Morgunblaðið - 23.07.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ1986
51
tímalána til að geta klofið greiðsl-
ur vegna íbúðarinnar og auk þess
greiða leigu fyrir það húsnæði,
sem við þá bjuggum í. Húsaleigan
varð sífell þyngri baggi eftir því
sem lengra leið á byggingartím-
ann. Greiðslur hækkuðu en laun
lækkuðu hlutfallslega og það varð
sífellt erfiðara að kljúfa öll venju-
leg útgjöld.
Sama ástand að ári liðnu
Eftir að konan hætti að vinna
úti hálfan daginn hef ég verið eina
fyrirvinna heimilisins. Við erum
með tvö ung börn, sem gætu verið
á leikskóla en leikskólagjaldið er
einfaldlega of hátt hlutfall af
launum konunnar ef hún ynni
hálfan daginn. Ég gat aðeins klór-
að í bakkann eftir að ég fór að
geta gefið upp til skatts stóran
hluta teknanna, sem atvinnurek-
andi. Þá fékk ég rekstur á bifreið
og allan verkfærakostnað dreginn
frá tekjum, en það fengi ég ekki
sem venjulegur launþegi.
— Hefur þú leitað til ráðgjafar-
þjónustu Húsnæðisstofnunar
ríkisins?
„Já, ég þurfti að leita til hennar
núna í mars 1985 vegna greiðslu-
erfiðleika og fékk þar fulla fyrir-
greiðslu. Aukalán til 10 ára, verð-
tryggð eins og fyrri lán, þannig að
ég er ekkert betur settur í raun.
Öll lán eru að vísu komin í skil í
dag en ég sé fram á sama ástand
að ári liðnu ef ekki koma til ein-
hverjar róttækar breytingar á öllu
lánakefi í landinu."
Umferðarráð:
Leiðbeininga-
bæklingur fyr-
ir erlenda
ferðamenn
UMFERÐARRÁÐ hefur nýlega gef-
ið út litprentaðan bækling á ensku
með myndum af þeim umferðar-
merkjum sem hér gilda.
Jafnframt eru í smáriti þessu
ráðleggingar til ferðamanna um
þau atriði sem sérstaklega þarf að
varast í umferðinni hér á landi og
ætla má að vafist geti fyrir út-
lendingum.
Slíkum ferðaráðum til útlend-
inga hefur Umferðarráð einnig
komið á framfæri í bæklingi sem
Ferðamálaráð hefur nýlega gefið
út og dreifa á til þeirra útlendinga
sem hyggjast ferðast hér á eigin
bifreiðum eða bílaleigubflum.
Umferðarráð væntir þess að
hver sá er aðstöðu hefur til að
ræða við erlenda ferðamenn um
ferðalög um landið leitist við að
gera þeim grein fyir þeim hættum
er hér leynast s.s. við akstur yfir
óbrúaðar jökulár.
(FréttatUkynning frá Umferftarráði)
prenturum
FACIT 4509 / 4510 / 4511 prentarar ganga við flestar gerðir af tölvum. Þeir eru
áreiðanlegir, mjög fljótvirkir og prentun er í háum gæðum.
Þið getið sjálf skipt um leturhaus ef þið viljið, annars endist hver haus til þess að
prenta meira en 100.000.000 stafi og það er sama sagan með borðann, hann endist
fyrir meira en 4.000.000 stafa.
En þið getið afskrifað milljónirnar með öllu þegar þið kaupið einn þessara þriggja
FACIT prentara, því verðið er vægast sagt ótrúlega lágt eða frá rúmum 16.000
krónum.
Látið sérhæfða sölumenn með langa reynslu að baki leiðbeina ykkur við val á
réttum FACIT prentara. ■
GISLI J. JOHNSEN
TÓLVUBUNAÐUR SF - SKRIFSTOFUBUNAOUR SF
SMIÐJUVEGI 8 P.O. BOX 397 202 KÖPAVOGI SÍMI 73111
SUNNUHLÍÐ, AKUREYRI, SÍMI 96-25004
Til eigenda International
Harvester landbúnaðarvéla
Þar sem ekki hefur náöst samkomulag viö Vélar og þjónustu hf. (umboðsmenn J.I.Case á íslandi) um aö
yfirtaka varahluti fyrir I.H. landbúnaðarvélar frá okkur, þá munum viö halda áfram aö þjóna þessum
vélum meö varahluti eftir bestu getu um næstu framtíð.
Fyrir hendi er fjölbreytt úrval af varahlutum í flestar þær vélar sem við höfum flutt inn og þá sérstaklega
í heybindivélarnar og IH Farmall-dráttarvélarnar, „besta vin“ bóndans.
BÚNADARDEILD
SAMBANDSINS
ARMULA3 108 REYKJAVIK SIMI 38900