Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 24
24
JÍORmJNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23j6tf 1985
„Heimsmót æskunnar“ í Moskvu:
AP/Símamynd
Baenahús Votta Jehóva í Sydney í Ástralíu eftir sprenginu, sem varð í húsinu á sunnudag. Þrír menn a.m.k.
fórust. Talið er að um hermdarverk hafi verið að ræða.
Sydney:
Sprenging hjá Vottum Jehóva
Sydney, Ástralíu, 22. júní. AP.
Sprengjusérfræðingar og aðrir
rannsóknarmenn frá lögreglunni
í Sydney héldu í dag, mánudag,
áfram athugun í rústum bæna-
húss Vótta Jehóva, sem var
sprengt i loft upp á sunnudag.
Þá lézt einn Vottur og 43 slösuð-
ust. Fjórtán þeirra eru enn á Jehóva, enda hafa þeir oft orðið
sjúkrahúsi og eru flestir í lífs-
hættu.
Svo virðist sem engin augljós
ástæða sé fyrir þessu óhæfu-
verki önnur en andúð á Vottum
fyrir aðkasti í einni eða annarri
mynd í Sydney. Lögreglan segir
að sjónarvottar hafi séð mann á
bláum bíl aka á ofsahraða frá
staðnum nokkru áður en spreng-
ingin varð.
Sovésk andófs-
kona handtekin
FREGNIR fra Moskvu herma,
að andófsmaðurinn Irina Griv-
ina hafi verið handtekin 12.
júlí sl. og fyrirskipað að fara
frá borginni tafarlaust. Eigin-
manni hennar hafi jafnframt
verið vikið úr starfí.
Grivina, sem áður hefur setið
í fangelsi vegna pólitískra skoð-
ana sinna, bakaði sér reiði
stjórnvalda vegna bréfs sem
hún sendi frá sér þar sem vest-
rænum þátttakendum í „Heims-
móti æskunnar", sem hefst í
Moskvu 27. júlí nk., er boðið að
heimsækja hana á heimili henn-
ar í borginni. Grivina hafði
einnig ritað grein, sem birt var á
Vesturlöndum, þar sem hún
vekur athygli á því að „æsku-
lýðsmótið" er í reynd áróðurs-
sýning stjórnvalda.
Þá hafa samherjar sovéskra
andófsmanna í Hollandi sent frá
sér fréttbréf um undirbúninginn
fyrir heimsmótið í Moskvu. Þar
kemur fram að sovéskir þátttak-
endur koma aðeins úr röðum fé-
laga í Komsomol, æskulýðssam-
tökum kommúnistaflokksins.
Þeir sem valdir hafa verið hafa
verið sérstaklega þjálfaðir í því
að umgangast útlendinga og
m.a. gerð nákvæm grein fyrir
því hvernig þeir eigi að svara
spurningum um sovéska andófs-
menn. Er hin opinbera „lína“ sú
að þeir séu „glæpamenn, sem
brotið hafi lög“.
Liður í „Heimsmóti æskunn-
ar“ er svokölluð „Friðarganga"
og í því skyni að koma í veg fyrir
að þar fari eitthvað úr böndum
hafa sovéskir þátttakendur æft
gönguna á Leninsky-stræti
skammt frá Gagarin-torgi.
Fyrirfram hefur verið ákveðið
hvaða vígorð verða hrópuð og á
hvaða stöðum það verður gert.
Þátttakendur í göngunni hafa
verið valdir úr hópi ungra
starfsmanna í nokkrum verk-
smiðjum og stofnunum.
ísraelar sendu fallhlífarher-
menn í tvö þorp í S-Líbanon
Beirút, Lfbanon, 22. júlí. AP.
FJÖLDI ísraelskra her-
manna réðust í gær, sunnu-
dag, á tvö þorp í Suður-Líb-
anon og segja sjónarvottar að
þeir hafí drepið þrjá og hand-
tekið hóp manna sem eru
grunaðir um að styðja
AMAL-hreyfíngu shíta á
þessum slóðum. Herþyrlur
flugu yfír þorpin og vörpuðu
hermönnunum út, fyrst í
þorpið Qabrikha um átta
kílómetrum vestur af landa-
mærum ísraels og Líbanons.
í seinni árásinni sem var á þorp
í grenndinni, sem hefur ekki verið
nafngreint, kveiktu hermennirnir
í moskum og fjórum íbúðarhúsum
Frakkland:
Sprenging í
brauðgerð í
Le Bourget
París, 21. Júlí. AP.
ÖFLUG sprenging varð í byggingu í
Le Bourget, einu úthverfanna norð-
ur af París, árdegis á sunnudag.
Tveir biðu bana þegar byggingin
hrundi og níu særðust.
Talið er líklegt að gasleki hafi
orsakað sprenginguna, en það
hafði ekki fengist staðfest þegar
síðast fréttist.
í Le Bourget er þekktur flug-
völlur sem heitir eftir úthverfinu.
Er hann einn þriggja stærstu
flugvalla í París, en er aðallega
ætlaður einkaflugvélum.
og gerðu húsleit á fjölda heimila
og að sögn sjónarvotta rændu þeir
einnig nokkrar búðir í þorpinu.
Talsmaður ísraelshers sagði, að
einn skæruliði hefði verið drepinn
í átökum milli ísraelskra her-
manna og „hryðjuverkasveita" í
Qabrikha. Talsmaðurinn sagðist
ekki hafa heyrt um að önnur árás
hefði verið gerð.
