Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIPJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985 Indland: Tugir láta lífið af völdum flóða Nýju Delhí, 21. júlí. AP. MIKIL flóð í norðurhiuta Ind- lands um helgina kostuðu a.m.k. 35 manns lífið og lögðust járn- brautaferðir í héraðinu niður vegna þeirra. I Punjab-héraðinu fórust 32 í flóðunum og þrír úr Pradesh- héraði við rætur Himalajafjall- anna. Yfirvöld i Punjab tilkynntu í dag að andvirði 167.000 Banda- GENGI GJALDMIÐLA: Dollar hækkar London, 22. júlí AP. GENGI Bandaríkjadollars hækkaði á föstudag gagn- vart öllum helstu gjaldmiðl- um heims eftir að hafa fallið í síðustu viku. Verð á gulli er misjafnt eftir löndum. Gengi ítölsku lírunnar var fellt um 8% á laugardag og er það talið hafa styrkt stöðu hennar. í London hækkaði verð á gulli úr 318 dollurum í 319,50 dollara, en lækkaði í Zurich úr 319,50 dollurum í 318 doll- ara. Við lok viðskipta kostaði pundið 1,3897 dollara. Gagn- vart öðrum gjaldmiðlum kostaði dollar 2,8965 þýsk mörk (2,8805), 2,3757 svissn- eska franka (2,3700), 8,800 franska franka (8,7450), 3,2555 gyllini (3,2450), 1,3508 kanadíska dollara (1,3475) og 2.200,00 lírur (1.945,00). ríkjadala yrði varið til neyðar- hjálpar í þeim landshlutum sem verst urðu úti í flóðunum. í sjón- varpi voru sýndar myndir af þyrl- um í eigu ríkisins þar sem þær fleygðu matvælabögglum til fólks sem margt komst hvergi, heldur beið þess bara að vatnsflaumurinn rénaði. Sumt sat á húsþökum eða í trjám sem stóðu upp úr vatninu. Mikilar monsúnrigningar ollu flóðunum, og hefur úrkoman eyði- lagt mörg mannvirki, þ.á m. stíflugarða og byggingar. Tæplega 200 manns hafa látið lífið síðan hinar árlegu monsún- rigninar hófust snemma í júní. Færeyingar uggandi: Grindadráp í Faereyjum. Andúðin gegn grindadrápi Færeyinga hefur magnast mjög að undanförnu, ekki hvað sízt í Bretlandi. Færeyingar gera sér fulla grein fyrir afleiðingum þessa, þar á meðal þeirri hættu, sem þetta kann að skapa fisksölu þeirra erlendis. Blaðið „Dagblaðið" í Færeyjum fjallaði um þetta mál í síðustu viku undir fyrirsögn þvert yfir forsíðuna: „Útflutningurinn í vanda“. Erlendir fiskmarkaðir eru í hættu vegna grindadrápsins „DÓTTURFÉLAG okkar í Grimsby hefur fengið mörg hótunarbréf. Þá hafa einnig komið fram hótanir um aðgerðir gegn útflutningsvörum okkar. Ef þetta heldur áfram, þá kann svo að fara, að sala á afurðum okkar til mikilvægra viðskiptalanda, eins og Bandaríkjanna og Bretlands, verði í mikilli hættu.“ Þetta kom m.a. fram í viðtali eins af færeysku blöðunura við Birgi Danielsen, for- stjóra sölumiðstöðvar færeyskra fiskverkenda (Föroyja Fiskasölu), fyrir nokkrum dögum um afleið- ingarnar erlendis af grindadrápi Færeyinga. Grindadrápið hefur verið mjög til umræðu erlendis undanfarna daga. Þannig voru kvikmyndir af því sýndar á ársfundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins, sem nú er nýlok- ið. Á miðvikudaginn var birti „Daily Express", eitt af útbreidd- ustu blöðum Bretlands, stóra mynd og frétt á forsíðu af grinda- drápinu og notaði þar að auki talsvert af innsíðuplássi sínu fyrir frekari frásögn. Það eru einkum umhverfis- verndarsamtökin „Environmental Investigation Agency" í London sem staðið hafa fyrir herferð í Bretlandi gegn grindadrápi Fær- eyinga. Á nýafstöðnum ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í Bourne- mouth í Englandi kom fram áköf gagnrýni i garð Færeyinga fyrir grindadrápið. Má telja víst, að á næstunni verði það tekið til um- fjöllunar af fjölmiðlum víða um heim. Færeyingar gera sér fulla grein fyrir háskalegum afleiðing- um þessa slæma umtals og það er því að vonum, að þar verði þær raddir æ háværari, sem vilja banna grindadrápið algerlega. Norska rannsóknaskipið: Skýring Rússa dregin í efa Osló, 22. júlí. Frá frétUritara MorgunblaAsins, Bernt Olufsen. E1 Salvador: Erkibiskup for- dæmir ofbeldi San Salvador, 22. júlí. AP. ERKIBISKUPINN í San Salvador, Arturo Rivera Y Damas, sagði í gær að vinstrisinnaðir skæruliðar hefðu myrt fjóra menn, sem hefðu verið á valdi þeirra nokkurn tíma. Að sögn erkibiskupsins var vandamönnum hinna myrtu einn- ig rænt þegar þeir ætluðu að fá lík mannanna fjögurra í hendur. Þetta kom fram í ræðu erkibiskupsins, þar sem hann harmaði að bæði stjórnvöld og skæruliðar virtust halda að friði í landinu yrði aðeins náð með