Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 23
MOBGUNBLADID. ÞRIÐJUDAGUR S8/f0lÁ(im>
23
Portúgal:
Fyrrverandi byltingarhetja
forsprakki hryðjuverka-
samtakanna FP-25?
Lissabon, 22. júlí. AP.
KÉTTARHÖLD yfír Otelo Saraiva de Carvalho, fyrrverandi hetju og bylt-
ingarleiðtoga, hófust í Lissabon í dag. Ásamt Carvalho eru fimmtíu og sjö
menn ákærðir. Carvalho er ákærður fyrir að hafa stjórnað hryðjuverkasam-
tökum sem hafa kennt sig við 25. aprfl, FP-25, og hafa unnið ýmis hermdar-
og skemmdarverk í landinu síðustu árin. Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa
verið gerðar vegna þessa máls. Einn fulltrúi sakborninga varð fyrir árás rétt
fyrir helgina, enda segja talsmenn lögreglu, að ekki hafi tekizt að hafa upp á
nema fáum félögum í FP-25. Fylgst er með máli þessu af mikilli ákefð í
Portúgal.
Carvalho var einn þeirra sem atkvæðamikill í stjórn landsins
hvað drýgstan þátt átti í að ryðja sumarið 1975, þegar vinstrimenn
einræðisstjórn Caetano úr sessi voru hvað áhrifamestir. Hann
25. apríl 1974. Hann varð varð þá mjög umdeildur fyrir að-
gerðir sínar og yfirlýsingar og
þegar Eanes, núverandi forseti, og
nokkrir aðrir herforingjar komu
upp um samsæri í nóvember 1975,
sem átti að tryggja endanlega
valdatöku vinstri manna og
kommúnista, hvarf Carvalho að
mestu úr sviðsljósinu. Hann hefur
nokkrum sinnum reynt að bjóða
sig fram til þings, en ekki fengið
fylgd svo neinu næmi.
Búizt er við að réttarhöldin
standi svo mánuðum skipti.
Náttúruhamfarirnar á Ítalíu:
„Sá föður minn hverfa
í flóðbylgjuna“
Talið að vanræksla eigi þátt í því að varnargarðar uppistöðulóns brustu
Torino og SUva, ÍUlíu, 22. júlfi. Frá frétUrit*
ara Morgunblaðsins, Brynju Tomer, og AP.
..Ég sá föður minn hverfa i
flóðbylgju, sem þeytti með sér hús-
um, trjám, leir og eðju,“ segir
Lucia Morandini, tvítug stúlka,
sem starfaði ásamt foður sínum í
íþróttavöruverzlun í Fiemme-dal.
Kúmlega 200 manns fórust í vatns-
flóði í dalnum á föstudag í kjölfar
þess að varnargarður við uppi-
stöðulón brast. Ekki hefur tekizt
að bera kennsl á tæplega 100 lík,
þar sem þau eru mjög illa farin.
Þeir 15 sem björguðust dvelja nú á
sjúkrahúsi í Trento, næstu borg
við Fiemme-dalinn.
Helzta spurningin, sem ítalsk-
ir fjölmiðlar spyrja, er hver beri
ábyrgð á atburðinum. Komið
hefur í ljós að á síðastliðnum ár-
um hafi verkamenn gert viðvart
um sprungur í varnargarðinum.
Rannsókn á orsökum slyssins
stendur nú yfir og verður yfir-
heyrslum haldið áfram þar til
niðurstöður fást. Talið er að van-
ræksla eigi stóran þátt í því
hvernig fór. Engar tryggingar
munu vera fyrir stórslysi sem
þessu og því tjóni sem af því
hlýst.
Meðal þeirra sem dvelja á
sjúkrahúsinu er 24 ára gömul
stúlka, Maria Cara, en hún lá
klemmd milli trjáa og húsarústa
í 18 klukkustundir áður en henni
var bjargað. Hjúkrunarkona sú
er annast Mariu sagði í samtali
við dagblaðið La Stampa, að líð-
an stúlkunnar væri eftir atvik-
um, hún væri komin úr lífshættu
og með meðvitund, en líkami
hennar, sérstaklega fætur og
fótleggir, væri illa farinn.
