Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 50

Morgunblaðið - 23.07.1985, Page 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1986 Eygi ekki nokkra von — segir Rafn Thorarensen um íbúðarmál sín „Ég eygi ekki nokkra von í dag og bíð eftir htekkun á fasteignamarkaðin- um. Þá sel ég íbúðina á meðan ég á eitthvað í henni,“ segir Rafn Thoraren- sen, múrari, sem undirritaði samning haustið 1980 við byggingafélagið Bygg- ung í Kópavogi um kaup á 79 fermetra, 3ja herbergja, íbúð. Aætlaður byggingarkostnaður var 505 þús. kr. um áramót 1980—1981, miðað við 67% verðbólgu á byggingartímanum. Endanlegur byggingarkostnaður i janúar 1984 varð hinsvegar 711 þús. kr., sem Rafn hefur meðal annars fjármagnað með 525 þús. kr. í lífeyrissjóðslánum og öðrum skammtímalánum. Heildar- upphæð lána, sem hvfla á íbúðinni í dag er 1.600.000 þús. kr. Lánin eru öll verðtryggð og afborganir eru um 400 þús. kr. á ári af um 600 þús. kr. árslaunum. Byrjaði með tvær hendur tómar „Það má segja að ég hafi byrjað með tvær hendur tómar, því ég átti ekki neitt og varð að taka líf- eyrissjóðslán til að greiða stað- festingargjald fyrir íbúðina. Lán- ið, sem er verðtryggt var upphaf- lega, árið 1980, 28.500.00 kr. og af því hef ég þegar greitt 100 þús. kr., en eftirstöðvarnar í dag eru komn- ar í um 200 þús. kr.“ — ÞÚ hefur ekki verið hræddur við að leggja út í þessar fram- kvæmdir? „Nei, ég átti í rauninni ekki annarra kosta völ. Við vorum búin að vera í leiguhúsnæöi frá því árið 1977 og okkur fannst ekkert vit 1 að búa við þau fjárútlát og óöryggi áfram. Ég hafði heyrt að í byggingarsamvinnufélögum byggðu menn langt undir kostnaði miðað við íbúðir á opinberum markaði og á þessum árum gerðu þau það. Dæmið hefði ugglaust gengið upp ef ekki hefði komið til skert laun og óðaverðbólga." Leist vel á að byggja með byggingarsamvinnufélagi „í lögum um byggingarsam- vinnufélög skuldbinda þau sig til að láta fagmenn í hverri iðngrein vinna alla vinnu en gefa jafnframt eigendunum kost á að vinna sjálfir í eigin íbúð ef þeir eru fagmenn eins og til dæmis í mínu tilfelli. Þess vegna leist mér vel á að byggja með þeim.“ — Og stóðst það? „Biddu fyrri þér. Þetta hefur verið eintómt svekkjelsi og leið- indi og menn áttu í erfiðleikum með að komast að í íbúðum sínum til að vinna í sínu fagi. Maður var sjálfur að puða við að standa við eigin skuldbindingar og greiða samkvæmt þeim kostnað- aráætlunum, sem félagið lagði fram. Byggingarfélagið gat hins- vegar hagað sér eins og það vildi og tekið tilboðum í hina ýmsu verkþætti eftir eigin geðþótta. Sem dæmi get ég nefnt að tekið var tilboði í alla málningarvinnu hússins, sem var 40% yfir kostn- aðaráætlun." Byggingarsamvinnufélög hafa ekki nægilegt aðhald „Áður en eigendur fengu íbúð- ina afhenta í maí 1982 urðu þeir að vera skuldlausir við byggingar- félagið. Þá var lögð fram ný greiðsluáætlun, sem náði fram á árið, sem fól í sér hækkanir, sem enginn eigendanna hafði gert ráð fyrir. í júnímánuði hækkaði greiðslan úr 12 þús. kr. í 40 þús. kr., hina mánuðina var gert ráð fyrir 14 þús. kr. greiðslu á mánuði. Þegar spurt var hvernig stæði á því að hækkunin væri svona mikil Rafn Thorarensen múrari í júní var svarið: „Þetta er bara svona“.“ — Finnst þér byggingarfélagið eiga sök á því hverning staða þín er í dag? „Málið er því miður ekki svo einfalt. Ég vil hinsvegar undir- strika það, að ég álít byggingar- samvinnufélögin ekki hafa nægi- lega mikið aðhald og þau veita mönnum ekki nægilega góðar upp- lýsingar áður en hafist er handa í upphafi. Þegar kom að endanlegu uppgjöri 1984 þá gekk það í alla staði vel, var mjög þægilegt. Ég varð hinsvegar að taka nýtt lán til að geta gert upp.