ofbeldisverkum. Hann hvatti ennfremur til þess að stjórnvöld landsins og skæru- liðar settust að samningaborðinu á ný, en engar friðarviðræður hafa farið fram fyrra. milli þeirra síðan í Andorra: Þjóðarsorg vegna sprengingarinnar NORSK stjórnvöld eru mjög eflns um sannindin að baki opinberri skýr- ingu Sovétríkjanna á þeim atburði, er skorið var á kapal norsks rannsókna- skips á Barentshafl. En þar sem ekki hafði verið vænzt viðurkenningar af sovézkri hálfu á því að hafa skorið viljandi á kapalinn og jafnframt sök- um þess, að menn láta sér það nægja, að stjórnvöld í Moskvu hafa borið Persaflói: Irakar sprengja íranskt skip Bagdað, 21. júlí. AP. ÍRASKAR orrustuflugvélar gerðu sprengjuárás á skip undan Kharg-eyju á sunnudag. Talsmaður fraka sagði að árásin væri liður í áætlun um að lama olíuútflutning írana. Sprengjuárásin hefur ekki veriö staðfest af hlutlausum aðila, en talið er að olíuskip hafí orðið fyrir árásinni. Atburður þessi siglir í kjölfar sprengjuárásar sjóhers fraka á ír- anskan olíuborpall undan Kharg- eyju á laugardag. fram afsökun vegna atburðarins, þá er gcrt ráð fyrir, að málinu sé lokið. Það er ljóst að norsk og sovézk stjórnvöld hafa mjög mismunandi skoðanir á því sem gerðist er sov- ézka freigátan skar í sundur drátt- arkapal leitarskipsins Malene Öst- ervold. Stjórnvöld í Moskvu halda því fram, að um óhapp hafi verið að ræða, en norsk stjórnvöld benda á, að sovézka herskipið sigldi upp að Malene Östervold og að baujunni, sem merkti kapalinn. Freigátan hélt sig í nánd við norska skipið i 40 mínútur. Þar að auki voru send aðvörunarmerki frá Malene Öst- ervold. Jarðeðlisfyrirtækið í Noregi (Geco) hyggst nú krefja sovézk stjórnvöld um 2 millj. norskra kr. í skaðabætur, (tæplega 10 millj. ísl. kr.). PaiHjf-M«e, Andorra, 21. júlf. AP. MANNLÍF lamaðist í furstadæminu Andorra í dag, en þar ríkir þjóðar- sorg vegna sprengingarinnar sem varð í vöruhús: þar á laugardag þar sem 10 manns létu líflð. Auk hinna 10 sem létust særð- ust 11 manns þegar sprengingin varð í „Glac“-vöruhúsinu í bænum Pas-de-la-Case seint á laugardag. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni, sem var svo öflug að byggingin féll saman og aðeins stóð eftir einn veggur. Eigandi vöruhússins lést í sprengingunni ásamt tvíburasonum sínum og frænda. Einnig fórst frönsk þriggja manna fjölskylda sem var á ferðalagi um héraðið. Slökkvilið og björgunarsveitir voru sendar frá mörgum stöðum í Frakklandi, en björgunaraðgerðir stóðu yfir í átta klukkustundir. Sovétríkin: Nýr yfirmaður áróðursdeildar MobIivu, 22. júlí. AP. ALEXANDER N. Yakovlev hefur verið skipaöur yfirmaður áróðursdeildar miðstjórnar Sovétríkjanna, að því er tilkynnt var í dag. Yakovlev hafði áður forstöðu fyrir utanrikistengsladeild. Hann tekur við af Boris Stukalin sem gegnt hafði embættinu síðan í desember 1982. Kvennaráðstefnan: 70 fulltrúar víkja af fundi Nairóbí, Kenýa, 22. júlf. AP. UM 70 fulltrúar Arabaríkja hunds- uðu í dag ræðu eins ísraelska full- trúans á kvennaráðstefnu Samein- uðu Þjóðanna í Nairóbí með því að víkja af fundi. Formaður ísraelsku sendinefnd- arinnar, Sara Donon, hóf ræðu sína á því að segja: „Við komum hingað í friði, en sumt fólk er ekki einu sinni reiðubúið að hlýða á mál okkar.“ Eitt helsta deiluefni ráðstefn- unnar er tillaga um að í lokaálykt- un ráðstefnunnar verði ákvæði þar sem segir að palestínskar kon- ur, sem búa á hernámssvæðum ísraela, séu fórnarlömb kúgunar. Veður víða um heim Lavgst Haast Akureyrí 0 alskýjað Ameterdam 12 19 rigníng Apena 22 36 haiðakfrt Búfcdoni 27 mistur Bertfn Briluef 13 21 akýjað Chícago 17 20 Iwitekirt Oubtfn 9 17 skýjað Feneyjar 27 hsiðskirt Frankfurt 3 22 skýjað Oenf 10 23 heiðakfrt Helsmki 15 10 rigníng Hong Kong 27 31 heiðakfrt Jerúealom 20 30 heiðakírt Kaupmennah. 11 18 heiðakírt LasPatmaa 25 lóttakýjað Lfsaabon 18 34 hsfðskfrt London 13 20 akýjað Loa Angetoa 21 20 skýjað Lúsemborg 17akýjað Mftfitqa 27 lóttakýjað Mallorca 26 Mttakýjað Misml 25 30 rignmg Montreal 15 24 akýjað Moakva 15 25 haíðakirt Near Vork 24 32 haiðakirt Ostó 7 18 akýjað Parfe 16 24 haiðskírt Peking 24 33 rigning Reykjavfk 15 Mttskýjað Rfó de Janeiro 12 28 heiðakírt Rómaborg 21 33 heiðakirt Stokkhótmur 14 10 heiðskírt Sydney 10 17 akýjað Tókýð 24 31 akýjað «af— vmarDorg 14 24 heiðakirt MriWfn 12 skúr

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.