Þessi atlaga Israela er sú fyrsta
innan landamæra Líbanons síðan
10. júlí, en þá flugu ísraelskar
orrustuvélar yfir flóttamannabúð-
ir í grennd við Tripoli og vörpuðu
sprengjum með þeim afleiðingum
að tuttugu og fjórir létust og 87
slösuðust. Þær aðgerðir voru gerð-
ar í hefndarskyni fyrir tvær
sjálfsmorðsárásir shíta þar sem
þrettán óbreyttir borgarar létust
og tveir hermenn SLA-hersveita
kristinna hægri manna í Suður-
Líbanon sem styðja ísraela.
Á því svæði sem ísraelar réðust
á í gær eiga afganskir friðar-
gæslumenn Sameinuðu þjóðanna
að vera til verndar en ekki fer sög-
um af því hvort þeir blönduðu sér
í átökin.
Rignir í Súdan:
Jarðrækt
komin í
fullan gang
Kairó, Egyptalandi, 22. júlí. AP.
MIKLAR rigningar eru nú í suð-
vestur Súdan og íbúar eru að
gróðursetja og vinna land fyrir
jarðhnetur og (leiri korntegund-
ir, að því er fulltrúar vestrænna
hjálparsamtaka í Khartoum, höf-
uðborg Súdans, sögðu um helg-
ina.
Rigningin var fyrir nokkrum
vikum svo mikil að erfiðlega
gekk að koma hjálpargögnum
og matvælum til 500 þúsund
Súdana í suðvesturvatnahéruð-
um landsins. Á því svæði eru
nú einnig um hálf önnur millj-
ón flóttamanna frá Eþíópíu,
Tjad, Zaire og Uganda. Aftur á
móti varð rigningin til að alls
konar gróður og akrar fengju
nægilega vökvun til að spretta
jókst hröðum skrefum. „Nú eru
allir að setja niður og vinna í
fullum gangi allan sólarhring-
inn og suðurhluti Súdan virðist
því vera komin yfir það versta.
Búast má við metuppskeru ef
rignir áfram næstu vikur,“ er
einnig haft eftir ofangreindum
fulltrúa.
Nixon hugleiddi 4 sinnum að
beita kjarnorkuvopnum
New York, 22. júlí. AP.
AÐ SÖGN tímaritsins Time hugleiddi Richard Nixon, fyrrum forseti
Bandaríkjanna, fjórum sinnum að beita kjarnorkuvopnum á fímm ára
stjórnarferli sínum, 1%9—1974.
í tímaritinu er haft eftir Nixon, að til greina hafí komið að varpa
kjarnorkusprengju í Víetnamstríðinu, en forsetinn hafí horfið frá því þar
sem margir óbreyttir borgarar hefðu látið lífíð í slíkri sprengingu auk
óvinaherjanna.
Þetta kemur fram í tveimur
viðtölum sem blaðamenn tíma-
ritsins áttu við Nixon fyrr í
mánuðinum. Einnig segir að í
þremur öðrum tilfellum hafi
Nixon hugleitt að nota kjarn-
orkuvopn. Það var í stríðinu í
Austurlöndum nær árið 1973,
landamæradeilum Sovétmanna
og Kínverja og stríði Indverja og
Pakistana árið 1971.
í öllum þremur tilfellunum
sagði Nixon að stjórn hans hefði
fremur kosið að nota tilvist
kjarnorkuvopna Bandaríkja-
manna sem hótun og hann hefði
aldrei verið að því kominn að
beita þeim. Varðandi stríðið í
Austurlöndum nær, sagði Nixon
að Leonid Brezhnev, leiðtogi
Sovétmanna þá, hefði hótað af-
skiptum af stríðinu. Stjórn Nix-
ons hefði þá ekki getað horft upp
á ísraela varnarlausa og hefði
það verið skylda Bandaríkja-
manna að koma Israelum til
hjálpar. Þeim hraus einnig hug-
ur við að Rússar einir næðu yfir-
ráðum í þessum heimshluta.
Þegar Rússar og Kínverjar
áttu í landamæradeilum sagði
Nixon að þeir hefðu orðið að
koma Sovétmönnum í skilning
um að Bandaríkjamenn myndu
ekki leyfa Sovétmönnum að
komast upp með að troða á Kín-
verjum.
Nixon sagði að á meðan á
stríði Indverja og Pakistana
stóð, hefði stjórn hans óttast að
Kínverjar færu að blanda sér í
málið og þá hefðu Sovétmenn
Richard Nixon
brugðist skjótt við. „Við fréttum
ekki fyrr en síðar," sagði Nixon,
„að Kínverjar höfðu ekki nægan
vígbúnað til þess. En ef þeir
hefðu blandað sér í málin og
Sovétmenn brugðist við, hvað
hefðum við gert? Það er engin
spurning í mínum huga hvað við
hefðum þá gert,“ sagði Nixon, án
þess að skýra nánar hvað hann
átti við.
Nixon sagði að tilraunir til að
útrýma eða hefta framleiðslu
kjarnorkuvopna væru sér ekki
að skapi og væru auk þess
„barnalegar". Hann sagði að í
stað þess ættu Bandaríkjamenn
að snúa sér að gagnárásarvíg-
búnaði fremur en að beina vopn-
um sínum að þéttbýlum svæðum.
„Þegar ég lít til baka,“ sagði
Nixon, „þá verður mér æ betur
ljóst hvað það er siðferðislega
rangt að beina vopnum að þétt-
býlum svæðum. Ég trúi því ein-
dregið að við ættum að færa
okkur frá þeirri hugmynd að
eyða borgum og snúa okkur
fremur að hernaðarlegum skot-
mörkum. Það er meira fyrir-
byggjandi og með því fást betri
möguleikar á jafnvægi í heimin-
um.“