“ Á alltaf minna og minna í íbúðinni — Hvað átt þú mikið í íbúðinni í dag? „Ætli ég slyppi ekki með að eiga um 200 til 300 þús. kr. 1 íbúðinni miðað við markaðsverð á svona íbúð í dag, sem er á bilinu 1,8 til 2 milljónir. Skuldirnar, sem hvíla á íbúðinni eru komanr í 1,6 milljónir kr. og á meðan lánskjaravísitöl- unni er ekki breytt á ég alltaf minna og minna í íbúðinni eftir því sem tíminn líður. Á byggingartímanum frá 1980 til 1985 breyttist hlutfall milli launa og lánskjaravisitölu. Ef hlutfallið væri það sama i dag og það var í janúar 1981 þyrftu mín laun að hækka um 50% eins og best sést á einingaverðinu, sem notað er sem viðmiðun við launa- greiðslur í uppmælingavinnu hjá múrurum. Það er í dag kr. 17,15 en ætti að vera um kr. 26,00, ef miðað er við að það hefði fylgt lánskjara- vísitölunni. Ég varð því fyrir verulegri kjararýrnun á þeim tíma, sem ég stóð i stórframr kvæmdum. Auk þess varð ég fyrir því eins og margir aðrir að lenda í tima- bundnu atvinnuleysi i tvigang á þessum tíma. Það stóð i rúma tvo mánuði í hvort skipti. Þá mánuði varð ég enn að gripa til skamm- Á ÁRIÆSKUNNAR Tilboð í kaupfélögunum 22. til 27. júlí ’85 til þeirra sem ferðast innanlands Nú, á ári æskunnar, vlljum vlð hjálpa ungu fólki til að ferðast um eigið land. í því skyni bjóðum við ýmsar vörur í ferðalagið á sérlega hagstæðu verði í kaupfélögum um land allt. Vörurnar sem um er að ræða eru meðal annars: CARÁVAM göngutjöld CARAVAM bakpokar Vopni-regnfatnaður andlitsþurrkur ffi CARAVAM svefnpokar íþróttasokkar konfekt með appelsínufyllingu HOLTAKEX 3 tegundir Vinnum saman V Vertu með / J Kaupfélögin Sýslunefnd V-ísafjarðarsýslu ályktar: Fiskiðnaðurinn fái orku á sama verði og járn- blendiverksmiðjan AÐALFUNDUR sýslunefndar Vestur-ísafjarðarsýslu var haldinn á ísafirði 6.—7. júní síðastliðinn og var fjöldi mála til umrsðu. Meðal annars var fjallað um samgöngumál og var samþykkt ályktun þar sem því er fagnað að samgönguráðherra hefur lýst því yfir að næsta stórverkefni í vega- gerð á Vestfjörðum verði bygging brúar yfir Dýrafjörð. í ályktun- inni er Skipaútgerð ríkisins þakk- að fyrir bætta þjónustu við Vest- firðinga, en jafnframt er bent á mörg óleyst verkefni á sviði flugmála í fjórðungnum. Sýslunefndin ræddi einnig um Geðhjálp: Opinn fund- ur með Judy Chamberlin HÖFUNDUR bókarinnar „On Our Own“, Judi Chamberlin, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 23. júlí, í Kristalsal Hótels Loftleiða. Hún kemur hingað á vegum Geð- hjálpar. í fréttatilkynningu Geð- hjálpar segir, að Judi sé sjálf fyrrver- andi geðsjúklingur og leiðtogi í rétt- indabaráttu geðsjúkra í Norður- Ameríku. Umræðuefni fundarins verður jjálfshjálparhreyfing geðsjúkra ig valkostaþjónusta í geðheil- >rigðismálum auk þess sem Judi ?hamberlin mun segja frá reynslu inni af geðsjúkrahúsum og störf- im alþjóðlegrar ráðstefnu um eðheilbrigðismál, sem haldin var Englandi, fyrir skömmu. Fundurinn, sem er öllum opinn, efst klukkan 20:30 og verður er- ídi Judi Chamberlin þýtt jafnóð- m yfir á íslensku. riðuveiki í fjórðungnum og lýsti yfir stuðningi við aðgerðir Sauð- fjárveikivarna í því máli. Nefndin harmar að heimamenn skuli ekki hafa borið gæfu til samstöðu í þessu máli og telur nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sá ágreiningur stefni árangri af fjárskiptum í voða. í ályktun um skólamál er það gagnrýnt að mikið vanti á að ákvæöum grunnskólalaganna sé framfylgt í sýslunni og er bent á tíða skipun réttindalausra kenn- ara til starfa og skort á kennslu- húsnæði og skólabókasöfnum í því sambandi. Að lokum var samþykkt ályktun um atvinnumál, þar sem segir meðal annars að nú sé þrengt mjög að höfuðatvinnugreinum í sýslunni, sjávarútvegi og landbún- aði, með kvótakerfi og fjársvelti. í niðurlagi ályktunarinnar segir: „Vestfirska stóriðjan, fiskiðnaður- inn knýr á um sama orkuverð og járnblendið á Grundartanga. Ennfremur þarfnast aðilar hér breytinga á dollaralánum í hag- stæðari gjaldmiðla líkt og Lands- virkjun hefur fengið. Gagngerð bylting atvinnuhátta verður vart hér í næstu framtíði Því er nauð- synlegt að treysta grundvöllinn og byggja upp framúrstefnu í hinum hefðbundnu atvinnugreinum, gera þær arðsamar, vellaunaðar og eft- irsóknarverðar. Þjónusta, verslun og iðnaður myndu í kjölfar þess blómgast, mannlífið eflast, listir og menning vaxa, byggðir styrkj- ast og trúin á framtíðina kæmi í stað bölmóðs og uppgjafar." (Úr fréttatilkynningu) INNLENT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.