Morgunblaðið - 23.07.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1985
31
Develop 10
Minnsta
Ijósritunarvél í heimi
Ljósritunarvél fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir. Ótrúlega lítil,
áreiðanleg og auðveld í notkun. Vél
sem skilar svörtu kolsvörtu og hvítu
snjóhvítu.
lKJARAN
ÁRMÚLA 22, SlMI 83022, 108 REYKJAVÍK
Áttræður í dag:
Kári Tryggvason rit-
höfundur og kennari
Þegar ég kom heim úr ferðalagi
um síðustu helgi var ég fljótt
minntur á, að vinur minn og stétt-
arbróðir, Kári Tryggvason frá Víði-
keri í Bárðardal, yrði áttræður á
þriðjudaginn kemur, 23. júlí. Mér
þótti að sjálfsögðu vænt um að fá
fulla vissu um þetta, en fyrirvarð
mig jafnframt að hafa ekki fest
þennan merkisdag Kára í huga mér,
svo að ég gæti sent honum ofurlitla
afmæliskveðju á réttum degi. Óvíst
er með öllu að það geti tekist. Ann-
ars hygg ég, að fyrir ýmsum kunn-
ugum fari líkt og mér, að þeir hafi
ekki gert sér fulla gein fyrir, að
þessi merkisdagur Kára væri svo
nærri, því að hann ber aldur sinn
svo vel.
Kári fæddist 23. júlí 1905 að Víð-
ikeri í Bárðardal. Foreldrar hans
voru Tryggvi Guðnason bóndi þar
og kona hans Sigrún Þorvalds-
dóttir. Hann stundaði nám í Ungl-
ingaskólanum á Breiðumýri vetur-
inn 1923—24, Gagnfræðaskóla Ak-
ureyrar 1924 —25 og í Héraðsskól-
anum á Laugum 1925—26. Bóndi að
Víðikeri 1928—1954 og skólastjóri
og kennari í Bárðdælahreppi á
sama árabili, eða samtals í 26 ár.
Stundakennari og umsjónarmaður
við barnaskólann í Hveragerði
1954—1970 og kennari í Reykjavík
1970-1973.
Hann hefur því starfað sem
skólastjóri og kennari við þrjá fasta
skóla í 45 ár og er það ærið ævi-
starf. Síðan hefur hann leiðbeint
litlu fólki á heimili sínu meira og
minna fram á þennan dag, þvi að
hann hefur alltaf haft yndi af að
umgangast börn og þau heillast af
honum. Kennsluferill hans er því
orðinn óvenju langur, spannar
meira en hálfa öld.
En þótt Kári hafi sem kennari
ungmenna unnið óvenju mikið og
farsælt ævistarf hefur hann einnig
á öðrum sviðum unnið mikilvæg og
merk störf, og fyrir þau mun hans
lengi minnst. Þann rúma aldar-
fjórðung, sem hann var bóndi og
skólastjóri í Bárðardal, vann hann
t.d. mikið að félagsmálum sveitar
sinnar á flestum sviðum, eins og
skólamenn eru yfirleitt kvaddir til.
En fyrst og fremst liggja þó eftir
hann mikil og stórmerk störf á sviði
ritlistarinnar, bæði sem ljóðskáld
og barnabókahöfund. Einnig hefur
hann sent frá sér greinar í blöð og
tímarit. Má því með sanni segja, að
á þessu sviði hafi Kári unnið annað
ævistarf í tómstundum sínum.
Hygg ég, að hann hafi löngum þurft
að fara að líkt og eitt af góðskáld-
um okkar komst að orði: „Stel af
nóttu stuttri spönn stundum til að
skrifa.“ Um skáldskap hans ræði ég
annars ekki hér, til þess þarf langt
mál, sem þessari kveðju er ekki ætl-
að. Það munu bókmenntafræðingar
okkar gera nú eða síðar. Hins vegar
mun ég nefna bækur hans allar,
sem út hafa komið, ýmsum til upp-
rifjunar og fróðleiks.
Ljóðabækur Kára eru þessar:
Fuglinn fljúgandi (barnaljóð), 1943,
Yfir Ódáðahraun, 1948, skólarím.
Vísur eftir Kára og nemendur hans,
1948, Hörpur þar sungu, 1951,
Sunnan jökla, 1968, Til uppsprett-
unnar, 1972, Sjötíu ljóð, 1975. Valdi
efni í Vísuna, úrvalsstökur eftir 120
höfunda, 1978.
Barnasögur hans eru þessar: Álf-
ar og rósir, skólastílar, 1950, Dísa á
Grænalæk, 1951, Riddararnir sjö,
1951, Suðræn sól, 1952, Disa og sag-
an af Svartskegg, 1960, Veislugest-
ir, 1960, Dísa og Skoppa, 1961, Sísí,
Túkú og apakettirnir, 1961,
Skemmtilegir skóladagar, 1962,
Palli og Pési, 1963, Ævintýraleiðir,
1963, Dísa og ævintýrin, 1%5, Jök-
ull og Mjöll, 1965, Börn á ferð og
flugi, 1970, Olla horfir á heiminn,
1973, Börnin og heimurinn þeirra,
1977.
