Morgunblaðið - 24.07.1985, Side 56
» OPfNN 1000-00.30
TIL DAGLEGRA NOTA
MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR.
Sama
veður
áfram
SUNNLENDINGAR hafa fengid
gódan skammt af sólinni undan-
farió og þurfa ekki að kvarta yfir
vstu eins og í fyrra. Laugarnar hér
sunnanlands eru yfirfullar af sól-
dýrkendum.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins brugðu sér í
Hveragerði í gær og heimsóttu
m.a. tívolíið þar sem ungir sem
aldnir skemmtu sér konunglega,
en myndin hér er af tveimur gutt-
um, sem voru meðal gesta þar.
Veðurfræðingur veðurstofunn-
ar sagði í samtali við Morgun-
blaðið að næstu tveir dagar yrðu
svipaðir. „Norðan og norðvestlæg
átt verður ríkjandi. Lítilsháttar
úrkoma verður fyrir norðan og
norðaustanvert landið. Hitastig
verður 6 til 10 stig norðanlands
og 12 til 15 stig sunnanlands. Á
föstudag má búast við hægri
austlægri átt með þokkalegu
veðri.
Skattaálagningu lokið:
Tekjuskattur einstaklinga
rúmir 4 milljarðar króna
Launahækkanir reyndust meiri en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir
SKATTAÁLAGNINGU er lokið á öllu landinu og hafa skattskrár verið
lagðar fram. Samkvæmt þeim nemur brúttótekjuskattur einstaklinga 4
milljörðum króna, sem er 19,66% hærri upphæð en 1984. Brúttótekju-
skattur lögaðila nemur rúmum 800 milljónum, sem er 21,87% hækkun
frá fyrra ári, og aðstöðugjöld lögaðila nema rúmum 960 milljónum
króna, sem er 39,31 % hærra en í fyrra.
Sumir bænd-
ur að verða
uppiskroppa
. með fóður
SIJMAR tegundir fóðurs eru að
verða uppseldar hjá fóðursölum en
þeir hafa ekki bolmagn til að fjár-
magna greiðslu á 50% kjarnfóður-
gjaldinu, sem nú á að staðgreiða.
Búist er við að bændur fari að lenda
í vandræðum í vikulokin vegna
skorts á fóðri, með alvarlegum af-
leiðingum.
Pétur Björnsson, framkvæmda-
stjóri fóðurinnflutningsfyrirtækis-
ins Guðbjörn Guðjónsson hf., sagði
að fyrirtæki hans væri nú orðið
uppiskroppa með 4 tegundir fóðurs,
varpfóður, andauppeldisfóður og
tvær tegundir smágrísafóðurs, og
einnig væri að sverfa að með aðrar
-'tegundir. Hann sagði að fyrirtækið
ætti 5—600 tonn af fóðri á hafnar-
bakkanum, en gæti ekki staðgreitt
50% fóðurgjaldið, sem þyrfti að
gera við tollafgreiðslu fóðursins.
Hann sagði að þetta fóður væri um
hálfs mánaðar birgðir og væri 50%
gjaldið af þessum birgðum 2,5
milljónir kr. Hann sagðist vita til
þess að ástandið væri svipað hjá
öðrum fóðursölum, bæði þeim sem
flyttu inn fóður og blönduðu hér
heima.
Pétur sagði að bændur hefðu enn
^ekki lent í vandræðum vegna
skorts á fóðri, enda hefði fóður ver-
ið flutt á milli tanka hjá bændum
til að bjarga málunum. En ef ekki
fengist greiðslufrestur á fóður-
gjaldinu yrðu sumir bændur fóður-
lausir i vikulokin með þeim afleið-
ingum sem hverjum manni væru
ljósar.
Pétur sagði líka að tollstjóri
hefði farið fram á bankaábyrgð
fyrir sérstaka fóðurgjaldinu (80%
gjaldinu) en veittur er 4 mánaða
greiðslufrestur á því gegn framvís-
un slíkrar tryggingar. Sagði Pétur
að eftir 4 mánuði yrði hans fyrir-
tæki eitt að vera búið að veðsetja
eignir og leggja fram bankaábyrgð
^ fyrir tugum milljóna vegna þessa
gjalds, og nefndi tölur um allt að 50
milljónir. Þetta þyrfti fyrirtækið
að leggja fram og greiða kostnaö
af, en svo væri fyrirsjáanlegt að
ekki þyrfti að greiða nema lítinn
hluta þessarar upphæðar, svo
skrítið sem það nú væri.
Að sögn Sigurðar Þórðarsonar,
skrifstofustjóra í fjármálaráðu-
neytinu hefur skattbyrðin miðað
við heildartekjur einstaklinga far-
ið lækkandi frá árinu 1978, en
áiagðir skattar í hlutfalli við tekj-
ur einstaklinga eru nú 4,4%, en
voru í fyrra 4,9% og árið 1978 6%.
Sigurður Þórðarson sagði að
upphæð tekjuskatts væri um 400
milljón krónum hærri en fjárlög
gerðu ráð fyrir, þar sem launa-
hækkanir á milli ára hefðu verið
meiri en forsendur fjárlaga gerðu
ráð fyrir. Færi öll þessi upphæð til
greiðslu á þeim hækkunum, sem
orðið hafa frá fjárlögum á ellilíf-
eyri og slysa- og örorkubótum.
