Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 46
46
MÖRGUKBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 23. JÚLÍ 1085
3
rgggRi
„ Eg skal taka. \j\b, Valdtmar."
Ég bara fór út í morgun, því í
stjörnuspánni þinni fyrir dag-
inn stendur: l>ú eignast
óvænt peninga!
Konan mín og ég kynntumst
þegar við vorum 19 ára. Nú er
ég 47 ára en bún 34.
HÖGNI HREKKVÍSI
Svör frá Tjarnarskóla
Vegna fyrirspurnar um Tjarnar-
skóia í Veivakanda lostudaginn 12.
júlí 1985 viljum við koma eftirfar-
andi á framfæri:
Við viljum f upphafi taka fram
að hér á þessum vettvangi getum
við aðeins veitt ákveðnar grunn
upplýsingar en bendum jafnframt
þeim sem áhuga hafa á frekari
vitneskju að hafa samband við
okkur. í fyrirspurninni er talað
um „hinn almenna skóla“. í því
sambandi viljum við benda á að
starf í „hinum almenna skóla" er
æði misjafnt bæði með tilliti til
landshluta og einstakra skóla.
Skipulag Tjarnarskóla í heild
hefur verið metið af hálfu
menntamálaráðuneytisins og hef-
ur hann því hlotið starfsleyfi sem
fullgildur skóli er starfi sam-
kvæmt grunnskólalögunum. í
skólanum verða þó breyttar
áherslur, sérstaklega m.t.t.
tengsla við atvinnulífið. Einnig
verður kappkostað að nemendur
kynnist af eigin raun, sem flestum
þáttum er lúta að lífi og starfi i
nútímaþj óðfélagi.
Til þess að nemendur kynnist
atvinnulífinu verður í hverri viku
tveimur kennslustundum varið til
fræðslu um íslenskt atvinnulíf,
einni kennslustund til undirbún-
ings og úrvinnslu heimsókna á
vinnustaði og fjórum kennslu-
stundum til heimsókna á vinnu-
staði. Þessi atvinnulífskynning og
-fræðsla fer fram í 9. bekk. í 8.
bekk er skipulagður námsþáttur
sem tengist þessari atvinnulífs-
fræðslu. Stuðlað verður að því að
skólastarfið einskorðist ekki við
hefðbundna vinnu innan veggja
skólans heldur tengist margvís-
legri starfsemi utan hans. í þessu
sambandi má nefna heimsóknir
skólanema úr skólanum og fjöl-
breytilegar heimsóknir í skólann
(s.s. þjóðkunnar persónur, for-
svarsmenn fyrirtækja/stofnana,
listamenn, rithöfundar og fleira).
Áhersla verður lögð á að nem-
endur skólans fái góðan undirbún-
ing undir framhaldsnám og má
t.d. nefna að kennslustundir í ís-
lensku og stærðfræði í 7. bekk eru
fleiri en almennt tíðkast, auk þess
sem nemendum skólans býðst að-
stoð við heimanámið.
í heimilisfræðum og líffræði í 8.
og 9. bekk er fyrirhuguð sérstök
útfærsla sem felst í því að færa
viðfangsefnin nær nemendum
sjálfum og því sem bíður þeirra í
þjóðfélaginu að námi loknu. Enn
má nefna að nemendur sækja ým-
is námskeið í skólanum (s.s. tölvu-
fræðsla, framsögn, framkoma,
ræðumennska, tónmennt o.fl.).
Stjórnendur Tjarnarskóla eru
fullvissir um að í skólanum mynd-
ist jákvæð og náin tengsl nem-
enda, forráðamanna þeirra og
starfsfólks skólans og þannig
skapist grunnur að traustri
menntun nemendanna.
Margrét Theódórsdóttir og
María Sólveig Héðinsdóttir
Ömurlegur 17. júní ’85
Vonsvikinn 17. júní-gestur skrif-
ar:
Nýlega kvartaði Tómas Jónsson
yfir ömurlegri dagskrá á Lækjar-
torgi 17. júní og að sjónvarpið
slökkti á bestu popptónlistarmenn
landsins, Megas og Bubba. Ég vil
endilega láta koma fram að ég er
100% sammála Tómasi.
Ég fór með krakkana mína í bæ-
inn en uppskar ekkert annað en
leiðindi. Skemmtikraftarnir voru
með aulalegan „húmor" svo undr-
um sætti. Forráðamenn þjóðhátíð-
arinnar hafa áreiðanlega ekki séð
skemmtiatriðin áður en þau voru
sýnd þama 17. júní. Það mætti
segja mér að sum atriðin hafi ver-
ið samin þarna á staðnum svo
þunn voru þau.
Um kvöldið fórum við hjónin
svo með fleira fólki að hlýða á
Léttsveit ríkisútvarpsins. Við átt-
um von á metnaðarfullri sveiflu
eða þess háttar. En, þvílík von-
brigði. Léttsveitin reyndist vera
einhverskonar dixieland-útgáfa af
Lonlí Blú Bojs og HLH. Algjör
lágkúra og engan vegin samboðin
ríkisstofnun á borð við útvarpið.
Hitt má koma fram að dagskrá-
in í Laugardalshöllinni var góð.
Ég ætlaði að taka hana upp á
myndband fyrst sjónvarpið sýndi
það þrekvirki að sjónvarpa henni.
Allt fór vel af stað. Mikil gleði
ríkti þegar kynnt var að Bubbi
kæmi fram sem leyninúmer með
Megasi. En, þá slökkti sjónvarpið
á öllu. Og það klukkan 11.00!
Má ekki hver
hafa sinn smekk?
Duranisti skrifar:
Mig langar að mótmæla því sem
Wham-aðdáandi skrifar í Velvak-
anda 16. júní sl. Hún er að segja
að Duranistar séu heimtufrekir að
biðja um Duran Duran á Listahá-
tíð. Má ekki hver hafa sinn tón-
listarsmekk og biðja um sína
bestu hljómsveit á Listahátíð?
Elsku Whamisti, gerðu þér bara
grein fyrir því að Duran Duran er
vinsælasta hljómsveitin um þess-
ar mundir. Ég veit ekki betur en
það sé nú ansi oft búið að skrifa í
Velvakanda og biðja um Wham,
U2 og Frankie Goes to Hollywood
á Listahátíð. Og hver var að biðja
þá sem ekki hafa áhuga á Duran
Duran að borga morðfjár á tón-
leika með Duran Duran?
Ég er viss um að hver og einn
vill vita sem mest um sína bestu
hljómsveit og er ég ekki að segja
að Wham, U2 eða Frankie Goes to
Hollywood séu eitthvað verri en
Duran Duran. Svo má geta þess að
ég las í poppblaði að það hafi verið
svo fámennt á tónleikum hjá
Wham að George Michael hafi al-
gjörlega brjálast í flugvélinni á
leiðinni heim. Það hafa kannski
svona fáir nennt að fara á tónleik-
ana.
Að lokum vil ég þakka sjónvarp-
inu fyrir frábæran þátt með Dur-
an Duran laugardaginn 15. júní sl.