Auk þessara furðulega miklu af-
kasta er mér vel kunnugt um, að
hann á í handriti efni i bækur bæði
í bundnu og lausu máli. Vonandi
kemur það út fyrr en seinna.
Ýmsar bækur Kára hafa komið
út í tveimur útgáfum og a.m.k. ein í
þremur. Þá hlaut hann verðlaun
Fræðsluráðs Reykjavíkur 1973 fyrir
bkina Úlla horfir á heiminn, en hún
var dæmd best ritaða barnabók árs-
ins. Sýnir þetta glöggt vinsældir
Kára sem rithöfundar, og þá ekki
síður hitt, að hann heur oft hlotið
listamannslaun.
Kári er mikill hamingjumaður í
einkalífi. Kona hans, Margrét
Pálsdóttir frá Refstað í Vopnafirði,
hefur reynst honum frábær föru-
nautur og búið þeim hlýlegt og fag-
urt heimili, þar sem þau hafa starf-
að. Þau hafa átt miklu barnaláni að
fagna, hafa eignast fjórar ágætar
dætur, Hildi, Sigrúnu, Rannveigu
og Áslaugu, sem hafa verið sólar-
geislar foreldra sinna og eiga nú
allar sín eigin heimili. Barnabörnin
eru sjö og barnabarnabarn eitt, og
er það að sjálfsögðu sérstakt yndi
fyrir afa og ömmu að fá þau í heim-
sókn.
Það var á aðalfundi í Kennarafé-
lagi S-Þingeyinga, sem haldinn var
á Húsavík vorið 1941, að við Kári
hittumst í fyrsta sinn. Ég hafði tek-
ið við starfi skólastjóra á Húsavík
haustið áður og hélt þvi, ásamt
formennsku í kennarafélaginu, þau
20 ár sem ég dvaldi þar. Hittumst
við síðan árlega, bæði á fundum
sýslufélags okkar og á mótum
Kennarasambands Norðurlands, og
einnig oftar. Eftir að við fluttum
suður yfir heiðar höfum við einnig
haft gott samband, bæði í Hvera-
gerði og Reykjavík. Segja má, að
þegar við fyrstu kynni hafi mynd-
ast traust vinátta okkar á milli,
sem aldrei hefur borið á nokkurn
skugga.
Ég samgleðst vini mínum, Kára,
innilega þegar hann lítur nú í dag
yfir langan og einkar merkan og
farSælan æviveg. Hann hefur verið
hamingjumaður, sem unnið hefur
verk er lengi mun lifa með þjóð
okkar.
Við Guðrún sendum honum
hjartanlegar afmæliskveðjur og
þökkum innilega vináttu og sam-
starf á liðnum árum. Það sama veit
ég að sýslungar okkar gera og fjöldi
annarra landsmanna.
Sigurður Gunnarsson,
fv. skólastjóri.
Kári og Margrét kona hans taka
á móti gestum á heimili dóttur
sinnar og tengdasonar að Þykkva-
bæ 9, Reykjavík, milli kl. 17 og 19 i
dag.
sumarieyfísstaður
við bæjardyrnar
Það er engin tilviljun að mörg félaga-
samtök hafa valið Hótel Borgarnes
sem funda- og ráðstefnustað.
Borgarnes er I þjóöbraut, hæfilega
langt frá ys og skarkala Stór-Reykja-
vlkursvæöisins.
Bæjarstæðið er sérkennilegt og fag-
urt, en umfram allt friösælt.
Upp af Borgarnesi teygir sig hió sögu-
fræga Borgarfjarðarhérað og býður
upp á ótal möguleika til útivistar og
skoðanaferöa.
Fólk sem vill leita friðsældar og næóis
án þess að leggja á sig langt ferðalag
gistir Hótel Borgarnes.
Það færist og í vöxt að laxveiðimenn
sem veiöa I ám Borgarfjarðar hafi þar
aösetur svo og rjúpnaskyttur á haustin.
í Hótel Borgarnesi eru 36 herbergi, þar
af 20 meó baói. Morgunverður er fram-
reiddur I kaffiteríu.
Veitingasalir fyrir ráðstefnur, dansleiki
og veislur eru I hótelinu, fyrir ailt að
300 manns.
Hótel Borgarnes leggur áherslu á alúð-
legt viðmót og góða þjónustu
og reynir að koma til móts við
óskir hvers og eins.
rearnes
simi 93-7119 & 7219
Rafstöðvar
Getum útvegaö vatnshverfla
(túrbínur), ásamt rörum,
lokum, gangráöum,
tengiboxum, og rafölum
fyrir vatnsaflsstöövar
Góöfúslega
leitiö
upplýsinga
IÍOf©llllsiMI 46488
KRISTJÁN ÓLI HJALTASON
IÐNBUD 2. 210 GARÐABÆ
Farymann
Smádíselvélar
5.4 hö við 3000 SN.
8.5 hö við 3000 SN.
Dísel-rafstöövar
3.5 KVA
SViuirllaDiuiSAaar
iJfeODSSSWtl
Vesturgötu 16,
sími 14680.