Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 25
3»ÖlU£ÍMBLADIÐj ÍHIDJUÐAÖORlflMWíif Í9fc
25
HEIMSÓKNARTÍMI. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti f*r heimsókn í Bethesda-sjúkrahúsið í fyrri viku.
Forsetinn fékk að fara heim sl. laugardag og stjórnar nú sem fyrr í Hvíta húsinu. Á myndinni eru, auk Reagans,
George Bush varaforseti (í miðið) og Donald Regan starfsmannastjóri í Hvíta húsinu.
Reagan vmsælli
eftir uppskurðinn
New York, 21. ralí. AP.
SKOÐANAKÖNNUN sem tímarit-
ið Newsweek lét gera, sýndi að
meirihluti Bandaríkjamanna óttast
ekki að forseti þeirra, Ronald
Reagan, muni eiga í erfiðleikum
með að takast á við störf sín að
nýju eftir uppskurðinn sem hann
gekkst undir fyrir rúmri viku.
Niðurstöður skoðanakönnun-
arinnar voru birtar um helgina,
en hún mun birtast í heild í
næsta tölublaði Newsweek, sem
kemur út í vikunni. Þar kom
fram að vinsældir Reagans hafa
vaxið hægt en örugglega síðan
hann gekkst undir skurðaðgerð-
ina, þar sem illkynjað æxli var
fjarlægt úr ristli hans. Einnig
kom fram traust á George Bush,
varaforseta, til að gegna mikil-
vægum störfum i fjarveru Reag-
ans.
Rúmlega 57% þeirra 735 full-
orðinna sem tóku þátt i könnun-
inni sögðust hafa litlar sem eng-
ar áhyggjur af því að heilsu-
brestur forsetans hefði áhrif á
starfsgetu hans, 18% sögðust
mjög áhyggjufull yfir getu for-
setans til að stjórna landinu og
22% sögðust nokkuð áhyggju-
full.
Vinsældir Reagans jukust um
5% frá því í síðustu skoðana-
könnun tímaritsins, eða úr 63% í
68%. Um 63% aðspurðra sögðust
bera fullkomið traust til George
Bush til að taka við af forsetan-
um, en 31% sagðist ekki hafa trú
á honum.
Reagan er sagður bíða spennt-
ur eftir að taka til starfa á ný, en
hann mun fara sér hægt um sinn
og safna kröftum. Reagan kom
aftur tilJHvíta hússins á laug-
ardag og sagðist ánægður með
að vera kominn heim á ný. Á
þriðjudag mun hann taka á móti
Li Kiannian, forseta Kína, sem
kemur til Washington í opinbera
heimsókn. Heimsóknin hefur
verið skipulögð þannig að forset-
inn þurfi ekki að reyna mikið á
sig og mun hann ekki sitja allt
borðhaldið þegar Kiannian ber
að garði.
Aður en Reagan yfirgaf
sjúkrahúsið flutti hann ræðu
sem útvarpað var um öll Banua-
ríkin og sagðist hann bíða
óþreyjufullur eftir þvi að taka til
fullra starfa aftur. Hann minnt-
ist ekki á krabbameinið sem
fannst í ristli hans, en hvatti
alla til að fara reglulega í lækn-
isrannsókn, svo hægt væri að
komast fyrir þá sjúkdóma sem
menn kynnu að vera haldnir.
Bretar bjarga
sovéskum flug-
manni úr sjónum
London, 21. jnlí. AP.
BRESKUR tundurspillir, sem fylgd-
ist með flotaæfingum Sovétmanna á
hafinu milli Noregs og íslands,
bjargaði sovéskum flugmanni úr
sjónum eftir að orrustuflugvél hans
hrapaði, að sögn breska varnarmála-
ráðuneytisins.
Orrustuvélinni, sem getur hafið
sig lóðrétt á loft af flugmóður-
skipi, hlekktist á í einni æfingunni
þar sem hún fór af sovéska flug-
móðurskipinu Kiev, stærsta skip-
inu í sovéska flotanum, með þeim
afleiðingum að vélin hrapaði í sjó-
inn. Bresku sjóliðarnir sóttu
manninn á litlum hraðbáti og fóru
með hann um borð í tundurspill-
inn. Skömmu síðar var þyrla frá
Kiev send til að ná í flugmanninn
af tundurspillinum. Flugmaðurinn
reyndist lítið slasaður.
Talsmaður breska varnarmála-
ráðuneytisins sagði einnig að lítill
bátur hefði verið sendur frá Kiev
til að ná mestu af braki vélarinn-
ar.
