
til Reykjavíkur. Hér hafa þeir
dvalið í nokkra daga og farið i
skoðunarferðir um borgina og
austur fyrir fjall. Kváðust þeir
meðal annars hafa séð bæði
Heklu og tívolíið í Hveragerði.
Létu þeir hið besta af dvöl sinni
hér.
Á morgun munu þeir láta úr
höfn og sigla norður fyrir land
og síðan áleiðis til Svalbarða þar
sem þeir hyggjast koma við áður
en þeir halda aftur til síns
heima. í áhöfn skútunnar eru
sex manns og gegna þeir hinum
ýmsu störfum milli þess sem
þeir sigla um heimshöfin. Einn
þeirra er til dæmis læknir og
annar er verkfræðingur. Þeir fé-
lagar hafa stundað sigiingar um
ára raðir og einkum siglt um
norðlægar slóðir. Gerðu þeir lít-
ið úr erfiðleikum þeim og hætt-
um sem fylgja siglingum á slóð-
um hafíss og heimskautasveð-
urs. Þeir neituðu því þó ekki að
oft væri kalsamt í þessum ferð-
um.
I fyrra kváðust þeir hafa siglt
allt norður að 80 g-áðu norð-
lægrar breiddar eða eins langt
og þeir komust fyrir ís. Kváðust
þeir ekki vita til þess að segl-
skúta hafi í annan tíma farið
jafn norðarlega. Sú ferð var far-
in til að minnast 400 ára afmælis
Arkangelskborgar.
Fjórir úr áhöfn Soiovk.