„Ég hefði kosið að koma
hingað undir öðrum kringum-
stæðum," sagði Francesco Coss-
iga, forseti Ítalíu, við komu sína
til Tesero í gær, en það var
fyrsta embættisverk hins ný-
kjörna forseta að fara til flóða-
svæðisins og kynna sér ástand
þar. Dvaldi forsetinn á staðnum
allan daginn, ræddi við ættingja
hinna látnu, vottaði þeim samúð
sína og heimsótti slasaða á
sjúkrahúsinu.
Lucia Morandini, sem áður er
getið, kvaðst hafa heyrt gífur-
legan hávaða úti fyrir skömmu
eftir hádegi á föstudag. „Ég hélt
að öflugur jarðskjálfti væri að
ríða yfir. Ég opnaði útidyrnar,
en hurðin skelltist aftur og ég
þeyttist út í horn. Faðir minn
var í tveggja metra fjarlægð og
ég horfði á hann deyja án þess
að geta nokkuð gert,“ sagði
Lucia.
„Ég kem aldrei aftur til Fi-
emme-dalsins," sagði Pier
Giorgio, 52 ára gamall Mílanó-
búi. Hann var einn af þeim fáu
sem komst lífs af, en hann missti
konu sína og átta ára son sinn.
Eldri sonur Pier, sem er 17 ára,
komst einnig lífs af. Pier hafði
komið í frí til Fiemme-dalsins í
40 ár, en „hingað kem ég aldrei
aftur, aldrei," sagði hinn ör-
væntingarfulli Mílanóbúi að lok-
um.
íran:
Bazargan reynir að bjóða
sig fram við forsetakjör
Nikósíu, Kýpur, 22. júlí. AP.
ÞRJÁTÍU manns í íran, þar á með-
al innanríkisráðherrann, hafa látið
skrá sig sem hugsanlega frambjóð-
endur við forsetakosningar í land-
inu í næsta mánuði. Núverandi for-
seti, Ali Khamenei, kunngerði um
helgina að hann gæfi kost á sér til
endurkjörs. í fréttum IRNA, ír-
önsku fréttastofunnar, var tekið
fram, að menn yrðu að uppfylia ým-
is skilyrði til að geta farið í forseta-
framboð og yrði þeim aðeins leyft
að heyja kosningabaráttu og vera
formlegir frambjóðendur.
Haft er eftir írönsku blaði, að í
hópi þeirra sem vildu bjóða sig
fram væru Mehdi Bazargan,
fyrsti forsætisráðherra Khom-
einistjómarinnar, og nokkrii
aðrir fyrrverandi ráðherrar. Ekk
er vitað hvenær kjörnefnd sem í
að úrskurða um hæfni frambjóð
endanna lýkur störfum.
Um helgina sprakk sprengja
bíl við Abuzartorg í Teheran 0{
urðu minniháttar sprengingar ai
sögn IRNA.
Compi Camp
tjaldvagnar
í ferðalagið
Okkur tókst að útvega eina aukasendingu af
þessum vinsælu vögnum. Nú er að hafa hrað-
an á og krækja sér í einn.
Úrvals ferdabíll
Hagstætt verð. Góðir greiösluskilmálar.
Til afgreiðslu strax.
Mest seldi tjaldvagn á íslandi.
áSk Bolholti 4, Reykjavík
sími 91-21945/84077.
MITSUBISHI
L 300 4x4 (alcflrif)
8 sæta mini bus meö
torfærueiginleika.
Kjörinn bíll fyrir vinnuflokka
og stórar fjölskyldur.
Verð frá kr. 763.900.-
Lokaöur sendibíll meö renni-
hurðum á báöum hliöum og
stórum dyrum á afturgafli.
Lipur og sparneytinn sendibíll.
Ákjósanlegur til vöruflutninga.
! Verö frá kr. 564.000.-