Sigurður sagði ennfremur að
áform ríkisstjórnarinnar um
lækkun skatta um 600 milljónir
hefði staðist nokkurn veginn, þar
sem lækkunin næmi, samkvæmt
útreikningum rikisskattstjóra, um
580 milljónum króna.
Samkvæmt skattskrám greiðir
Guðmundur Axelsson listaverkas-
ali í Klausturhólum hæstu gjöld
einstaklinga, rúmar 8,8 milljónir
króna. Hæstu gjöld lögaðila greiða
íslenskir aðalverktakar rúma 71
milljón króna.
Sjá skrá yfir hæstu skatt-
greiðendur á bls. 32 og 33.
Borgarráð
samþykkir
kaup á
Kröfluvirkjun
BORGARRÁÐ samþykkti samhljóða
á fundi í gær fyrir sitt leyti kaup
Landsvirkjunar á Kröflu af ríkis-
valdinu fyrir 1170 milljónir króna.
Áður hafði Akureyrarbær samþykkt
kaup á Kröflu og hafa því allir eign-
araðilar Landsvirkjunar samþykkt
kaupin. Fyrirhugað er að samningur
Landsvirkjunar við ríkið verði undir-
ritaður á Hmmtudag.
Heildarskuldir Kröfluvirkjunar
nema 3,5 milljörðum króna, þann-
ig að ríkisvaldið tekur á sínar
herðar um 2,4 milljarða króna af
skuldum virkjunarinnar. Með
þessu er talið, að raforkuverð
þurfi ekki að kækka vegna yfir-
töku Landsvirkjunar. Með samn-
ingnum eignast Landsvirkjun all-
ar eignir Kröfluvirkjunar, þar
með talinn ótakmarkaðan rétt til
að nýta þá orku, sem á svæðinu
kann að finnast til framleiðslu allt
að 70 MW.
Borgarráð samþykkti samning-
inn eins og hann liggur fyrir,
nema hvað að ekki var fallist á
kaup á gufuaflsstöðinni í Bjarnar-
flagi að upphæð um 100 milljónir
króna, en Akureyrarbær hafði
fyrir sitt leyti fallist á kaup stöðv-
arinnar.
Enn aflast vel á Vestfjarðamiðum:
„Stanslaust mok síðan í maí“
ÍMfirdi 23. júli.
GUÐBJÖRG ÍS 46 er að landa um
170 tonnum, mest þorski, eftir
þriggja daga veiði. Þegar fréttarit-
ari Morgunblaðsins hitti Ásgeir
Guðbjartsson skipstjóra var hann
að hamast við að moka ís yfir
þorsk í kössum, sem skipverjar
hans stöfluðu beint í einangraða
gáma, en gámarnir fara síðan á
markað í Englandi, þar sem stór
hlutí afla (Juðbjargar hefur verið
seldur á fiskmörkuðum í sumar.
„Við fengum þetta á Halanum,
mest í botntrollið, en nokkuð þó í
flottroll," sagði Ásgeir. „Þetta er
nú farið að verða ansi skemmti-
legt, það er búin að vera samfelld
aflahrota á Halanum og austur
undir hólfið á Strandagrunninu
síðan 28. maí í vor. Mér finnst að
það hafi aldrei áður verið annar
eins fiskur á þessum slóðum.
Þetta er jafn og góður fiskur og
ekkert smælki. Mestur hluti tog-
araflotans hefur verið þarna í
sumar, en togurum fer nú fækk-
— segir Ásgeir aflakóngur á Guðbjörgu ÍS
MorgunblaSið/Úlfar Ágústsson
Skipverjar á Guðbjörgu gáfu sér tíma til að stilla sér upp þritt fyrir
annríkið. Allir eru á kafi í slorinu. Bæring Jónsson, matsveinn, lengst til
vinstri, hamaðist í ísnum og Ásgeir og Guðbjartur sonur hans, sem er
skipstjóri á móti föður sínum, létu hvorugir sitt eftir liggja.
andi, því margir þeirra eru að
verða búnir með kvótann. Mér
finnst sjálfsagt að auka við kvót-
ann. Því skyldi ekki mega veiða
370—380 þúsund tonn á ári núna
á seinni hluta aldarinnar, eins og
gert var allan fyrri hlutann?
Okkur hefur gengið mjög vel
með gámafiskinn, aldrei fengið
„dán“, og meðalverðið rúmar 40
krónur á kílógrammið. Hann
Baldur Jónsson er nýkominn úr
skoðunarferð til Englands, þar
sem hann fylgdist með fisksöl-
unni, og hann sagði mér, að besti
gámafiskurinn kæmi frá okkur
sem leggjum upp hjá íshússfélagi
Ísfirðinga og hjá Frosta í Súða-
vík.
„Nei, það má ekkert stoppa,"
sagði Ásgeir að lokum, „við för-
um út aftur í kvöld. Við eigum
enn nógan kvóta, enda búnir að
kaupa mikið svo það verður að
nota tækifærið á meðan það
gefst."
ÍJIfar