Morgunblaðið - 23.07.1985, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aóstoöarritstjóri
Fuiltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö.
Réttarstaða
lögreglumanna
Könnunin um afstöðu ís-
lendinga til lífsins og til-
verunnar sem skýrt var frá á
liðnum vetri leiddi í ljós, að al-
menningur ber mikið traust til
lögreglunnar og skipar henni á
bekk með kirkjunni. Á hinn bóg-
inn voru fjölmiðlar lágt skrifað-
ir þegar menn voru spurðir um
hvaða traust þeir bæru til ein-
stakra þjóðféiagsstofnana.
í Skaftamálinu svonefnda
sem nú hefur verið afgreitt af
Hæstarétti hefur verið leitast
við að egna lögreglumönnum og
blaðamönnum saman. Sú rimma
er engum til sóma og snertir
ekki kjarna málsins. Hitt er al-
varlegt umhugsunarefni, að
lögreglumenn líta þannig á
niðurstöðu Hæstaréttar í
Skaftamálinu, að hún geri rétt-
arstöðu þeirra mjög óljósa og
geti þess vegna haft óheppileg
áhrif á störf þeirra. Einar
Bjarnason, formaður Lögreglu-
félags Reykjavíkur, sagði um
þennan þátt málsins í Morgun-
blaðsviðtali á laugardaginn:
„Með þessum dómi er ríkisvaldið
leyst undan húsbóndaskyldu, en
við gerðir ábyrgir og bótaskyldir
fyrir óhöppum og meiðslum sem
handtekinn maður kann að
verða fyrir, án þess að nokkuð
tillit sé tekið til þess hvernig
viðkomandi hegðar sér.“
í samtalinu við Einar Bjarna-
son kemur fram, að honum
finnst fráleitt að dæma lög-
reglumenn og láta þá sæta per-
sónulegri fébótaábyrgð fyrir gá-
leysisverk og eins að sekta þá
fyrir tjón sem þeir kunna að
valda í aðkallandi útköllum, þar
sem jafnvel mannslíf eru í húfi.
Nú er rekið fyrir dómstólum
mál, þar sem saksóknari krefst
þess að lögreglumaður verði
sviptur ökuleyfi og sektaður
vegna áreksturs sem hann olli,
þegar hann var að sinna
tilkynningu um mann með
hjartaáfall.
Um það er ekki deilt, að menn
hafi rétt til að krefjast máls-
sóknar vegna atvika er snerta
störf lögreglumanna. Efnisleg-
um niðurstöðum dómstóla verð-
ur ekki breytt af þeim sem utan
dómskerfisins standa. Hins veg-
ar geta dómar leitt til þess að
mönnum verði ljós þörfin fyrir
að setja ný lög eða breyta lög-
um.
Sé málatilbúnaður í Skafta-
málinu skoðaður er auðvelt að
færa rök fyrir því, að lögreglu-
menn geti vel við dómsniður-
stöðuna unað. Kröfum um refs-
ingu fyrir ólöglega handtöku var
hafnað. Einnig var því hafnað,
að lögreglumenn hefðu vísvit-
andi veitt Skafta Jónssyni
áverka í andliti. Meirihluta
dómenda Hæstaréttar þótti það
„allsendis ófullnægjandi gæsla á
Skafta", að aðeins einn lögreglu-
maður skyldi gæta hans aftur í
lögreglubifreiðinni „þegar haft
er í huga að hann var í miklu
uppnámi og braust um“ eins og
segir í forsendum dóms Hæsta-
réttar. Tveir lögreglumenn sátu
í framsæti bifreiðarinnar en
lögreglumaðurinn sem var hjá
Skafta hélt honum í handjárn-
um á grúfu á gólfi lögreglubif-
reiðarinnar. „Við þetta svo og
hreyfingar bifreiðarinnar er
sennilegast að Skafti hafi hlotið
andlitsáverkana,“ segir í for-
sendum meirihluta Hæstarétt-
ar. Telur meirihluti dómenda
lögreglumanninn sem sat yfir
Skafta hafa sýnt gáleysi og
dæmdi hann í sekt. Minnihlut-
inn, tveir dómarar af fimm, vildi
sýkna lögreglumennina eins og
gert var í héraðsdómi.
