Morgunblaðið - 23.07.1985, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐK), ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
Lindin, hússtjórnarskólinn gamli á Laugarvatni.
Hússtjórnarskólinn á Laugarvatni:
Nemenda- og kennara-
samband stofnað
Vestmannaeyjar:
Fyrsta hestamótið
á þessari öld
Vestmannaeyjum, 16. júlí.
Á LAUGARDAGINN var haldid hér
STOFNFUNDUR Nemenda- og
kennarasambands Hússtjórnar-
skólans á Laugarvatni var haldinn
á Hótel Esju fimmtudaginn 27.
júní sl. Rúmlega 70 konur mættu á
fundinn. Ákveðið var að halda
framhaldsstofnfund á Laugar-
vatni hinn 14. september nk. og
vonast undirbúningsnefndin eftir
að sjá þar sem flesta gamla nem-
endur og kennara.
Mikill áhugi er fyrir því að
koma upp orlofsheimili fyrir
fyrrverandi nemendur og kennara
og verður það mál rætt ýtarlega á
framhaldsstofnfundinum.
Kosnir hafa verið tengiliðir
fyrir hvern árgang og er hlutverk
þeirra að koma á sambandi milli
skólasystra sinna og stjórnarinn-
ar sem kosin verður á fram-
haldsstofnfundinum í haust. Fram
Útreikningar
gjaldskrár eru
á ábyrgð tann-
læknafélagsins
TANNLÆKNAFÉLAGI íslands
þykir miður að ráðgjafarfyrirtæk-
ið Hagvangur hefur dregist inn í
umræður um gjaldskrár tann-
lækna á þann hátt að misskilningi
getur valdið.
Hagvangur ákvað ekki forsend-
ur umræddra gjaldskrárútreikn-
inga og eru þeir alfarið á ábyrgð
Tannlæknafélags íslands. Stjórn
félagsins leitaði á sínum tíma álits
tveggja valinkunnra lögfræðinga
um lögmæti þeirra og breytti í
samræmi við það.
Hagvangur var fenginn sem
hlutlaus aðili í máli þessu og eru
útreikningar Hagvangs réttir mið-
að við þær forsendur sem TFÍ
lagði til grundvallar.
Stjórn Tannlæknafélags íslands.
(Fréttatilkynning.)
að þeim fundi starfar undirbún-
ingsnefnd, sem skipuð er þeim
Jensínu Halldórsdóttur forstöðu-
konu, Gerði Jóhannsdóttur og Val-
borgu S. Böðvarsdóttur.
(Fréttatilkynning)
í Eyjum hestamót, það fyrsta sem
sögur fara af á þessari öld, að því er
Magnús Magnússon, einn af skipu-
leggjendum mótsins, tjáði fréttarit-
ara Mbl. Mættir voru til leiks 24
keppendur með 30 hesta, flestir af
Suðurlandi, en einnig mættu all-
margir hestamenn úr Vestmannaeyj-
um þar sem er vaxandi áhugi á hest-
um og hestamennsku.
Mótið setti mikinn svip á bæj-
arlífið þennan laugardagseftir-
miðdag og þar bar mest á hópreið
hestamanna gegnum bæinn undir
fánum og þeir heimsóttu m.a. vist-
fólk á Hraunbúðum, dvalarheimili
aldraðra. Síðan var haldið á
Stakkagerðistún þar sem bæjar-
búum gafst kostur á að skoða
reiðskjótana. Þarna háðu hesta-
menn knattspyrnu á „kústprika-
hesturn" við heimamenn, sem
höfðu betur í því ati, 4—2. Þá var
haldið á íþróttavöllinn í Löngulá
þar sem Skútamótið fór fram. Var
þar sýnd hlýðni hesta, torfæru-
stökk en aðalkeppnin var í tölti.