Tundurspillirinn Newcastle er
eitt 17 breskra herskipa sem fylgj-
ast með flotaæfingum Sovét-
manna á Atlantshafi, en þær eru
sagðar einhverjar þær mestu sem
um getur. Þar eru a.m.k. 38 her-
skip, 25 fylgiskip og 40 kafbátar að
æfingum.
Sovét:
Dyggur flokks-
maður gerður
að sendiherra
í Ungverjalandi
Moskva, 22. julí. AP.
BORIS Stukalin, valdamikill full-
trúi í áróðursdeild miðnefndar
kommúnistaflokks Sovétríkjanna,
hefur verið skipaður sendiherra í
Ungverjalandi, að sögn TASS-
fréttastofunnar. Hann tekur við af
Vladimir Brazovsky sem verður
settur til að gegna öðru starfi.
Stukalin hefur verið yfirmaður
áróðursdeildarinnar síðan í des-
ember 1982 og hann hefur einnig
verið varaformaður Blaðamanna-
samtaka Sovétríkjanna.
Slagsmál við
Narita-flugvöll
Tókýó, 22. idli. AP.
ÓEIRÐALÖGREGLA notaði táragas
gegn þúsund manna hópi við Nar-
ita-flugvöll, sem var að mótmæla
stækkun flugvallarins. Tuttugu og
sjö voru handteknir.
Lögreglan greip til þessa er hóp-
urinn fór að kasta grjóti að lög-
reglumönnunum og segir í óstað-
festum fregnum að tólf lögreglu-
menn hafi meiðst.
Oftsinnis hefur komið til
slagsmála og óeirða vegna stækk-
unar flugvallarins og raunar frá
því hann var tekinn í notkun fyrir
sjö árum, en táragassprengjum
hefur ekki verið beitt. Ætlunin er
að gera eina flugbraut til viðbótar
við völlinn sem er um 65 km norð-
austur af Tókýó. Bændur sem eiga
lönd sem .verða tekin undir flug-
brautina hafa mótmælt harðlega
og síðan hafa fleiri komið þeim til
liðs. Narita-flugvöllur er meðal
þeirra valla sem einna mest um-
ferð er um í heiminum.
Shamir vill hitta
Shevardnaze í haust
Tel Aviv, 22. júlí AP.
YITZAK Shamir, utanríkisráðherra
ísraels, sagði í dag að hann vonaðist
til að eiga fund með Eduard Shevard-
adze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna,
þegar báðir fara á allsherjarþing Sam-
einuðu þjóðanna í september.
Opinber tilkynning þessa efnis
var gefin út skömmu eftir að fréttir
höfðu hermt að Peres hefði sent per-
sónulega orðsendingu til Gorbasj-
evs, flokksleiðtoga Sovétríkjanna,
um að hann vonaðist til að Israels-
menn og Sovétmenn gætu náð sam-
komulagi um ótal atriði. Peres kom
boðunum áleiðis fyrir meðalgöngu
Edgar Brofmans, forseta Alþjóða-
samtaka gyðinga, en hann fer í
heimsókn til Moskvu í næsta mán-
uði.
Shamir sagði að fundur hans og
sovéska utanríkisráðherrans hefði
Yitzak Shamir
verið áformaður áður en fréttir láku
út um viðræður milli sendiherra
ísraels og Sovétríkjanna í París.
Shamir sagði að þessi fréttaleki
væri til baga en hann vonaðist til
að það breytti engu um að þeir ráð-
herrarnir gætu hitzt í New York í
september.
í sömu frétt um fundinn var sagt
að ísraelsmenn og Sovétmenn væru
að reyna að komast að samkomu-
lagi um hvernig þeir gætu tekið upp
stjórnmálasamband á ný og greitt
fyrir að sovéskir gyðingar fengju að
flytja til ísraels. Þessum fréttum
hefur verið vísað á bug af viðkom-
andi aðilum. Hins vegar þykjast
fréttaskýrendur sjá ýmis merki
þess að ísraelsmenn og Sovétmenn
hafi nokkurn vilja til að ná ein-
hverskonar samkomulagi, þótt óop-
inbert yrði.
Schewardnadse
Kópavogsvöllur
BreiðabBt — Njarðvfk
í kvöM kl. 20.00
Útvegsbanki íslands, Kópavogi
Banki Kópavogsbúa
Smiðjuvegi 14d.
Opið allar nætur
Breiðablik í
innróktingopjónuston
smi(>ju\t*((i Vt J(M) K« »|».
Nmii 7<iH(Ml.
umbro
BYKO
Kópavogsnesti,
Nýbýlavogi 10,
sími 42510.