Eins og áður segir telja for-
svarsmenn lögreglumanna, að
með þessum dómi hafi Hæsti-
réttur raskað réttarstöðu lög-
reglumanna. Morgunblaðið er
þeirrar skoðunar að þessi rétt-
arstaða þurfi að vera skýr og
ótvíræð. Sé um vafaatriði að
ræða þarf að greiða úr þeim með
skýrum og afdráttarlausum
reglum. Verði lögreglumenn að
una því að bera sjálfir ábyrgð á
gáleysi við framkvæmd starfs-
skyldna við erfiðar aðstæður og
á viðkvæmum stundum, þarf að
koma til móts við þá ábyrgð í
mati á launum lögreglumanna
eða með viðunandi tryggingum.
Hlutverk lögreglunnar er oft
vanþakklátt. Leiða má rök að
því, að í Skaftamálinu hafi lög-
reglumaðurinn verið dæmdur
fyrir að gæta þess ekki nægilega
vel, að sá sem kærði hann fyrir
hrottaskap, færi sér ekki að
voða.
Allir dómararnir í Skaftamál-
inu eru sammála um, að meðal
gagna málsins, sem lögð voru
fyrir héraðsdóm, hafi verið ýmis
óþörf og þýðingarlaus gögn, svo
sem ljósrit blaðafrétta og blaða-
greina um málið. Með þessum
orðum víkja dómarar að því
mikla moldviðri sem verið hefur
í kringum þetta mál í fjölmiðl-
um. Einar Bjarnason, formaður
Lögreglufélags Reykjavíkur,
sagði í Morgunblaðsviðtalinu á
laugardaginn, að í Skaftamálinu
hafi fjölmiðlar með „reginafli"
sínu fengið „almenningsálitið til
að dæma lögreglumennina þrjá
seka fyrir ofbeldi." Má skilja
Einar á þann veg, að sá dómur
sé jafnvel þyngri en niðurstaðan
í Hæstarétti.
Hér skal síður en svo gert lítið
úr þessari tilfinningu lögreglu-
manna. Það er þó ósanngjarnt
hjá þeim að draga alla fjölmiðla
í sama dilk í þessu efni. Morgun-
blaðið telur að Skaftamálið hafi
ekki rýrt traust manna til lög-
reglunnar. Á hinn bóginn gefur
málið fyllsta tilefni til að rætt
sé málefnalega um réttarstöðu
lögreglumanna og húsbónda-
skyldu ríkisins vegna tjóns sem
þeir valda af gáleysi við fram-
kvæmd vandasamra og mikil-
vægra starfa sinna.
Listasafn
háskólans í
hugvísindahúsið
Odda
LISTASAFN háskóla íslands, sem stofnað var áriö
1980, hefur nú fengið fastan samastaö á efstu hæö í
hinu nýja hugvísindahúsi háskólans, Odda, en þar
hafa verið sett upp um 90 listaverk af þeim tæplega
250 verkum, sem safnið á.
Að meginstofni til eru verk
í eigu Listasafns háskólans
gjöf hjónanna Ingibjargar
Guðmundsdóttur og Sverris
Sigurðssonar fyrrum iðnrek-
anda, samtals 140 verk, þar af
115 eftir Þorvald Skúlason.
En í stofnskrá safnsins er
kveðið á um að 1% þeirrar
fjárhæðar sem varið er til
nýbygginga á vegum háskól-
ans skuli renna til safnsins og
meðal annars notað til kaupa
á nýjum listaverkum. Á þeim
fimm árum sem safnið hefur
verið starfrækt hefur stjórn
þess fest kaup á 90 listaverk-
um eftir 60 höfunda, og nokk-
ur fleiri verk hefur safnið
fengið að gjöf.