Þá háðu nokkrir góðborgarar boð-
hlaupskeppni sem var í því fólgin
að hlaupa ákveðna vegalengd með
hnakk í fanginu og söðla hest,
þeysa á honum til baka, spretta af
honum þeysa til baka berbakt og
síðan hlaupa á tveimum misfljót-
um til baka í mark. Þetta boð-
hlaup gerði góða lukku hjá fjöl-
mörgum áhorfendum en sumir
keppenda höfðu ekki stigið á
hestbak í hartnær hálfa öld.
Urslit í töltkeppninni urðu þau
að Friðþjófur Vignisson sigraði á
Eljari, annar vað Þórður Þorgeirs-
son á Léttfeta og þriðji Davíð
Jónsson á Hrin. Bestur af hestum
Vestmanneyinga var Glóa, eigandi
Esther Ingimarsdóttir. Þórður
Þorgeirsson var kjörinn besti
knapinn. Glæsilegasti hestur mót-
sins var kosinn Blær, eigandi
Ásmundur Pálsson. Magnús
Magnússon sagði fréttaritara þá
sögu að þegar Ásmundur var
fermdur mátti hann fara í mikið
stóð og velja sér hest sem
fermingargjöf. Hann valdi ungan
fola, nefndi hann Blæ og hefur
tamið hann og þjálfað sjálfur.
Það voru nokkrir aðilar í Eyjum
sem stóðu fyrir þessu móti með
Hörð Adólfsson veitingamann á
Skútanum í broddi fylkingar og
var mótið nefnt Skútamótið Herði
til heiðurs. Keppendur og áhorf-
endur gerðu góðan róm að þessari
skemmtilegu nýbreytni í hesta-
mennskunni og er vonast eftir að
áfranjhald fylgi. Þegar menn
höfðu gengið frá hestum sínum í
haga að mótshaldi loknu var
skundað í Herjólfsdal þar sem
Hörður á Skútanum bauð til
grillveislu. Var unað þar við gít-
arspil, varðeld og söng fram eftir
nóttu. —hkj.
Vanir sjómenn vita hve mikið öryggi
felst i góðri talstöð, Zodiac Seacom 80
erein sú besta sem völ er á
Leiðrétting
MEINLEG mistök urðu í samn-
ingu fyrirsagnar á opnu bréfi 35
sjómannskvenna á Flateyri til
siávarútvegsráðherra, Halldórs
Asgrímssonar, þar sem helgar-
banni á smábáta er mótmælt.
Fréttin birtist á þriðju síðu í
B-blaði Morgunblaðsins á sunnu-
daginn og rétt er fyrirsögnin
svona: „Mótmæla helgarbanni á
smábáta." Eru hlutaðeigandi
beðnir velvirðingar á mistökun-
um.
rs
_ jpglýsinga-
síminn er 2 24 80
Heimilistæki bjóöa nú skipa- og bátatalstöövar
frá Svíþjóð, sem eru í hæsta gæðaflokki:
Zodiac Seacom 80.
Seacom 80 er afar þægilegt og fullkomið
öryggistæki á góðu verði.
Seacom 80 getur vaktað 2 rásir samtímis, kall-
rás og alþjóðlegu neyðarrásina, rás 16, sem
hefur forgang. Fljótandi kristallar segja til um
hvaða rás sé í gangi og aðgengilegir, upplýstir
snertitakkar gera rásaval mjög auðvelt.
Seacom 80 talstöðin er í þremur hlutum —
tr'tæki, sem er eins og símtól, talstöðin sjálf
með 55 alþjóðlegum VHF rásum og svo lítill,
en kröftugur hátalari.
Seacom 80 er fyrirferðarlítil og hentar vel við
þröngar aðstæður. Talstöðin er í sleða sem
hægt er að festa í loft eða á borð og auðvelt er
að losa tækið og fara meö heim. Taltækið situr
tryggt í sérhönnuðu sæti og hátalarann má festa
þar sem hans er helst þörf.
Settu þig í gott samband við okkur hjá
Heimilistækjum. Seacom 80 er talstöð
sem þú þarft að heyra meira um!
Heimilistæki hf
Tæknideild — Sætúni 8. Sími 27500.
GOTT FOLK