í stjórn Listasafns háskól-
ans hafa verið frá upphafi,
Sverrir Sigurðsson, Björn Th.
Björnsson listfræðingur og dr.
Gylfi Þ. Gíslason prófessor,
sem jafnframt er formaður
stjórnarinnar. Björn Th. hef-
ur haft umsjón með safninu
frá öndverðu og lýsti því svo
að þar kæmu fram þrjár
kynslóðir listamanna, en
safnið hefði þó þá megin-
stefnu að kaupa fyrst og
fremst verk eftir listamenn í
nútímanum.
„Við lítum á þetta sem nú-
tímasafn," sagði Björn og þeir
Gylfi bættu því við að þeir
væru ekki einir um þá skoð-
um, og voru þá að vísa til orða
Braga Ásgeirssonar í Morg-
unblaðinu nýverið, þar sem
hann sagði að þetta safn bæri
með réttu að kalla nýlista-
safn.
Safnið verður opið í sumar
alla daga vikunnar frá 13.30-
17.00 og er enginn aðgangs-
eyrir. Á veturna hins vegar
verður salurinn nýttur sem
lesstofa fyrir stúdenta, án
þess þó að myndir hverfi af
veggjum.
Biskupsvísitasíu í Ra
árvallaprófastsdæmi
VÍSITASÍU biskups íslands, herra
Péturs Sigurgeirssonar, í Rangár-
vallaprófastsdæmi lauk sl. miðviku-
dag með guðsþjónustu í Skarðs-
kirkju á Landi. Hafði biskup þá vís-
iterað fimm prestaköll og tekið þátt í
guðsþjónustum í 13 kirkjum, auk
Voðmúlastaðakapellu. í prófasts-
dæminu er sjötta prestakallið,
Kirkjuhvoisprestakall, en það verðr
vísiteraö síðar á þessu ári þar sem
sóknarpresturinn, sr. Auður Eir Vil-
hjálmsdóttir, er nú í leyfi. Vísitasían
tók 12 daga og var kirkjusókn víða
ágæt, enda þótt nú sé helzti bjarg-
ræðistími ársins. Séra Sváfnir
Sveinbjarnason prófastur og frú
Ingibjörg Halldórsdóttir voru í fylgd
með biskupshjónunum í vísitasíunni,
en auk þess var sr. Magnús Guð-
jónsson biskupsritari með í för.
„Það hefur verið okkur hjónun-
um mikil ánægja að ferðast um
prófastsdæmið og hvarvetna höf-
um við fundið mikinn hlýhug og
ræktarsemi í garð kirkjunnar. Það
er auðfundið að kirkjan er fólkinu
hér um slóðir mikils virði í lífs-
baráttunni, en hún er frábrugðin
því sem við í þéttbýlinu eigum að
venjast. Við höfum yfirleitt verið
heppin með veður og það er sann-
arlega ánægjulegt að fá að sjá
þessar fögru sveitir í svo björtu
ljósi. Mér eru minnisstæð orð sem
húsfreyjan á Keldum lét falla í
samtali við mig er ég dáðist að því
hversu mikill árangur hefur náðst
í baráttunni við sandfok og upp-
blástur: „Það hefði verið auðveld-
ara fyrir okkur að gefast upp en
að þrauka. Það gerðum við nú
samt.“ Þessi ummæli bera dugnaði
og myndarskap fólksins hér fag-
urt vitni. Þegar komið er í kirkjur
hér í prófastsdæminu vekur það
athygli að víða eru fagrir gripir og'
þegar spurt er um uppruna þeirra
er svarið ávallt á sömu lund; þetta
eru gjafir sem einstaklingar hafa
gefið til minningar um látna ást-
vini. Þetta sýnir e.t.v. einna bezt
hver hugur fólksins er í garð
kirkjunnar. Sumar sóknir sem við
höfum heimsótt eru fámennar og
þar sem svo háttar til hefur verið
tekinn upp sá siður að hafa sam-
eiginlegar messur í tveimur sókn-